Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 14
14,__________________________ Kanarífuglar og rottueitur Tíu páfagaukar og 50 kanarífugl- ar í varadekki með loftgötum kost- aði 35 ára gamlan borgarbúa 25.000 ísl. krónur. Fuglunum átti að smygla til Oslo, en þeir voru uppgötvaðir í skyndi- könnun í tollinum í Gautaborg. í heila viku fékk maður nokkur rottueitur í morgunkaffið og morgunmatinn. Burtséð frá lítils- háttar magapínu tók hann ekki eftir neinu. Það var taugaveiklaða konan hans sem gaf honum eitrið, og það var hún sem eftir eina viku hafði samband við lækni. Hún útskýrði gerðir sínar á þann veg að það væri hróp á hjálp vegna slæmra tauga sinna. Fyrir rétti í Odense neitaði hún því að ætlun hennar hafi verið að drepa mann sinn. Hún hefði aðeins sett nokkur korn í mat hans á hverj- um morgni. Konan er nú í fangelsi sökuð um tilraun til manndráps. Þessi 30 ára kona sagði í réttinum að hún hefði oft reynt að fá læknis- hjálp vegna slæmra tauga sinna, en aldrei heppnast. Þess vegna greip hún til þessa ör- þrifaráðs. Það er hollt og nærandi marsipanjukkið. Eitt marsípan á dag kemur kyn- orkunni í lag Er kynorkan farin að dofna? Ef svo er, borðaðu þá marsípan og reyndu aftur. Þessu halda menn fram í Danmörku. En marsípanið gerir meira gagn. Það er afskaplega nærandi og holl fæða. í því er mik- ið um ómettaðar sýrur, prótein, málmsölt og vítamin. Þá á það einnig að minnka likurnar á krabbameini. En það er ekki hvaða marsípan, sem er, sem er svona stórkostlegt heldur aðeins það danska. Svo segja þeir í Danmörku alla vega. Sem dæmi má nefna, að hið fræga þýska marsípan frá Lúbeck hefur innbyrðis helmingi meiri sykur en það danska og er því alls ekki eins ódýrt og kann að virðast við fyrstu sýn. Gæðin eru ekki eins mikil. Marsípan er jólasælgæti þeirra í Danaveldi og fyrir síðustu jól keypti hvert danskt heimili um hálft kíló að meðaltali. Ef þeir halda á- fram á þessari braut, megum við eiga von á heilbrigðum frændum um ókomna tíð. Nýi Mazda 626: Japanskur bíll með tölvumúsikk. Eitt lag ef Ijósin gleymast á, annað ef dyrnar eru ekki lokaðar og það þriðja ef svissað er á bílinn en hann er ekki i gangi. Það er ekki beinlínis þetta sem gerði að japanskir bílablaðamenn og tækniprófessorar völdu nýja framhjóladrifna Mazda 626 bíl áts ins 1983. í augum þeirra réð það úrslitum að hann býður upp á „Gott rými, góða aksturseiginleika, þæg- indi, stilhreint útlit og sparneytni”, eins og segir í niðurstöðum þeirra. Hitt spillir þó ekki fyrir, og lík- lega má segja að þessi nýi Mazda 626 sé betur búinn allskonar aðvör-l unarljósum og aukabúnaði sem ætlað er að létta eigendunum lífið Föstudagur 25. febrúar 1983 Jlelgai—-;- .Dústunnn. Hátískan í Bankastræti Heilbrigt fangelsislíf!! Það er ekki amalegt að vera fyrir- myndarfangi í Suður-Kóreu. Fyrirmyndarfangar fá leyfi til að taka á móti gestum í heilan dag þrisvar til fjórum sinnum á ári og mega fjölskyldur þeirra þá kokka ofan í þá í heimsóknartímanum. Eða svo tilkynnti dómsmálaráðu- neyti Suður-Kóreu nýlega. Ráðuneytið tilkynnti einnig, að yfirmenn fangelsa myndu láta ætt- ingjana vita, ef fangarnir sýktust innan fangelsisveggjanna. Ráðstafanir þessar eru gerðar til að hressa upp á móralinn hjá fyrir- myndarföngunum og einnig til þess að fræða aðra fanga um heilbrigt fangelsislíf (sic). Heimsóknartíminn nú er tak- markaður við fimm mínútur og verða fangarnir að tala við gesti sína í gegnum gler. Fyrirmyndar- fangar munu hins vegar í framtíð- inni fá að ræða við gestina utan klefanna í frjálsu andrúmslofti (sic). Ætli það sé nokkuð dýrt að fljúga til Seoul? Sýningarstúlkur klæddust fötum Gamla bíói á laugardaginn var. frá Etienne Aigner í Kiðröðin var af þeim stærðar- flokki, sem ötulir danshúsagcstir kannast mætavel við. Um margt var hún þó frábrugðin. Fólkið var eldra og prúðbúnara en venja er um og eftir miðnættið við öldur- húsin og auk þess var hábjartur dagur. Innan dyra fengu svo þeir er það vildu kampavin eða appel- sínusafa. Á eftir var boðið upp á glæsilega tískusýningu. Þetta gerðist í Gamla bíói síð- degis á laugardag. Tilefnið var opnun nýrrar tiskuverslunar á horni Bankastrætis og Ingólfs- strætis. „Þetta verður verslun með fatn- að í hæsta gæðaflokki”, sagði Sævar Karl Ólason klæðskeri, þegar hann var spurður hvers kon- ar verslun hann væri