Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 25; fehrúaMSÖSEÞ Muhnn. Steingrímur Sigurðsson er sine vino: ,,Ég þoli ekki letingja og nenni að vinna'' „Ætlaði að verða sjokkreporter hjá Chicago Herald Tribune”, segir Steingrímur Sigurðsson, nýr maður og opnar 51. einka- sýningu sína (mynd: Jim Smart). Dansað í blindni ! 1 ^ ...—11 1 ........... 1 sÝiiiiifianssilir Djúpiö: i kjallarasalnum stendur nú yfir sýning á veggspjöldum eftir þekkta erlenda listamenn og eru þau öll til sölu. Sýningarsalur þessi, sem er undir veitingahúsinu Horninu.er opinn kl. 11-23. Listasafn íslands: Islensk og dönsk gralik.ásamt olíumálverk- um og fleira i eigu safnsins er nú til sýnis. Safnið er opið á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum kl. 13.30-16. Norræna húsið: Brian Pilkington sýnir Gilitruttmyndir sínar í anddyrinu. Sýningunni lýkur um mánaöamót. I kjallara sýnir finn- ski hópurinn Artisaani finnskan listiö- naö: leirmuni, glermuni, silfurmuni og trémuni. Mokka: Benedikt Björnsson alias Plútó sýnir málverk, m.a. úr Austurstræti og af blómum. Sýningin hefur notiö mikilla vinsælda og mikiö er selt. Ásmundarsalur: Steingrimur Sigurösson sýnir alkunn málverk, m.a. af orkustöövum. Siö- asta sýningarhelgi. Gallerí Langbrók: Ólafur Th. Ólafsson sýnir vatnslita- myndir. Síðasta sýningarhelgi. Opið kl. 12—18 virka daga og 14—18 um helgar. Listmunahúsið: Margrét Guðmundsdóttir opnar myndlistarsýningu á laugardag. Eró- tiskar myndir, skordýr, blóm og fólk. Opiðkl. 10—18virkadaga, 14—18um helgar en lokaö á mánudögum. Nýlistasafnið: Ivar Valgarösson sýnir geómetrisk fla- tarmálsverk með Ijósmyndum, svo og steyptan skúlptúr. Kjarvalsstaöir: Mikiö um aö vera við Klambratúniö, hvorki meira né minna en fjórar sýn- ingar. Fréttaljósmyndarar sýna af- reksverk sin og þeirra á meöal okkar maöur Smart. Helgi Gislason mynd- höggvari sýnir höggmyndir og opnar sýning hans á laugardag. Sama dag opnar sýning á Ijósmyndum eftir hinn fræga franska rithöfund Emile Zola. í tengslum við þá sýningu veröa kvik- myndasýningar (sjá nánar i kvik- myndahúsadálki), fyrirlestrar og tón- leikar um helgina og á meöan á sýn- ingunni stendur. Loks er í húsinu sýn- ing á teikningum i samkeppni um verkfræðingahús, sem risa á i Reykja- vfk. leikliús Þjóðleikhúsið: Föstudagur: Jómfrú Ragnheiður eft- ir Guðmund Kamban. Laugardagur: Lina langsokkur eftir Lindgren kl. 15. Jómfrú Ragnheiöur kl. 20. Sunnudagur: Lina langsokkur kl. 14 og 18. Litla sviðið: Tvfleikur eftir Tom Kempinski. Síö- asta sýning á sunnudag kl. 20.30. Leikfélag Reykjavíkur: Föstudagur: Skilnaður eftir Kjartan Ragnarsson. Laugardagur: Salka Válka eftir Hall- dór Laxness. Sunnudagur: Forsetaheimsóknln eftir Régo og Bruneau. Austurbæjarbíó: Hasslð hennar mömmu eftir Dario Fo. Sýning á laugardag kl. 23.30. íslenska óperan: Töfraflautan eftir Mozart. Allra síö- ustu sýningar á föstudag, laugardag og sunnudag kl. 20. Nemendaleikhúsið: Sjúk æska eftir Ferdinand Bruckner. Sýningar í Lindarbæ á föstudag og sunnudag kl. 20.30. Revíuleikhúsið: Karlinn f kassanum eftir Arnold og Bach. Sá vinsælasti í bænum um þessar mundir, alltaf uppselt. Miö- nætursýning á föstudag kl. 23.30. Næsta sýning á þriðjudag kl. 20.30. Gránufjelagið: Fröken Júlía eftir Strindberg. Frum- sýning i Hafnarbíói á mánudag kl. 20.30. Forsýningar á laugardag og sunnudagkl. 