Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 24
24 Föstudagur 25. febrúar 1983 jjfísturinn^ Páskaferð PÁSKAFERÐ 30. MARZ: Eins og áöur býöur FERÐAMIÐSTÖÐIN þessa vinsælu ferö á suöurströnd Spánar til BENI- DORM. Þaö vorar snemma á Hvítu ströndinni og meóalhitinn á þessum árstíma er um 23,7 stig. Vegna þægilegs loftslags og vorhlýinda nýtur þessi staður mikilla vinsælda Evrópubúa sem stytta veturinn meö dvöl um Páskana á BENI- DORM ströndinni. Njótiö þess 114 daga ferö 30. marz. Dvaliö í íbúóum eöa hótelum með fæði. Verð frá: 11.900. BENIDORM ELDRI BORGARA Sérstaklega þægileg ferð fyrir eldriborgara I fylgd hjúkrunarfræðings. Dvaliö I góöum Ibúö- um eöa á hótelum með fæöi. Vorið er sannar- lega komið á þessum tlma og loftslagið ákaf- lega þægilegt. Brottför 13. apríl, heimkoma 11. maí (28 dagar) Verö frá 12.900. Fjögurra vikna ferö fyrir þriggja vikna verö. SUMARÁÆTLUN Alls veröa farnar tlu ferðir til BENIDORM I sum- ar, flogiö er í beinu leiguflugi. Lengd feröa er 3 vikur. Gistimöguleikar eru allmargir, íbúðir eöa hótel og mismunandi verðflokkar. Geriö sjálf- stæöan samanburö á veröi og greiðslukjörum. Sumaráætlun: 30. marz (páskaferð) 13. apríl, 11. maí, 1. júní, 22. júní, 13. júlí, 3. og 24. ágúst, 14.sept. 5. okt. PANTIÐ TÍMANLEGA IFERÐAMIÐSTÖÐIIM AÐALSTRÆTI9 SÍMI28133 11255 Um síðustu helgi var haldið í samkomusal einum í Reykja vík þritugsafmæli mikið. Voru send boðskort til um 150 manns. í þeim hópi voru ýmsir af helstu áhrifamönnum í þjóðfélag- inu, allir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, bankaráðsmenn Seðla- bankans, bankastjórar ýmissa banka, ritstjórar nokkurra dag- blaða, kjarninn úr röðum ungra sjálfstæðismanna og fleira fyrir- fólk. Afmælisbarnið var enginn annar en Hannes Hólmsteinn Giss- urarson. Kom hann sérstaklega til boðsins frá Englandi þar sem hann stundar nám og fór svo utan aftur að veislu lokinni. Veltu menn því fyrir sér hvernig fátækur námsmað- ur einsog Hannes Hólmsteinn gæti fjármagnað kostnaðarsaman gleð- skap af slíkri stærðargráðu og er haft fyrir satt að þar hafi afmælis- barnið átt haúk í horni, þar sem var Ragnar S. Halldórsson, forstjóri ÍSAL. Þótti ýmsum annars nóg um veislu þessa og kom það m.a. fram í dræmri þátttöku. Ekki síst veltu menn því fyrir sér hvernig Hannes Hólmsteinn hygðist halda uppá sjö- tugsafmælið... " 1 Iðnaðarráðuneytið er sagt f' J hafa fengið talsvert sjokk um S daginn. Og ástæðan? Jú, Krafla,eina ferðina enn. í ráðu- neytinu voru menn nefnilega í þann veginn að taka gleði sína eftir margra ára þjáningar út af þessu vandræðabarni íslenskra orku- mála. Krafla gekk semsagt vel i fyrrasumar. Eða a.m.k. betur en fyrr. Því var ákveðið að gera fimm ára áætlun fram í tímann um rekst- ur vjrkjunarinnar þar sem gengið var útfrá sama holufjölda á ári og í fyrra og hlutfallslega sama kostnaði. Útkoma þessarar áætlun- ar varð sú að eftir fimm ár stæði virkjunin enn ekki undir rekstrar- og fjármagnskostnaði. Ráðuneytið mun hafa ákveðið að gefa þessa niðurstöðu ekki út... Nú í vikunni var birtur dómur f'J í máli því sem Hrafn Jó- S hannsson flugumferðar- stjóri höfðaði vegna uppsagnar hans af hálfu Péturs Einarssonar aðstoðarflugmálastjóra. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem uppsagnir Péturs þykja athugunarverðar. Þann 19. nóvember s.l. féll dómur í máli sem tveir arkítektar, Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór ^Sigurðsson, höfðuðu gegn sam- gönguráðherra vegna uppsagnar þeirra í sambandi við vinnu að hönnun flugstöðvar á Húsavík. Höfðu þeir verið fengnir til þess verks af hálfu flugmálastjórnar, en Pétur Einarsson sagði þeim á til- teknu stigi verksins að pakka sam- an og fara heim. Arkitektarnir reyndu að semja um greiðslu fyrir sína vinnu en Pétur hafnaði því með öllu og því gripu þeir