Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 8
8 Kántrísöngvar- inn opnar Kántríbæ á Skagaströnd Einu sinni var blaðamaður á ferð um Skagaströnd þegar á hann sótti kaffiþorsti. Var gerð ft- arleg leit að kaffistofu i þorpinu en hún var árangurslaus. Fóru blaðamaður og fylgiliö hans bölv- andi úr bænum og hét því að koma aldrei i þessa kúvik aftur. Nú get ég farið til Skagastrand- ar i þeirri sælu fullvissu að þar biður min rjúkandi kaffi og meðði. Og það sem meira er, ef kökurnar seðja ekki hungrið get ég keypt mér minútusteik eða „kántriborgara” i nýju veitinga- stofunni hans Hallbjarnar kántri- söngvara og kaupmanns Hjartar- Föstudagur 16. júlí 1982 JjBsturlnfí. Hallbjörn og hamborgararnir sonar. Kántribær heitir staður- inn, hvað annað? — Mér datt þetta i hug fyrir svona ári og i vetur fór ég að hanna staðinn og gerði það allt sjálfur. Ég hef nú ýmislegt fyrir mig lagt um dagana en arkitekt hef ég aldrei verið áður. Ég teikn- aði nú litið, þetta var mest i koll- inum á mér. Það þýddi að þegar iðnaðarmennirnir hófu störf varð ég alltaf að vera á staðnum, ann- ars urðu þeir verklausir. Innrétt- ingarnar eru allar i kántristil og staðurinn rúmar svona 35manns i sæti. Hér verða á boðstólum grill- matur — hamborgarar, minútu- steik oþh. — heitt súkkulaði, is, kaffi og kökur. Ég er kaupmaður hér á Skaga- strönd og var með leikfanga- og gjafadeild ásamt matvörudeild. Ég lagði niður gjafadeildina og innréttaði staðinn i þvi húsnæði. Éger eftir sem áður með matvör- urnar og svo er ég yfirkokkur þannig að ég er á þönum á milli hæða. — Hvernig list Skagstrending- um á tiltækið? — Þeim leist nú ekkert alltof vel á það þangað til ég opnaði, en nú eru þeir ofsahrifnir og koma i hópum hingað um helgar að fá sér i svanginn. Það hefur vantað svona þjónustu hér I mörg ár. En það er óneitanlega erfitt að vera utan við hringveginn. Það er þó ekki nema svona korters akstur hingað frá Blönduósi svo ferða- menn sem eru ekkert að flýta sér geta hæglega litið hér við, sagði Hallbjörn. Hann hefur fengist við ýmislegt um dagana, verið sjómaður — ma. kokkur — kaupmaður, sýn- ingarstjóri i Skagastrandarbiói ogsvoer það músikin. Allir muna eftir kántriplötunni sem hann gaf út i fyrra, enda þeyttist hann landshornanna milli til að syngja lögin á henni sem öll eru eftir hann sjálfan. Það lá þvi beint við að spyrja hvort ný plata væri i uppsiglingu. — Já, hún hefur verið það siðan ég lauk við þá siðustu. Ég ætlaði að koma henni út núna i sumar, en timinn hefur allur farið i mat- staðinn. Ég á nóg af lögum en er að biða eftir textum sem hinir og þessir eru að semja fyrir mig. Mig langar að breyta til i texta- vali.siðasta plata höfðaði mest til eldra fólks. Nú langar mig að ná til fleiri, hafa meiri breidd. Von- andi kemst hún út á næsta ári, sagði Hallbjörn Hjartarson. — ÞG. Kaffi eöa ekki kaffi? Það er alltaf verið að segja verðandi mæðrum hvað þær megi láta ofan I sig og hvað ekki. Einn daginn mega þæi- borða þetta, annan daginn hitt og þriðja daginn hvorugt. Kaffi hefur lengi legið undir grun fyrir að valda fdstur- skemmdum. Nú herma fregnir frá Finnlandi að verðandi mæð- ur megi sulla í sig öllu þvi kaffi sem þær lystir, það bendi ekkert, til þess að fóstrið verði fýrir skakkaföllum af þvi. Ekki eruþó allir visindamenn sammála finnsku rannsóknar- mönnunum. Benda þeir á amer- iska rannsókn sem leiddi til gagnstæörar niðurstööu. Það er kannski best að drekka kaffið i hófi sémaöur kona eigi einsöm- ul. IH HH Sfi m NNIHílXSQdVOOTnO Frelsið er vandmeðfarið — líka tjáning- arfrelsið Fyrir skömmu ákvað stjórn borgaraflokkanna I Noregi að af- létta einokun rikisútvarpsins á hljóövarpssendingum, i sönnum frjálshyggjuanda. Félagasamtök og hópar gátu þá sótt um útvarps- rásir og fengiö skammtaðan