Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 22
22 Skoðanakönnun sú um fylgi flokkanna sem birtist í síðasta Helgarpósti hefur vakið talsverðar deilur. Gagnrýnendur skoðana- könnunarinnar hafa fyrst og fremst deilt á þá aðferðafræði sem notuð var við könnunina og jafnframt, að niðurstöðurnar skyldu hafa verið notaðar til að reikna út fjölda kjörinna þingmanna flokkanna í einstökum kjör- dæmum. Rétt er að taka fram að hönnun og fram- kvæmd þessarar könnunar, einsog desem- berkönnunarinnar sem birtist í blaðinu, var alfarið á vegum fyrirtækisins Skoðana- kannanir á íslandi, SKÁÍS. Skoðanakönnun þessi var kost SKoðana^—^ Éi todanakönnun um fylgi framboda f lum hjördæmum viö alþingiskosn- iVEIFLA FRÁ MIÐH Skoðanakönnun Helgarpóstsins og SKAIS hefur valdið skoðanaágrein- ingi. Skodanaágreiningur um skoöanakannanir 5jH/g verð að segja, að þrátt fyrir þá galla sem er á þessari könnun var það heiðar- legt af ykkur að fá hlutlausan aðila til að framkvæma hana. Þetta e.r sá háttur sem hafður er á skoðanakönnunum allsstaðar þar sem ég þekki til, óháður verktaki er fenginn til verksins", sagði Hörður Erlingsson þjóð- félagsfræðingur þegar ég bar undir hann þá gagnrýni sem skoðanakönnun SKÁÍS hefur hiotið. Að öðru leyti tók hann undir þá gagnrýni sem Tíminn og DV hafa eftir Þórólfi Þór- lindssyni prófessor um könnunina, sem er fyrst og fremst sú, að sveitahrepparnir voru ekki hafðir með og niðurstöðurnar í kjördæ- munum brotnar niður, eins o’g fyrr segir. „Það er ekki skrýtið þó Jónas Kristjánsson berji sér á brjóst. Hann vill hafa einkaleyfi á þessum skoðanakönnunum sjálfur", sagði dr. Bragi Jósefsson, einn af aðstandendum SKÁÍS þegar ég bar þessa gagnrýni undir hann. Bragi sagðist ekki hafa áhyggjur af aðferðafræði sinni, og hann bendir á að í könnunum DV, og áður Dagblaðsins og Vís- is, séu ekki gefnar þær grundvallarforsendur sem að baki liggi. „En ég viðurkenni fúslega, að það er galli á könnuninni að dreifbýlið er ekki tekið með. Ástæðan fyrir því að við tókum þann kostinn að sleppa því er einmitt aðferðafræðilegs eð- lis. Að hafa dreifbýlið með hefði einfaldlega verið ill framkvæmanlegt með þeim kröfum um úrtak sem við gerðum við þessa könnun", sagði Bragi. essar kr.öfur eru í stuttu máli þær, að aldrei voru spurðir færri en fimm við sömu götu eða í sömu blokk í þéttbýli, og ekki færri en fimm í kaupstöðum og kauptúnum úti á landi. í þeim landshlutum þar sem eru mörg lítil kauptún var fundið út hversu mikið hvert þeirra vegur af heildinni og hópar kjósenda valdir í hlutfalli við það, en þess alltaf gætt, að úrtakið væri það sama og heildarúrtakið, 1,03% af kjósendum hvers kjördæmis. Hefðu sveitahrepparnir verið teknir með á sömu forsendu hefði þurft að auka úrtakið verulega, jafnvel upp í nokkur þúsund. Sé litið á könnun DV kemur í ljós, að þrátt fyrir kokhreysti DV-manna um áreiðanleika sinn- Lækkun olíuverös vandmeöfariná þrengingatímum í heimsfjármálum Margföldun olíuverðs undanfarinn áratug er ein helsta undirrót efnahagskreppunnar sem nú hrjáir heimsbyggðina. Olíuverðs- hækkunin kom í tveim stórum stökkum. Á árunum 1973 og 1974 fimmfaldaðist verðið. Viðbrögð iðnríkjanna, sem flytja inn mesta olíu, leiddu til verðbólguþróunaroggífurlegs greiðsluhalla þróunarlanda. Úr fjárskorti