Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 32
/ ÍÞað er mikill gassagangur i
^/nýja borgarstjórnarmeiri-
hlutanum þessar vikurnar og sést
hann ekki alltaf fyrir i vinnugleð-
inni. Ekki batnar ástandið þegar
embættismenn taka lika frum-
kvæði, sem kannski samræmist
ekki alltaf ákvörðunum nefnda og
ráða. Eitt dæmi um slikt gerðist
nú á dögunum og snerist það um
byggingarframkvæmdir á lóð við
Óðinsgötu. Þar var gamalt hús
rifið i fyrra og sótti eigandi lóðar-
innar um að fá að byggja þar 3ja
hæða hús, samtals 1180 rúm-
metra. Var beiðni hans samþykkt
i byggingarnefnd á fyrsta fundi
hennar eftir kosningar. Ibúar
nærliggjandihúsa voru ekkimjög
hressir yfir þessari ákvörðun
vegna þess að nýja húsið kemur
til með að byrgja gömlu húsin
inni. Fengu ibúarnir stuðning frá
Borgarskipulagi sem lagði til á
næsta fundi byggingarnefndar að
nýja húsið yrði minnkað i 900
rúmmetra. Fundurinn tók ekki
afstöðu til þessarar tillögu en
samþykkti að láta fresta fram-
kvæmdum við bygginguna þar til
borgarstjórn hefði fjallað um
hana. Byggingarfulltrúa var falið
að skýra verktakanum frá þessu
og gerði hann það. Siðar sama
kvöld og fundurinn var haldinn
verða ibúarnir varir við að byrjað
er að hella steypu i mót og gera
viðvart til formanns byggingar-
nefndar, Hilmars Guðlaugssonar.
Hann hringir i byggingarfulltrúa
sem segist hafa leyft fram-
kvæmdirnar. Hann hafði þvi með
2—3ja klukkustunda millibili gef-
ið tvær gagnstæðar fyrirskipanir
til verktakans. Málið átti að taka
fyrir á borgarstjórnarfundii gær-
kvöldi...
Gerum viö Kalkhoff — SCO —
Winter — Peugeot — Everton
og öll önnur hjól.
Fullkomin tækja- og vara-
hlutaþjónusta.
Sérhæfing i fjölgirahjólum.
Seljum uppgerö hjól.
Opið alla daga frá kl. 8—18,
laugardaga kl. 9—1.
Hjólatækni
Vitastíg 5. Simi 16900
/'Jólafur Þórðarson, Rló-mað-
^urinn fyrrverandi fékk hug-
ljómun á dögunum og ákvað að
skella sér i Hljóðrita til að taka
upp plötu með lögum eftir sig og
aðra. Til liðs við sig hefur hann
ekki fengið ómerkari hljómlistar-
menn en Björgvin Gislason, Karl
Sighvatsson, Björn Thoroddsen
jassgitarista og tvo Svia, skóla-
bræður Bjössa frá Ameriku sem
hér hafa verið að undanförnu að
spila með honum og öörum. Mús-
ikin verður svona léttrokkuð a la
Óli Þórðar og mest lagt upp úr þvi
að útsendingar eða útfærsla lag-
anna verði nánast til af sjálfu sér
i hljóðverinu, sem er algeng að-
ferö meðal vanra stúdiómanna
erlendis og hefur oft skilað
skemmtilegum plötum. Hljóðriti
mun verða útgefandi plötunn-
ar....
Kári Halldór leikstjóri er
nú að safna liði til að stofna
nýjan leikhóp eða jafnvel leikhús
og hefur flogið fyrir að nafn hóps-
ins eigi að verða Gránufélagið.
Kári er þegar kominn með nokk-
urn hóp i kringum sig þar sem er
kona hans, Jenný Guömundsdótt-
ir, leikmyndateiknari, og nokkrir
leikarar sem þau unnu með á Ak-
ureyri i vetur leið, Andrés Sigur-
vinsson, Guðjón Petersen ofl.
