Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 21
_Helgai---------, nö^tl irinn Föstudagur 25. febrúar 1983 Richard Mulligan Ted Wass Diana Canova Jimmy Baio Katherine Helmond l21. Robert Mandan legar breytingar og Jodie.Hann byrjaði sem sætur hommi, ástfanginn af íþróttastjörn- unni Dennis, og endaði sem háaldraður kven- samur gyðingur. í millitíðinni eignaðist hann barn, gerði sjálfsmorðstilraun, lenti í Karate- skóla, bjó með lesbíu og fleira og fleira. Cathryn Damon kom inn i leiklistarheiminn sem dansari. Hún fæddist í Seattle, fór í dansskóla sem barn og seinna í ballettnám. Fljótlega fór hún að taka þátt í söngleikjum sem dansari og þá lá leiðin til New York — á Broadway. Smámsaman fóru smáhlutverkin að koma og innan tíðar þau stærri og nú á hún að baki fjölmörg hlut- verk í aðskiljanlegum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, meðal annars stórt hlutverk á móti Joanne Woodward i mynd Paul Newman „The Effect of Gamma Rays on Man-in-the- Moon Marigolds”. Hún er ógift og býr í Studio City í Kaliforníu og áhugamálin eru eldamennska, antikhúsgögn og dans. Mary hennar átti ekki sjö dagana sæla í Löðri, einkum vegna eiginmannsins sem var svolítið sérstakur. Hún var undir lokin orðin forfallin alkóhólisti eftir að hafa m.a. þurft að horfa upp á syni sína hálftruflast og eigin- manninn snarklikkast. Jay Johnson hefur frá barnæsku talað við dauða hluti. En í stað þess að vera lokaður inni, þá er hann orðinn stjarnaþökk sé trébrúðunniBob.Brúð- an sú er reyndar aðeins ein af mörgum sem Jay hefur notað við búktal sitt, en sú lang magn- aðasta. Jay er frá Dallas í Texas og á að baki mörg ár í skemmtiheiminum, bæði sjónvarpi og á veitingastöðum. Hann þykir afar hægur og rólyndur maður, enda hefur hann Ieyft tré- brúðunni að stela senunni gjörsamlega frá sér í Löðri. Hann fær þó launin. Jay og Sandra kona hans búa á búgarði við Studio City, sem er bæjarhluti á Los Angeles-svæðinu, rétt við kvikmynda- og sjónvarpsupptökuver stóru kvikmyndafélaganna. Richard Mulligan er sjálfsagt þekktastur leikaranna í Löðri, enda er Burt líklega vinsælasta persóna þátt- anna. Hann fæddist í Bronx í New York og eftir litla skólagöngu ákvað hann að verðá leikritaskáld. Það gekk þó ekki upp, því eitt sinn þegar hann kom með fullklárað leikrit í smáleikhús í Miami til að bera það undir leik- hússtjórann var hann ráðinn sem leikari. Síð- an hefur hann leikið — á sviði, í sjónvarpi og í kvikmyndum, m.a. Little Big Man og S.O.B. Mulligan er giftur leikkonunni Leonore Stev- ens og býr í Hollywood. í höndunum á Mulligan hefur Burt gengið í gegnum ótrúlegustu transformasjónir, og var þegar yfir lauk á leiðinni í Hvíta húsið, ef ekki ennþá lengra. Ted Wass er ekki bara Ieikari, heldur einnig söngvari og dansari. Hann er frá Ohio og í átta ár söng hann og spilaði á bassa í rokkhljómsveit, áður en hann sneri sér alfarið að leiklistinni. Hann nam leiklist í þrjújir og lék síðan á sviði víða og margskonar hlutverk, bæði alvarlegs eðlis og gamanhlutverk, meðal annars var hann um sex mánaða skeið í hlutverki Danny Zuko í Grease. Fyrir tveimur árum giftist Ted leik- konunni Janet Margolin. Þau búa í Holly- wood. Danny var í upphafi Löðurs meðlimur Mafíunnar og til að losna úr henni aftur þurfti hann að drepa morðingja föður síns (sem reyndar var ekki faðir hans) Burt, og til að losna við það þurfti hann að giftast herf- unni dóttur mafíuforingjans sem síðan reynd- ist vænsta stúlka, en þá dó hún. Undir lokin varhann að stinga undan föður sínum í sund- laugarskýlinu. Diana Canova er dóttir gamanleikkonunnar Judy Canova og Filberto heitins