Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 7
---- ----wjgaH Pðpv „„y, rnfv‘1 f'-rif' k \ ..v t i. *'* - • ■ I njp'i Nokkur úr hópnum sem stendur aö Stúdfó Fjólu: Garöar Hansen (sltjandi fremst), Stelnunn Þórarinsdóttlr og Bragi Sigurðsson og aftast standa þeir Jón Ársæll Þórðarson og Kristján Ingi Einarsson (tll hægri): Bakgrunnurinn á myndinni er „fasti bakgrunnurinn” f myndatökusalnum, sem þau hyggjast leigja út (mynd: Jim Smart). Elsta bílaverkstæðinu vinnustofur listafólké Fyrsta bílaverkstæði landsins var í bakhúsi vestur við Framnesveg, númer 31b. Það var sá frægi Stein- dór sem þar gerði við bíla sína, en seinna flutti hann sig um set og reisti mikla verkstæðisbyggingu við Sólvallagötu - þar sem nú er JL byggingavörur. En i gamla verk- stæðinu við Framnesveg er nú ann- ars konar verkstæði. Það er af þvi taginu sem á útlendu máli er kallað „workshop”, en á nútima reykvisku heitir staðurinn Stúdió Fjóla. Það er 13 manna hópur sem stendur að stúdíóinu, og hefur hann unnið við að endurbyggja húsið frá því í fyrravor. „Upphafið að þessu var eiginlega það, að ég var að hugleiða að stækka húsið mitt. í mörg ár hafði ég horft á þetta gamla hús þarna á bakvið, en á sínum tíma tryggði Steindór sér lóð til 99 ára svo langt niðureftir, að það kom í veg fyrir stækkunina”, segir einn þessara 13, Kristján Ingi Einarsson ljósmynd- ari, en hann á húsið númer 31 við Framnesveg. Hann hóaði því 'saman þessum hópi, sem sló saman í gamla verk- stæðið, byggði við húsið sitt, og Stúdíó Fjóla fór að taka á sig mynd. Þessi 13 manna hópur á það sam- merkt að vinna við ýmisskonar list- Kristín Gestsdóttir og Jón Sigurðsson í hlutverkum sfnum í Bubba Kóngi í uppfærslu hins ný endurreista Leikfélags Hafnarfjarðar (mynd: ívar Brynjólfsson). Leikfélag Hafnar- fjarðar endurreist Leikfélag Hafnarfjarðar hefur verið endurreist og hefur sýningar í Bæjarbíói með frumsýningu á Bubba Kóngi á laugardaginn. Leikhús hefur ekki verið starf- rækt í Hafnarfirði síðan 1965 að því undanteknu, að 1974 starfaði barnaleikhús á þess vegum. Áður sköpun, og handverk, í alls konar efni. Hann stundar ljósmyndun, trésmíðar og keramikskúlptúr, og ætlunin er að koma upp verk- stæðisaðstöðu fyrir allar þessar greinar. „Það sem er óvenjulegt við þetta er, að þetta er sameiginleg vinnu- stofa þessa fólks. Enginn á einka- rétt á neinu ákveðnu plássi”, segir annar úr hópnum, Steinunn Þórar- insdóttir myndlistarmaður, sem leggur stund á skúlptúrgerð. Það fyrsta af húsnæðinu sem heita má að sé tilbúið er 90 fermetra stúdíó þar sem meðal annars hefur verið komið fyrir föstum bakgrunni breytt í sem er sex sinnum fjórir metrar að stærð og er ætlaður til nota við myndatöku. Auk þess er tilbúið 20 fermetra búningsherbergi og snyrti- aðstaða.og á næstunni verður geng- ið frá hljóðritunaraðstöðu í tengsl- um við salinn. Hugmyndin er að leigja þessa að- stöðu út til ljósmyndunar, kvik- myndunar og gerðar myndbanda- efnis, og jafnframt er gert ráð fyrir því að þarna verði aðstaða til að halda myndlistarsýningar. „Með því að leigja út þessa að- stöðu er ætlunin að afla fjár til að ljúka við að ganga frá verkstæðun- um, en auk þess er mikill skortur á upptökusölum sem þessum, og ætl- unin er að hafa hann til reiðu jafnt fyrir áhugamenn sem atvinnu- menn”, segir Kristján Ingi Einars- son ÞG. hafði leiklist blómstrað f Hafnar- firði áratugum