Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 25.02.1983, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 25. febrúar 198^D^sturínn Á slóðum Faulkners og Elvis Presley um auð hans og frægð. Þar voru hvorki meira né minna en 21 herbergi, hvert öðru glæsilegra, innréttuð af þekktum innanhússarkitekt- um. Eins og sönnum nútíma- manni sæmir, var Elvis hald- inn sjónvarpsdellu, bíladellu og fatadellu og bar gæfu til að geta stundað þær allar til fulls. Eitt fyrsta herbergi, sem gengið var inn í í Glæsi- bæ.var borðstofan. Þar voru konungleg borðstofuhús- gögn og var formlegur kvöldverður borinn fram á hverju kvöldi. Elvis sat í öndvegi, ekki af því hann var húsbóndi á sínu heimili né vegna þess að hann var stór- stjarna og heimsfrægur, heldur einfaldlega vegna þess að þaðan sá hann best á sjónvarpið, en sjónvarps- gláp var ómissandi réttur við matarborðið. Af 21 herbergi hússins höfðu 19 sjónvarp, en í sjónvarpsherberginu, sem var eitt vinsælasta her- bergi hússins, stóðu þrjú sjónvörp hlið við hlið og hafði Elvis þau að jafnaði öll á í einu, stillt á mismunandi sjónvarpsstöðvar. r I bakgarðinum var öll farartæki Elvis að finna, ein átta að tölu ef ég man rétt. Allt frá mótorhjóli með Volkswagen vél upp í jeppa, bleikan kadílakk og gulli lagðan Stuts (sérsmíðaður glæsibíll), sem settur var í gang með gulllykli. í við- byggingu, sem reist var til að hýsa ýmsa muni Elvis.var að finna brotabrot af klæða- skáp hans, perlukiædda samfestinga og skykkjur í alls kyns litum og gerðum, skrautlega skó og skartgripi. Þar var margt annað á- hugavert að finna. Til dæmis borðháan stafla af undir- skriftum, sem unglingsstúlk- ur i Memphis söfnuðu og sendu yfirvöldum, þegar Elvis var gert að gegna her- skyldu. Fannst þeim hann alltof dýrmætur til að eiga á hættu að vera drepinn í stríði. Þó ekki slyppi hann við herinn slapp hann við stríð og lifði nógu lengi til að semja og syngja hundruð söngva og selja hljómplötur í milljóna tali og hlaut ótelj- andi gullplötur að launum. Af Evrópuþjóðum reyndust frændur okkar Norðmenn einna tryggustu aðdáendur Elvis og hefur hann sett margfalt sölumet í Noregi. Árið 1971 var t.d. talið að a.m.k. 'A hluti Norðmanna ættu Elvisplötu. Ég leitaði með logandi Ijósi að nafni íslands í safni Elvis, en það var ekki að finna. ísland átti hins vegar sinn fulltrúa í Mississippi-her- berginu í bókasafni Missis- sippi Háskólans. En þar var þýðing Guðrúnar Helga- dóttur á bók Faulkners „The Sanctuary”, „Griðastaður”, sem Mál og menning gáfu út fyrir allmörgum árum. Á sama stað var að finna nó- belsmedalíu Faulkners, skrautritað, myndskreytt heiðursskjal frá sænsku aka- demíunni auk handritaðra bóka, sem Faulkner skreytti ög gaf út sjálfur á sínum yngri árum. Eins og við var að búast, er aðsóknin að heimilum Faulkners o§ Elvis æði mis- munandi. I Rowan Oak koma að jafnaði 4—5 þús- und manns á ári, en Glæsi- bæ hafa u.