Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 9
9 Helgi Gíslason myndhöggvari í óöa önn að koma verkum sín- um fyrir. Skúlptúr á Kjarvalsstöðum: Maðurinn og „Maðurinn og verk hans liggja til grundvallar myndtúlkun minni”. Svo mælti Helgi Gíslason mynd- höggvari, þegar hann var spurður um verk þau er hann ætlar að sýna á Kjarvalsstöðum. Sýning Helga opnar á morgun, laugardag, og er það önnur einkasýning hans, en auk þess hefur hann tekið þátt í 12 samsýningum á íslandi og erlendis. Mannamyndir eru sem sé við- fangsefni Helga, en ekkert vildi hann tjá sig um hvernig menn það verk hans væru, ekki nema menn eins og þú og ég. „Það er ekki mitt að fara út í túlkunina, heldur áhorfandans”, sagði hann. Alls ætlar Helgi að sýna um 25 myndir og eru flestar þeirra unnar í brons, og „bera merki bronsins”, eins og hann orðaði það, en einnig verða nokkur verk úr tré. Verkin eru afrakstur tveggja ára vinnu og á þeim tíma fékk Helgi þriggja mánaða starfslaun listamanna. Sýning Helga verður á vestur- gangi og í kaffistofu Kjarvalsstaða. Kvikmynda- blaðið er komið Kvikmyndablaðið, 6. tölublað hefur nú litið dagsins Ijós, og er það jafnframt annað tölublaðið, sem nýir eigendur gefa út. í tölublaði þessu, sem kennt er við febrúar og mars, kennir að vanda margra grasa, enda stefna blaðsins að fjalla um allt, sem tengja má kvikmyndum, svo sem ís- lenskar kvikmyndir og erlendar, kvikmyndasögu, hátíðir, kvik- myndahús og fleira. Sjötta tölublaðið hefur að geyma m.a. íslenskan kvikmyndaannál 1982, viðtal við Snorra Þórisson kvikmyndatökumann (Óðal feðr- anna, Húsið-Trúnaðarmál), viðtal við Örnólf Árnason framkvæmda- stjóra kvikmyndahátíðar og grein eftir Erlend Sveinsson um Bíó Pet- ersen, brautryðjanda í kvikmynda- húsarekstri og kvikmyndagerð á ís- landi. Auk þess eru ýmsir aðrir fróðleiksmolar í blaðinu. Kvikmyndablaðið fæst á flestum bóka- og blaðsölustöðum og kostar litlar 60 krónur í lausasölu. Ársá- skrift kostar 300 krónur, en mein- ingin er að blaðið komi út sex sinn- um á ári. Fóik lætur ekki að sér hæða Enginn vill vera óvinur fólks ins. Þvert á móti vilja allir allt fyrir fólkið gera. En sá er gallinn á mannlegri hegðun, að því betri sem maðurinn vill vera er hann verri í raun. Menningarþjóðirnar veita stöðugt meira fé til þeirra þjóða sem áður voru kenndar við villimenn, en eymdin þar og fátæktin vex í sama mæli og fram- lögin aukast til þriðja heimsins, eins og hann er kallaður núna. En það er ekki aðeins á sviði mann- legra gæða sem allt er gert fyrir fólkið, heldur líka á sviði hinna andlegu: listin á líka að vera fyrir alla. Ög þar gerist það sama: List- in og menningin verður aumari eftir því sem hún er almennari. Eitt af mestu menningarfyrir- tækjum sem reist hafa verið fyrir fólkið er Pompidoumiðstöðin í París. Nútímalistasafnið sem bar- ist hafði í bökkum og verið stofn- Guðbergur Bergsson að fyrir atorku Gassous, var flutt í Pompidoumiðstöðina svo að fólk hefði greiðari aðgang að listaverkunum. Til að auðvelda fólkinu þennan aðgang voru settir í safnið rafknúnir rennistigar. Þannig þurfti nútímaguðafjöld- inn, fólkið sjálft, ekki einu sinni að