Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 16
Hrafnkell Oskarsson, 13 ára nemi í Hlíðaskóla: „Unglingavandamálið er orðum aukið, ég held að þetta sé gert til að „Þaö eru fáir sem ég þekki sem hafa áhuga á pólitík.enda tekur hvort sem er enginn mark á manni ef maður er undir þritugu svo mað- ur vitni nú í Búrið eftir Olgu Guð- rúnu. Ég hef lesiö þá bók 4—5 sinn- um og finnst stundum eins og það sem þar er sagt sé talað út úr mínu hjarta”. Það er Hrafnkell Óskarsson ,13 ára nemandi í Hlíðaskóla sem mættur er í Stuðaraviðtal dagsins. „í Búrinu er fjallað um við- kvæmt mál sem er skólakerfið. Mér líður hvorki vel né illa í skólanum, þetta er bara skylda, en ég þekki ekki neinn sem ekki hefur einhvern tímann leiðst þar. Skólinn er smækkuð mynd af þjóðfélaginu, en þar eru alltaf einhverjir sem eru bældir eða kúgaðir”. Slæmur fyrir hjartað „Af tveimur slæmum kostum mundi ég frekar vilja vera pönkari en diskófrík það er nefnilega vís- indalega sannað að diskótakturinn er slæmur fyrir hjartað. Og vísinda- maðurinn sem sannaði þetta er ekki pönkari. Á timabili átti maður nátt- úrlega leðurjakka með merkjum og öllu þessu djönki én það er liðin tíð. Annars er hæpið að tala um pönk á íslandi þar sem þjóðfélagslegar að- afsaka afskiptasemí fullorðna fólksins” stæður pönksins eru ekki til staðar. Ég held líka að pönkið sé að syngja sitt síðasta víðast hvar, t.d. i Bret- landi þar sem þetta allt byrjaði. Ég hlusta mikið á nýbylgjutónlist og þá aðallega íslenska. Mér finnst Þeyr t.d. vera mjög góð hljómsveit. Það er bara verst hvað unglingar hafa fá tækifæri til að hlusta á hljómsveitir spila opinberlega. Staðirnir eru svo fáir og þegar hljómleikar eru haldn- ir er svo dýrt inn”. Samviskufanginn — Hvað lestu helst? „Ég les nú flestar bækur sem ég kemst yfir og mögulega nenni að lesa. Ég á enga uppáhaldshöfunda, en finnst meira varið í bækur sem hafa einhverja meiningu. Sumar bækur verður maður að lesa til að vera viðræðuhæfur, svoleiðis var t.d. með Dýragarðsbörnin. En ég var nú allur í Andrési Önd þegar Sjáðu sæta naflann minn var sem vinsælust. Svo les ég blöðin mikið og fylgist mikið með mannréttinda- málum, ætlaði meira að segja einu sinni að skrifa til Haiti út af sam- viskufanga sem Amnesty Inter- Og þá er það þriðji og síðasti hluti spurningakeppni Stuðar- ans. Eitthvað virðist þið dösuð eftir miðsvetrarprófin eða spurningar okkar of léttar, þvi okkur barst aðeins eitt svar við fyrsta hluta. Auðvitað reyndist það alveg hárrétt og Sædís Þór- is, Kjartansgötu 3 Reykjavík.fær plötusendingu frá okkur á næstu dögum. Þið hin ættuð að nota tækifærið og kreista heila- sellurnar yfir eftirfarandi spurn- ingar: 1. ) Orðtakið „Eyvindur með hor” er slangur sem þýðir: a. Kvefaður karlmaður b. Kjöt í karrý c. Yfirskegg 2. ) Kona nokkur hengdi 25 rauða sokka og 25 bláa sokka upp til þerr- is að kvöldi. Morguninn eftir þegar hún ætlaði að ná í eitt par var ljósa- peran í þvottahúsinu sprungin þannig að hún varð að þreifa eftir því í myrkri. Til þess að vera örugg með eitt samlitt par þurfti hún að taka niður af snúrunnni minnst: a. 2 sokka b. 3 sokka c. 26 sokka 3. ) I myndinni „Með allt á hreinu” ganga Grýlurnar undir nafninu: a. Gærur b. Glæður c. Bandalag jafnaðarmanna 4. ) Ef ég gef þér eina krónu þá eig- um við jafnmargar, en ef þú gefur mér eina krónu þá á ég helmingi fleiri en þú. Við eigum: a. Ég 7 krónur, þú 