til málshöfð- unar. Niðurstöður hennar urðu þær að samgönguráðherra var dæmdur til að greiða 12,147 kr. auk vaxta í bætur til arkítektanna. Þar kostaði stífni aðstoðarflugmálastjórans ríkið alls kr. 25.000, en ef samið hefði verið strax um greiðslu fyrir vinnu arkítektanna hefði kostnað- urinn trúlega numið fjórðungi þeirrar upphæðar... í flugmálaheiminum er nú 1J allt á hvolfi vegna skipunar ■S eftirmanns Agnars Kofoed- Hansen í stöðu flugmálastjóra. Þrátt fyrir einróma meðmæli flug- ráðs með Leifi Magnússyni, svo og stuðningsyfirlýsingar við hann frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna, flugvélstjóra félaginu og félagi flug- umsjónarmanna mun Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra tregðast við að skipa hann í stöð- una. Undirskriftasöfnun hófst strax síðasta föstudag, að því er fullyrt er með vitund Steingríms, til stuðnings Pétri Einarssyni, flokks- bróður ráðherra og aðstoðarflug- málastjóra. Munu helstu hvata- menn þessarar undirskriftasöfnun- ar hafa verið Einar Frederiksen, gamall samstarfsmaður Kristins Finnbogasonar úr Framsókn og flugbransanum, og Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri hjá Arnar- flugi. Menn skiptast nefnilega ekki aðeins í pólitískar fylkingar í mál- inu, heldur eru Flugleiðamenn Leifsmegin, enda hann starfsmaður þeirra, og Arnarflugsmenn Péturs- megin. Um helgina hófst svo önnur undirskriftasöfnun, að undirlagi forstöðumanna nokkurra af litlu flugfélögunum, sem beint er gegn Péturssöfnuninni. Og sést af þessu hvað þarna er talið mikið í húfi... ’jl Þeir eru óheppnir aðstand- / J endur saltverksmiðjunnar á Reykjanesi, sem Helgarpóst- urinn hefur áður um fjallað og bent á með rökum að sé nýtt Kröflu- ævintýri. Þeir höfðu byggt sér stóra geymsluskémmu þar syðra fyrir af- urðir verksmiðjunnar en ekki tekist betur til en svo að innviðir hennar voru fúavarðir með koparupp- lausn. Það er ekki vel gott því kopar og salt eru efni sem ekki mega mæt- ast, og kemur af því samspili gula í saltið. Þarf nú að standa í kostnað- arsömum aðgerðum til að einangra saltið frá innviðum skemmunnar... V Við heyrum að nú sé í undir- búningi fyrsta útvarpsleikrit- ið sem unnið verður í stereó. Það er sagt eftir Steinunni Siguró- ardóttur og leikstýrt af Viðari Víkingssyni, sem starfað hefur sem dagskrárgerðarmaður hjá sjón- varpinu... Krl Prófkjör Sjálfstæðisflokks- f'J ins í Reykjaneskjördæmi y verður núna um helgina og hefur spennan aukist með hverjum deginum sem líður. Sagt er að staða þingmannanna Ólafs G. Einars- sonar og Salome Þorkelsdóttur sé síður en svo trygg.Ljóst þykir að Gunnar G. Schram nýtur mikils fylgis víða í kjördæminu. og er sagt að boðskapur hans um lægri tekju- skatta fái mikinn og góðan hljóm- jgrunn og menn bindi vonirviðþað að Gunnar fylgi málinu eftir veröi hann kjörinn á þing. Þá mun Kópa- vogsbúanum Braga Mikaelssvni hafa aukist fylgi að undanförnu og er sagt að Kópavogsbúar telji sig geta sameinast bærilega um hann en sjálfstæðismenn i Kópavogi hafa verið mjög óhressir með sinn hlut á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins. Ljóst er að það skiptir verulegu máli fyrir frambjóðendurna að ná nú góðum sætum út úr prófkjör- inu, þar sem litlar líkur eru á því að prófkjör verði viðhaft fyrir sumar- kosningarnar - verði þær á annað borð, en líklegt verður að teljast að Sjálfstæðisflokkurinn muni hafa a.m.k. 5 þingmenn úr Reykjanes- kjördæmi að þeim loknum... 71 Það fer víst ekki milli mála f~ J hver er óskakandídat forsæt- y isráðherra og stjórnarsinna meðal Sjálfstæðismanna í próf- kjörinu í Reykjaneskjördæmi um helgina. Við heyrum að dr. Gunnar Thoroddsen hringi sjálfur í hina ó- líklegustu menn og hvetji þá til að veita nafna sínum Schram brautar- gengi...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.