Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 25.02.1983, Qupperneq 5

Helgarpósturinn - 25.02.1983, Qupperneq 5
f, irinn Föstuda9ur 25. febrúar 1983 “1 var látinn vita, að þetta væri misskilningur og að hann mætti sækja bílinn aftur!’ Ásgeir Thoroddsen hdl. sagði að taka bíls- ins hafi veiið byggð á misskilningi. „Vörslu- svipting hefur ekkert frekar verið fógetaverk í gegnum tíðinal’ sagði hann og benti á að þess vegna væri ekkert einsdæmi að stofa hans fæli Símoni Wiium slík verkefni. „Þetta mál stafar af mistökum, sem strax voru leiðrétt. Og þótt ég úttali mig yfirleitt ekki um viðskipti mín við skuldara þá tel ég rétt að útskýra þetta mál núna. Þessi krafa á Ágúst ísfjörð er hér i inn- heimtu og er tryggð með veði í bílnum. í skuldabréfinu eru ákvæði um að selja megi bílinn á uppboði falli öll skuldin í gjalddaga. Mistökin voru fólgin í því, að bréfið var sent í vörslusviptingu vegna ákvæðanna i því um uppboðið en þess ekki gætt, að samkvæmt lögunum tekur uppboð án undangenginna sátta eða dóms aðeins til fasteigna. Þegar þessi misskilningur kom í ljós var Haraldur þegar látinn vita að hann mætti sækja bílinn enda var krafan ekki á hann.” Ruddist inn á stofugólf Þriðja kæran, sem barst RLR í síðustu viku, var afturkölluð því skuldarinn, móðir í Breiðholti, taldi sig ekki eiga annarra kosta völ til að geta gengið frá sínum málum. Hún sagði blaðamanni HP frá samskiptum sínum við Símon Wiium, sem í því tilfelli var við inn- heimtustörf fyrir Ævar Guðmundsson hdl.: „Þrjú af fjórum börnum mínum eru ör- yrkjar og þurfa að stunda æfingar daglega. Ég verð því að hafa bíl til að komast á milli. í júní í fyrra keypti ég því bíl af umboði í, Reykjavík. Ég hef síðan ekki getað staðið í skilum og þar kom, að gert var fjárnám í bíln- um og skuldin þá orðin hátt í fjörutíu þúsund krónur. Maðurinn minn er úti á sjó og á mánudagskvöldið í síðustu viku, þegar ég var að tala við hann i síma, vissi ég ekki fyrr en að allt í einu er kominn maður inn á stofugólf hjá mér. Það var Símon Wiium. Hann sagði mér að skella á, það væri mjög áríðandi að hann tæki bilinn. Það kom mér mjög á óvart, því enginn hafði minnst á það við mig áður að bíllinn yrði tekinn af mér. Eg sagðist ekkert skella á, ég væri að tala við útlönd, og auk þess fengi hann ekki bílinn. Hann hélt það nú samt — eða þá að ég yrði að reiða fram pen- inga fyrir skuldinni. Hann hótaði þá að ná í kranabíl og taka bíl- inn þannig með valdi ef ég léti sig ekki fá lykl- ana. Ég bauð honum ávísanir fram í tímann, eins og stundum hefur verið gert, en það vildi hann ekki. Hann ætlaði bara að fá lyklana og ef ég vildi ekki láta þá qf hendi þá væri hann með vitni í bílnum!’ Konan sagði að i þessu stappi hefði staðið í nærri klukkutíma og hefði hún boðið fram hvaðeina, sem hún ætti, allt annað en bílinn, sem hún mætti ekki missa vegna barnanna. Að fá frest til morguns, til að geta rætt málið við lögmanninn, hefði ekki verið til umræðu. „Á endanum gafst ég upp, henti lyklunum að bílnum og rak hann út!’ sagði konan í samtal- inu við HP. „Á miðvikudeginum kærði ég að- farirnar til rannsóknarlögreglunnar. Lög- fræðingarnir urðu mjög reiðir yfir kærunni og ég varð þvi að draga hana til baka til að geta bjargað mínum málum. Það var svo lög- reglumaður hjá Rannsóknarlögreglunni, sem kom því til leiðar að ég held bílnum að minnsta kosti þangað til maðurinn minn kem- . ur í land og við getum gengið frá málinu!’ Hún bætti því við að sér hefði þótt þetta mjög óskemmtileg heimsókn, ekki aðeins hefði innheimtumaðurinn ruðst óboðinn inn á heimili sitt, heldur hefði hann einnig sýnt mjög leiðinlega framkomu og allt að þvi kúg- að sig til að afhenda lyklana. Hún hefði ekki vitað fyrr en síðar, að ekki væri hægt að vörslusvipta nema með tilstuðlan fógeta og að úrskurð fógetaréttar þyrfti til að taka muni með valdi, eins og Símon hefði hótað. „Verslunarstríö” Ævar Guðmundsson hdl., sem Símon var að vinna fyrir í þessu tilviki, sagði hann hafa verið í fullum rétti, vörslusvipting væri ekki fógetagerð, hún Væri heimiluð með fjárnáms- gerðinni. „Eigandi skuldar getur tekið hlut í sínar hendur” sagði Ævar, „þótt það sé afar sjaldan gert til að firra óþægindum. Það má kannski segja