tfma á öidum Ijósvakans. Fjöldi samtaka greip tækifærið og sótti um, en ekki var hægt aö verða við öllum umsóknum, svo mikill var áhuginn. Meöal um- sækjenda voru trúfélög af öllum stærðum og gerðum, innan og ut- an þjóðkirkjunnar. Eitt trúfélagið heitir Oslo Fullevangeliske Kirke og það datt I lukkupottinn, fékk úthlutaö rás og ti'u timum á viku sem nú hefúr verið fjölgað upp I tuttugu tima. Söfnuður þessi er ekki ýkja fjöl- mennur,telur um 200 sálir en lýtur þvi lögmáli sem gjarnan rikir um sértrúarsöfnuði: þvi færri sem sóknarbörnin eru, þvi heitari er trúin og einstrengingslegri. tltvarpsstöð OFK hefur ma. á dagskrá sinni þátt um heilbrigö- ismál sem mjög fer fyrir brjóstið á sósialdemókrötum. 1 leiöara Arbejderbladet segir svo frá efni þessa þáttar: „Þarna er hommum sagt að þeir séu sjúkir, börn koma fram undir fullu nafni og biöja um að- stoð vegna drykkjusýki foreldra sinna, krabbameins- og psoriasis- siúklingum er sagt að þeir séu undirlagöir af illum anda Satans og að engínn mannlegur máttur geti liösinnt þeim. Siðan er beðiö heitt og mikið. Ef það hefur ekki áhrif og læknar ekki sjúkdóminn er það vegna skorts á trúarhita, ekki af þvi að sjúkdómurinn sé ó- viðráðanlegur.” Norskir kratar eru ekki ýkja hrifnir af svona málflutningi og blaðið vitnar til ummæla land;- læknis sem segir að svona starf- semi sé beinlinis hættuleg heilsu- fari fólks. Menntamálaráöherrann neitar hins vegar að hafast nokkuð aö i málinu. Hann segir að tjáningar- frelsi riki í landinu og hann sé þess ekki umkominn að ráðast gegn þvl. Kratablaðið svarar þvi til að tjáningarfrelsið hljóti að hafa sln takmörk, ma. þegar al- varlega er vegið aö heilsufarsá- standi þjóðarinnar. Um þetta er nú rifist I Noregi. Það reynist þvi fleirum en íslend- ingum erfitt að draga mörkm ut- an um tjáningarfrelsið. Þar gengur thailensk nuddkona á gestunum Galvaskir grillkokkar á Hótel Valhöll einbeita sér við steikurnar I garðinum. — Mynd: Jim Smart Það veröur engu logið um feg- urð Þingvalla. Hvaða staður jafnast á við þann i fögru veðri — og eiginlega f hvers konar veðri. Við munum eftir stilltri fegurð á vetrardegi, litaskrúði haustsins, kyrrum og fallegum sumarkvöldum. Það var þannig veður þegar viö heimsóttum Valhöll fyrir skömmu. Frá útsýnisskífunni á barmi Almannagjár sá yfir spegilslétt vatnið, fjallahring- inn...þaö má telja þessar dá- semdir endalaust. Ogþaöeralltafgottaðkoma I Valhöll. Þar hafa hjónin Ruth Ragnarsdóttir og ómar Halls- son ráðið húsum undanfarin þrjú sumur og gert ýmsar lag- færingar á staönum og aöstöð- unni. Stórt og mikiö útigrill I ný- legum garði setur svip á hóteliö — og ilmurinn úr safarikum steikum setur svip á gestina. Nú er hægt að gista á Þingvöllum fyrri hluta viku fyrir 390 krónur á mann og er innifalið kvöld- veröur, gisting, morgunverður og hádegismatur. Nenni fólk ekki að boröa, sofa eða drekka (á ágætum bar) er hægt að láta thailenska nudd- konu ganga á bakinu á sér, leigja sér skektu, spila minigolf, svitna í gufubaöi eöa eltast við krakkana á barnaleikvelli. Þeg- ar öllu þessu er lokiö — nema best væri að gera það allra fyrst — má fara I lyftingar og aöra Hkamsþjálfun. Sllkar stöðvar hafa sprottið upp um borg og bý og þau ómar og Ruth giskuöu á að þannig aðstaöa gæti gefist vel á Valhöll. Kannski nenna sumir engu af þessu—-en þáð hefur aldrei gert manniillt að koma til Þingvalla og vera þar dagstund. -ÓV Norðrið heillar — merkilegt nokk! Þegar tslendingar skipuleggja sumarleyfið sitt er takmarkið oft- ast að ná i sem mest af sól. Þess vegna eiga margir bágt með að skilja þankaganginn hjá þeim út- lendingum sem leggja leiö sfna hingað noröur I ballarhaf þar sem sjaldan sér til sólar. En þessum furðufuglum fer fjölgandi og þeir leita uppi óllk- legustu staði. Nýjustu