Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 18. febrúar 1983 ^O&sturínn Við ráðum sjálf hvenær við viljum berjast BZ-arar í mótmælagöngu Síðasta mánudagsmorgun nýliðijis árs sat Eefsen yfir- lögreglustjóri Kaupmanna- hafnar við skrifborð sitt og leit yfir póst dagsins. Veðrið var óvenju milt, fyrsti snjór vetrarins ókominn og því var siökkt á rafmagnsofni lög- reglustjórans. Eefsen sat í hráslagalegu herberginu og lét skrifborðslampa sinn lýsa á bréfabunkann sem á boröi hans lá. Allt var eins og vera bar á mánudagsmorgni, þarna lágu nafnlaus bréf frá hjálpsömum borgurum, fag- blað lögreglumanna og önn- ur tímarit. Neðarlega íbunk- anum lá nýprentað og litríkt eintak af Rapport. Kankvís og léttklædd stúlka tyllti sér á stólbrún og leit undirgefin til Eefsens lögreglustjóra. Eefsen brosti við henni og mildir drættir léku um andíit hans. Hlýjan yl lagði um herbergið, Eefsen brosti enn út í annað — eftir andar- taks umhugsun lét hann rak- an vísifingur fletta forsíð- unni. Fyrsta opnan blasti við honum. Mildir andlits- drættir Eefsens hörðnuðu á svipstundu, varir hans herpt- ust, kalt vatn rann honum milli skinns og hörunds, adamsepliö tók kipp og svit- inn spratt fram á enni lög- reglustjórans. Kannski bar þetta öðru vísi að. Kannski var sögu- sviðið kaffistofa lögreglu- manna sem unnu undir ör- uggri stjórn Eefsens. Þarna sátu þeir fimm eða sex stæltir strákar um þrítugt með lappir uppi á borði, sígarettu í munnvikinu og kaffibollann í hendinni. Þarna sat strákahópurinn í kaffihléi á mánudagsmorgni og beið eftir félaga sínum sem skroppið hafði út í sjoppu. Félaginn kemur aft- ur inn, dreifir dagblöðum en heldur sjálfur konfektinu, nýju eintaki af Rapport. Augu þeirra allra laumast þó í átt til forsíðustúlkunnar og þeim finnst hún flott. Það er stíll yfir Rapportstelpunum, þær hugsa þó meir um útlitið en fuglahræðurnar sem standa til boða á Hálmtorg- inu. Sá heppni stingur Ga- Joli upp í sig og flettir blað- fram á við lögregluna að hún eyðilegði húsið án þess að leyfi hefði fengist til niðurrifs frá þaraðlútandi yfirvaldi, þ.e. Villo Sigurdsson. í kjöl- far þessara hernaðaraðgerða Iögreglunnar fylgdu óeirðir um allan bæ og þótti Eefsen hafa verið heldur harðhent- ur. Rök hans voru hins vegar ummæli sem höfð voru eftir BZ-urum í „fjölmiðlum” þar sem þeir hótuðu ofbeldi og hörku. Lestrarvenjur lögreglustjórans Þessir fjölmiðlar sem réðu gjörðum Eefsens lögreglu- stjóra reyndust vera blaðið sem minnst var á í byrjun þessarar greinar, lauflétta pornóblaðið Rapport. Tístu nú sumir yfir lestrarvenjum lögreglustjórans en flestum var þó brugðið yfir trausti því sem sami maður bar til fréttaflutnings þessa rits. Rits sem einkennist af æsi- blaðamennsku þeirri sem Þjóðverjinn Giinter Wallraff lýsir svo vel í bókum sínum um Bild Zeitung. Fyrirsögn „viðtalsins” við BZ hljóðaði svo: BZ-arar lýsa yfir allsherj- arstríði: Næst jöfnum við þína borg við jörðu! Það þarf varla að taka fram að BZ-ararnir hafa lýst öllu viðtalinu sem ýmist lognu eða ofsögðu. En Eefsen lögreglustjóri er ekki eini karlmaðurinn sem lesið hefur um blóð- þyrStu óaldardýrin á Nörre- bro. Hundruð þúsundakarl- manna drekka þetta rit í sig vikulega (þar af nokkur stykki á íslandi). En hvað sem blóðþorsta og berum konum líður, heldur barátta BZ-aranna áfram og há- skólanemar klambra saman ritgerðum um fyrirbærið. Erla Sigurðardóttir PS. Nú er ekki lengur „in” að spyrja náungann í hálfum hljóðum um hvort hann eigi í pípu — nú er spurt um tóm- ar íbúðir. inu. Hann eldroðnar í fram- an, svelgist á og blótar í sand og ösku. 1000 lögreglumenn í styrjöld við hús TVeimur vikum síðar, þ.ll. janúar 1983, er þúsund manna lögreglulið sent á hús á Nörrebro sem BZ-arar hafa búið i átta mánuði. BZ-arar er það fólk kallað sem berst gegn húsnæðiseklu og her- tekur auð hús. Húsið hét Allotria og var gamalt verts- hús sem staðið hafði mörg- um Norðurbrúarhjörtum nær. Þegar talað var um að rífa það flutti fjöldi BZ-ara þangað inn og hélt þar margskonar starfsemi gang- andi. Þarna bjuggu u.