þ.b. 350 þúsund manns heimsótt frá því hann var opnaður almenningi í júní siðastliðnum. Aðdá- endafjöldi þeirra er að sama skapi misstór. Engin dægur- lagasöngvari hefur átt sér jafn marga aðdáendur og Elvis. Við hittum t.d. tvær miðaldra konur, sem eru að- alspírurnar í mörg þúsund manna aðdáendaklúbbi EIvis í Atlanta, Georgia. Elvis hafði verið leiðar- stjarna þeirra allt frá æsku- árum og halda þær nú uppi veigamikilli góðgerðastarf- semi í nafni hans, safna fé fyrir leikföngum og lækn- ingatækjum sem gefin eru barnaspítölum. En Faulkner hefur líka sett sín met. Enginn rithöf- undur á enska tungu, að Shakespeare einum undan- teknum, er efni í jafn margar doktorsritgerðir og bækur á ári og verk hans. Og á hverju sumri safnast dágóður hóp- ur aðdáenda hans víðs vegar að úr heiminum á ráðstefnu, sem haldin er í hans nafni í Oxford. Við enduðum heimsóknir okkar bæði í Memphis og Oxford á að vitja grafa þess- ara látnu hetja. Jarðneskar leifar EIvis er að finna í veg- legum grafreit að húsabaki Glæsibæjar, en þar hvílir hann ásamt foreldrum sín- um. Fertugasta og áttunda afmælisdag Elvis bar upp á þann dag, sem við rákumst inn (8. janúar) og var graf- reiturinn yfirfullur af blómakrönsum, sem borist höfðu frá aðdáendum alls staðar að úr heiminum. (Vel á minnst, í tilefni dagsins var öllum gestum boðið upp á ljósbláa dísæta glassúr- tertu). Gröf Faulkners var hins vegar, eins og heimili hans, yfirlætislaus. Ef við hefðum ekki verið svo heppin að hitta Faulkner-unnanda og Islandsvin í Oxford hefðum við seint fundið gröf hans í bæjarkirkjugarðinum. Hún var utarlega og undir hól og legsteinninn skar sig á engan hátt úr öðrum í garðinum nema hvað hann var eilítið moldugri vegna meiri um- gangs. Engir kransar skreyttu leiði hans, en á af- mæli hans þann 25. septem- ber og á „Valentine” degi ástarinnar, má víst oft finna þar viskíflösku, en Faulkner fannst, sem svo mörgum öðrum, sopinn góður. Langþráður draumur okkar hjóna rættist nú um jólin. Við fórum í Suður- ríkjaferð, þræddum Texas, Louisiana, Mississippi.hluta af Tennessee og Arkansas. Þetta var langt og viðburða- ríkt ferðalag og ef tími til gefst mun ég skrifa nánar um það sem á daga okkar dreif. Arizonapóstur frá Ingu Dóru Björnsdóttur —í Tið komumst til dæmis að því, að þjóðsagan um gest- risni og frásagnargleði Suð- urrikjamanna er engin þjóð- saga heldur heilagur sann- leikur. Móteleigandinn, hnetusalinn, þjónustufólkið, þjóðgarðsvörðurinn og af- greiðslumaðurinn tóku okk- ur eins og við værum þeirra einkavinir og velunnarar og áður en við vissum af vorum við orðin gjörkunn mannlífi og staðháttum öllum, rétt eins og við hefðum búið þar allt frá dögum þrælastríðs- ins. — Það er engin furða að flestir af bestu rithöfundum Bandaríkjanna, bæði fyrr og nú, hafi átt ættir sínar að rekja til Suðurríkjanna. En einn tilgangur ferðarinnar var að fara á slóðir þeirra og þá einkum á slóðir Williams Faulkners. Aldrei hafði mér dottið í hug, að árangurinn yrði grein um William Faulkner og Elvis Presley. Kæmi mér ekki á óvart, að meðlimum hinnar títt nefndu „menn- ingarelítu” á íslandi (hverjir sem það svo eru) finnist það jaðra við helgispjöll að nefna í sömu andrá jafn mikilsvirtan og vandaðan rithöfund og Faulkner og dægurlagasöngvarann og kvikmyndastjörnuna Elvis Presley. En