Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 13
-^^l^^-yy-^-jiFöstudagur 25. febrúar 1983 13 ekki önnur einræða sem Hamlet flytur í verk- inu!” Egyptaland og „belly dancer” Siðastliðið sumar fóru þau Þorsteinn til Egyptalands, en þar varð hún vör við dálítið annað viðhorf til leiklistarinnar. „Við vorum í mánuð í Egyptalandi og kom- um meðal annars í Koftaklaustur. Koftar éru elsti kristni trúarsöfnuður heimsins og klaustrið sjálft var reist á fjórðu öld eftir Krist. Það eru nokkur þúsund Egyptar i söfn- uðinum, en munkarnir búa ýmist í þessu klaustri eða úti í eyðimörkinni þar sem þeir hafa tekið sér bólfestu í hellum eða vinjum sem þeir rækta upp. Einu samskiptin sem þeir hafa við umheiminn er, að þeim eru ýmist færðar vistir eða þeir sækja þær í klaustrið. Að öðru leyti lifa þeir í algjörri einangrun, stunda hugleiðslu og reyna að finna „guðið”. f klaustrinu hittum við einn munkanna að máli, og hann hafði þessar óskaplegu áhyggj- ur af því að ég skyldi vera Ieikkona. Hann bauð okkur upp á te og karamellur og spurði varfærnislega að því hvort ég væri „belly dan- cer”. En mér heyrðist hann segja „ballet dan- cer” og svaraði, að því miður væri ég það nú ekki. Múnkurinn hvitnaði upp og róaðist ekki fyrr en Þorsteinn áttaði sig og leiðrétti þennan misskilning! Ég varð mikið vör við það þarna, að mú- hammeðstrúarmenn Iíta á leiklist sem óæðra fyrirbæri og að lokum hætti ég alveg að segja hvert væri starf mitt: um leið og það bar á góma skapaðist svo óskaplega leiðinlegt and- rúmsloft!” „Vantar tilrauna- leikhús” — Svo við skelltum okkur heim til íslánds aftur. Hvernig er íslenskt leikhús í augum ungs leikara? „Ef mér fyndist það hræðilegt færi ég ekki að segja það við þig!” svarar Sigrún Edda og hlær dátt. „En ég verð nú að segja, að mér finnst vera vaxtarbroddur í íslensku leikhúsi. Við eigum möguleika á að vera með leikhús á heims- mælikvarða og höfum raunar átt margar sýn- ingar sem sanna það. En vitanlega gengur þetta í öldum eins og annað. Það sem kannski vantar mest er tilraunaleikhús. Það má kannski kalla slíkt munað, en það er nauðsyn- legt til að leiklistin geti þróast. Við höfum náttúrlega Litla sviðið í Þjóðleikhúsinu, en þetta mætti vera miklu stærra í sniðum — þar á ég við, að frjálsir leikhópar eigi fullan til- verurétt. Við höfum alltaf tilhneigingu til þess að líta á menningu og list sem munað, en það er nú einu sinni þannig, að þegar þorskurinn hefur verið étinn eru það óvart menningin og listin sem standa eftir. Þess vegna tel ég það vera ranga stefnu að skera alltaf við nögl fjárfram- lög til menningarmála”. — Hvernig eru atvinnumöguleikar ungra leikara við leikhúsin? „Það hefur orðið mikil breyting á stefnu leikhúsanna. Þau eru miklu opnari en áður fyrir ungum leikurum og flestir fá tækifæri til að spreyta sig. Það finnst mér mikill kostur. Hinsvegar gengur leikurum vel eða illa og við viotai: Þorgnniur cesisson myndir: Jim smart verðum að taka þá áhættu, alveg eins og mál- arar, rithöfundar eða tónlistarmenn vita ekki fyrirfram hvort þeir geti lifað af list sinni. Það er oft einblínt á þessi stofnanaleikhús sem einu tækifærin til að komast áfram, og það er fullt af hæfileikafólki sem gengur um göturnar atvinnulaust. „Eins og gömul blikkdós” Það getur verið að ég hljómi eins og gömul blikkdós sem þykist hafa patent lausnir á öll- um hlutum. En ég veit, að ef ég vil verða góður leikari verð ég að vinna í tengslum við grein- ina. Ég get þroskað mig með því til dæmis að vinna með áhugaleikurum, þ.e. sett upp leikrit úti á landi og kennt í skólum. Ég get haft frumkvæði að því að stofna leikhóp sem vinn- ur saman að ákveðnu verkefni. Nú er til dæm- is Stúdentaleikhúsið orðið