Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 20
C^ipSSturinn. Föstudagur 25 vandlifað hér í heimi. Þess vegna er full þörf á leiðarljósi eins og Löðri”, segir hann. Sápuóperur þær sem Löður er öðru fremur stæling á þekkjum við Islendingar ekki nema að takmörkuðu leyti, því Dallas er í rauninni nokkuð vandaðri en gengur og gerist með slíka framhaldsþætti. í flestum tilfellum eru þetta ódýrir þættir (sýndir eftir hádegið og því einkum stílaðir á heima- vinnandi húsmæður) og í þeim er endalaust fjallað um fjöl- skylduvandamál af öllu mögulegu tagi en á afar yfirborðsleg- an og gjarnan væminn hátt. Þessir þættir lúta allt öðrum lögmálum en einstakar sjón- varpsmyndir eða stuttar seríur, og þar ráða peningarnir skilj- anlega miklu. Ef sápuópera kemur illa út úr skoðanakönnun- um (sem stöðugt eru gerðar um sjónvarpsefni í Bandaríkjun- um, og auglýsingaverð fer að verulegu leyti eftir) þá er annað hvort hætt við hana, eða hún hresst við á einhvern hátt t.d. með því að ráða vinsælan leikara og skrifa fyrir hann hlut- verk, eða með því að láta aðalstjörnuna verða fyrir skoti og halda þannig áhorfendum í spennu í nokkrar vikur, eins og gert var með JR í Dallas. Eins verður að taka tillit til óska leik- aranna og einkamála þeirra. Ef leikkona verður ólétt verður einhvernveginn að koma barni í hana í þáttunum, eða láta hana hverfa. Og svo framvegis. Og kannski er það einmitt kaldhæðni örlaganna að Löður laut sömu lögmálum og sápuóperurnar sem það stældi — og þau urðu banabitinn. Besta dæmið er sjálfsagt Benson, þjónninn sem var farinn að stela senunni svo mjög að Colum- bia taldi á það hættandi að taka hann úr Löðri og sjá Robert Guilleume fyrir sjálfstæðri „Sápu”. Sú sápa lifir enn, að því 'er best verður vitað. Á hinn bóginn má svo nefna örlög Cor- enne, sem einhverra hluta vegna var skrifuð út úr þáttunum. Hún bara gufaði upp. Kannski hefur Diana Canova fengið betra tilboð annarsstaðar frá og því sagt upp, kannski hefur hún farið fram á of há laun og farið í fússi þegar hún fékk þau ekki, kannski hefur hún veikst, eða kannski hafa skoð- Þetta hófst allt með því að hálffertug kona, Susan Harris að nafni, sat heima hjá sér og horfði á heidur lélegan, en vin- sælan grínþátt í sjónvarpinu. „Allt í einu datt mér í hug að ég gæti gert betur en þetta ef ég reyndi”, sagði hún síðar í við- tali. Næsta kvöld sat hún ekki fyrir framan sjónvarpið, heldur við skrifborðið sitt og hóf að skrifa sitt fyrsta sjónvarpshand- rit. Hún notaði kúlupenna, og smám saman fæddust þarna á skrifborðinu systurnar Jessica og Mary, eiginmenn þeirra Chester og Burt og börnin Eunice, Corenne og Billy og Danny og Jodie. Skömmu síðar gat hún selt handritið stórfyrirtækinu Col- umbia Pictures Television, og eftir það skrifaði hún ekki bara fjölda Löðursþátta, heldur skapaði aðra framhaldsþætti — Loves Me, Loves Me Not og Fay og skrifaði einstaka þætti í mörgum öðrum. Löður færði henni heimsfrægð, og mikið af peningum. Þættirnir urðu til um miðjan síðasta áratug, en að sögn Elínborgar Stefánsdóttur var það 8.mars 1980 að þeir fyrstu voru sýndir í íslenska sjónvarpinu, en þá voru þegar hafnar sýningar á þeim í mörgum löndum Vestur-Evrópu. Þann sama vetur voru síðustu þættirnir framleiddir í Bandaríkjunum, en sem kunnugt er komu samtökin The Moral Majority í veg fyr- ir að fleiri þættir yrðu sýndir. Draumur Susan Harris sem rættist svona eftirminnilega var búinn. í Bandaríkjunum var Löður aldrei neitt fyrirbæri eins og Dallas til dæmis, sem tröllreið þjóðinni í vinsældum sínum. Hún beitti húmor sem einkenndi þættina, sérstaklega í byrj- un, en féll ekki í kramið hjá svo stórum hópi þjóðarinnar. Þeir sem lifa sig inn í raunir Ewinganna i Dallas geta til dæmis varla haft mjög gaman af Löðri, því í Löðri er einmitt verið að skopast með þætti eins og Dallas og áhorfendur þeirra. „Einn af grunntónunum í Löðri er einmitt ádeila á hið tvö- falda siðgæði sem einkennir Bandaríkin — glansmyndin af hinni glæsilegu þjóð í Guðs eina landi er brotin og bent á að margt er rotið undir niðri”, segir Gunnlaugur Ástgeirsson, leiklistargagnrýnandi Helgarpóstsins um Löður. Sjálf segir Susan Harris að gott grín sé skemmtilegt að skrifa vegna þess hversu grafalvarlegt það getur verið. „Eg skoða heiminn með húmor í huga, og þannig skrifa ég líka”, segir hún. Ómar Ragnarsson hefur löngum