þó ótrúlegt megi Suðrinu. Að sið heldri Suðurríkjamanna bjuggu þeir báðir á „sveitasetrum” rétt fyrir utan heimabæi sína og báðir voru þeir hesta- menn og áttu fallega gæð- inga. Faulkner og Elvis eru báð- ir hafðir á hávegum í heima- bæjum sínum og hefur heimilum þeirra verið haldið óbreyttum og eru opin al- menningi.Mismunur þessara tveggja suðurríkjamanna kemur fram á skemmtilegan hátt í híbýlum þeirra. Faulk- ner kaus einveru öllu fremur og var frábitinn frægð og frama. Nafnið á setri hans ber þess ljóst vitni. Hann nefndi það „Rowan Oak”, en það var siður skoskra bænda að smíða kross úr rowan-eik og hengja yfir dyrastafi til að fæla burt illa anda ogi veita íbúum næði frá skark- ala heimsins. Heimili Faulkners var alla tíð fremur fámennt (kona hans átti tvö börn af fyrra hjónabandi, þau áttu eina dóttur saman og höfðu auk þess nokkra svarta þjóna) og með ein- dæmum látlaustog einfalt. í skrifstofu Faulkners, þar semflest hans þeklctustu rit- verk urðu til, var að finna tvo hægindastóla, sem á fínni heimilum mundu sennilega vera brúkaðir sem garðstól- ar, legubekk og lítið borð með gamalli Underwood- ferðaritvél og frumstætt púlt, sem Faulkner smíðaði sjálfur. Auk bókahillna var þar fátt annað á veggjum en handritað uppkast að einni síðustu skáldsögu hans „The Fable”. Húsið var umkringt stórum skjólsælum trjám og garði, sem Faulkner annað- ist af mikilli natni. Hús EIvis heitir „Grace- land” eða „Glæsibær” og ber það svo sannarlega nafn með rentu. Það var ekki griðastaður (Elvis hafði að jafnaði yfir 20 manns í vinnu) heldur talandi tákn to Ritvél Faulkners, gömul og vina leg. virðast, þá eiga þessir ólíku listamenn ýmislegt sameig- inlegt. Faulkner og Elvis eru báð- ir fæddir í smábæ í norð- austurhorni Mississippi. Faulkner í bænum New Al- bany (1897), en Elvis í Tupelo (1935), en á milli þeirra eru aðeins um 30 kílómetrar. Þegar þeir voru enn ungir að árum fluttu fjölskyldur þeirra til stærri bæja í frama- íeit. Foreldrar Faulkners fluttust til Oxford, en þar er Mississippiháskólinn, for- eldrar Elvis til Memphis Tennessee. í báðum tilfellum voru það synirnir en ekki feðurnir, sem komu sér á- fram. Faðir Faulkners flækt- ist úr einni vinnu í aðra og þar til Elvis varð frægur og ríkur var faðir hans óbrotinn láglaunamaður. Jt*ó listgreinar þeirra séu ó- likar þá standa þær báðar á gömlum Suðurríkjamerg. Ritverk Faulkners á alda- gamalli sagnahefð (sem lifir eins og áður sagði enn góðu lífi), en söngur og tónlist Elvis m.a. á Gospeltónlist. Báðir fóru þeir ótroðnar slóðir í list sinni og hafa haft mikil áhrif hver i sinni grein. Faulkner og Elvis lögðu báðir leið sína til Hollywood til að freista gæfunnar í kvikmyndum. Faulkner sneri þaðan fljótt aftur og hafði upp frá því hálfgerða óbeit á handritaiðnaði Hollywoods. Elvis var hins vegar viðloðandi Hollywood fram í andlátið, en kaus sér, eins og Faulkner, samastað í Elvis var haldinn bíladellu og átti bleikan kadllakk. Legubekkur Faulkners. Ef vel er aö gáö má sjá upp- kast að sögu hans „The Fable” á veggjum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.