Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 18
£00 í -.rír/.'T t1:' i'jRBbuisö-l Föstudagur 25. februar 1983 ■ Helgar ■ **" .pösturmn 18 Sumpart tvær þjódir Það voru æði margir for- vitnir Norðlendingar sem lögðu leið sína á KEA eitt fimmtudagskvöld núna ekki alls fyrir löngu. Erindið var" auðvitað það að sjá og heyra liklega umtalaðasta stjórn- málamann þjóðarinnar um þessar mundir, Vilmund Gylfason, sem mættur var á staðinn í eigin persónu. Menn kunna að hafa skiptar skoðanir um málflutning Vilmundar eins og gengur, en það verður að teljast harla ósmekklegt svo ekki sé meira sagt þegar farið er að bregð- ast við málflutningi hans með því að gera grín að með- fæddum málgalla hans í blaði einu hér í bæ. Slíkt og þvílíkt getur ef til vill átt heima sem skemmtiatriði á þorrablóti þar sem gestirnir eru komnir á fjórða eða fimmta glas, og þá gert af at- vinnugrínista sem enginn tekur alvarlega, en svona lágkúra á ekkert skylt við alvarlega stjórnmálabaráttu. Maður getur einhvernveginn ekki varist þeirri hugsun að hinir smáu og stóru séu ein- göngu orðnir Smáir. Meðal þess sem hvað at- hyglisverðast verður að teljast í niálflutningi Vimma, bæði á þessum fundi og síðar einnig í blaða- grein.var sú staðhæfing hans að á íslandi byggju sumpart tvær þjóðir.þéttbýlisbúar og dreifbýlisbúar. Hugmyndina að þessu hefur hann vafalítið fengið hjá tilteknum ríkis- fjölmiðlamönnum sem hafa þá kynlegu áráttu að skipta öllum íslendingum í tvennt. Hvenær sem einhver skýrsla er lesin í fréttum (og það ger- ist æði oft) þá er stöðugt talað um Höfuðborgar- svæðið og íbúa þess annars- vegar, og hinsvegar alla hina þá sem búa á hinni svo- nefndu Landsbyggð sem oftast er talað um af fremur takmarkaðri virðingu, enda er hún mjög svo gjaldeyris- skapandi eins og öllum ný- lendum ber víst að vera. Síðan fær hún náðarsam- legast að kjósa þingmenn fyrir Reykvíkinga á fjögurra ára fresti, en þann rétt hennar stendur víst til að, ef ekki afnema, þá að minnsta kosti skerða. Akureyringar hafa nokkra sérstöðu meðal íbúa ný- lendnanna. Við sköpum álit- legan gjaldeyrisforða handa þjóðarbúinu og þurfum að sækja ýmsa þjónustu til borgar Davíðs, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. En samt er það rík til- hneiging meðal Akureyringa að láta ekki telja sig með hinni óæðri þjóð „úti á landi”. Sem dæmi um þetta má nefna það að nú viljum við fara að geta komist til Köben án þess að þurfa að tylla niður fæti fyrir sunnan, og á komandi sumri verður þetta að veruleika. Þá munu væntaplega margir Akureyr- ingar spranga um Strikið æfandi sig í því að tala dönskuna eins vel og hún Hildur sæta i Sjónvarpinu, auðvitað með þeim afleið- ingum að vera teknir fyrir drukkna Svía og meðhöndl- aðir sem slíkir, enda láðist frændum vorum að senda með þáttunum nauðsynlegar kartöflur. Fyrr nefndar af- leiðingar geta því ekki ein- vörðungu skrifast á saklaus- an mörlandann. Annars er það svolítið skemmtilegt að sú hugmynd Akureyrarpósts að koma hér upp fríhöfn í sambandi við Kaupmanna- hafnarflugið skuli hafa verið tekin alvarlega af flestum öðrum en Ragga Arnalds, en það er nú ekki alveg að marka það með hann. Það vill nú einusinni svo til að Akureyri liggur austan Öxnadalsheiðar, en svo sem kunnugt er liggja mörkin milli Norðurlandskjördæm- anna tveggja eimmitt um Öxnadalsheiðina. þeim þarna í borg Davíðs virðist nú á stundum ganga það dálítið illa að standa í stykkinu sem höfuð- borgarbúar. Annaðhvort gera þeir sjálfa sig að athlægi vegna eigin bjargarleysis í smá hríðargusum, eða þá fyrir það að vilja endilega greiða hærri fargjöld í strætó þegar konungurinn skipar svo; þeir skilja það engan- veginn að kóngsi sjálfur not- ar aldrei strætó og getur því