Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 3
jfe/r/nnFösluda9ur 25. febrúar 1983 3 Skoðanir og kannanir Skoðanakönnun um fylgi framboða í öllum kjördæmum við alþingiskosn- ingari SVEIFLA FRA MIÐJI ■ Vcrukg svcUla cr 4 kjörf) Igi frí Framsikoarflokknum og AlþjSuflukknum yflr III Banda- lags JafnaSannanna, AlþjSubandalagsins og SjálMacSisflokkslns miSaS viS siSuslu alþingb- kosningar. Þclta cr mcgin niSurslaSan i annarri skoSanakönnun llclgarpóstsins um fjlgi stjórnmálaflokkanna, scm unnin var af fjrlrtnkinu SkoSanakannanir á islandi (SKÁÍS), og kosluB af Mazda-umboSinu. ■ Samkvarmt kónnuninni, scm var unnln um siSuslu hclgi, kváSusl 11.75% þcirra scm lóko afstöSu mundu kjósa AlþjSuflokkinn cf koaiS yrSI nú, 15.30% sógSuil mundu kjósa Fram- vóknarflokkinn, 37.70% ncfndu SjálfsticBbflokkinn, 16.75% AlþjSubandalagiS. 9.25% Bandalag jafnaSarmanna og 9.25% önnur framboS. ■ SkoSanakónnunin náSi lll allra kjördæma landsins og hcildarúrtakiS var rélt innan »18 1400 manns cSa 1.03% af kjóscodum. Af þcssum hópi voru rúmlcga 600 i Rcykjavik og rúmlcga 3001 Rcykjancskjónbcmi. ■ Enn scm fyrr var þnO labvcrt stór hópur scm ckkl vildi svara (19.30%) og lók ckki afstóBu (34.5%): A8 þcsso slnni var fólki ctnnig gcflnn koslur á aO scgjast ckki artla a8 kjósa, og kusu 10.40% þá afslðSu. lalsvcrBu fylgl á þéllbjlissvaOunum, sír. flokksins cr lika UUvcrt slem, cn baSi 11 kjördemakosna mcnn. ■ SjálfsUcOisnokkurinn kcmur slcrkur úl1 má þar sérsuklcga bcnda á SuSurtand, Nc; scgja um AtþjOubandaUgiS, þaS kcmur brcylingu frá fyrri könnunhmi. mann og f Rcykjavik þar scm þaS fer 14. nokkuS f samremi viS fyrri könnun. Þ. samkvural þcssari könnun, cn crfHl cr ágrciningur kom upp um þaS hvort af kvc* vcii aS margk þú lllakcndur f þcssari r ‘ hvaS var átl. —~7Tr^ífé\agsv‘sin0 - ‘ '**'*"*• ao„ I L\r Wtot 4“"ídSt'Ö hlelgai----— posturinn Blaö um þjóömál, listir og menn- ingarmál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guðjón Arngrímsson. Blaðamenn: Guðlaugur Bergmundsson, Óm- ar Valdimarsson, Þorgrímur Gestsson Útlit: Kristinn G. Marðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Dálkahöfundar: Hringborð: Auður Haralds, Birgir Sigurðs- son, Heimir Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Jónasson, Magnea J. Matthíasdóttir, Pétur Gunnarsson, Sigríður Halldórs- dóttir, Sigurður A. Magnússon. Helgarpósturinn hefur verið gagnrýndur nokkuð undanfarna daga vegna þeirrar skoðana- könnunar um fylgi flokkanna, sem birtist í síðasta blaði. Rétt er að taka f ram að könnunin var ekki unnin af starfsfólki Helgarpóstsins, heldur af óháðu fyrirtæki, Skoðana- kannanir á íslandi. Skoðanaskipti þau um þessa skoðanakönnun, sem farið hafa framað undanförnu, eru reifuð i Inniendri yfirsýn í Helgarpóstinum í dag. Þar er það meðal annars haft eftir félagsvísindamanni, að þrátt fyrir þá galla sem hann sér á henni verði það að teljast heiðarlega að staðið, að hlutlaus aðili var fenginn til framkvæmdarinnar. Það sé sá háttur sem hafður sé á við slíkar skoðanakannanir allsstaðar ann- arsstaðar. Það er fyrst og fremst gagnrýnt í skoðanakönnun SKÁÍS, að hún náði ekki til kjósenda í sveitahrepp- um, sem skekki talsvert fylgi flokk- anna, einkum Framsóknarflokks- ins. Þá hefur það verið gagnrýnt, að niðurstöðurnar voru bútaðar niður í því skyni að fá skiptingu kjörinna þingmanna milli flokka i einstök- um kjördæmum. „Ég viðurkenni fúslega, að það er galli á könnuninni að dreifbýlið er ekki tekið með”, segir dr. Bragi Jósepsson einn af aðstandendum SKÁÍS við Helgarpóstinn. Og hann bætir því við, að nú sé unnið að þvi að undirbúa nýja könnun þar sem tekið verði samsvarandi úrtak úr sveitahreppum og tekið var af land- inu annars i síðustu könnun. Enda þótt deilurnar um