saman. Það var hópur gamalla og nýrra nemenda úr Flensborgarskóla, á aldrinum 19 ára til 35, sem tók sig saman í haust og endurreisti félag- ið. Flest hafði þetta fólk verið í leik- list í þeim skóla, og margt starfaði saman þar. Lengi vel hefur einmitt eina leikstarfsemin í Firðinum farið fram innan veggja skólans. Hugmyndin er að LH verði á- hugamannaleikhús, en aðeins einn í hópnum hefur lokið leiklistarnámi, það gerði hann í Englandi. Margir hinna hafa hinsvegar hug á að kom- ast í leiklistarnám. Bubbi Kóngur var síðast sýndur á Herranótt MR árið 1969 með Davíð Oddssyni í aðalhlutverki.Leikstjóri er að þessu sinni Árni Ibsen en Jó- hann Morawek stjórnar tónlistinni, sem er eftir þá Atla Heimi og Þórar- in Eldjárn. Leikmynd og búningar eru unnin í samvinnu leikenda, en sex og sjö ára bðrn í Víðistaðaskóla hafa málað leiktjöldin. ÞG. Margrét Guðmundsdóttir í Listmunahúsinu: Margrét Guðmundsdóttir opnar sína fyrstu sýningu á laugardaginn f Listmunahúsinu, eftir 17 ára dvöl í Svíþjóð (mynd: Jim Smart). fékkst við þetta í Svíþjóð líka. Þar lærði ég auk þess vefnað, var við Konstfackskolan og lauk námi í list- fræði. Síðan hætti ég að sinna myndlistinni um tíma en er byrjuð aftur, og þetta er fyrsta sýningin mín. Ég vildi frekar halda hana hér heima en í Svíþjóð”, segir Margrét við Helgarpóstinn, Flestar eru myndirnar olíumál- verk og myndir unnar í tempera, en það er gömul tækni þar sem litar- efnum er blandað í egg. Hún er einnig með tíu svonefnd mónó- þrykk, en það eru myndir unnar á glerplötu og síðar þrykktar yfir á hrísgrjónapappír. „Viðfangsefni mín eru flest eró- tísk en á mörgum myndanna eru blómamótív og þau hafa síðan leitt Erótík, blóm og skordýr íslenskir listamenn koma víða að. Eftir 17 ára búsetu í Svíþjóð er Margrét Guðmundsdóttir nú kom- in heim með 70 myndir, og sýning á þeim verður opnuð í Listmunahús- inu við Lækjargötu á morgun, laugardag. „Ég lærði í Kaupmannahöfn og yfir í skordýr og dulargervi í náttúr- unni”, segir Margrét um myndirnar á þessari fyrstu sýningu sinni. ÞG Höfundar orðabókarinnar við vinnu sína: Aðalsteinn Davíðs- son menntaskólakennari (til vinstri) og Gösta Holm norrænu- fræðingur við háskólann í Lundi. menntamálaráðuneytinu var það allt sem íslensk stjórnvöld létu af hendi rakna til vinnunnar við orða- bókina, fyrir utan styrk úr Vísinda- sjóði til að semja formála. Norræni menningarsjóðurinn veitti þeim fé- lögumhinsvegar styrk sem gerir það að vei kum, að hér á landi kostar bókin tæpar þúsund krónur, en hefði ella orðið mun dýrari. í Sví- þjóð kostar hún hinsvegar rúmlega 300 krónur sænskar. Fyrsta sænsk-íslenska orðabókin: „Það skemmtilegasta sem ég hef gert” „Það var óskaplega gaman að vinna við þetta. Eg hef aldrei gert neitt sem er eins skemmtilegt.” Það er Aðalsteinn Davíðsson menntaskólakennari sem gefur vinnunni viö sænsk-íslensku orða- bókina, sem er nýkomin út, þessa einkunn. Ásamt Aðalsteini vann sænski norrænuprófessorinn Gösta Holm að þessari 900 blaðsíðna bók, og verkið tók þá félaga 13 ár. Þetta er fyrsta íslenska orðabók- in yfir norrænt mál, sem sett er saman, fyrir utan gömlu dansk-ís- lensku orðabókina. Að vísu hefur áður verið gerð tilraun til að taka saman sænsk-íslenska orðabók, en hún fór í vaskinn. Það var svo árið 1968, að þeir Aðalsteinn og Gösta hittust á ferðalagi á íslandi og tóku að ræða um þörfina fyrir slíka