Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 19
\jp&sturínn ;Föstudagur 25. febrúar 1983 19 Skák Fingur eftir Guömund Arnlaugsson í Heimskringlu er að finna eina elstu frásögn á islensku af skák- tafli. Þar segir frá viðskiptum Knúts ríka og Úlfs jarls sem þá var einna ríkastur maður í Dan- mörku, en á fornu máli merkir ríkur það sem nú er kallað vol- dugur. Frásögnin er á þessa leið: En er þeir sátu að skáktafli Knútur konungur og Úlfur jarl, þá lék konungur fingurbrjót mik- inn.; þá skækti jarl af honum riddara. Konungur bar aftur tafl hans og segir að hann skyldi ann- að leika. Jarl reiddist og skaut niður taflborðinu, stóð upp og gekk í brott. Konungur mælti: rennur þú nú, Úlfur inn ragi. Jarl sneri aftur við dyrnar og mælti: lengra myndir þú renna í Ánni helgu, ef þú kæmir því við; kall- aðir þú eigi þá Úlf inn raga, er ég lagði til að hjálpa þér, er Svíar börðu yður sem hunda. Gekk jarl þá út og fór til svefns. En næsta dag lét konungur myrða Úlf jarl. Úr þessari frásögn eigum við kjarngott nafnorð um þá athöfn að leika af sér. Einnig virðast fornmenn hafa myndað sögnina að skækja með hljóðvarpi af skák: skækja—skækti—skækt. En svo hefur sögnin að skáka orð- ið ofan á. Þetta minnir mig á nafnorð um þann sem teflir og eg hef hvergi séð nema í bréfi til mín frá vini mínum seint á ári 1939: Skækir hrókinn skekur, skelfist peðafjöld. Af ánægju sér hann ekur í Argentínu í kvöld. Pólsk-rússnesk-franski tafl- meistarinn Savielly Tartakower- (1887—1956) var mikilvirkur rit- höfundur og oft orðheppinn. Mörghnittiyrðihans lifa hjá skák- mönnum, meðal annarra þetta: „Fingurbrjótarnir eru alltaf hjá okkur og bíða þess að þeim sé leikið”. Maður sér fyrir sér fingur- brjótana á sveimi umhverfis tefl- endurna, líkt og anda sem bíða í biðröð eftir að komast að á mið- ilsfundí. Og þá er rétt að líta á nokkra fingurbrjóta sem tókst að verða að veruleika. Máthættan í borði hefur oft orðið skákmanni að falli, enda leika sumir h3 (h6) í hverri skák — svona rétt til vonar og vara — þótt sá leikur sé oft lítt hugsaður og varasamur — enda kallaði Tarrasch hann klasturs- leik. En stundum sjá menn eftir að hafa ekki opnað kónginum út- gönguleið. Stahl % i. m 1 miw. km i ?■ W' if 18 c. s £.si brjótar í skákinni sem hér er sýnd mynd úr lék hvítur 1. Dc2, öflug- um leik að því er virðist, að minnsta kosti hótar hvitur nú máti í 2. leik. En honum brá í brún þegar hann sá mótleikinn. Hvern- ig tefldist skákin áfram? Budrich Secula í næsta dæmi ætlaði svartur sér að nota máthættuna í borði til þess að vinna peð og lék 1. -Dxa2 Var þetta rétt athugað hjá hon- um? Panno- Dodero En fingurbrjótar geta einnig komið fyrir þótt taflstaðan virðist einföld. í skákinni sem hér er sýnd mynd úr, sýnist allt með kyrrum kjörum. Að vísu hótar svartur að vinna hrókinn með 1. -Bh2 + . Hvítur bjargaði hróknum og krækti sér í peð um leið: 1. Hxb5 En þá fór ekki betur en svo að hann mátti gefast upp tveim leikj- um síðar. Gilg Zirngibl Friedl Fjórða og síðasta dæmið um fingurbrjót er líka úr endatafli. Hvítur lék 1. Bd5 til þess að forða biskupnum frá riddaranum og valda a-peðið. En afleiðingarnar urðu alvarlegar. Lausnir á þessum smádæmum eru á bls. 17. Spilaþraut helgarinnar S D-5-4 H K- T 10-7-6 L 4-3-2 8 G-10-5-4 Á-G-2 A-6 S - - H A-9-8 T D-8-5 L D-G-10-5 K-G-10 K-9-3 K-9-8-7 Við spilum grand. Vestur læt- ur tígul sex. Norður og suður eiga að fá átta slagi. •£861 JBruqaj iz ■Qljm3[ J[[B JSBUJ So