skoðana- könnun þá sem birtist í Helgarpóst- inum um síðustu helgi hafi fyrst og fremst snúist um aðferðir, eru þær ekki kjarni málsins. Hann er sá, að settar verði ákveðnar reglur um framkvæmd slíkra kannana, sem gert hefur verið í öllum þeim lönd- um þar sem þær eru við hafðar. Niðurstöður skoðanakannana má liklega alltaf vcfengja eða gagn- rýna. En sú tortryggni sem hefur ríkt í þeirra garð á Islandi allt frá því Vísir sálugi reið á vaðið á sínum tíma byggist fyrst og fremst á því að menn telja sig ekki hafa vissu fyrir því að vísindalega sé að þeim stað- ið. Auk þess skortir hér á landi þann grundvöll sem er nauðsynlegt að byggja allar skoðanakannanir á. Sá grundvöllur er fyrst og fremst víð- tæk og vönduð könnun sem sýnir dreifingu á afstöðu fólks eftir aldri, kynferði, búsetu, fjölskyldustærð, stétt og tekjum svo eitthvað sé nefnt. Á slikri könnun má síðan byggja það úrtak sem á að gefa smækkaða mynd af þjóðfélaginu, en það er forsenda trúverðugrar niðurstöðu. Þessu til viðbótar verður að benda á, að niðurstöðu skoðana- könnunar er ekki ætlað að gefa hugmynd um úrslit kosninga. Henni er fyrst og fremst ætlað að gefa upplýsingar um það hvaða pólitískir straumar leika um þjóð- ina á þeim tíma sem könnunin er gerð. TVisvar hefur verið vakið máls á því á Alþingi, að þörf sé á því að setja reglur um framkvæmd skoð- anakannana, fyrst 1979, síðan 1980. En ekkert hefur gerst, og nú hefur Árni Gunnarsson alþingis- maður í hyggju að leggja fram fyrir- spurn til forsætisráðherra um þessi mál í þvi skyni að hreyfa við þeim einu sinni enn. Helgarpósturinn er ekki að mæla með því að steinn verði lagður í götu þeirra sem vilja framkvæma skoðanakannanir. En það er nauðsynlegt að setja um framkvæmd þeirra ákveðnar reglur til að hægt verði að framkvæma þær án þess að niðurstöðurnar verði tortryggðar eða véfengdar. Listapóstur: Heimir Pálsson, Gunnlaugur Ástgeirsson, Siguröur Svavarsson (bókmenntir & leiklist), Siguröur Pálsson (leiklist), Árni Björnsson (tón- list,) Sólrún B. Jensdóttir (bókmenntir & sagnfræði), Guðbergur Bergsson (mynd- list), Gunnlaugur Sigfússon (popptónlist), Vernharður Linnet (jazz), Árni Þórarins- son, Björn Vignir Sigur- pálsson, Guðjón Arngríms- son, Guðlaugur Berg- mundsson, Jón Axel Egilsson (kvikmyndir). Utanlandspóstar: Erla Siguröardóttir, Danmörku, Adolf H. Emilsson, Svíþjóð, Inga Dóra Björnsdóttir, Bandaríkjun- um, Helgi Skúli Kjartansson, Bretlandi, Ólafur Engilbertsson, Spáni. Erlend málefni: Magnús Torfi Ólafsson. Skák: Guömundur Arnlaugsson. Spil: Friörik Dungal. Matargeröarlist: Jóhanna Sveinsdóttir. Stuðarinn: Helga Haraldsdóttir og Páll Pálsson. Útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Auglýsingar: Inga Birna Gunn- arsdóttir. Innheimta: Guðmundur Jó- hannesson. Dreifing: Siguröur Steinarsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Lausasöluverö kr. 20 Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík. Sími: 81866. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 38. Símar 81866 og 81741. Prentun: Blaðaprent hf. horni), vaða í pollum á daginn og detta kannski oni, en það tilheyrir víst. Dagarnir eru bjartir, nota- lega auð jörð og loftið hlýtt, óvanalegur febrúar. Jafnvel veðurguðirnir virð- ast hafa látið blekkjast. En þeir láta ekki að sér .hæða, spámennirnir á veð- urstofunni. Á hverju kvöldi horfi ég skelfd á veðurkortin þeirra á skján- um, aðvífandi lægðir, örv- ar sem eru ekki nógu lang- ar fyrir vindstigin, kulda- skil og allt skreytt með þrí- hyrningum, stjörnum og menningi tækifæri til að styrkja og stæla líkamann í vetrarveðrinu með löngum gönguferðum (af því að það er svo dýrt í strætó). Borgarstjórn gengur bara ekki nægilega langt. Hún á að fækka ferðum vagna stórlega svo fólk fái