Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 2
1 Nýkjörin framkvæmdastjórn /'I Listahátíðar í Reykjavík kom y saman til síns fyrsta fundar fyrir skömmu. í henni eiga sæti Þorkell Sigurbjörnsson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, Þóra Kristjánsdóttir, listráðunaut- ur Kjarvalsstaða, Ann Sandelin, forstöðumaður Norræna hússins, og fulltrúar ríkis og borgar, Hrafn Gunnlaugsson fyrir Reykjavíkur- borg og Sigmar B. Hauksson fyrir ríkið. Það var ríkið sem „átti” for- mennskuna að þessu sinni, en af einhverjum ástæðum var leitað af- brigða við skipun formanns stjórn- arinnar og var Þorkell kosinn for- maður, en ekki Sigmar... Á þessum sama fundi varð / 1 framkvæmdastjórnin sam- S* mála um að segja upp þeim framkvæmdastjóra sem verið hefur undanfarin ár, Örnólfi Árnasyni. Þegar þessi samþykkt hafði verið gerð og barst til eyrna fram- kvæmdastjórans mun hann, eftir því sem við heyrum, hafa dregið upp úr pússi sínu uppsagnarbréf sem hann var buinn að skrifa en ekki afhent fyrr. Staða fram- kvæmdastjóra Listahátíðar hefur verið auglýst... Ekki er full eining meðal hinna svokölluðu „göngu- manna” Framsóknarflokks- Norðurlandskjórdæmi vestra skipan framboðslista þeirra. Margir og þá sérstaklega Vestur- Húnvetningar hafa áhuga á því að íns um Ingólfur Guðnason skipi efsta sæt- ið og er sagt að hann sé til í slaginn þótt það yrði ef til vill til þess að Stefán Guðmundsson félli, en Ingólfur og Stefán munu hafa átt mikið og gott samstarf á þingi. Austur-Húnvetningar vilja hins vegar hafa sinn mann í efsta sæti og hefur Magnús á Sveinsstöðum eink- um verið nefndur sem kandidat. Eins og málin horfa nú er líklegt að göngulistinn verði eingöngu skipaður Húnvetningum og fylgj- endum Blönduvirkjunar, og þykir líklegt að framboð hans myndi höggva skörð ekki aðeins í kjörfylgi Framsóknarflokksins í kjördæm- inu heldur og annarra flokka. Mun ótti við „gönguframboðið” fyrst og fremst hafa ráðið því að Alþýðu- bandalagsmenn ákváðu að skipa Þórð Skúlason sveitarstjóra á Hvammstanga i 2. sæti lista síns, jafnvel þótt Alþýðubandalagið eigi ekki sérlega miklu fylgi að fagna í Vestur-Húnavatnssýslu og hafi aldrei átt... PfTl Fyrir áramót auglýsti lista- /* j og skemmtideild sjónvarpsins eftir handritum að sjónvarps-. leikritum og mun settur forstöðu- maður deildarinnar hafa gert það uppá sitt eindæmi því útvarpsstjóri kvaðst koma af fjöllum í blaðavið- tali hvað þessa handritasámkeppni varðaði. Mun mikill fjöldi höfunda hafa sent inn handrit. Nú er komið í ljós að ekkert mun verða úr gerð leikrita eftir þessum handritum um fyrirsjáanlega framtíð vegna fjár- hagsstöðu stofnunarinnar, og teng- ist málið einnig því að enn hefur ekki verið auglýst til umsóknar staða Ieiklistarráðunauts sjónvarps. Verður hún úr þessu varla auglýst fyrr ?n rpeð hausíinu... Nú gefst þeim aftur tækifæri, TJ sem urðu af því að láta S danska dávaldinn Frisenette flytja sig yfir í aðra heima í fyrra. Frisenette kemur aftur til íslands nú um helgina og mun troða upp í Háskólabíói fimm sinnum í næstu viku ásamt þeim Jörundi Guð- mundssyni og Ladda, en Daninn kemur hingað í þeirra boði. Fyrsta skemmtunin verður á þriðjudags- kvöldið og síðan verða skemmtanir alla vikuna. Er ekki talið útilokað að fleiri en Frisenette sýni