Rivero, og fæddist því inní skemmtanaheiminn. Hún ólst upp í Holly- wood og lék sem barn í mörgum skólaleikrit- um og barnahlutverkum í sjónvarpi, einkum þó í auglýsingum. Hún er einnig mikil tónlist- arkona.kemur oft fram sem Country-söng- kona, og er gift Geoffrey Levin, þekktum pró- dúsent úr Country-heiminum. Corenne hvarf smám saman úr Löðri, eftir að hafa verið fyrirferðarmikil í upphafi, vegna flækju hennar í kringum tenniskennar- ann Peter og prestinn Tim. Hvernig á því stóð er ekki vitað. Jimmy Baio sem lék Billy Tate er námsmaður, eins og hann var í Löðri. Hann er 21 árs gamall sálfræði- nemi, sem fæddist og ólst upp í Brooklyn í New York ásamt fjórum systkinum. Níu ára gamall kynntist hann leiklistinni þegar sá frægi George C. Scott fékk hann í leikrit sem hann stjórnaði á Broadway. Hann hefur síðan komið fram í ótal hlutverkum í bandarískum sjónvarpsþáttum. Jimmy Baio er íþróttamað- ur mikill, þykir góður í golfi og tennis og býr í Studio City í Kaliforníu. í upphafi var Billy litli sá eini í allri löður- súpunni með fulla fimm, en undir lokin var hann farinn að líkjast foreldrum sínum og systkinum verulega. Ógæfa hans hófst þegar hann féll fyrir kennara sínum, því eftir það mátti hann búa við stöðugar morðhótanir, auk þess sem hann lenti á tímabili í klónum á „guðs”börnum. Katherine Helmond ólst upp í Galveston í Texas og hefur leikið frá barnsaldri, þótt aldrei hafi hún farið í leiklist- artíma. Lengst af hélt hún sig við sviðið og á tímabili rak hún meira að segja eigið leikhús í New York. Hún var orðin vel kunnur sjón- varpsleikari í Bandaríkjunum áður en Löður hóf göngu sína og hafði einnig leikið í nokkr- um kvikmyndum, m.a. í Family Plot eftir meistara Hitchcock. Katherine Helmond býr í New York með myndhöggvaranum David Cristian, sem er um áratug yngri en hún, en þau eiga einnig hús í Hollywood og Long Island. Hún er grænmetisæta, æfir Yoga, stundar Zen búdd- isma og þá sérstakiega líkams- og sálarlist Tai Chi Ch’uan, ef einhver lesenda s.kyldi kannast við hana. í meðförum Helmond varð Jessica að ævin- týralegri persónu. Hún viðhélt bjartsýni sinni og einfeldni þrátt fyrir óendanlega hrakninga, ekki bara eigin áföll, heldur allra ættingja. í fyrstu þáttunum féll hún fyrir tenniskennara sínum, muniði (sem var reyndar sonur Burts) var síðan dæmd fyrir morð á honum, féll þá fyrir lögfræðingi sínum, og síðar fyrir leyni- lögreglumanninum Donahue, og enn síðar sálfræðingi sínum, gott ef ekki lækni líka, — þar til hún veiktist mjög alvarlega og kynntist eftir það skæruliðanum E1 Puerco. Og fleira gekk á. Robert Mandan Sjónvarpsleikarar gerast ekki öllu reyndari en Robert Mandan. Þættirnir hans 90, sem Chester Tate, eru ekki nema brot af því sem hann hefur afrekað i gegnum tíðina. Hann hefur komið fram í öllum helstu sjónvarps- seríum Bandaríkjanna og á að baki yfir eitt þúsund þætti, auk þess sem hann hefur leikið talsvert á sviði. Robert Mandan býr ásamt Sherry, konu sinni, í Toluca Lake, rétt utan við Los Angeles og tekur gjarnan rispu á seglbáti sínum í frístundum. Chester þurfti að ganga í gegnum ansi margt, eins og aðrar persónur Löðurs. Öðru fremur varð þó kvensemin honum að ógæfu, og leiddi hann m.a. í fangelsi, þar sem hann hitti verðandi tengdason sinn Dutch, og á end- anum í sundlaugarskýlið úti í garði. Hleðslugler utanhúss sem innan Jupiter 24x24x8 cm. Oríon 24x24x8 cm. Malta 19 x 19x8 cm. Wolke 19 x 19x8 cm. og 24x24x8 cm. Sýningarbás hjá Byggingaþjónustunni Hallveigarstíg 1, Reykjavík. GLERVERKSMIÐJAN Samvei*k hf. Sími 99-5888 — 850 HellU

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.