þeirra var bætt með lánveitingum banka í Evrópu og Norður-Ameríku, sem þurftu að koma í lóg olíugróða ríkjanna við Persaflóa. Önnur verðsprenging á olíumarkaði átti sér stað á árunum 1979 og 1980, þegar verð á olíu þrefaldaðist enn. Af hlaust samdráttur- inn, sem síðan hefur þjakað jafnt iðnríki og þróunarlönd, og varð til þess að fjármála- kerfi heimsins riðaði á barmi hruns um tíma í fyrra. Háskinn stafaði fyrst og fremst af • Ahmed Zaki Jamani sheik, olíumála ráðherra Saudi-Arabíu. greiðsluþroti Mexíkó, olíuframleiðslulands á uppleið, sem tekið hafði 80 milljarða dollara að láni, en gat svo ekki staðið í skilum, þegar þrengdi að á olíumarkaði. Samdrátturinn í atvinnustarfsemi ásamt olíusparnaði hefur orðið til þess, að síðustu misseri hefur ríkt offramboð á olíu. Jafn- framt hefur sýnt sig að samtök olíuútflutn- ingsríkja, OPEC, eru ekki jafnt fær um að stjórna verðinu á niðurleið eins og meðan það fór hækkandi. Á síðustu viku hefur sýnt sig, að nú er að því komið að olíuverð lækki verulega. En þar með er ekki sagt að efnahagsvandinn, sem hlaust af verðhækkun olíunnar, leysist af sjálfu sér. Þvert á móti getur svo farið að nú keyri fyrst um þverbak, ef hömlulaust verð- stríð brýst út á olíumarkaði. Því aðeins getur lækkunin á olíuverði haft jákvæð áhrif á heimsviðskipti og atvinnulíf, að hún gerist með skipulegum hætti. Á fundi um miðjan vetur urðu olíuútflutn- ingsríkin í OPEC ekki sammála um fram- leiðslukvóta, sem einir hefðu megnað að hefta offramboð og halda uppi olíuverði. Þar strandaði einkum á stórskuldugum olíuríkj- um, eins og Nígeríu og Venesúela, og íran og Líbýu, þar sem ofstækisstjórnir sitja að völdum. Nígería hefur lengi verið veiki hlekkurinn í OPEC. Fjölmennasta ríki Afríku er svo háð olíuútflutningi, að þar fer allt úr skorðum um ieið og hann bregst. Talið er að beinar við- skiptaskuldir Nígeríu einar saman nemi nú þrem milljörðum dollara. Olíufélög sem starfa í Bretlandi kaupa jöfnum höndum frá Nígeríu og af breska ríkisfyrirtækinu BNOC, sem selur olíu úr Norðursjó. Föstudagur 25. febrúar 1983 Helgai-. Dosturinn ar könnunar, er úrtakið í sveitunum fremur lítið. Þegar frá eru dregnir þeir sem neita að svara og hinir óákveðnu byggist afstaða sveitafólksins á svörum 20 manna. í skoðana- könnun SKÁÍS var mönnum hinsvegar gef- inn kostur á að segjast ekki ætla að kjóka, en það verður að skoðast sem jafn skýr pólitísk ákvörðun og segjast ætla að kjósa einhvern ákveðinn flokk. Um þessar mundir eru þeir SKÁÍS-menn að undirbúa nýja könnun þar sem sveita- hrepparnir verða hafðir með, en það þýðir að úrtakið verður verulega miklu stærra en þeir tæplega 1400 sem spurðir voru í síðustu könnun. Öllum ber þrátt fyrir allt saman um, að úrtakið í Reykjavík og Reykjanesi hafi verið nokkuð gott í skoðanakönnun SKÁÍS, en það var um það bil það sama og allt úrtak DV-könnunarinnar. Fræðimenn benda hinsvegar á, að ekki sé svo mikill munur á áreiðanleika 600 manna úrtaks og 1400 manna úrtaks. Hörður Erl- ingsson segir að 2000 manna úrtak sé látið nægja til að kanna skoðanir vestur-þýskra kjósenda, sem eru um 60 milljón talsins. Slíkt úrtak byggist þá á því, að á undan hafi farið fram stór og vönduð könnun, sem gefi sem gleggsta mynd af því hvernig pólitískar skoðanir manna