hæfileika sína í dáleiðslu á þessum skemmt- unum, því flogið hefur fyrir að fast- ir gestir á samkomunum verði þeir Þórður húsvörður, Eiríkur Fjalar og ef til vill fleiri... VI Videokerfamennætlaekkiað f~ J gera það endasleppt með sýn- S ingar á myndurn, sem þeir hafa ekki sýningarrétt á. Fyrir skömmu sáu áskrifendur Videoson allt í einu hvar byrjað var að sýna myndina Að baki dauðans dyrum, sem sýnd hefur verið fyrir fullu húsi í Bíóbæ um nokkurt skeið. Sýning myndarinnar hafði ekki verið aug- lýst og var hún að sjálfsögðu ekki með vitund og vilja rétthafa mynd- arinnar hér á landi. Sem betur fer tókst að stöðva þessa ólöglegu sýn- ingu eftir rúmar fimm mínútur, og hvort sem það var því að þakka eða ekki, var uppselt i Bíóbæ kvöldið eftir... V Sú kynslóð sem nú fer að passa barnabörnin á meðan börnin eru úti að rokka ætti að geta gert hið sama af fullum krafti um næstu helgi. Þá stiga fyrstu íslensku rokkstjörnurnar, sem nú eru flestar um og yfir fertugt, á sviðið á nýjan leik og skemmta jafnöldrum sínum (og öðrum rokkurum ) á rokkhátíð Björgvins Halldórssonar og hljóm- sveitar hans í Broadway. Björgvin hefur grafið upp fjórtán söngvara, sem voru upp á sitt besta í kringum 1960, og fengið þá til að troða upp á rokkhátíðinni. Þarna verða kraftasöngvarar á borð við Sigurð Johnnie, Guðberg Auðunsson, Harald G. Haralds, Þorstein Eggertsson, Garðar Guðmunds- son, Mjöll Hólm, Estrid Jensen, Önnu Vilhjálms, Stefán Jónsson, Einar Júlíusson og fleiri sem fæstir hafa látið til sín heyra árum saman - en glöddu margt meyjar- og sveinshjartað á árum áður... Talsvert upplausnarástand mun nú ríkja á skrifstofum ' Arnarflugs. Rekstur Amster- damflugsins gengur afar erfiðlega og hvort sem samband er þar á milli eða ekki, eru ýmsir háttsettir starfs- menn fyrirtækisins að segja skilið við það. Þannig kom upp skoðana- ágreiningur milli Gunnars Þor- valdssonar fráfarandi forstjóra og Sigurjóns Jóhannssonar sem unnið hefur að markaðsmálum Arnar- flugs með þeim afleiðingum að Gunnar, sem enn hefur uppsagnar- vald þrátt fyrir að nýr forstjóri, Agnar Friðriksson sé tekinn til starfa, sagði Sigurjóni upp. Stjórn starfsmannafélagsins vítti Gunnar fyrir uppsögnina. Skömmu síðar sagði Bergur Þorleifsson starfs- mannastjóri upp og svo Hilmar Sig- urðsson fjármálastjóri. Sagt er að fleiri fylgi í kjölfarið... Lárus Ýmir Óskarsson kvik- /J myndastjóri ætlar að gera S : það gott í Svíþjóð. Kvikmynd hans Andra dansen fékk mjög góða dóma í blöðum þar og nú hefur verið ámálgað við hann að gera tvær aðrar kvikmyndir í Svíþjóð, þó enn hafi ekki verið gengið frá Föstudagur 25. febrúar 1983 jjfísturinn s«YNDmÉrruR Pylsur <5KYNDtfi£TTUR • Hamborgart 77laj,*w pottWTzzz- " í hádeginu, á kvöldin - heima. í vinnunni, á ferðalögum, og hvar sem er. l8 PfUnsin * i~r \9*&< OtfwQ*# ,atið dósina standa í 5 mm.i heitu vatni í potti eða vaski, áður en hún er opnuð, og rétturinn er tilbúinn. Lykkjulok - enginn dósahnífur. Fæst í næstu verslun! Niðursuðuverksmiðjan ORA neinum samningum. í fyrsta lagi er það „sálfræðilegur þriller”, sem- Mona nokkur Forsén er að skrifa handritið að. Vinnuheiti myndar- innar er á sænsku Utsatt eða Ofsótt á íslensku. Framleiðslufyrirtækið Nordisk Tonefilm stendur á bak við þessa mynd. í öðru Iagi er það svo