5 b. Ég 4 krónur, þú 2 c. Ég 5 krónur, þú 3 national auglýsti að þar væri i haldi, en því miður varð aldrei úr því”. — Lesa krakkar á þínum aldri mikið? „Það er einstaklingsbundið. Núna eru tölvuspilin vinsælli en bækur þó' ég haldi ekki að þau komi í staðinn á neinn hátt. Sjálfur horfi ég mikið á sjónvarp, en er yfirlýstur and-vídeósinni. Mér finnst vídeóið misnotað, fólk horfir á allan fjand- ann í þessu, höfundarétturinn er sniðgenginn o.s.frv.. Það er vel Tiægt að nota vídeó til gagnlegra hluta en myndirnar sem hægt er að fá á leigu hér eru yfirleitt lélegar”. Allir hinir „Trúarbrögðin eru nú svona og svona. Þegar ég var að læra kristin fræði botnaði ég ekkert í þeim. Þetta er allt svo flókið og þyrfti að útskýra betur. Trúarbrögð mega aldrei ganga út í öfgar en ég for- dæmi ekki fólk sem er trúað. Senni- lega ætla ég að láta ferma mig. Ég trúi auðvitað að vissu leyti, en ætli ég noti ekki bara þessi sígildu rök „af því að allir hinir gera það’T — Hugsarðu eitthvað um kjarn- orkusprengjuna? „Já, ég geri það og er mikill fylg- ismaður friðarhreyfingarinnar. Reagan stofnaði annars friðar- hreyfir.guna óbeint, með því að auka vígbúnað Bandaríkjanna sem varð til þess að fólk í Þýskalandi fór að hópast saman til að mótmæla. Ég held að friðarhreyfingin hafi haft mikið að segja og eigi eftir að gera mikið gagn í framtíðinni, við sjáum að útifundir hennar og mót- mælagöngur hafa verið fjölsóttar og það hlýtur að hafa einhver áhrif á pólitíkusana”. Gengið í rútum — Þú ert þá á móti því að það skuli vera her á íslandi? „Já, ég hef reyndar farið einu sinni í pílagrimsför út á Kebbló til að mótmæla. Það var svona ferð sem fólk gengur í rútum”. — Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? „Ætli maður verði bara ekki at- vinnulaus, það bendir flest til þess. Annars er ég ekkert farinn að pæla í því. Ég býst við að klára skylduna og sjá svo til”. ...yfirleitt þorpið mætt á staðinn Ekki er nú mikið um það að skrifa. Gagnfræðaskólinn hefur haldið öðru hverju opin hús sem hafa tekist með ágætum. Þar er diskótek, borðtennis og fleira sem krakkarnir hafa gaman af. Aðal samkomustaðurinn er Eden en þar eru spilakassar sem njóta mikilla vinsælda. íþróttir eru nú ekki mik- ið á dagskrá hjá krökkunum. Þó höfum við þetta fína íþrótta- hús sem fer sífellt stækkandi. Svo eru nú haldin sveitaböll öðru hverju annað hvort í hótelinu eða í félags- heimilinu og þá er aðalsportið að reyna að komast inn éf maður er ekki orðinn nógu gamall. Svolítið ber á partýum i heimahúsum og er þá yfirleitt hálft þorpið mætt á staðinn og ekki líður nema smá stund þangað til allt þorpið veit um það. Svo er nú það. Okkur langaði til að fá álit annarra krakka á mál- inu og höfðum því samband við þrjá krakka úr Hveragerði: — Hvernig finnst þér að búa Hveragerði? — Sæmilegt. — Hvemig likar þér félagslífið? — Hrikalegt, mætti gera meira fyrir krakkana. — Hvað gerir þú í frístundum? — Fer á bíó í bæinn (þ.e. Reykja- vík). — Eitthvað að lokum? — Ekkert. 1. sp: sv. Ágætt. 2. sp: sv. Slæmt, þyrfti nauðsyn- lega að gera meira fyrir krakkana. 3. sp: sv. Fer út í Eden og hitti krakkana. ' 4. sp: sv. Ekkert. 1. sp: sv. Ágætt svona. 2. sp: sv. Hvaða félagslíf? 3. sp: sv. Yfjrleitt ekkert. 4. sp: sv. Nei takk. — Anna Sigríður og Jakobína «0T||ðalÍilf Umsjón: Helga Haraldsdóttir og Páll Pálsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.