leggja það á sig að hreyfa fæturna. En hvað gerðist? Hinir nýju ólympstindaguðir nútímans, alþýðan.fer aldrei úr rennistiganum. Allan daginn eru stigarnir svartir af fólki að fara upp og niður ókeypis, en það lítur aldrei inn til málverkanna. Með þessu alþýðulega móti eru salirnir næstum ætíð auðir. Enda þora borgararnir ekki lengur að njóta listar. Það er of borgaralegt.Og þess vegna sannast það, að stigar- nir eru betri en stofurnar. Alþýða manna lætur ekki að sér hæða. Skömmu fyrir jól var haldin mikil sýning fyrir fólkið á jarðhæð menningarsetursins, þar sem fólk þurfti að fara um til að geta kom- ist í rafknúnu rennistigana. Þetta var mikil framúrstefnusýning, en þó ekki í anda þeirrar sem hófst með öldinni, heldur hinnar sem deyr með öldinni og er hnignunar- skeið. Færustu menn voru fengnir til að setja upp verulega „vekjandi og hvetjandi” sýningu fyrir fólk- ið. Eftir mikla „vettvangs- könnun” meðal stigafólksins, var niðurstaðan sú að „ fólkið” hefði mestan áhuga á *náttúrulegu um- hverfi sínu”. Umhverfissálfræð- ingar voru fengnir til að skera úr um, hvað væri náttúrulegt um- hverfi fólksins. I þrjár vikur voru félagsfræðinemar að krossa í reiti við rætur stiganna. Síðan fór þetta allt í tölvumeðferð og tölvu- niðurstaðan var sú, að náttúrulegt umhverfi fólksins væri heimilið. í fyrstu félagsfræðirannsókninni fengu „stigamennirnir” aðeins að svara með Jái eða Nei. Því aðeins mátti krossa í tvo reiti. Nú máttu ,,stigamennirnir” svara með Eg veit ekki, og þá var krossað í þriðja reitinn. Spurningin var: Hvað er heimili? Dvalarstaður? Svefnpláss? Meiri hluti fólks svaraði Ég veit það ekki. Eftir ótal vettvangskannanir og tölvuúr- vinnslur var niðurstaðan sú að á heimilum sínum hefði fólk mest gaman af því að hlusta á suðið í heimilistækjunum. Og með því að sálfræðingar sögðu að mesti unaður fólks væri að láta eitthvað yfir höfuðið á sér, eins og til að mynda þegar farið er í peysu sem er há í hálsinn, þá voru settir upp gríðarstórir hattar á jarðhæð menningarstofnunarinnar og átti fólk að beygja sig og fara undir hattanaogmeðhöfuðiðinn íþá. Með þessu móti gat það hlustað á suð í ryksugum inni í höttunum, suð í hrærivélum, suð í sjónvarpi (eftir að búið er að slökkva á því) og svo annað suð (annað en hið venjulega heimilisjag og suð; það hefði verið ómannlegt að nota það sem eyrnagaman). Einnig var komið upp eins konar plast- gluggatjöldum í mismunandi hæð. Því að sálfræðingarnir sögðu að fólk hefði líka ánægju af því að híma á bak við glugga- tjöld og gægjast fram. Mánuðum saman stóð „stigafólkið” í löng- um biðröðum, sem liðuðust út úr menningarsetrinu langt út á götu, til að geta skriðið undir hattana eða staðið á bak við tjöldin. Ekkert fékk á það, illt veður, rok eða rigning: fólkið beið þolinmótt eftir að röðin kæmi að því. Enda er staðreynd að allir urðu meiri eftir en áður. Persónuleikinn hafði aukist. Þú varst ekki lengur núll og nix. Þú hafðir staðið á bak við tjald. Þú hafðir látið á þig hatt. Þú hafðir verið þátttakandi í listaverkinu. Þú varst æðsta listaverk sköpunarinnar: ínaður í sínu mikla tvifætta veldi. Ekkert dýr hefði getað