að opna. Verslunin heitir Etienne Aigner eftir vörumerkinu, sem aðaliega verður þar á boðstólum.Sá hluti verslunarinnar verður á götuhæð- inni, en í kjallara verða seld föt frá öðrum framieiðendum, en i svip- uðum stíl. Etienne Aigner er alþjóðlegt tískufyrirtæki og er með rúmiega 50 verslanir i 50 þjóðlöndum,' og hefur Sævar Karl gert 10 ára samning við það. Fatnaðurinn frá Etienne Aigner er hátískufatnaður og í versluninni í Bankastræti verður aðaláherslan lögð á kvenfatnað- inn. Eitthvað lítillega verður þó selt af karlmannafatnaði. Sævar Karl hefur selt fatnað frá þessu fyrirtæki í tvö ár og hefur það gengið mjög vel, og sagði hann að sér hefði fundist vanta sérverslun með þessi föt. Það var vor- og sumartískan 1983, sem sýnd var í Gamla bíói á laugardaginn og Sævar Karl sagði, að þar væru mjúk náttúru- efni áberandi, silki, bómull og hör og litirnir væru pastel. Innréttingar verslunarinnar eru teiknaðar af arkítekti frá Mún- chen og hefur hann teiknað allar hinar verslanirnar. „Ég keypti húsnæðið fyrir ári síðan, en ég hef verið að stefna að því undanfarin tvö til þrjú ár að opna glæsilega verslun, sem bæri af öðrum”, sagði Sævar Karl Óia- son klæðskeri. GLUGGA PÓSTUR Hvað ætlarðu að kjósa? Starfsfólk Skoðanakannana á íslandi að störfum. Skoðanakannanir á íslandi: ■ r og sjon- varpið næstu viðfangsefni „Við lítum á okkur sem verk- taka við gerð og framkvæmd á skoðanakönnunum”, sagði Hörð- ur Sigurðarson, talsmaður fyrir- tækisins Skoðanakannanir á ís- landi, þegar Helgarpósturinn for- vitnaðist um það. Eins og nafnið gefur til kynna, er tilgangur fyrirtækisins náttúr- lega fyrst og fremst sá að fram- kvæma skoðanakannanir fyrir þá, sem telja sig þurfa að vita skoðanir almennings á tilteknu máli. Og eins og lesendum Helg- arpóstsins er kunnugt, hefur fyr- irtækið framkvæmt tvær skoð- anakannanir um fylgi stjórnmála- flokkanna fyrir blaðið. Hörður Sigurðarson sagði, að það færi eftir eðli hverrar skoð- anakönnunar fyrir Sig hversu stórt úrtakið væri. í Reykjavík væri það valið eftir íbúaskránni og þess gætt, að hlutfallslega væru teknir Bíll með músikk undir stýri en flestir aðrir japanskir bílar - og þá er nú mikið sagt. Bæði útlitshönnunin, sparneytin vél sem endurnýtir bensín sem fer til spillis og aðvörunarljós sem gefa til kynna óhagkvæman akstursmáta leggjast á eitt um að bensíneyðslan á ekki að þurfa að vera meiri en milli sex og níulítrará hundraðið. Þessu til viðbótar er svo hægt að fá stillanlega, rafeindastýrða demp- ara sem ætti að koma sér vel á mis- góðum íslenskum vegum. Og verðið: Sá ódýrasti kostar núfta um 230 þúsund, en „með öllu”, þ.e. sjálfskiptingu, aflstýri, rafdrifinni sóllúgu og 102 hestafla tveggja lítra vél kostar hann um 295 þúsund krónur. jafn margir úr hverju hverfi. Hins vegar væri farið í símaskrána fyrir byggðarlög úti á landi og valinn ákveðinn fjöldi númera miðað við fjölda kjósenda á hverjum stað. Könnunin væri síðan framkvæmd með símhringingum og unnið úr henni á tölfræðilegan hátt. Aðspurður sagði Hörður, að fyrirmyndirnar að skoðanakönn- unum þeirra væru erlendar, m.a. frá Gallup. Menn velta því oft fyrir sér hversu mikið mark sé hægt að taka á svona skoðanakönnun. „Hún gefur fyrst og fremst vís- bendingu um ástandið hverju sinni, og því stærra sem úrtakið er, þeim mun sterkari vísbendingu gefur hún”, sagði Hörður. Skoðanakönnun Helgarpósts- ins hefur sætt nokkurri gagnrýni vegna þess, að sveitahrepparvoru ekki með í úrtakinu, heldur voru einungis teknir þéttbýlisstaðir í dreifbýliskjördæmunum. Það er hins Vegar skýrt tekið fram í könnuninni, og ástæðan fyrir því, að það var ekki gert, er fyrst og fremst aðferðafræðileg. Úrtakið í dreifbýliskjördæmunum var að öðru leyti unnið á sama hátt og í Reykjavík og á Reykjanesi, þ.e. að miðað var við 1.03% af kjósend- um miðað við 31. desember s.I. í kaupstöðum og kauptúnahrepp- um. Skoðanakannanir á íslandi eru hins vegar að vinna að því að afla nánari tölfræðilegra upplýs- inga um dreifbýlissvæðin og er vonast til, að þau geti verið tekin inn í næstu skoðanakönnun, sem væntanlega verður framkvæmd nokkru fyrir kosningar. En eru aðrar skoðanakannanir í bígerð? „ Já, við erum með aðra könnun undir, um bjórinn og vinsælasta sjónvarpsefnið”, sagði Hörður Sigurðarson.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.