auðveldlega hækkað þessi fargjöld. Eða er hér um að ræða hvatningu til fólks um að nota nú einkabílinn sem mest svo að sem mest af gjaldeyrinum sem lands- byggðarvargurinn, hin óæðri þj óð, stritar fyrir megi fara í jpað að borga bensínreikn. hinnar reykvísku yfirþjóðar. Það er annars markverð- ast að frétta héðan úr alvöru- snjónum að síðustu vikur hafa dunið yfir ósköp þau sem prófkjör eru nefnd, og eru einskonar upphitun fyrir væntanlegar alþingiskosn- ingar. Þar vakti ef til vill hvað mesta athygli að svo virðist sem Alþýðuflokkur- inn muni ætla að halda sín- um hlut, og jafnvel það hér í kjördæminu, þrátt fyrir óár- an á borð við Vilmundar- framboðið. í sambandi við þetta prófkjör þá langar mig að minnast á eitt atvik. Að talningu lokinni í sal flokks- ins hér á Akureyri flutti Arn- ljótur Sigurjónsson frá Húsavík, sem orðið hafði undir í baráttunni um annað sæti á lista flokksins,tölu þar sem hann þakkaði mótfram- bjóðendum sínum drengi- lega baráttu og bað alla standa saman í komandi baráttu. Því nefni ég þetta að ég tel þessa drengilegu fram- komu frambjóðandans vera til mikillar fyrirmyndar. Því miður er þuð svo alltof al- gengt að menn sem bjóða sig fram i prófkjörum reyni að gera sjálfa sig að píslarvott- um frammi fyrir alþjóð ef þeir verða undir, eða þá að gera prófkjörin tortryggileg á einn eða annan hátt. Daginn er nú aftur farið að lengja svo mjög að merkjan- legt er. Þorrinn er þegar langt kominn, og þó að Góa blessunin sé á stundum svarkur hinn mesti, hugsan- lega ein fyrsta kvenréttinda- kona þessa lands, þá eykst bjartsýni mannanna með hækkandi sól. Vitað mál er að bjartsýni ýmissa mun verða með mesta móti á ko- mandi vori, en aðrir munu bölsýnir verða eins og geng- ur um „kosninganna óvissan tíma“. En vonandi er að ko- mandi kosningar verði til þess að sætta þjóðirnar tvær í landi þessu svo þær nái að lifa saman í friði og umbera hvor aðra, hvort svo sem hlutskipti þeirra er að eyða gjaldeyrinum eða afla hans. Langbest er þó ef þær geta komið sér saman um það að taka báðar jafnan þátt í hvorutveggju. Að þær nái aðskiptasvo jafntmeð sér- réttindumogskyldum að það skipti engu máli hvort menn vilja velja sér búsetu í Reykjavík eða Reykjafirði, landslagi eða landslags- leysu. Lausn á síðustu krossgátu 6 /£ 0 K T ■ L ■ 5 ö 5 L fí n / R '/ 5 L fí R R fí 5 K 5 r fí R r fí fí / O F £ r O P fí m fí D U R m fí fí K fí V / fí /< ft R 5 t A/ / K fí m / /< 0 F fí K / N N r / 5 K fí 5 0 G / fí fí F H / R r fí £ / r R / P R í fí /< R fí 0 0 R fí fí 6 L £ r G £ F 6 R 'fí Ð fí £ 5 r fí )< 1 V fí fí 5 L / H fí ■ 5 / 6 ft r 5 N fí 5 U 6 r / K N fí H fí U 0 u R fí u K V fí N / R V n N fí O K U R P / /■< ft r 0 / Ð / N L É 6 6 u fí P £ L s N F o 6 L 7 r / L L K N fí P / ft F / r V R X r ’O L s £ N fí P fí £ / N r> p fí N 6 iþS \ y A . íK MtTfifi usr- mÁL - flp/ unD/R JÖLfl- Tflé / STftRfí UNV/R B/NS Js FLlflú fl/ftft MJÚI< FLfit/fí SÖGN' GUTL F/5KUR RB/Tft flRFfl l<om \n~D 1/ 'fí RB/XH SoRG HRÖG w\w ^MENN Í WN- 1 ‘F TFÖLU KoNuN.1 srNsJfl /t-i-fl m K MfiKl bPÖNfí mftTUK /NN J ZMfíL'n Guru 3FW fí RÉIKK. FORfí F/Nfl RE6N/Ð £PK/ SF/m5 PIOTU SP/£p/ ~L0FfíR BFTUK BUVftRfí HLUT SKoKi NUSjftFH MftrJ. ^5 Hfífyk flR FtLfí V/Rfífí SLO£> flfl HEFÚR'/ HYá6)u V BTMftU roHftST T/ftftfl 0 /t-/rV FU6L flflSfl KftFF/ BRftUV /B V/N 6TÚKP '/$TKU F£RÐ 'ILPTIÐ PÚKfí ~ FUÚLn mai- SflflT ■/LflT : » £=) Gft/Pft HOS TVENti T> RB/fí - ftftflPÚR 3 • Z £/ft/S 5 VflLU V/SSfl 60PF H/Tfl- Pfl f Hú'SD-ýR SöóN tonrv 'ov/ss • LOTT T£6 BlBUTfí £NTO. v/nhu Söm HLEÞ5L u ^ HENPfl t'lTL/Ni ÖÞ'BTT F/ÍGjfi SflGPF um 3P ÚTT H£LJ>/ SKFL/N skst T/T/LL * VlhJDl/f • Fuúl /NN 5 Tfi'l'V niN 1 ' L FÚ£/< FfZON Ro5K *

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.