Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 4
4______________________________ Innheimtumaður lögmanna kærður fyrir að taka sér opinbert vald: Föstudagur 25. febrúar 1983 JoÉZti urinru „Vilja halda áfram að nota sínar New York-aðferðir"' — segir aðalfulltrúi borgarfógeta og aðstoðar skuldara við að kæra til Rannsóknarlögreglu ríkisins □ Aðalfulltrúi borgarfógetans í Reykjavík hefur veitt aðstoð við kærugerðina og fer hörðum orðum um innheimtuaðferðir lögmannanna, sem hinn kærði hefur starfað fyrir. □ Rannsóknariögregla ríkisins hefur nú til rannsóknar tvær kærur á hendur manni nokkrum, sem gengið hefur erinda lögfræðistofa í Reykjavík, fyrir meintar ólöglegar vörslusviptingar og að taka sér fógetavald. □ Lögmennirnir telja málið sér óviðkomandi og sumir þeirra fullyrða, að um „versl- unarstríð” sé að ræða á milli innheimtumanns síns og aðalfulltrúa fógeta. □ Verði niðurstaða rannsóknar RLR sú, að höfðað verði opinbert mál á hendur inn- heimtumanninum, mun væntanlega reyna í fyrsta skipti á það hvort vörslusvipting sé alfarið fógetaathöfn — þ.e. hvort Pétur og Páll geti farið heim til skuldseigs fólks og sótt þangað fjárnumda hluti á uppboð, eða hvort ávallt er þörf atbeina fógeta. Um það eru lögmenn og embættismenn dómskerfisins ekki á eitt sáttir og lögin ekki ó- tvíræð. Flestir telja þó, að vörslusvipting geti ekki farið fram án atbeina og þátttöku fógeta. Skuldarinn vel varinn Mál þetta er þannig vaxið, að undanfarin 15-16 ár hefur Símon Wiium, sendibílstjóri í Reykjavík, starfað við innheimtu fyrir nokkra lögmenn í borginni og nokkra banka sömu- leiðis. Hér á eftir verður ekki vikið að starfi Sí- monar fyrir bankana en þeir lögmenn.sem hann hefur unnið fyrir, eru einkum þeir sem hvað mest fást við innheimtustarfsemi fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þegar tiltekin skuld hefur ekki verið greidd er hún gjarnan send í innheimtu hjá lög- fræðingi, eins og margir lesendur kannast vafalaust við. Lögfræðingurinn sendir skuld- aranum bréf og skorar á hann að borga innan Innheimtumaður getur ekki vörslusvipt án ákveðins tíma. Ef því er ekki svarað gæti verið atbeina fógeta. Vilji skuldari ekki láta hlut af höfðað mál á hendur skuldaranum og hann hendi þarf lögmaður að kalla til fógeta, sem dæmdur til að greiða skuldina innan ákveðins setur fógetarétt og úrskurðar um skyldu tíma. Ef hann sinnir því ekki heldur er hægt skuldarans til að láta hinn fjárnumda hlut af að gera fjárnám í eignum hans, t.d. bíl eða hendi. Enginn annar getur gert kröfu um slíkt sjónvarpstæki, ekki síst ef skuldin er tilkomin eða má hafa í hótunum við hinn skuldseiga. vegna kaupa á öðrum hvorum hlutnum eða ef veð hefur verið tekið í slíkum hlutum. Þegar fjárnámið er gert, þ.e. fógetaréttur hef- ur verið settur og þar úrskurðað, að taka megi tiltekinn hlut úr vörslu eigandans (vörslu- svipting), fer fógeti á staðinn við annan mann og sækir hlutinn. Með góðu eða illu, því fógeti má beita valdi í vissum tilfellum. En skuldar- inn er einnig vel varinn - enginn má ryðjast inn á heimili fólks og láta þar greipar sópa þvert gegn vilja þess. Því þarf að koma til fógetaúr- skurðar. Og þá kemur að þætti Símonar Wiium og þeirra lögmanna, sem hann starfar fyrir: Lög- mennirnir túlka lög um aðför frá 1887 þannig, að vörslusvipting sé ekki alfarið fógetaverk, heldur geti þeir sjálfir — eða þeirra umboðsmaður — innt það af hendi, því að í sjálfri fjárnámsgerðinni sé falin heimild til vörslusviptingar. Um þetta eru lögfræðingar ekki á eitt sáttir, hvorki starfandi lögmenn né lögfræðingar í embættis- og dómskerfinu, sem blaðamaður HP hefur rætt við. Bíllinn hirtur af stæðinu Fyrri kæran, sem borist hefur á Símon Wii- um og er til rannsóknar hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins, er frá ungum manni, Einari Arnarsyni. Hann sagði i samtali við HP: „Ég rak leiktækjasal ásamt félaga mínum og keypti m.a. til hans gosdrykki. Fyrirtækið hætti svo starfsemi sinni og þá var þessi reikn- ingur upp á rúmar 7 þúsund krónur ógreidd- ur. Hann fór í innheimtu hjá þeim Sigurði Sig- urjónssyni og Jóni Magnússyni og þeir sendu mér eitt bréf, sem ég sinnti ekki. í júlí í fyrra gerðist það svo, að bíllinn minn, Mustang ’72, hvarf af stæðinu heima hjá mér. Ég tilkynnti þjófnað á honum til lögreglunnar en mánuði síðar frétti ég af bílnum í portinu hjá Vöku. 116. grein hegningarlaga, sú sem fógetafull- Þar er hann enn, því ég hef ekki viljað greiða trúinn telur innheimtumanninn hafa brotið skuldina, sem þeir ætla að innheimta með gegn. þessum hætti. Tveimur mánuðum eftir að bíll inn hvarf kærði ég þennan Símon svo fyrir lög reglunni og hafði þá fengið aðstoð fulltrúa borgarfógeta til að semja kæruna!’ Við spurðum Sigurð Sigurjónsson hdl., hvort ekki hefði verið eðlilegt að láta Einar vi- ta að hann ætti í vændum að missa bílinn. Hann sagði það vera venjulega málsmeðferð en þekkti að öðru leyti ekki vel til málsins; innheimtur væru „rútínumál” á lögmanns- stofum og þessi innheimta eins og margar aðr- ar hefði verið færð Símoni Wiium. Hann hefði því ekki vitað af kærunni á hendur Símoni. Annar tekinn án fjárnáms eða lögtaks Hin kæran er frá Ágústi ísfjörð fulltrúa fyrir hönd Haraldar Hjaltalín. Ágúst seldi Haraldi bíl, sem á hvíldi rúmlega 12 þúsund króna veðskuld, gjaldfallin. Ágúst segir Har- ald hafa vitað af skuldinni. Síðan gerðist það, að sögn Ágústar ísfjörð, að „Símon kom heim til Haraldar Iaugardaginn 29. janúar, veifaði pappirum og heimtaði bílinn, sem hann sagði að ætti að selja á uppboði. Har- aldur taldi þetta vera einhvern misskilning og Fylgiskjal einnar kærunnar, sem borist hefur lét hann hafa bíhnn, sem var fluttur burtu til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Rannsóknin með kranabíl þann sama dag. hefur nú staðið í rúma viku og standa yfir- heyrslur enn. BORCARFÓGETAEMBÆTTIÐ Reykjavík 1. febrúar 1983. Ti1 rannsóknarlögreglu ríklsim Auðbrekku 61, 200 Kópavogur. ttast hér meO, aO blfreiOin fógctavaldi þann 29/1 s.l. úr vörslum kBM Ti| ~ r * JBB Samkvirat bókum orabættlsitsshefur ekki veriO gert fjárnám í umræddrl blfrelð og líkloga hefur ekki verifl tekinn dómur vegna veflskuldabréfs, sem tryggt er meO 1. veOréttl í umraeddr bifrelO. An dóms og fjarnáms getur fógeti ekki tekiO bifreiO úr vörslum skuldara, né selt hana á uppboOi. l'ppboO getur því ekki fariO fram á bifreiOinnl R- og þar scm taka bifreiOarlnnar er lögreglumál er þaO ckki á valdi fógeta meO fógetagerO aO færa vörslur hennar aftur til >■■■■■ VirOingarfyjllst, ‘ ' / ‘ ustui skal sœta varShaldi e8a fangetoi »111«« 2 firum — 115. cr. Hver, sem oplnberlega skýrTr helmildarlaust e8a vlsvitand! rangt frá þvl, sem frnm hefur far.8 vl® £os"m?” þær og atkvæSagrciðslur, sem í 102. gr. ur, e8a þvi, sem gerzt hefur ,fnu"dU£.i£? starfi opinborra samkomnajief^a^s^ðr^ ■RÉfPlangelsi nllt a8 6 mánu8um. , , Rr. Hver. sem tekur sér e.tthvert oplabert vald, sem hann ekki hefur, skul sætH yktum eða varBhuldí eBa, ef miklar snklrenWan| plsi allt a8 2 árum.k) — Itandi eða af gálejl^ÍIIS^plnberleKa e8a elnkenni, merki eða cinkennlsblJTOíu sem áskilinn er islenzkum eða erlendum stíérnvöldum eBa hermonnum, eða einkennl, merkl e8a búning. semi erJ>vo . . , • w, nfonrfrolrirlll IIA ílífl 11£1 GT 8, Þessi krafa var í innheimtu hjá Lögheimt- unni hjá Ásgeiri Thoroddsen!’ sagði Ágúst. „Hann hafði ekki viljað semja um þessa skuld við mig heldur bara fá hana greidda upp í topp og ekki veita mér frest. En þá mundi ég eftir því, þegar búið var að fara með bílinn, að það hafði ekki verið gert lögtak í bílnum eða fjárnám að undangengn- um dómi. Allt þetta þótti mér heldur undar- legt svo ég spurðist fyrir um það hjá aðalfull- trúa borgarfógetaembættisins hvernig á þessu stæði. Ólafur Sigurgeirsson aðalfulltrúi sagði þessa vörslusviptingu ekki hafa verið á vegum embættisins og lét mig síðan hafa yfir- lýsingu þar um, sem ég lét fylgja kærunni til Rannsóknarlögreglunnar. Skuldin var nú orðin helmingi hærri enda hafði lögmannsstofan bætt ofan á upphæð- ina ýmsum kostnaði, svo sem lögtaks- og fjár- námskostnaði, fógetakostnaði og gjaldi fyrir vörslusviptinguna. En þegar kæran var á leið- inni frétti lögmaðurinn af þessu og Haraldur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.