skapað slíka list, ekki einu sinni apinn. Einhverra hluta vegna hafði negri frá apaálfunni tekið þá ákvörðun að sýna vestrænni menningu framan í sjálfa sig. Fyrir utan safnið er jafnan sægur af trúðum að sýna list sína: einn gleypir eld, annar dansar á línu, en fólkið kann ekki eins að meta það og rennistigana, þótt vinsælt sé. En negrinn skopaðist í leik sín- um að hinni vestrænu menningu, líkt og hún væri hræðilega mis- heppnuð og ófrumleg, hvít ofvit- mennska. Hann hermdi eftir prestunum sem kunnu ekki að vera galdrakarlar. Hann hæddist að stjórnmálamönnunum sem eru misheppnaðir prestar og því síður galdramenn. Hann lék skopleik um litlu ofstækisfélögin á vinstrivængnum sem veifa bæklingum í stað Biblíunnar, en ekki galdrastaf. Hann lék og skrumskældi dansinn sem vest- ræni maðurinn hefur „lært” af negrum og fært í „menningar- búning”, en er í raun- inni grátlega misheppnuð fífla- læti. Hann apaði eftir tónlistinni, sem reynir að líkja eftir tónlist negra í Afríku. Hinn furðulegi negri dró vestræna ménningu sundur og saman í háði og af slík- ri leikni að guð hjálpi leikurum ef þeir væru bornir saman við hann. Eftir að hafa horft á manninn var líkt og hvíslað: höfuðvanda- mál vestrænnar menningar erþað að við höfum hvorki tillfinningar né getu til að vera hreinlega eðli- legir villimenn. Fólk lætur ekki að sér hæða. Það var hálf fúlt yfir „gern- ingum” negrans. Og út úr svip þess skinu hin stoltu orð: „Við eig- um að minnsta kosti rennistigana okkar, hljómhattana og plast- gluggatjöldin”. Iiíóin Laugarásbíó: *** E.T. Bandarísk kvikmynd, árgerð 1982. Leikendur: Henry Thomas, Francis Copp- ola. Leikstjóri: Steven Spielberg. Stórkostleg ævintýramynd fyrir böm á öllum aldri. Háskólabíó: Sankti Helens, eldfjallið springur (St. He- lens). Bandarisk, árgerð 1981. Leikendur: Art Carney, David Huffman, Cassie Yates. Leikstjóri: Ernest Pintoff. Hver man ekki eftir eldgosinu? Hér er sagt frá því og aðdraganda þess, er ungur jarðfræð- ingur reyndi að fá fólk til að yfirgefa hættu- svæðið, en . ★ Með allt á hreinu. íslensk kvikmynd, árgerð 1982. Handrit: Ágúst Guðmundsson og Stuðmenn. Leikendur: Stuðmenn, Grýlur, Eggert Þorleifsson, Sif Ragnhildardóttir. Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson. Tónabíó: * * * Frú Robinson (The Graduate). Ban- darisk kvikmynd, árgerð 1967. Lei- kendur: Anne Bancroft, Dustin Hoffman. Leikstjóri: Mike Nichols. Stórkostlega fyndin óskarsverðlauna- mynd. Stjörnubíó: ★ ★ Keppnin (The Competition). Ban- darfsk kvikmynd, árgerð 1980. Sjá umsögn i Listapósti. Skæruiiðarnir (Game for Vultures). Bandarisk kvlkmynd. Leikendur: Richard Harris, Richard Roundtree, Joan Collins. Spennan er i hámarki. Skaeruliðar og jafnvel málaliðar berjast við óvin' sí- na. Dularfullur fjársjóður (Who findsa friend, finds a treasure). Bandarísk kvikmynd. Leikendur: Bud Spencer, Terence Hill. Leik- stjóri: Sergiö Corbucci. Austurbæjarbíó: Auga fyrir auga (An Eye for an Eye). Bandarísk kvikmynd, árgerð 1981. Leikendur: Chuck Norris og fieiri hnefar.Leikstjóri: Steve Carver. Sakamálamynd meðkarateivafi. Bíóhöllin: Óþokkarnir (The Blackout). Banda- rísk