UUI5J3J UUISEjnE[ 43 nUIjnE[ UUBl[ IJSBX UnSuQJl So sp UEUIBS E[[Ej ECj So QE[ldS nUE14Efl[ 43 BJJBfq nui3 SUI3QB UUBq !PJBH 'SuQJCj -jsbjj i jnjsnB Bfjss jnSuojf So S? inSji -BjJBfq jbjsb5[ jnpjON •BUBQBdS EQ?q jn5J3J SO SU9>[ ? jnj[3j jnpns uiss jnjssA pjj jnB[ ?cj 'BunSuiujjojp p jn>[3j jnjssA ui3s nij BQBds jnjæq 'Buniu jnSij p jn>[3j jnQn§ 'QBjJBfq ■bijj QB SS3C} [ij jnmo^uui jBSæu ? jnQJOU JACj ‘BJ3S QE B>UI jn -QJ3A jnjsnB So jnjsS jnQJOjq :NSflV7 Á afmælinu mfnu Maður á líka afmæli i út- löndum. Þó maður tapi af 17. júní og uppstigningar- deginum og fridegi verslun- armanna, þá flytur maður með sér afmælið sitt hvert sem er í veröldinni. r Eg átti mitt um daginn, raunar á sjálfan bindindis- daginn eins og ég er vanur. Hér er ætlast til þess að pósturinn viti allt um alla. Ónefnd stofnun á íslandi fékk heimilisfangið mitt fyrr í vetur og hefur skrifað mér af og til síðan, en einhverra hluta vegna skrifaði hún bara götuheitið, ekkert hús- númer. Sem gerði ekkert til, því að póstmanninum fannst alveg sjálfsagt að vita í hvaða hús þessi útlendingur flutti í fyrra, en hann sagði að ég ætti nú samt að leiðrétta þetta, því það væri ekki að vita hvort bréf kæmust til skila svona ef hann væri las- inn og einhver annar þyrfti að bera út. Annars er þeim metnaðarmál að koma öllu til skila, hvernig sem skrifað er utan á. Ég heyrði í útvarp- inu um daginn, að maður hefði fengið með góðum skilum bréf, sem utan á var skrifað um það bil á þessa leið: Til Georgs frænda Smith, sem er fluttur, æ þarna nærri hálfa leið til Hounslow, í rauða húsið með tveim kvist- gluggum, þar sem maður beygir hjá fiskbúðinni nærri niður að á og sjoppa á hinu horninu. Og sjálfsagt er póstmað- urinn Iöngu búinn að kom- ast að því líka hvenær ég á afmæli og hefur þess vegna komið með pakkann frá tengdaforeldrum mínum einmitt á afmælisdaginn, og hinn líka sem Ieit út eins og afmælisgjöf, þó í honum væru nú aðallega úrklippur úr íslenskum blöðum, og sjálf skattskýrslan með. Það gat hann nú ekki vitað, bless- aður. Ekki veit ég til að íslenska póstþjónustan pæli í afmæl- isdögum. Svo mikið er víst, að ekki á móðir mín afmæli 10. janúar, og þó var borið til hennar einmitt 10. janúar bréfið sem ég skrifaði henni 8. desember og póststimplað 10. desember. Að vísu gæti verið að pósturinn hennar haldi að hún eigi allt annað afmæli en hún á (sem hún á í rauninni seint á slætti). Kannski bréfið hafi líka ver- ið látið bíða í þeirri von að hún tæki bara eftir dagsetn- ingunni á póststimplinum og ekki mánuðinum og yrði im- póneruð að sjá borið út sam- dægurs bréf alla leið frá London. Sem væri nú mjög barnalega hugsað hjá póst- inum í Reykjavík, sem er svo mikið búið að tala illa um fyrir seinan útburð að eng- inn myndi trúa sínum eigin augum ef útborið bréf væri stimplað samdægurs, þó það væri gert í Reykjavík sjálfri. Hér er lika talað illa um póstinn fyrir seinan útburð. Maður þarf að póstleggja bréf upp úr hádegi til að vera viss um útburð næsta dag, a.m.k. ef það er út á land. Og ekki borið út nema tvisvar á dag. Munur eða í gamla daga, þegar borið var út fjórum sinnum á dag í allri miðborginni, og frúrnar skrifuðu að morgni boðsbréf í síðdegiste og báðu um svar með hádegispóstinum. Þessi blómatíð póstþjónustunnar var rifjuð upp fyrir þjóðinni í vetur, þegar gefin voru út í doðranti bréf frá árunum 1914 og 15 sem þáverandi forsætisráðherra skrifaði elskunni sinni — sem þvi miður var öll önnur en kon- an