fregnir herma að eyjaklasi sem er enn nær Noröurpólnum en Island sé óðum að verða vinsæl túrista- paradls. Klakadröngullinn Sval- barði veröur æ vinsælli I augum feröamanna. Ferjurnar sem ganga á milli Noregs og Svalbarða eru fullbók- aðar allt þetta sumar og SAS greinir frá því pð eftirspurn eftir Svalbarösflugi hafi aukist um 27% á fyrri helmingi ársins. En einn hængur er á þessu flandri fólks á norðurslóðir: á Svalbarða er engin eiginleg bú- seta, aðeins vísindamenn og her- menn hafast þar við I stöðvum slnum. Þar er þvi engin aðstaða til að taka við ferðamönnum nema þeir séu sjálfum sér nógir með mat og húsnæði. Hefur orðið að snúa við fjölda manns af þess- um sökum. Hins vegar eru þó> nokkur brögð að þvl að fólk taki sér ferö til Svalbaröa með f lugi og; komi aftur meö sömu vél. Þetta. gerir fölk i þeim tilgangi að geta gumað af þvi viö ættingja og vinii að háfa komiö til eyjunnar. — Sjáðu tindinn, þarna var ég... Matreitt fyrir 600.000 jmanns á ári Alþýðustaðurinn Múlakaffi tuttugu ára Þótt veitingahúsarekstur hafi tekið miklum breytingum i henni Reykjavik undanfarin ár hefur alltaf verið einn fastur punktur i tilverunni: Múlakaffi hefur boðið | alþýðu manna upp á venjulegan j heimilismat, kaffi og meðlæti i ’ tuttugu ár, án þess að falla i freistingar grillmenningarinnar. Að visu er eitt hornið i veitinga- salnum undirlagt grillgræjum en aðalaðdráttarafl staðarins hefur verið,er og verður „kaffiteriu-lin- an” þar sem boðið er upp á fimm rétti dag hvern. Þar er að finna kjötbollur og kótilettur, soðningu og súpukjöt, rétt eins og heima hjá mömmu. Enda eru fastagest- irnir margir. í kaffi- og matar- timum hittast allir vörubilstjórar og iðnaðarmenn landsins i Múla- kaffi og á kvöldin sitja einhleyp- ingar yfir kaffibolla og horfa á sjónvarpið (nema i júll og á fimmtudögum). Auk þess neyta hundruð manna hádegismatar sem matreiddur er iMúlakaffiog sendur i mötuneyti vittog breitt um bæinn. Alls mall- ar eldhúsið við Hallarmúlann of- an i 600 þúsund manns á ári. Þegar Múlakaffi var opnað fyrir 20 árum var tekin i notkun ný og fullkomin „kaffiteriu-lina” sem Axel i Rafha smiðaði. Siðan hafa nokkrar milljónir matar- gesta fengið á disk sinn upp úr hitakössum linunnar. Hún hefur enst vel og er að flestu leyti enn i fullu fjöri, aðeins farin að daprast i henni elementin. En i vor ákváðu þau hjónin Stefán ólafsson og Jóhanna Jó- hannesdóttir, eigendur Múlakaff- is að veita þeirri gömlu lausn frá störfum. 1 hennar stað var keypt glæný samstæða frá Sviss. Nýja linan er öll hin fullkomnasta ma. búin sérstökum lömpum yfir diskinum sem heldur matnum heitum ef tafir verða i afgreiðsl- unni. En svo mikil var framsýnin við hönnun gömlu linunnar að hægt var að nota sömu hugmyndina að öllu leyti þegar sú nýja var smið- uð. Er þvi ekki að furða þótt fæst- ir hafi tekið eftir þvi að búið var að endurnýja. Um leið var komið upp nýju grilli. Nýju tækin eru fyrsti liður I endurnýjun alls tækjakostar Múlakaffis, næst kemur röðin að eldhúsinu. Nú segja eigendurnir að þvi marki sé náð að gera Múlakaffi að „fullkomnustu kaffiteriu norð- an Alpafjalla”. Minna mátti það ekki vera. Og af þvi að Isléfidingar eru vanir að vinna I skorpum tók það innan við tvo sólarhringa að koma nýju tækjunum fyrir. En þrátt fyrir þessa nýbreytni er Múlakaffi samt við sig. Þar er hægt að borða venjulegan mat á til þess að gera hóflegu verði frá kl. 7-23.30 alla daga ársins að tveimur undanteknum, jóladegi og 2. degi jóla. Bilstjórum sem eiga erindi i Hallarmúlann eða Armúlann skal þvi bent á að enn verður engin breyting á bila- stæðavandanum á þessum slóð- um i hádeginu, þar verða rúm- lega öll stæði upptekin af stórum flutningabllum eftir sem áður.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.