nú hreint loft í lungun við að bíða, leggja niður tímaá- ætlanir og leiðakerfið og finna til vagnstjóra sem aka eftir duttlungum sín- um en ekki ákveðnu kerfi. Þannig væri tryggt að þorri strætisvagnafarþega biði tímunum saman eftir fari einhversstaðar þar sem og upp aftur hinumegin og verðlauna vegfarendur sem komast tiltekna leið án þess að detta á hálkunni. Auk þess má gera fötluð- um margt til yndisauka eins og oft áður - skipta í riðla og keppa um hverjir komast hæst og lengst í op-, inberum byggingum með óralangar tröppur, engar hjólastólabrautir (eða snarbrattar) og engar lyft- ur. Fannst lesendum Hringborðsins ekki gaman að sjá á myndum börnin í Hlíðaskóla skríða upp stig- ana? Það gæti orðið dagleg vetrarskemmtun ef fjöl- miðlar taka við sér og fylgjast þokkalega með ó- færðarafrekum almenn- ings. Er útlitiö svart? hrinqborbiö í dag skrifar Magnea J. Matthíasdóttir Plönturnar mínar halda því blygðunarlaust fram að vorið sé komið. Grænir sprotar æða uppúr mold- inni og hraðlestin sendir óralangar greinar í allar áttir eins og vitlaus væri, þrátt fyrir að ekki sé enn komið að árlegri umpottun og allsherjarsnyrtingu. Meira að segja kaktusræf- illinn sem köttunum þykir allra jurta ljúffengastur hefur tekið við sér, þrátt fyrir vetrarlanga beit. Það stafar ef til vill af því að kis urnar virðast hafa öðru að sinna, sitja lon og don í gluggakistunni og mæna andvarpandi út á vafasam- an litinn á grasflötinni og. lauflausa ribsrunnana. Þeim finnst hart að hanga svona inni þegar augljós- lega er miklu skemmtilegra að leika ábyrgan veiðikött þarna úti, daðra ef til vill við svarta sjarmörinn eða lenda í slagsmálum við kis- una uppi (sem raunar er amma fósturdóttur stóru kisunnar). Börnin eru í brennó frameftir kvöldum, svona þegar ekki rignir (en það er auðvitað sannkallað sumarveður á þessu lands- skástrikum, kommum og öðrum táknum sem ég kann ekki að telja. lítlitið er svart og ég trúi öllu í blindni, pakka barninu inn í margföld peysulög, þrátt fyrir mótmæli (hún er nú sem betur fer hætt að klæða sig úr því mesta hérna frammi á gangi og skilja eftir þegar hún fer út), þrefalda vítamín- skammtinn og býst við hi- nu versta. Þrátt fyrir allt er veturinn víst ekki liðinn, hvorki á almanakinu eða í verunni. Veturinn - sérdeilis eftir jól - er ákaflega dapurlegur tími, held ég að sé almenn skoðun landans. Þó reyna margir að gera sér mat úr honum með ýmsum íþrótt- um, skíðum og skautum og fleira slíku. Persónulega hef ég aldrei séð neitt spennandi við að sitja á rassinum á svelli eða í ska- fli, en það er barnsreynsla mín af vetraríþróttum þó aðrir hafi ólíka sögu að segja. Aftur á móti líst mér vel á aðgerðir ágætrar borg arstjórnar okkar og Da- víðs I að veita öllum al- enginn vagn fer um, andaði að sér hreinu lofti og færi á endanum í langa hressing- argöngu, hvort heldur væri heim til sín eða í vinnu. (Auk annarra kosta gæfi þessi stefna mér tækifæri til að koma á markað vænt anlegri metsölubók minni „Á strætisvagnaveiðum í myrkviðum Reykjavík- ur”). Stefnan hefur lengi verið í þessa átt, því ekki að stíga skrefið til fulls - það vita hvorteðer allir (amk. Velvakandaskríbentar) að strætisvagnafarþegar bor- ga ekkert útsvar og taka þar af leiðandi ekki þátt i að greiða tapið á strætó- rekstri jafnt og bíleigend- ur. Á þetta má sömuleiðis benda þegar fólk er að nöldra yfir hækkuðum sundgjöldum. En Það er fleira sem má gera þegar aftur byrjar að snjóa og snjómoksturs- stefnan góða gefur tilefni til.Þaðmá til dæmis skipu leggja barnavagna- kapphlaup („rallí”) eftir gangstéttum höfuðborgar- innar, keppni hjá öldruð- um við að klöngrast yfir snjófjöllin við gangstéttar- brúnir, hlaupa yfir götuna

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.