að þetta séu harkalegar aðfarir en lögin um aðför eru mjög harkaleg” Ævar færðist að öðru leyti undan því að ræða þetta tiltekna mál, sem búið værí að fá botn í, en hvatti til að grafist + yrði fyrir um „upphaf þessa í23 . Kannast ekki við að beita hótunum eða blekkingum Símon Wiium, sá sem kærður hefur verið til Rannsóknarlög- reglu ríkisins, hefur starfað við innheimtu í tæp sextán ár. Helgarpósturinn lagði fyrir hann skriflegar spurningar um málið, sem hér er til umfjöllun- ar og fékk skrifleg svör til baka. - Hvernig hafa samskipti þín við borgarfógetaembættið verið í gegnum árin og á síðustu mán- uðum og árum? „Öll samskipti mín við borgar- fógetaembættið og starfsmenn þess hafa verið mjög góð og snurðulaus i gegnum tíðina, en ég hefi unnið við innheimtu- störf og töku fjárnumdra og lögtekinna muna fyrir lögmenn og stofnanir í tæp sextán ár. Það var fyrir um það bil tveimur árum, að einn fulltrúi hjá borgarfógetaembættinu fór að annast vörslusviptingar í aukastarfi á kvöldin og um helgar á eigin reikning. Þessi fulltrúi hefur upp á síðkastið reynt að flæma mig úr starfi til að geta setið einn að þessum störfum. segir Símon S. Wiium - í viðtölum við okkur er fuil- yrt, að þú beitir hótunum og blekkingum. Einnig er fullyrt, að þú ryðjist óboðinn inn á heimili og í geymslur og segist vera á vegum fógeta. Hve mikið af þessu er rétt? „Starf mitt er í því fólgið, að fara til fólks og fyrirtækja, sem gert hefur verið fjárnám hjá og/ eða lögtak og biðja um greiðslur og/eða að reyna að semja um greiðslur skuldanna. Ef skuldarar geta ekki greitt kröfurnar og samningar eru vonlausir þá bið ég viðkomandi að afhenda þá hluti, er upp hafa verið skrifaðir, sem og allflestir gera af fúsum og frjálsum vilja. Ef aðilar hins vegar neita alfarið að afhenda hlutina þá þarf at- beina fógeta til að 'taka hina fjárnumdu hluti með valdi og geri ég fólki það fullkomlega ljóst og hverjar afleiðingar það hefur í för með sér. Ef til vill má skoða þetta sem hótun en þetta eru staðreyndir um gang mála. Að öðru leyti kannast ég ekki við að beita hótunum né blekkingum. Það er firra að ég ryðjist óboðinn inn í hús, íbúðir eða geymslur og það eru helber ósannindi að ég segist vera á vegum fógeta. Ég geri fólki Símon Wiium var ófáanlegur til að láta Ijosmvnda sig - en hér er bfll hans, sá hinn sami og notaður er til að flytja muni úr vörslu skuldara. ávallt grein fyrir því að ég starfi og sé kominn á staðinn í um- boði og fyrir viðkomandi lög- menn eða stofnanir.” - Er ekki vörslusvipting al- farið fógetaathöfn? „Varðandi það hvort vörslu- svipting sé fógetaaðgerð þá má vtsa til þess sem að ofan er rak- ið. Þurfi valdbeitingu til tök- unnar þá er það alfarið fógeta- mál en fari afhending fram með samkomulagi, sem flestir vilja, þá þarffógeti þar hvergi nærri að koma, enda væri slíkt fárán- legt. Enda veit ég það að fæstar vörslusviptingar sem áðumefnd ur fulltrúi sér um eru bókaðar sem réttargerðir enda um einkastarfsemi hans að tefla. Þeir lögmenn og stofnanir sem ég starfa fyrir eru á sama máli og ég um eðli vörslusviptinga að þessu leyti enda starfa ég í um- boði þeirra og eftir þeirra fyrir- mælum.“ - Hvaða fyrirntæli færð þú frá lögmönnum, sem þú inn- heimtir og vörslusviptir fyrir? „Þau fyrirmæli, sem ég fæ frá lögmönnum og stofnunum sem ég vinn fyrir, eru ávallt þau sömu: númer eitt er að allir skilji sáttir, bæði skuldarar og skuldareigendur, og að allir fái sitt greitt að lokum. Oft þarf að setja bíla og hluti í geymslur, svo veðin hvorki rýrni né skaðist í höndum skuldara." - Hvernig er háttað samning- um þínum við lögmannsstofur? Við þessari spurningu barst ekki skriflegt svgr. Vegg- og gólfdúkur DLW vegg- og gólfdúkarnir. Heimsfræg gæðavara. Urval allra nauðsynlegra verkfæra og áhalda til dúklagninga. Thomson hreinsilögur - hreinsar upp gamla dúka. Sofix bón gerir gamla dúkinn sem nýjan - nýja dúkinn enn betri. Úrval af málningu og málningarvörum. 50 ára þjónusta í sölu vegg-og gólfefna. Valin gæðavara vönduð vinnubrögð + leiðbeiningar og góð ráð = ánægjulegur árangur Lítið við, verið velkomin. nJÉÉGfÓDRARIKH^ W Hverfisgötu 34 - Reykjavík ____Sími 14484 - 13150

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.