14.30 oggeturhversem er keypt sig inn á þær. Leikbrúðuland: Þjóðsögurnar þrjár, Gfpa, Umskipt- ingurfnn og Púkablfstran verða sýndaraö Frlkirkjuvegi 11 kl. 15 ásun- nudag. Næstsiöasta sýning. Miða- pantanir f sfma 15937. Ólafur Ormsson: Boðið upp í dans Skáldsaga 256 bls. Almenna bókafélagið 1982 Fyrir nokkrum árum sendi Ólafur Ormsson frá sér skáldsög- una Stútungspunga, sem átti að vera saga tveggja bræðra sem lenda í kreppunni yst til hægri og vinstri í pólitíkinni. Þrátt fyrir að einstakar lýsingar atburða og atvika væru stundum nokkuð haganlega gerðar þá var megin- galli þeirrar sögu að hún datt al- gjörlega sundur í frumparta sína og var langt frá því að vera heil saga með þeim innbyrðis rök- tengslum sem til þess þarf. Það er í rauninni sama að segja um þessa nýju sögu Ólafs, Boðið upp í dans. í henni er að finna margar líflegar lýsingar á einstök- um atvikum, sem stundum verða bráðskemmtilegar, einkum fyrir þá sem eitthvað þekkja til starf- semi Æskulýðsfylkingarinnar á sjöunda áratugnum. En þar með er upp talið það sem þessí skáld- saga hefur til síns ágætis. Það viðfangsefni sem höfundur virðist vera að reyna að glíma við er vissulega mjög forvitnilegt. Ef ég skil ætlað viðfangsefni bókar- innar rétt, en það liggur ekki endilega á lausu, þá ætlar höf- undur sér að lýsa pólitískum þroskaferli ungs manns sem er róttækur í meira lagi í æsku sinni en hverfur síðan frá þeim skoð- unum og tekur „ábyrgari” af- stöðu ti! þjóðmálanna. Reyndar fara fyrstu hundrað síðurnar í að lýsa föðurnum, sem er kommúnisti og trúir á Stalín með svipaðri barnatrú og saklaus börn trúa á jólasveininn sem færir þeim gott í skóinn, þannig virðist faðirinn trúa á að Stalín færi heiminum byltinguna og réttlátt þjóðfélag. Róttækni föðurins og barátta hans gegn auðvaldinu er að öðru leyti helst skýrð með eðl- islægu óspekta- og illkvittnisupp- lagi, sem olli því m.a. að hann var á góðri leið með að verða meiri- háttar vandræðaunglingur í heimabyggð sinni fyrir austan áður en hann flutti suður. Sonurinn, Unnar, tekur bæði skoðanir, trú og óstýrilátt eðli í arf eftir föðurinn. Hann virðist aldrei ganga í gegnum neinar pæl- ingar um pólitíkina heldur gleypir heimsmynd föðurins í Steingrímur Sigurðsson er nýr maður. Ekki svo að skilja, að hann sé hættur að mála eða máli minna en áöur. Síður en svo. Á þriðjudagskvöldið lýkur 51. einkasýningu hans, sem staðið hef- ur í Ásmundarsal í eina viku. Alls 70 myndir, þar af 63 til sölu, og eftir þrjá daga voru 18 seldar. Þar hefur þvi engin breyting orðið á. „Nei, breytingin er fólgin bæði i innri og ytri gerð minni, og til þess þarf kjark og vilja. Ætli mér finnist ekki lífið vera að byrja núna”. Tem- peramentið er samt óbreytt, þó ég sé ljúfur á yfirborðinu. Ég stunda andlegt kerfi sem hef- ur þróast um aldir. Þetta er Oxford- hreyfingin, blanda af speki Jesúíta og Dominikana, ýmislegt frá Júð- unum, og ég vil halda því fram að það séu líka herfræðileg áhrif frá spartverska herskólanum. Sterkur vilji og sjálfsögun, sem er of lítið af núna. Ég er semsé hættur að drekka, sine vino, og held upp á þriggja ára afmæli þess í júní í sumar þegar ég á 40 ára stúdentsafmæli. Ég skammast mín ekki fyrir að segja, að ég var orðinn alkóhólisti, var orðinn það 27 ára gamall”. Steingrímur Sigurðsson lætur móðan mása og býður í nefið, sem er þegið, og sterkt kaffi, sem kom aldrei. „Ég var einu sinni ágengur blaða- maður eins og þú. Á Tímanum, Vísi og Heimilispóstinum, og svo rit- stýrði ég Lífi og landi. En ég var ekki nema sjö eða átta ára gamall þegar ég fékk blaðamanns- og rit- höfundarbakteríuna. Þá ætlaði ég að verða sjokkreporter hjá Chicago Herald Tribune”, heldur Steingrím- ur áfram og bætir því við, að áður hafi hann gerst kaþólskur, eftir að hann fór í kirkju með tveimur Möltuprestum þegar hann var við bókmenntanám í Nottingham á- samt Thor Vilhjálmssyni. „Áður var ég svo mikill Bader- Meinhof að ég vildi brenna allar kirkjur, en eftir þetta ætlaði ég að gerast prestur, sem þó varð ekki af Ólafur Ormsson — fjöl- margir þverbrestir heilu lagi án þess að svelgjast einu sinni á. Ospakt eðli hans kemur fram í ýmislegum pólitísk- um axjónum, en þó einkum í gegndarlausu fylliríi með félög- unum. Til dæmis er fátt annað sagt frá menntaskólaárunum en frá örfáum pólitískum fundum og svo náttúrlega fylliríinu á þeim félögum. Frá háskólaárum aðal- persónunnar er ennþá minna