verið á svipaðri skoðun, enda segir hann verulega eftirsjá í Löðri. „Það er nefnilega anakannanir leitt í ljós að mjög fáir áhorfendur höfðu áhuga á persónu hennar og hún því látin hverfa. Það er semsagt sama hvernig á það er litið: Löður eins og aðrar sápuóperur laut lögmálum peningaaflanna. Það sem greindi á milli Löðurs og annarra var hinsvegar að aðstand- endur neituðu að láta þau öfl ráða viðfangsefni þáttanna. Þar var haldið áfram þar sem leikurinn hófst: Með opinskárri og á bandarískan mælikvarða beittri umfjöllun um kynlíf, sér- staklega kynvillu, trúmál og trúarhræsni, stjórnmálasukk, kynþáttaerjur, semsagt allt sem viðkvæmast verður í mann- legum samskiptum — allt sem hinn „Móralski meirihluti” vill ekki að sé minnst á. Þegar kastaðist í kekki voru það peningaöflin sem sigruðu. Með þrýstingi, sem nákvæm skilgreining hefur ekki fengist á, tókst hinum Móralska meirihluta að fá auglýsendur til að sniðganga Löður gjörsamlega og án peninga þeirra var fyrir- tækið dauðadæmt. Það þótti að sjálfsögðu sorglegt, en eins og Ómar Ragnars- son benti á þá hefur aðstandendum Löðurs ef til vill ekki sviðið það mjög. Píslavættisdauðdagi hefur ætíð þótt glæsi- legur. Arthur Peterson sem lék Majorinn í Löðri tók sjálfur þátt í síð- ari heimsstyrjöldinni og veit því hvernig Majornum líður. Eins og hinir aðalleikararnir í þáttunum er hann fyrst og fremst sjónvarps- leikari. Hann byrjaði reyndar í útvarpinu, og 1937 var hann orðinn þekktur útvarpsleikari í norðurríkjum Bandaríkjanna, en hann er ein- mitt fæddur í Norður-Dakota. Síðar sneri hann sér að sjónvarpinu og einnig kvikmynd- um. Árið 1972 stofnuðu Peterson og kona hans Norma lítið leikhús í Sherman Oaks í Kaliforníu, þar sem þau búa, og sýna þar nokkur leikrit á ári. Þau eiga tvö börn, Krist- ínu sem er óperusöngvari og Paul sem er kíro- praktor. Þau eru íhaldssöm, hjónin, og búa í 82 ára gömlu húsi. Majorinn var alla tíð minniháttar persóna í Löðri og stóð yfirleitt aðeins fyrir utan hið hversdagslega amstur hinna persónanna, eins og reyndar lífið í heild. Jennifer Salt, sem lék Eunice á fræga foreldra. Hún er fædd og uppalin í Hollywood, dóttir hins þekkta handritahöfundar Waldo Salt og leikkonunn ar Mary Davenport. Hún menntaði sig vel, fór síðan í blaðamennsku, en endaði loks í leik- listarheiminum sem hún fæddist inní, fyrst í leikhúsinu en fljótlega í sjónvarpi og kvik- myndum einnig. Meðal þekktra kvikmynda sem hún hefur leikið í má nefna Midnight Cowboy, Brewster McCloud og Play It Again, Sam. Hún býr nú ásamt sex ára gömlum syni í Malibu í Kaliforníu. Persóna hennar í Löðri, Eunice, hefur geng- ið í gegnum verulegar breytingar. Til að byrja með kom hún lítið við sögu, var yfirleitt á ferðalögum sem viðhald þingmanns, en þá kom Dutch í spilið og Eunice varð æ ruglaðri. Roscoe Lee Browne, sem tók við af Robert Guilleume í eldhúsinu hjá Tate-fólkinu er jafn menntaður og fram- burðurinn ber vitni um. Hann tók BA próf frá háskólanum í Pennsylvaníu, las síöan frönsku í Vermont, ítölsku og heimspeki í Flórensáíta- líu og samanburðarbókmenntir las hann í Colombia-háskólanum. Hann hefur kennt við fleiri en einn háskóla. Og jafnframt því að vera þekktur leikari og prófessor var hann á sínum tíma einn fremsti áttahundruðmetra hlaupari heimsins. Saunders er því meira skemmtilegt hobby fyrir Lee Browne en lífs- viðurværi. Hann hefur meiri áhuga á rétt- indabaráttu svartra, og hefur leikstýrt og sam- ið sérstakar „svartar” sýningar á Broadway, og ein þeirra, „A Hand is on the Gate” var nefnd til Tony verðlauna. Hann býr í Holly- wood. Billy Crystal er giftur tveggja stúlkna faðir og hreint ekkert líkur Jodie. Hann útskrifaðist á sínum tíma frá háskólanum í New York með gráður í sjón- varps-og kvikmyndaleikstjórn, og eftir að námi lauk fékk hann tvo félaga í lið með sér til að ferðast um Bandaríkin og segja brand- ara. Á fjórum árum komu þeir fram í 75 há- skólum og tugum veitingastaða. Nú er Billy Crystal einn á ferð, og hefur snúið sér æ meir að sjónvarpi, bæði sem gamanleikari og brandarakarl. í fyrstu kvikmynd sinni „Rabb- it Test”, sem Joan Rivers leikstýrði,lék hann heimsins fyrsta ólétta karlmann. Enginn í Löðri gekk i gegnum jafn hroða- Arthur Peterson Jennifer Salt Roscoe Lee Browne Billy Crystal Cathryn Damon Jay Johnson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.