kvikmynd, árgerð 1980. Leiken- dur: Robert Carradine, Jim Mit- chum, June Allyson, Ray Milland. Leikstjóri: Eddy Matalon. Árið 1977: Rafmagniðferaf New York. Bófar af öllum stæröum og gerðum hugsa sér gott til glóðarinnar og fara um ránshendi. En að sjálfsögðu hljó- ta þeir að nást aftur. Spenna og myrk- ur: Myrkraöflin á kreiki. Meistarinn (Force of One). Banda- risk kvikmynd. Leikendur: Chuck Norris, Jennlfer O'Neill, Ron O’Neal. Karatemeistarinn frægi á fullri ferð i aö uppræta bófaflokk, Hringinn fræga. Gauragangur á ströndinni (Malibu Beach). Bandarísk kvikmynd. Leikendur: Kim Lankford, James Daughton, Susan Player Jarreau. Leikstjóri: Robert J. Rosenthal. Hressir og lifsglaðir unglingar stunda strandlífið og verða ástfangnir. Hvern deymir ekki um það? ★ ★ ★ Fjórir vinir (Four Friends). Bandarisk, árgerð 1982. Handrit: Steven Tesich. Leikendur: Craig Wasson, Jody Thel- en, Michael Huddlestonfjim Metzler. Leikstjóri: Arthur Penn. Penn og handritshöfundurinn Tesich sýna í forgrunni hvernig fjögur ungmenni eldast og þroskast og glata æskublóm- anum, en i bakgrunninum glittir á sams konar örlög bandarisku þjóðarinnar. Þetta er vel leikin mynd, persónurnar oru sannfærandi flestar hverjar, og myndin í heild gengur ágætlega upp. -GA Litli lávarðurinn (Little Lord Fauntleroy). Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Alec Gu- inness, Ricky Schroder, Eric Porter. Leik- stjóri: Jack Gold. Hugguleg fjölskyldumynd um lítinn lávarð og annan stærri. Jólamyndin i ár. *** rk ★ ★ ★ framúrskarandí ★ ★ ★ ★ ★ ★ Ol ág»t góö þolanleg léleg Regnboginn: Flóttamaðurinn (Mac O'Callahan). Bandarfsk kvikmynd. Leikendur: Davld Jansen, Jean Seberg. Leik- stjóri: Bernard Kowalsky. Flóttamaðurinn eini og sanni er á he- Ijarmiklum flótta frá fangelsi í Suð- urríkjunum. Spenna á vestratima- bilinu. í kúlnaregni (Gauntlet). Bandarísk kvikmynd. Leikendur: Clint East- wood, Sandra Locke, Paul Hingle. Leikstjóri: Clint Eastwood. Æsingamynd og baráttubyssur meö hetjukappanum góða Klængi frá Eystri-Skógi. Ástmey hans er með I förinni. Óðal feðranna. íslensk kvikmynd, árgerð 1980. Leikendur: Jóhann Si- gurðsson, Jakob Þór Einarsson. Höfundurog leikstjóri: Hrafn Gunn- laugsson. Ein umtalaðasta mynd islenskrar kvikmyndasögu endursýnd. Sýning- ar hefjast á sunnudag. Myndin er jafnframt endursýnd á Akureyri og á ísafirði. Vegna sýningar á Ijósmyndum fran- ska rithöfundarins Emile Zola verða sýndar fimm kvikmyndir, sem gerðar hafa verið eftir verkum hans. Sýning- ar um helgina verða eins og hér segir: La Bete Humaine eftir Renoir meö Jean Gabin og Simone Simon. Sýnd á laugardag kl. 23 og sunnudag kl. 21. Thérese Raquin eftir Marcel Carné meö Simone Signoret og Raf Vallone. Sýnd kl. 19 á laugardag og kl. 21 á sunnudag. Gervaise eftir René Clément með Maria Schell og Francois Périer. Sýnd á laugardag kl. 21 og á sunnudag kl. 15. Pot Boullle eftir Julien Duvivier með Gérard Philpppe og Daniele Darr- ieux. Sýnd á laugardag kl. 17 og sun- nudag kl. 19. Germinal eftir Yves Allégret með Je- an Sorel og Claude Brasseur. Sýnd á laugardag kl. 15 og á sunnudag kl. 23. Kvikmyndaklúbbur