hans — stundum fjögur á dag svo að hún fengi kveðju með hverjum pósti. Fyrst ég er á annað borð farinn að tala um póstþjón- ustuna á íslandi, þá rifjast það upp fyrir mér hvað þjóð- in varð alltaf örg fyrir jólin, þegar seldust upp mátulegu frímerkin annað hvort á opnu eða lokuðu jólakortin, og stundum hvor tveggja. Nú hef ég verið tvenn jól er- lendis og tel víst, fyrst ég veit ekki betur, að nóg hafi verið til af öllum mátulegum frí- merkjum. En þetta er óneit- anlega vandi við að eiga í verðbólgunni, þegar lika þarf að hugsa út í að prenta ekki svo stór upplög af frí- merkjum að þau missi allt söfnunargildi. Hér er þetta leyst þannig að prenta risa- upplög af frímerkjum sem eru bæði lítil og Ijót og með engu á nema vangamynd drottningar (fermingarmynd sýnist mér) og allra hluta vegna óspennandi til söfn- unar, og þau seljast aldrei upp. Svo koma út öðru hvoru fín merki með sniðug- um myndum í alls konar serí- um og alltaf svo lítil upplög að þau seljast upp á 2—3 mánuðum, og þannig er söfnurunum haldið við efn- ið. Þetta ættum við að gera á íslandi líka (þó ég sé nú ekki viss um nema núverandi for- seti dygði til að gefa hvun- dagsmerkjunum visst söfn- unargildi líka). Þar að auki ættum við að snúa á verð- bólguna með því að hætta að tilgreina verðgildi frímerkj- anna í aurum. Taka í þess stað aftur upp skildinga- merkin og láta t.d. 100 skild- inga óumbreytanlega gilda eitt einfalt bréf, en verð hvers skildings í krónum myndi hækka á 3 mánaða fresti eins og allt annað. Þá myndu frí- merkin aldrei úreldast við verðbreytingar; þeim væri haldið í verði hjá söfnurum með því einu að hafa upplag- ið nógu lítið svo að það seld- ist upp hæfilega fljótt, alveg eins og fallegu frímerkin hér. Svo tæki við nýtt frímerki með annarri mynd en sama verðgildi. Frímerkin væru þá eiginlega eins og strætómið- ar, sem gilda „eitt far” en ekki tilgreinda upphæð. Og vel á minnst, Reykjavíkurí- haldið ætti nú bara að hugsa út í það að prenta myndir á strætómiða og skipta um þær öðru hvoru, svo að þeir yrðu söfnunargripir með al- þjóðlegu verðgildi, og safn- arar, útlendir og innlendir, tækju þátt í tilkostnaði við að lækka fasteignagjöldin. llm þetta var greinin um af- mælið mitt. Það var eigin- lega mikið stórafmæli, 34 ára. Það er mikill munur að vera 34 eða bara 33. Allt í einu er maður meira en hálfnaður á ellilaun og kom- inn lengra en þriðjung leiðar að fylla öldina. Það ætti eiginlega að jafna þessi stór- áföll með því að hafa afmæli þegar maður er 33 'A og 33lA árs, en það hugsaði ég ekki út í í tæka tíð, og allt í einu er ég orðinn svona rosalega miðaldra. Krakkar hafa ekki inngrip í svona lagað, svo að sonur minn vorkenndi mér ekkert að verða svona gam- all, en tveim dögum seinna áttaði hann sig á því að það hafði engin terta verið og vorkenndi mér það með snarpri gráthviðu. Hann var orðinn svo þreyttur, skinnið, að hann þurfti hvort sem er að gráta yfir einhverju, og svo rifjaðist upp fyrir hon- um hvað hann var búinn að ráðgera að skemmta sér vel í tertubakstrinum, mæla hveitið, smyrja formið, sleikja þeytarana og allt það. „Mamma bakaði nú pönnu- kökur”, sagði ég uppörvandi „og þú sleiktir rjómaþeytar- ana”. En það var léleg hugg- un fyrir þann sem þann sama dag var búinn að sporðrenna síðustu pönnukökunni sem afgangs varð. Og skatt- skýrslan léleg huggun fyrir þann sem allt í einu er meira en hálfnaður á ellilaun.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.