Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 12
12 Hehjarpðsisviðiaiio: Föstudagur 25. febrúar 1983 .ptfisturinrL „Vantraust á börn” — Já, þetta og ýmislegt fleira í fari Línu hefur greinilega farið fyrir brjóstið á sumum. Hvernig líst þér á að hún skuli hafa verið bönnuð yngstu börnunum í Svíþjóð? „Sé það rétt líst mér alls ekki á það. Ég treysti börnum alveg til að gera greinarmun á ævintýri og veruleika. Svona bann er van- traust á börnin, það er margt í Línu sem höfð- ar til okkar allra, og kannski erum við öll meira og minna eins og hún. En við erum sett í ákveðið Iífsmunstur sem sumir sætta sig við, aðrir ekki”. — Hefurðu orðið vör við að þú sért ein- hverskonar persónugervingur Línu í augum yngstu kynslóðarinnar? „Ég held ekki. Þegar ég er í Línugervinu þekkja krakkarnir mig ekki. Hinsvegar kom lítil stelpa til mín á bakvið í leikhúsinu og sagði sigrihrósandi: „Iss, ég veit alveg hvernig þú fórst að því að halda á hestinum. Það voru tveir menn innan í honum”. Þetta fannst mér mikið hrós, að barninu skyldi detta í hug að ég gæti haldið á tveimur mönnum!”. — Hvernig er lífið hjá þinni fjölskyldu með þeim afbrigðilega vinnutíma sem fylgir leik- arastarfinu? „Þetta gengur furðu vel. Maðurinn minn er í svipuðu starfi og ég, kvikmyndunum, en við reynum að taka tillit hvort til annars. En mað- ur gæti vel þegið að hafa meiri tíma með fjöl- skyldunni sinni, sérstaklega um helgar. Ég held að börnin sætti sig við þetta. Hvað sjálfa mig varðar held ég að það versta sé að láta eftir sér að hafa samviskubit vegna þess sem maður er að gera. Ég lít svo á, að ef ég er hamingjusöm hlýtur fjölskyldan að vera það líka. Þarna sérðu hvað ég er mikill egóisti!”. Að vera, eða ekki vera á rússnesku Þrátt fyrir miklar annir og ungan aldur hef- ur Sigrún Edda komið því í verk að sjá sig um í heiminum, og hún hefur meðal annars kom- ið til landa sem fáir íslendingar hafa sett fót sinn á. Pólland og Egyptaland eru þar á með- al. „Ég fór með bekknum mínum í leiklistar- skólanum á leiklistarhátíð í Varsjá, sumarið 1980. Það var heilmikil upplifun að koma þangað, og mér leið alveg óskaplega vel í Var- sjá; alveg ótrúlega vel. Við vorum sjö saman og höfðum heimilisfang ungra hjóna, sem bjuggu í tveggja herbergja íbúð og hugmynd- in var að þau hjálpuðu okkur að fá inni á hó- teli. En þau tóku ekki annað í mál en við svæf- um öll í stofunni hjá þeim, og gestrisnin var alveg hreint ótrúleg. Á leiklistarhátíðinni voru leikhópar frá ýmsum löndum, meðal annars Rússlandi, Belgíu, Júgóslavíu og Vestur-Þýskalandi. Það getur verið mjög lærdómsríkt að sjá góðar sýningar á tungumálum sem maður skilur ekki. Athyglin beinist þá að öðrum þáttum en textanum, svosem uppsetningu, leikstíl og svo framvegis. Þarna voru reyndar leikrit sem ég þekkti, þar á meðal Hamlet, sem var leikinn af rússnesku leikhúsi. Þetta var frábær leiksýning, en mest gaman var þeg- ar Hamlet flutti ræðuna „Að vera eða ekki vera”, þar sem sumir sátu með gæsahúð af hrifningu en við efahyggjumennirnir í hópn- um vorum að rífast yfir því hvort þetta væri „Mér finnst alveg óskaplega pirrandi þegar ég hef ekki fœri á að ritskoðaþað sem stendur um mig íblöðunum! Það var til dœmis komist svo að orði um mig í Morgunblaðinu um daginn, að ég eigi ekki langt að sœkja leiklistarhæfileikana, þar sem ég sé dóttir Guðrúnar Ás- mundsdóttur!". Það er Sigrún Edda Björnsdóttir sem gefur þessa yfirlýsingu. Um þessar mundir Lína Langsokkur í vinnutímanum, en utan hans meðal annars móðirfimm ára gamals barns, húsmóðir við Reynimelinn — og eiginkona Þorsteins Jónssonar kvikmyndagerðarmanns. Og fyrst fjöl- skyldumálin eru til umrœðu, ekki aðeins dóttir Guðrúnar Asmunds- dóttur, líka fósturdóttir Kjartans