skiptast í þjóðfélaginu. Vegna þess að hér á landi hefur slík könnun aldrei verið gerð vitum við ekki hvernig við- horf og afstaða fólks skiptist eftir aldri, kyn- ferði, búsetu, fjölskyldustærð, stétt eða tekj- um, svo eitthvað sé nefnt. Meðan þetta er ókannað er hæpið að yfirfæra tölfræðilegar kenningar, sem eru viðurkenndar af er- lendum félagsvísindamönnum, yfir á íslensk- ar aðstæður. Umræður þær sem hafa orðið um þessar tvær síðustu skoðanakannanir eru aðeins framhald þeirrar umræðu sem hefur komið upp öðru hvoru síðan Vísir sálugi hóf að kanna pólitísk viðhorf manna á þennan hátt. Og allt frá fyrstu tíð hafa skoðanakannanir verið gagnrýndar, stundum óvægilegar en sú skoðanakönnun sem birtist í Helgar- póstinum. Og fyrir fimm árum kom fyrst fram á Alþingi tillaga um, að settar yrðu reglur um framkvæmd slíkra kannana. Hún var frá Páli Péturssyni. Tveimur árum seinna, árið 1980 setti Halldór Blöndal fram áþekka tillögu. Hann lagði til að sett yrði á laggirnar nefnd til að semja slíkar reglur og benti á hættuna á því, að skoðanakannanir yrðu gerðar í auglýsinga- og áróðursskyni. Hann benti líka á þá hættu, að skoðanakannanir, sem gætu verið villandi og gefið ranga mynd af því hvernig skoðanir fólks skiptast raunverulega; gætu haft skoðanamyndandi áhrif. Margir telja einmitt að skoðanakannanirnar fyrir síðustu forsetakosningar hafi haft slík áhrif. En ekkert hefur gerst. Erlendis eru skoðanakannanir framkvæmdar af viður- kenndum stofnunum, og þær eru stöðugt undir smásjá. Sérfróðum mönnum í þessum efnum þykir sem ástæða sé til að fara að staldra við og taka öll þessi mál til athugunar. Því hefur Árni Gunnarsson alþingismaður í undirbúningi fyrirspurn til forsætisráðherra um það hvað þessu máli líði. Hann bendir m.a. á nauðsyn þess, að skoðanakönnunum sem þessum séu sett ákveðin tímamörk, sett- ar séu reglur um framkvæmd þeirra, að allar þær forsendur sem notaðar voru séu aðgengi- legar og helst birtar með niðurstöðunum. Og ekki síst er talið rtauðsynlegt að til séu reglur um varðveislu á niðurstöðum þessara kann- ana. Það er ekki síst mikilvægt í svo litlu þjóðfélagi sem okkar. að, að deilt er um skoðanakannanir sem gerðar eru hér á landi sýnir tvennt: Skoðana- kannanir eiga sér enga hefð á íslandi og því taka menn niðurstöðum þeirra með tortrygg- ni - að vísu mismikilli, alit eftir því hvaða flokkshagsmuna menn eiga að gæta. Á hinn bóginn hefur til þessa ekki verið til hér á landi viðurkennd stofnun sem framkvæmir skoðanakannanir eftir ákveðnum reglum. Vísir að slíkri stofnun er þó komin upp. Samvinna SKÁÍS og Helgarpóstsins mun halda áfram, og við vonum að vegur þessarar fyrstu óháðu stofnunar á íslandi sem gerir skoðanakannanir, muni vaxa. liMIMUElMO VFIRSVINI ERLENO Undanfarnar vikur hafa olíufélögin neitaö að taka við olíu BNOC vegna verðsins. Kom svo að því um síðustu helgi, að ríkisfyrirtækin í Bretlandi og Noregi lækkuðu verð hráolíu úr Norðursjó um fjóra og hálfan dollar olíu- fatið af hráo'.