bók. Og það varð úr, að þeir réðust í verkið þegar árið eftir og fengu til þess styrk frá háskólanum í Lundi. Sá styrkur dugði þeim til þriggja ára vinnu. „Síðan hafa allar frístundir mínar farið í þetta og auk þess sem svarar hálfum vetri sem ég fékk frí á laun- um frá menntaskólanum”, segir Aðalsteinn við Helgarpóstinn. Fyrir utan lítilsháttar styrk frá „Þó þetta væri skemmtilegt var það hræðilega erfitt og þreytandi. Það var erfitt að velja orð og þýð- ingar, hvað ætti að taka og hverju sleppa. Við fórum yfir býsn af sænskum orðabókum og segja má að ég hafi verið í þessu vakinn og sofinn. Ég hafði alltaf blað og blý- ant á náttborðinu mínu og krotaði niður jafnóðum og mér datt eitt- hvað í hug. Þegar ég stautaði mig í gegnum það á morgnana var sumt reyndar ónothæft, annað kom að gagni”, segir Aðalsteinn. Mikil áhersla var lögð á að hafa í bókinni daglegt nútímamál, jafnvel þótt það sé ekki talið gott mál, hvorki á sænsku né íslensku. Sem dæmi um það má nefna orðið „maska”, sem þýðir „svína” (í spil- um). Þá er talsvert lagt upp úr sænskum orðtökum og þau þýdd með tilsvarandi íslenskum orðtök- um ef til eru. Mörg tækniorð er Iíka að finna í bókinni og ýmis orð úr daglega lífinu, sem vandfundin eru í orðabókum, og áhersla er lögð á útskýringu á íslenskri tungu með hliðsjón af erlendum notendum. Það er Almenna bókafélagið sem gefur bókina út á íslandi. ÞG Jólabókavertíðin '82: Svipuð sala og áður Bókaútgefendur virðast vera heldur hressir með jólavertíðina 1982. í upphafi ársins voru allmarg- ir uggandi um, að bóksala hefði dregist nokkuð saman, og heyrðist jafnvel talað um allt að 35% sam- drátt. Bóksalar hafa nú flestir sent inn skilaskýrslur til útgefenda og sam- kvæmt þeim hafa flest ef ekki öll stærstu útgáfufyrirtækin haldið hlut sínum miðaö við 1981, þótt ó- viða hafi orðið aukning. En þó heildarbóksalan 1982 hafi verið svipuð og 1981, segir það ekki alla söguna, þar sem titlafjöldinn jókst um 15—20% og einnig voru fleiri útgáfur um hituna en áður. Bóksalan fyrir síðustu jól fór seint af stað, en sótti mjög í sig veðr- ið á lokasprettinum. Og það, sem kannski einkennir hana einna helst, er að árið 1982 var ekki ár skáldsög- unnar. Á meðal tíu söluhæstu bók- anna eru aðeins tvær skáldsögur, þar af ein útlend. íslenska skáldsag- an er Persónur og leikendur eftir Pétur Gunnarsson. Hitt eru ævi- minningar, samtalsbækur og hand- bækur. S/étt og Stjörnubíó: Keppnin (The Competition). Bandarísk. Árgerð 1980. Handrit: Joel Oliansky og William Sack- heim. Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss, Amy Irving og Lee Remick. Leikstjóri: Joel Oliansky. fellt sem elskast en nær ekki saman er í öllum atriðum afar hefðbundin, svo mjög reyndar, að líklega gleymist myndin fljótt eða rennur saman við fjölda annarra af svip- uðum toga. Keppnin hefur ekki sterkan karakter. Richard Dreyfuss og Amy Keppnin er einkar amerísk kvikmynd. Það er hvorki sagt henni til lofs eða lasts - myndina einkennir bara flest það sem ein- kennir bandarískar myndir af betri gerðinni, nema ofbeldið. Frásögnin af ungu tónlistarfólki Irving leika unga snillinga sem mættir eru til San Fransisco að taka þátt í mikilli píanókeppni. Þau eru keppinautar að sjálf- sögðu og sigur skiptir þau bæði höfuðmáli. Það veldur því nokkr- um flækjum að þau skuli verðar^ iv;

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.