Ragnarssonar leikara og leikritahöf- undar. Faðir hennar er Björn Björnsson, flugvirki. En Sigrúnu Eddu er lítið gefið um að talað sé um hana sem „leikara- barnVið náðum í hana í Helgarpóstsviðtal, og það upplýstist fljót- lega, að hún hefurþegar lokið leiklistarnámi. Hún var ífyrsta hópnum sem útskrifaðist frá Leiklistarskóla ríkisins, árið 1981. „Ég byrjaði í menntaskóla, en það var ekki glæsilegur ferill! Ég fann mig aldrei í þessum skóla og hætti strax eftir fyrsta bekk, tók mér frí i einn vetur frá námi í þeim tilgangi að hugsa minn gang og vann á Landakoti. Svo frétti ég að Leiklistarskóli ríkisins væri með inntökupróf þá um vorið og ákvað að skella mér í það. Og ég var svo heppin að komast inn”. „Hefur gengið — Komin með leiklistarbakteríuna eða hvað? „Ég veit ekki hvort á að kalla það bakteríu. Að minnstakosti ekki þá. Hún hefur þá komið eftir að ég fór að lifa og hrærast í þessu. Vissu- lega fannst mér leikhúsið spennandi, annars hefði ég aldrei lagt leiklistina fyrir mig. Mig langaði til að reyna þetta, og hefði ég ekki gert það hefði ég aldrei verið sátt við sjálfa mig — og hingað til hefur það gengið vel”, segir Sig- rún Edda. Hún er 24 ára gömul og þegar með nokkur hlutverk að baki. Lék í Ofvitanum, Hótel Paradís, Dansi á rósum, Húsi skáldsins, Gosa og Skilnaði, en fyrsta stóra hlutverkið er Lína. — Nú ertu komin á fullt í leikhúsheimin- um, þar sem tilveran er dálítið sérstæð, að minnstakosti í augum utanaðkomandi. En er leiklistarskóli ekki annar heimurinn til, og það talsvert sér á parti? „Jú, lífið í leiklistarskóla er heimur útaf fyrir sig og tekur eiginlega allan tíma manns meðan námið stendur yfir. Þetta er fjögurra ára nám og langur skóla- dagur. Hann byrjar klukkan hálf níu á morgnana og lýkur klukkan sjö á kvöldin. Maður gerir ekki mikið meira en að vera í skólanum. Auk þess átti ég barn strax á fyrsta ári; það var dálítið töff! En ég fékk góða hjálp, svo það gekk”. „Gullaldar gœjarnir” — Segðu mér aðeins nánar frá skólanum. „Aðal áherslan er lögð á leiktúlkun. Á fyrsta ári eru tekin fyrir leikrit, greind og leiknar stuttar senur úr þeim. Á öðru ári er farið í stærri verkefni og gömlu leikritaskáld- in tekin fyrir; grísku skáldin, Shakespeare og síðan eitthvað af aldamótaskáldunum, „gull- aldargæjunum” eins og við kölluðum þá. Á þriðja ári vorum við meðal annars með barna- leikrit sem við sýndum í barnaskólunum, og svo er það rúsínan í pylsuendanum, Nem- endaleikhúsið á fjórða ári. í skólanum er lögð mikil rækt við spuna (improvisasjón) og að sjálfsögðu líkamsþjálf- un, framsögn og söng. Auk þess eru ýmsar aðrar greinar eins og félagsfræði, íslenska, leiklistarsaga og leikhúsfræði, trúðleikur og látbragðsleikur. Það væri kannski auðveldara að telja upp það sem maður lærir ekki! Andinn í skólanum var afskaplega góður. Við þurftum að læra að vinna saman, þó það væri ekki alltaf jafn auðvelt, en það var skemmtilegt. Leiklistarskólinn var paradís að því leyti að þar fengum við að velta okkur upp úr góðum hlutverkum, og ég væri alveg til í að vera í leiklistarskóla alla ævi!” — En snúum okkur að líðandi stund. Nú er það Lína Langsokkur. Hvernig er Lína Lang- sokkur. Hvernig líkar þér við hana? „Ég kann alveg sérstaklega vel við hana”. — Höfðar hún til þín? „Já, hún gerir það á margan hátt. Lína er ekkert frábrugðin öðrum börnum, þetta er ó- sköp indæl lítil stelpa með hjarta úr gulli, eins og segir á einum stað. En þar sem hún hefur enga mömmu hjá sér eða pabba til þess að leiðbeina sér þá býr hún til sínar reglur sjálf. Hún segir í leikritinu, að það sé örugglega best fyrir börn að hafa reglu á hlutunum, allavega ef þau fái að ráða þessari reglu sjálf’.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.