Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 23
irinn Föstudagur 25. febrúar 1983 23 Innheimtumálið 5 máls alls, sem er verslunar- stríð milli Símonar og Ólafs Sigur- geirssonar, aðaifulltrúa borgarfó- getaembættisins. Fulltrúinn vill hafa aukatekjur sjálfur af vörslu- sviptingum og það var ekki fyrr en þessi ákveðni maður kom að embættinu, að starfsmenn þar fóru að fást við vörslusviptingar. Árum og jafnvel áratugum saman var þetta í því horfi, að lögmenn gerðu þetta sjálfir — enda er ekki að sjá í gjaldskrá embættisins neinn gjald- stofn fyrir vörslusviptingar. Það er heldur ekkert undarlegt, því vörslu- svipting er ekki fógetaathöfn. Og það er kúnstug leiðbeiningarskylda hjá fógeta að benda fólki á að kæra innheimtuna í stað þess að semja um greiðsluna” Ásgeir Thoroddsen tók undir það að það væri aðeins á síðustu ár- um, sem embættið byði upp á þessa þjónustu. „Fulltrúarnir eru farnir að vinna þetta í hjáverkum fyrir greiðslu. Embættið hér í borginni og víðar hafa alla tíð vitað um Símon. Hann hefur reynst mjög vel, verið skilvís og skilvirkur og staðið mjög vel fyrir sínu. En ástæðan fyr- ir því að við notfærum okkur þá þjónustu, sem hann býður, er ein- faldlega sú að þegar við byrjuðum að taka að okkur innheimtur var þessi þjónusta ekki fyrir hendi hjá borgarfógetaembættinu. Og það er rétt að undirstrika, að borgarfó- getaembættið sem slíkt kemur ekki nálægt þessu — það eru fulltrúarn- ir persónulega. Eg er síst á móti þvi að þessi þjónusta sé boðin fram af þeim — en hún er ekki boðin af hálfu sjálfs embættisins!’ Þriðji lögmaðurinn tók undir það sjónarmið, að hér væri aðeins um að ræða „persónulegar deil- ur” Ólafs aðalfulltrúa og Símonar Wiium. „Það er óeðlilegt að opin- berir embættismenn eins og fógeta- fulltrúar standi í samkeppni við einkaaðila enda á það að vera liðin tíð og úrelt fyrirkomulag, að embættismenn taki laun sín eftir einhverju bónuskerfi.” Best væri að dómsmálaráðuneyt- ið tilnefndi mann til að standa í vörslusviptingum, einhvern sjálf- stæðan og óháðan bæði skuldar- höfum og fógeta.’,’ sagði Sigurður Sigurgeirsson, hdl. farið fógetaathafnir og þar sem ég kem nærri því, þá geri ég það í krafti míns embættis, færi í fógeta- bækur og gæti þess, að farið sé að reglum réttarins. Ástæðan fyrir því að þessir fáu lögmenn, sem enn beita Símoni fyrir sig, eru með dylgjur i minn garð er einfaldlega sú, að þeir vilja geta haldið upp- teknum hætti og nota áfram sínar New York-aðferðir”. Hótar og blekkir — En eru það þá ekki lögmenn- irnir frekar en Símon, sem ætti að beina kröftunum að? „Auðvitað er það ekki Símon persónulega, sem er við að sakast, jafnvel þótt hann hóti fólki öllu illu, villi á sér heimildir og blekki. Við munum einfaldlega ekki líða þessa starfsemi lengur og segjum því fólki, sem ekki þekkir sinn rétt og lendir í þeim, hiklaust að kæra”. Jón Skaftason yfirborgarfógeti sagðist í samtali við blaðamann Helgarpóstsins hafa óskað eftir því við Símon Wiium, að hann kynnti sig ekki sem tengdan embætti borg- arfógeta, eins og hann hefði heyrt dæmi um. „Hann hefur farið að beiðni lögmanna farið til skuldara og getað vörslusvipt ef fólk hefur ekki mótmælt því. Hann hefur tek- ið það, sem hann hefur getað - ég tel ekki að það sé okkur viðkomandi, ef fólk lætur hluti af hendi af fúsum og frjálsum vilja. En þessi maður hefur engin tengsl við þetta em- bætti og hefur ekki haft”. Aðalfulltrúi fógeta, sem annast fjárnámsgerðir fyrir hönd em- bættisins, telur mestu hættuna liggja í því, að fólk þékki ekki sinn rétt og sé meira og minna varnar- laust. Fógeta beri skylda til að upp- lýsa fólk um möguleika sína og rétt- arstöðu þegar kemur til fjárnáms, vörslusviptingar og uppboðs og hann viti, að það geri innheimtu- maður lögmannsstofanna ekki. „Fólk veit ekki hvaðan á það stend- ur veðrið þegar allt í einu birtist maður inn á gólfi hjá því, veifar skjölum og hótar kranabílum og lögreglu. Ég er því sannfærður um að miklu fleiri hafa verið misrétti beittir en við höfum 'heyrt af til þessa”,sagði Ólafur Sigurgeirsson. Ötrúlega ódýrar eldhús- og bað- innrétt- ingar Einnig klæöaskápar Hegningarlögbrot Ólafur Sigurgeirsson aðalfulltrúi telur ljóst, að Símon Wiium, sem lögmennirnir beiti fyrir sig, hafi ítrekað farið inn á valdsvið fógeta og þar með brotið 116. grein al- mennra hegningarlaga, sem hljóðar svo: „Hver, sem tekur sér eitthvert op- inbert vald, sem hann ekki hefir, skal sæta sektum eða varðhaldi eða, ef miklar sakir eru, fangelsi allt að 2 árum!’ „Vitaskuld er vörslusvipting fó- getaathöfn,” sagði Ólafur. „Það er ekki annað en útúrsnúningur að halda öðru fram. Og þeim veitti kannski ekki af að fara aftur í laga- deildina ef þeir ímynda sér annað.” - En hvað með ásakanir um að þú standir í persónulegu stríði við Símon Wiium og að það sé hin raunverulega undirrót kæranna, sem nú er verið að rannsaka hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins? „Það er auðvitað út í hött. Þeir eru aðeins að reyna að gera mig tor- tryggilegan fyrir að gegna em- bættisskyldum mínum. Þessir menn beita Símoni fyrir sig og nota óvandaðar aðferðir, miður kurteis- legar!’ __ Þú ert þá ekki í aukavinnu við vörslusviptingar? Það er engin aukavinna. Það hefur verið að færast í það horf undanfarin ár, að séð er um þetta í embættunum sjálfum. Það er búið að reka Símon burtu úr öllum um- dæmum hér á SV-landi. Auðvitað viðgekkst ýmislegt í þessu áður fyrr en með almennri réttarþróun í land- inu hefur orðið endurskipulagning á ýmsum þáttum starfa fógetaem- bættanna. Vörslusviptingar eru al- SÝNINGAR- SALUR/NN ER OPINN DAGLEGA FRÁ 9-18 INNBÚ H TANGARHÖFÐA 2, SÍMI 86590

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.