Eitt augnablik í einu, sem er portrett af miðaldra konu. Lárus hefur sjálfur skrifað gróft handrit að þeirri mynd og er það unnið upp úr samnefndri sænskri skáldsögu. Sú sem stendur á bak við þá mynd heitir Katinka Farago, en hún hefur m.a. verið framkvæmdastjóri fyrir myndum hjá Ingmar Bergman. Ef af þessu verður, eru upptökur fyrir- hugaðar í haust eða næsta vor... Við heyrum að hin nýja vík- TJ ingamynd Hrafns Gunn- S laugssonar Einu sinni var, sefn taka á í sumar, verði að 30% fjármögnuð með sænsku fé. Það kemur frá Viking-film í Stokk- hólmi sem áður hefur lagt fé í myndir Hrafns. Heildarkostnaður við gert þessarar myndar mun nema um sex milljónum króna sam- kvæmt áætlun... Veruleg kreppa er nú sögð í verklegum framkvæmdum og telja margir verktakar að ástandið sé nú jafnvel enn verra en það var á slæmu árunum 1967 - 1968. Hefur ástandið speglast í til- boðagerð í þau fáu verk sem boðin hafa verið út að undanförnu, en um meirifrávikí tilboðsupphæðum frá kostnaðaráætlunum er nú að ræða en oftast áður. Eru þess jafn- vel dæmi að menn bjóði allt að 50-60% lægra en kostnaðaráætlan- irnar eru og taka jafnvel fyrirtæki sem þekkt eru fyrir að standa ekki í undirboðum þátt í leiknum að þessu sinni. Mun það ráða mestu að fyrirtækin telja það hreint neyðar- brauð að þurfa að segja upp vönum mönnum, og álíta að það sé betra að hafa eitthvað að gera og tapa á því en að missa bestu mennina frá sér... <71 Einn af dugmestu frétta- f J j mönnum Tímans, Agnes S ,Bragadóttirhefurnúsagtupp. Agnes er forkur duglegur við frétta- öflun og sést þá stundum ekki fyrir. Þykir ýmsum broddum í þjóðfélag- inu, þ.á m. Framsóknarforkólfum, það hið versta mál að lenda í klón- um á Agnesi, og er sagt að sumir af kærustu sonum maddömunnar andi nú léttar þegar þessi óþæga stelpa er á útleið af málgagninu... Bandalag jafnaðarmanna er f J að koma saman framboðs- y listum í hinum ýmsu kjör- dæmum, eins og við höfum áður greint frá. Nú heyrum við að líkur bendi til að tvö efstu sætin í Norð- urlandskjördæmi eystra verði skip- uð konum. Að minnsta kosti er stefnt að því að annað þessara sæta leggi Húsvíkingar til og er kandí- datinn Kolbrún M. Jónsdóttir, sem ekki hefur áður komið nálægt póli- tík svo vitað sé... VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf ÁRMÓL! 4 REYKJAVlK SIMI 84499 Útboð Sveitasjóður Bessastaðahrepps óskar hér með eftir til- boðum í eftirtaldar gatnagerðarframkvæmdir. 1. Álftanesvegur við Landakot, lengd 232 m, skilatími 1. júní ’83. (Vegagerð ríkisins). 2. Sjávargata, lengd 321 m, skilatími 20. júlí ’83. 3. Blikastígur, lengd 200 m, skilatími 15. júní ’83. 4. Smáratún, lengd 144 m, skilatími 15. júlí ’83. Innifalið í hverju einstöku verki er jarðvegsskipti, holræsa- og vatnslagnir. Engar lagnir eru í Álftanesvegi. Útboðsgögn eru afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen h.f. Ár- múla 4, Fteykjavík frá og með n.k. þriðjudegi 1. mars. Skilatrygging er kr. 1000 fyrir hvert einstakt verk. Tilboðum skal skila á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen h.f. Ármúla 4, Reykjavík eigi síðar en föstudaginn 18. mars kl. 11 f.h. en þá verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem viðstaddir kunna að verða.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.