All- ance Francaise: * Morðingi á ferli (Un assassin qui passe). Frönsk kvikmynd, árgerð 1981. Leikendur: Jean-Louis Trint- ignan, Carole Laure, Richard Berry. Leikstjóri: Michel Vianey. Heldur hægfara sakamálamynd um kvennamorðingja í Paris og undarleg- ar tilfinningar hans til frægrar konu. Sýnd í E-sal Regnbogans á miðviku- dag og fimmtudag kl. 20.30. tónlist Gamla bíó islenska hljómsveitin heldur 5. á- skriftartónleika sína á þessum vetri. Tónleikarnir bera yfirskriftina Meistari Kurt Weill. Flutt veröa verk eftir þenn- an fræga mann, m.a. svita úr Túskild- ingsóperunni, og einnig verður flutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson i min- ningu Kurt Weills. Tónleikarnir hefjast kl. 14. Hótel Borg: Á fimmtudag i næstu viku, 3. mars, halda djassleikararnir Lou Bennett (orgel) og Paul Weeden (gitar) tón- leika kl. 21. Guttar þessir eru hér á ýmissa manna vegum og munu ken- na í djassdeild tónlistarskóla FÍH. Háskólabíó: Karlakórinn Fóstbræður með vin okk- ar ÓBG innanborðs heldur tónleika á föstudag kl. 19 og kl. 14 og 17 á laug- ardag. Frambærileg söngmennt. Félagsstofnun stúdenta: Fram í sviðsljósið (Being There). Bandarísk, árgerð 1981. Handrit Jerzy Kosinski, eftir eiginskáldcögu. Leikendur: Peter Sellers, Melvyn Dougias, Shirley MacLaine. Leik- stjóri: Hal Ashby. Bíóbær: Að baki dauðans dyrum (Beyond Death's Door). Bandarísk kvik- mynd, byggð á metsölubók Dr. Maurice Rawlings. Leikendur: Tom Hallick, Melind Naud. Leikstjóri: Henning Schellerup. Frásagnir fólks, sem séö hefur inn i landið fyrir handan landamærin. Æv- ar R. Kvaran flytur fyrirlestur á undan sýningunni. Heitar Dallasnætur (Hot Dallas Nights). Bandarfsk kvikmynd, ár- gerð 1981. Leikendur: Hillary Sum- mer, Raven Turner, Tara Flynn. Leik- stjóri: Tony Kendrick. J. R.og félagar skemmta sér á heitum sumarnóttum. Very hot. L'ndrahundurinn. Ókeypis aögangur á laugardag og sunnudag kl. 14 og 16. Nýja bíó: ** Pink Floyd - The Wall. Bresk kvik- mynd, árgerð 1982. Handrit: Roger Waters. Leikendur: Bob Geldof. Lelk- stjóri: Alan Parker. Myndin er mikið tækniundur og teiknimyndakaflarnir eru með því betra, sem ég hef séð. Háskólakórinn býr sig nú undir ferð til kastalaherranna i Kreml (HHG kvót) og þess vegna verða tónleikar kl. 17 á laugardag og sunnudag. Kópavogskirkja: Sunnudaginn 27. febrúar kl. 17 og mánudaginn 28. kl. 20.30 verður flutt Heiligmesse eftir Joseph Haydn. Verkið er fyrir fjóra einsöngvara, kór og hljómsveit. Einsöngvarar eru Sig- ríðurGröndal, GuðnýArnadóttir, Hall- dór Torfason og Steinþór Þráinsson, kór menntaskólans i Kópavogi syng- ur, Nemendahljómsveitin leikur. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson. Aðgangur ókeypis. viblmritir Norræna húsiö: Álaugardagkl. 15verðurhaldinbóka- kynning norrænu sendikennaranna. Þar veröa kynntar danskar og sænsk- ar bækur og gestur verður sá frægi Hasse Alfredson. Sigmar mætir á staðinn. Samtök um kvennaathvarf: Skrifstofa samtakanna er i Gnoðarvogi 44,2. hæð. Hún er opin alla virka daga kl. 14-16, sími 31575. Póstgirónúmer samtakanna er 4442-1.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.