íu.Nígería brá þá við og lækkaði verðið fyrir sitt leyti um hálfan sjötta dollar. Verðstríð á olíumarkaði var þar rheð skollið á. Jamani olíumálaráðherra Saudi-Arabíu hafði nokkru áður gefið út stranga aðvörun til aðildarríkja OPEC. Hann lýsti yfir, að land sitt gæti ekki lengur haldið uppi olíu- verðinu með því að draga úr framleiðslu. Gasið frá olíuvinnslunni væri undirstaða at- vinnulífs í Saudi-Arabíu, og nú væri fram- leiðsla þess komin að mörkum sem ekki yrði farið niðurfyrir. Þegar Jamani skýrði frá þessu, hafði olíuframleiðsla landsins minnk- að á einu ári úr tíu milljónum olíufata á dag niður fyrir fimm milljónir fata. Á fundi sem lauk í fyrradag ákváðu olíu- málaráðherrar landanna við Persaflóa að grípa til samræmdrar lækkunar á olíuverði, en frestuðu því að kunngera, hversu mikil hún yrði. Verður gerð úrslitatilraun til að ná samkomulagi innan OPEC á aukafundi sam- takanna í þessari viku. Þar ætlar stjórn Níg- eríu greinilega að láta til sín taka, því hún hefur kunngert að hvaða verð sem ákveðið sé án hennar samþykkis verði undirboðið. Enn er því óráðið, hvort lækkun olíuverðs gerist með sæmilegu samkomulagi, þar sem útflutningslönd taka tillit hvert til annars að- stöðu, eða hvort úr verður stríð allra gegn öllum. Á því veltur mikið, hvor leiðin verður valin, ekki aðeins fyrir olíuútflutningslöndin, heldur fyrir þróun heimsviðskipta og fjár- mála um langa framtíð. Nú sjást þess loks merki, að efnahagssam- drætti í helstu iðnríkjum sé að slota og hag- vöxtur íáti á sér kræla á ný. Afturbatinn fengi aukinn skrið, ef olíuverðlækkun gerist með þeim hætti, að útflutningsríkin komist hjá stóráföllum. Til þess þyrftu í rauninni OPEC og iðnríkjabandalagið OECD að komast að samkomulagi um að stýra framvindunni báð- um til hagsbóta og með fullu tilliti til þróun- i arlandanna, sem eru verst sett allra. Með þessu móti væri ekki aðeins orkukostnaður lækkaður, en menn gera hiklaust ráð fyrir að hráolíuverð lækki um helming niður í 15 til 20 dollara olíufatið, heldur gætu iðnríkin líka létt af sér kostnaði við að koma upp langtum dýrari orkugjöfum, eins og kjarnorkuverum til raforkuframleiðslu eða vinnslustöðvum til að vinna olíu úr tjörusandi. Sömuleiðis væri unnt að beina olíuleit og olíuvinnslu í auknum mæli til þróunarlanda, þar sem talið er að helmingur olíusvæða jarðar bíði vinn- slu. Að sama skapi ykist ending olíulindanna við Persaflóa, þar sem menn hafa þegar á- hyggjur af að of ört gangi á helstu auðlind landanna. Komi hins vegar til verðstríðs, þar sem verðfallið gerist ört og tilviljunarkennt, er voðinn vís. Óvarleg útlánastarfsemi á undan- förnum árum hefur gert fjármálakerfi heimsins svo veikburða og viðkvæmt, að sviptingar í olíuverðstríði gætu orðið því að falli. Einkabankar á Vesturlöndum og í Jap- an hafa tekið við olíugróða olíuríkjanna við Persaflóa svo nemur hundruðum milljarða dollara. Féð var sett á vöxtu með stórlánum til þróunarlanda. Þau hafa á samdráttar- skeiðinu komist í greiðsluvandræði hvert af öðru, og er sífellt verið að framlengja lán og ganga frá nýjum, sem skuldarar þurfa til þess eins að standa undir vaxtagreiðslum. IComist eigendur stóru innistæðanna frá olíulöndunum í þá aðstöðu að þeir þurfi að kalla eftir fé sínu í stórum stíl. er hætta á að spilaborgin hrynji. Afleiðingarnar ef svo fer eru ófyrirsjáanlegar, en þær yrðu tvímæla- laust hinar alvarlegustu fyrir heimsviðskipti og atvinnulíf og gætu valdið stórfelldu póli- tísku umróti, og mestu þar sem síst er á bæt- andi, í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.