þ.b. 50 manns sem lagt höfðu mikla vinnu í að endurbæta húsið. Á laugardagskvöldum komu Önnum kafnar landvættir an sjö næsta morgun voru u.þ.b. 1000 lögreglumenn mættir fyrir utan Allotria og fyrir ofan þá sveimaði þyrla. Meðal vopna voru tveir kranar, vatnsþrýstitæki og táragas. Klukkan 9 hróp- aði lögreglan að nú væri síð- asta útkall. Fyrr en varði var byrjað að sprauta vatni af miklu afli á 3. hæð hússins og þaðan hélt innrás lögregl- unnar áfram niður stigann. Vatni var óspart beitt, nú skyldi húsið rutt. Klukkan 13.30 var fyrsta krananum beitt á húsið og var það jafn- að við jörðu áður en myrkur skall á. En hvar voru BZ-ararnir fimmtíu sem yfirvaldið hafði sigað eitt þúsund fíl- sem agni fyrir soltinn lög- regluher en síðan létu BZ- ararnir sig hverfa ofan í neð- anjarðargöng sem lágu frá Allotria og enduðu á verk- stæði hinum megin við göt- una. Þessum jarðgöngum höfðu BZ-aranir unnið að í þrjár vikur og notað til þess frumstæð verkfæri eins og pönnur, litlar skóflur og ryk- sugu. Göng þessi urðu 20 ham. Næsta morgun voru tvö önnur BZ-heimili rudd og eyðilögð en það voru Bazooka og Aktivius sem lágu á horni Stengade og Baggesensgade. í því sam- bandi kærði Villo Sigurds- son, vinstrisósíalískur borgarstjóri hér í Kaup- mannahöfn, embættismann þann sem hafði umsjón með þessu húsi. Sá hafði 'farið þar oft músíkantar og léku fyrir gesti. Það gefur líklega auga leið að menn eins og Weide- kamp yfirborgarstjóri og Eefsen lögreglustjóri voru ekki hrifnir af ungu fólki sem taldi sig hafa tekið lýð- ræði í eigin hendur. Algengt viðkvæði Weidekamps þegar minnst er á húsnæðiseklu er það að borgin bjóði upp á alls konar tómstundagaman fyrir ungt fólk. Eefsen er hins vegar álitinn fram- kvæmdamaður, þe. fram- kvæmi áður en hann hugsar sig um. Herinn leggur til vopn Að kvöldi hins 10. janúar höfðu BZ-arar haldið al- mennan fund í Folkets Hus í Stengade. Spenningur var í loftinu því sögusagnir voru á kreiki þess efnis að lögreglan væri búin að panta rútur og þyrlur hjá hernum og hygðist láta til skarar skríða. Klukk- efldum og vopnuðum körl- um á? Hvaða hernaðarsnilld réð því að þúsund stælta stráka þyrfti í viðureign við gamlan hjall á Nörrebro? Hvernig var upplitið á þess- um þúsund andlitum þegar Ijóst var að fimmtíu eintök af BZ-urum voru gufuð upp? Hvað varð af þeim? Úr iðrum jarðar Jú, þegar BZ-ararnir sáu hvernig komið var, gerðu þeir sér grein fyrir að bardagi myndi ekki hlífa mannslíf- um. „Við ráðum sjálf hven- ær við viljum berjast”, varð þeirra mottó. Nokkrum reyksprengjum var fleygt Stæltir strákar að verki metra löng og lágu 3-4 metra ofan í jörðu. Starfsfólki verkstæðisins varð heldur betur hverft við þegar hálft hundrað BZ-ara spratt upp úr gólfinu, en lög- reglunni var ekki gert viðvart og því sluppu þeir burt. Borgarstjóri kærir niðurrif Margir hlógu dátt að óför- um lögreglunnar og hvernig ungmennunum hafði tekist að leika á hana, en sá hlátur var ekki langlifur, því nú voru verðir laganna komnir í Kaupm^mahafnarjjóstui frá Eriu Sigurðardóttur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.