Velta menn þvi nú fyrir sér
hversu mikið pláss sé á reykvisk-
um leiklistarmarkaði, ekki sist i
ljósi örðugleika Alþýðuleikhúss-
ins....
^JTalandi um Alþýðuleikhúsið
.✓<þá standa nú yfir tilraunir
til að koma þvi á fastari rekstrar-
grundvöll en það hefur búið við
undanfarin ár. í þvi skyni hefur
verið sett á laggirnar nefnd sem i
eiga sæti fulltrúar menntamála-
og fjármálaráðuneytis auk Al-
þýöuleikhússins. Nýtt leikhúsráö
hefur verið kosið og skipa það
Ólafur Haukur Simonarson,
Böðvar Guðmundsson, Sigrún
Valbergsdóttir og Jórunn Sigurð-
ardóttir. Þegar er ljóst að Pæld-
iði-hópurinn mun starfa áfram
enda situr hann svo til einn að sin-
um markaðisem eru börn og ung-
lingar. Um aðra starfsemi er ekki
ljóst ennþá og húsnæðismálin eru
óleyst. Jón Ragnarsson hefur nú
hafið kvikmyndasýningar i Hafn-
arbiói og veit enginn hver framtið
gamla hermannabraggans við
Skúlagötu verður....
/■ JFyrsta verkefni Leikfélags
^Akureyrar á næsta starfsári
verður að sýna Atómstöð
Halldórs Laxness i leikgerð
Brietar Héðinsdóttur. Briet gerði
sem kunnugt er mikla lukku með
leikgerð sinni á Jómfrú Ragn-
heiði Kambans á siðasta leikári.
Flogið hefur fyrir að Guðbjörg
Thoroddsen leiki Uglu i Atóm-
stöðinni. Það ætti að vera góð æf-
ing fyrir Guðbjörgu þvi Þorsteinn
Jónsson kvikmyndagerðarmaður
ætlar að kvikmynda Atómstöðina
og ku hafa fengið Guðbjörgu i
hlutverk Uglu....
í jMeira af „Oliufélaginu” sem
^/nefnt var i siðasta HP. Einn af
stofnendum þessa nýstofnaða fé-
lags, Einar Ilákonarson situr
jafnframt i stjórn Kjarvalsstaða
og gegnir þar formannsstöðu.jrK
Vegna tafa á afgreiöslu frá
Finnlandi á pappir þeim sem
notaður hefur verið á útsiður
og opnu Helgarpóstsins, verð-
ur þetta tölublað og e.t.v. fáein
næstu með gamla sniðinu.
Auóvitað
fær Stínadiikka
fntttilKöben
en kiakkamir txwaa
995.-krónur!
í helgarferðunum okkar til Kaupmannahafnar í
sumar hugsum við sérstaklega um börnin. Tívolí,
dýragarðurinn og Bakkinn eru draumastaðir allra
krakka og fullorðinna raunar líka. Við bjóðum
þægilegt flug á föstudegi, gistingu á úrvals hótel-
um í herbergi með baði, ásamt morgunverði og
heimflug á mánudegi. Verðið er frá 3.980.00 kr.
fyrir fullorðna en frá 995.00 kr. fyrir börn 11 ára
og yngri í herbergi með foreldrum sínum og það
kostar ekkert að láta Stínu dúkku fljóta með.
Smellið þið nú krökkunum í strigaskóna og sjálf-
um ykkur í stellingar og drífið í að kaupa miða
strax því sætafjöldi er takmarkaður og ferðirnar
fyllast óðum.
Leitið upplýsinga hjá söluskrifstofum Flug-
leiða, umboðsmönnum eða ferðaskrifstofun-
um. Farpantanir eru einnig teknar í síma
25100.
FLUGLEIDIR
Gott fólk hjá traustu félagi
Hóð samþykki vtðkomandi stjómvakja.