að veruleika og hefur opnað möguleika fyrir hvern sem er til að sýna leiksýningar undir sínu nafni. Svo eru götuleikhúsin sama sem ókannaður vettvang- ur á íslandi, en ég er viss um að það er grund- völlur fyrir þannig leikhús. Það eru í rauninni ótæmandi möguleikar ef maður hættir að ein- blína á stofnanaleikhúsin. Það er hægt ef maður vill það í raun og veru”. — Sjálf hefur þú leikið í báðum leikhúsun- um, en hefur ekki fengið fastan samning. „Já, ég er „frílans” leikkona. Það er alltaf þessi spurning, að vera á föstum samningi eða ekki. Fastur samningur er vissulega góður að því leyti að hann tryggir örugga lífsafkomu og að maður hefur nóg að starfa. En hann setur þér líka vissar skorður. Ef maður er frílans er manni það í sjálfsvald sett hvort maður tekur að sér viss verkefni, og það gefur möguleika á því að vinna á mismunandi vinnustöðum og kynnast mismunandi vinnubrögðum. Það er í rauninni það skemmtilegasta að vera frílans Ieikari — og hafa nóg að gera”. „Pólitísk leikhús spretta upp af þörf” — Hvað um pólitískt leikhús? „Allt leikhús er pólitiskt. Það er pólitískt að þykjast ekki vera pólitískur. Þegar rætt er um pólitískt leikhús er yfirleitt verið að meina leikhús sem er á móti kerfi viðkomandi lands. En menn verða að horfast í augu við það, að leikhús eins og Þjóðleikhús íslendinga, sem er rikisfyrirtæki, getur ekki fremur en önnur samskonar leikhús erlendis rekið hreinan pólitískan áróður á móti kerfinu. Fyrir nú ut- an það, að þeir sem þar vinna eru alls ekki sammála í pólitík. Þessi leikhús, þ.e. „póli- tísk” leikhús, spretta upp af þörf, fólk sam- einast um eitthvert ákveðið málefni sem það verður að koma á framfæri, og það tel ég vera mjög jákvætt. — Nú útskrifast átta ungir leikarar árlega og þeim hefur gengið misjafnlega vel að fá vinnu. Eru tækifærin kannski að einhverju leyti bundin við útlitið þegar samkeppnin harðnar? Og þá á ég sérstaklega við leikkon- urnar. Gengur fallegum leikkonum betur að fá hlutverk en þeim sem ekki eru eins fallegar? „Sem betur fer hefur þetta breyst. Hér áður komust konur ekki einu sinni inn í leiklistar- skólaef þær féllu ekki inn í kvenimyndina. Nú hafa viðhorfin breyst þó alltaf megi vera á verði fyrir að setja fólk í ákveðnar skúffur, sem alltof mörg sorgleg dæmi eru um”. „Sé ekki kvik- myndaleik í hill- ingum” Þú stendur nærri kvikmyndabransanum. Heillar ekki hugsunin um framtíð á hvíta lér- eftinu? „Það er kannski einmitt vegna þess hvað ég stend nærri kvikmyndabransanum að ég sé ekki kvikmyndaleik í neinum hillingum. Það er mjög jákvæð þróun, sem hefur orðið und- anfarin ár í íslenskri kvikmyndagerð, og vissu- lega væri gaman að vinna við hana. Leiklist, í hvaða formi sem hún er, er vinna, og þetta er sú vinna sem ég hef valið mér. Ég geri mér líka grein fyrir því, að ég nýt forréttinda að geta fengist við það sem ég hef áhuga á, en það hafa því miður ekki allir”. — Að lokum: Hvað er framundan? „Það er náttúrlega Lína eitthvað áfram og Skilnaður í Iðnó. En á næstunni fer ég að vinna á Litla sviðinu, í Kjallaranum. Þar á að fara að færa upp Ieikrit eftir Svövu Jakobs- dóttur núna eftir mánaðarmótin. Auk þess er ég að vinna að verkefni sem er eiginlega leynd- armál! Ef það tekst verður það kannski sýnt”. Og við kveðjum þessa ungu leikkonu, sem leikur akróbatískar listir í gervi Línu Lang- sokks á fjölum Þjóðleikhússins. Svo bætist Litla sviðið við, en hvað síðan verður er ekki gott að segja. Líf „frílans” leikara á íslandi er óöruggt. En þeir sem kjósa öryggið fara held- ur ekki í leiklistarskóla. Þeir fara frekar í tannlækningar, eins og Sigrún Edda sagði, þegar atvinnuöryggið var til umræðu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.