sagt. Úr því að komið er árið 1962, en árið eftir verður Unnar stúdent, verður sagan mjög ágripskennd, en þessum þætti hennar lýkur árið 1968, við innrás Rússa í Tékkóslóvakíu, sem verður voðalegt sjokk fyrir Unn- ar og félaga sem fram að því höfðu trúað á rússnesku bylting- una eins og jólasveininn, en uppgötva sér til skelfingar að ekki er allt sem sýnist. Síðasti hluti sögunnar er ennþá ruglingslegri og ágripskenndari en það sem á undan er komið, en í upplausn Unnars sem fylgir því ég varð að innheimta innritun- argjaldið í Háskólann til baka til að eiga fyrir flösku. En eftir að ég fór að kenna fyrir norðan sagði séra Hákon Loftsson vinur minn, að ég væri kaþólskari en páfinn”. - Þú byrjaðir að skrifa og Örlyg- ur bróðir þinn að mála. Svo fórst þú að mála og Örlygur að skrifa. Er samhengi þarna á milli? „Það er ekki rétt, að ég hafi verið að stæla Örlyg. Enda eigum við illa skap saman,þótt mér þyki vænt um hann innst inni. Það sem rak mig til að byrja að mála var þörfin fyrir að tjá mig. Ég málaði á laun fyrir norðan og langaði í listnám í París, en það varð ekki af því vegna strangs föður míns, siðameistarans í MA. En það er líka rangt að ég hafi ekkert lært; ég var meðal ann- ars á einkaskóla. Og ég er alltaf að læra, eins og þú sérð af poppverkinu. Ég bauð Sigga Örlygs á sýninguna en hann hefur ekki komið enn. Hann ætti að sjá þetta poppverk. Hinsvegar er ég ekki vinsæll meðal kolleganna, en það er vegna þess að ég þoli ekki let- ingja. Ég er á móti listrænum klíku- skap og nenni að vinna og fer á sjó- inn þegar mig vantar peninga”. - Þú ert nýr maður. Er þetta ný sýning? „Þessi sýning er mótuð af nýja mentalítetinu mínu. Ég leyfði mér ýmsa hluti áður sem ég leyfi mér ekki núna, og ég er alltaf að læra meira og meira. Það verða aðrir að dæma hana . Ég má ekki fyllast sjálfsánægju,en mér er sama um allt umtal, það hef ég kallað yfir mig sjálfur. Ég hef aldrei viljað vera vinsæll, nema meðal vina”, segir listmálarinn og bætir við: „Ég ver Pedró vin minn við kaffiborðið á Borginni, Pétur Einarsson, sem þið voruð að skrifa illa um hérna um daginn. Hann er heiðursmaður. En mér líkar vel við harða blaðamenn”. Svo lýkur sýningunni á þriðju- daginn með uppákomu. Líklega verður það ragtime í flutningi þeirra hjóna Gunnars Björnssonar frí- kirkjuprests, sonar Björns R., og Ágústu Ágústsdóttur. sjokkinu mikla ráfar hann lengi um en loks tekur hann trú á nýjan jólasvein og frelsast frá kommún- isma og brennivíni. Nú er það Ijóst að víða er til fólk með trúarlega afstöðu til stjórnmála, en þó svo sé þá hefur fólk yfirleitt skoðanir sem byggj- ast á einhverri grundvallaraf- stöðu til tilverunnar, sem á rætur í mótun þess og aðstæðum í æsku og á þroskaárum. Það er líka al- gengt að skoðanir og jafnvel grundvallarviðhorf breytist í tímans rás og eru slíkar breyting- ar oft og einatt mjög athyglisverð viðfangsefni og forvitnileg. En til þess að lýsing á slíku í skáldsögu verði einhvers virði verða skoð- anir og forsendur þeirra að liggja nokkuð ljóst fyrir, sérstaklega ef fylgir fráhvarf og uppgjör við skoðanirnar. Þegar slík viðhorfs- breyting er þáttur í lýsingu á. þroskaferli einstaklings verður sálfræðílegt raunsæi í persónu- sköpun að vera fyrir ofan ákveðið lágmark. Engu af þessu er til að dreifa í skáldsögu Ólafs Orms- sonar. Persónusköpunin er með þeim hætti að útilokað er að trúa á tilvist þeirra eða þróun og þar með fellur aðalviðfangsefnið um sjálftsig. Gildirþá einuumhvaða skoðanir er verið að fjalla. Ef taka á söguna alvarlega sem skáldlega umfjöllun um uppgjör við róttækar skoðanir þá missir hún algjörlega marks vegna fjölmargra þverbresta í gerð hennar. Ef hins vegar má líta á söguna sem skopfærðar myndir úr baráttusögu með endurminn- ingasniði getur hún dillað þeim sem eitthvað þekkja til, en varla öðrum. G.Ast.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.