Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 15.03.1984, Qupperneq 2

Helgarpósturinn - 15.03.1984, Qupperneq 2
Aldraðir djamma í Broadway ☆ ,,Hin gömlu kynni“ er nafniö á býsna nýstárlegri skemmtun sem haldin verður í veitinga- húsinu Broadway fimmtu- dagskvöldið 22. mars. Já, ný- stárleg er hún að mörgu leyti, þótt víst sé að meðalaldur gesta í húsinu muni fara snar- hækkandi (setta kvöld. Skemmtunin er nefnilega einkum ætluð fólki sem komiö er yfir sextugt. Þaö er hópur einstaklinga og áhugamanna um öldrunarmál sem stendur fyrir „Hinum gömlu kynnum“, sem verða „lík að uppbygg- ingu og þær skemmtanir sem eru fyrir unga fólkið hér í borg- inni“, svo notuð séu orð Róberts Sigurðssonar, for- stöðumanns Þjónustuíbúða aldraðra og eins af upphafs- mönnunum að þessu tiltæki. „Við sem vinnum að mál-' efnum þessa hóps vitum að kjarkurinn er oft ekki mikill. Flest af þessu fólki hefur aldrei komið í þetta margumrædda hús og margt af því ekki einu sinni komið uppí Breiðholt,“ segir Róbert. „Því ríður á að aðstandendur aldraðra og þeir sem vinna að þessum málum séu með á nótunum og reyni að hvetja sitt fólk til að mæta, agíteri eins og það er kallað. Þetta er vonandi einn liður í þeirri viðleitni að breyta þess- um gamla elliheimilismóral, að fólk hætti að vera til undireins og það fer inná elliheimili. Ég þykist líka vita að undirtektirn- ar verði í samræmi við það.“ Gamalt og nýtt rennur sam- ‘an í einn farveg þettakvöld-á boðstólum verður norðlenskt hangikjöt og rjómapönnukök- ur við undirleik hljómsveitar Gunnars Þórðarsonar. Tísku- sýning verður undir stjórn Her- manns Ragnars Stefánssonar og þvínæst flytur Anna Guð- mundsdóttir leikkona gaman- mál. Feðginin SigurðurÓlafs- son og Þuríður Sigurðardóttir taka lagið og loks verður stig- inn dans fram undir miðnætti. Og er þá fátt eitt nefnt. Verð aðgöngumiða verður kr. 500 - eða eins og Róbert Sigurðs- son orðar það; „við komumst að þeirri niðurstöðu að skemmtun af þessu tagi ætti að kosta pening. Gamla fólkið vill ekki þiggja ölmusu frekar en aðrir. 500 krónur held ég líka að sé sanngjarnt verð miðað viö það sem þarna verður á boðstólum.“^ Dansmennt MR-inga í Oklahólma hefur vakið mikla athygli. halda ástinni greinilega engin bönd. ☆ Árni Johnsen, sá litríki alþingis- maður, varð fer- tugur um daginn og urðu margir til að heiðra afmæl- isbarnið. Þeirra á meðal var þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins og aðrir kollegar af þingi. í því boði flutti Þorsteinn Pálsson formað- ur stutt afmælisávarp og sagði m.a. eftirfarandi sögu af kynnum sínum af afmælisbarninu: Fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi við síðustu kosningar; Þorsteinn Pálsson, Eggert Haukdal og Árni Johnsen voru á yfirreið um væntanlegt kjördæmi sitt og héldu baráttu- fundi. Á einum fundanna bar á góma fækkun fólks í héraðinu. Bæði Þorsteinn og Eggert héldu tölur um nauðsyn þess að auka atvinnutækifærin á staðnum til að laða að nýtt fólk. Árni Johnsen steig hins vegar i pontu með öðru hugarfari: - Besta aðferðin til að fjölga fólki í Suðurlandskjördæmi er sú sama og notuð hefur verið frá upphafi vega og fram á þennan dag við fjölgun mannkyns! - Ekki var meira fjallað um ný atvinnu- tækifæri á þessum fundi. ★ ^ífG/A, Hér ☆Tímanna tákn? Jú, vissu- lega lifum við á verðbólgnum tímum! Ekki munum við betur en að hér í eina tíð hafi fastur gangprís á saltkjöti og baunum verið — túkall!★ HELGARPUSTURINN fgSBfr HjTT? «B, UAPCPr ttt Skeif unni 5a, sími 84788. MIKIÐ ÚRVAL PRJÓNAGARNI. Saltkjöt og baunir- tvöhundruö og tíkall! Allt í sóma í Oklahólma ☆Þetta hefur gengið ofboðs- lega vel hjá okkur!“ segir Kolbrún Halldórsdóttirog er greinilega í háloftunum yfir sér og sínu fólki. Flestir kannast sennilega við Kolbrúnu - ja, þó ekki sé nema við röddina í henni, sem vekur ekki ófáa landsmenn til nýs dags - því hún er einn af umsjónarmönn- um morgunþáttarins Á virkum degi. En Kolbrúnu ersitthvað fleira til lista lagt, því hún er leikari og hefur gerst æ stór- tækari á sviði leikstjórnar síð- ustu árin og leikstýrir nú viða- mestu sýningu sem Herranótt Menntaskólans í Reykjavík hefur nokkurn tíma sett upp, Oklahólma eftir þá Rodgers og Hammerstein. Oklahólma - er það ekki gamall söngleikur sem öllum finnst hryllilega hallærislegur? Kolbrún: „Jú, auðvitaðeru það viðbrögðin sem ég bjóst við. Enda er það raunin að unga fólkið hlær og hlær að rómantíkinni og dellunni. Eldra fólkið fellur hins vegar alveg í stafi. En við leikum þetta af fúlustu alvöru og einlægni og hugsum fyrst og síðast um það að hafa gaman af þessu.“ Stór sýning? Jú, það er víst óhætt að fullyrða (Dað. Leikarareru hérumbil fimmtíu, og stóreflis hljómsveit nær eingöngu skipuð nemendum skólans leikur undir. „Það er ekki síst gaman að virkja hæfileika nemenda sjálfra á þennan hátt, það var ekki lítið af hæfileikum sem kom á daginn að fundust innan veggja skólans. “ Til marks um það nefnir Kolbrún hljóm- sveitina, dansana sem eru samdir og æfðir af einni nem- endskunni, leikmyndinasem er gerð af upprennandi mynd- listarmanni í MR og búninga á allan þennan fjölda sem eru saumaðir af nemendum. „Eini hængurinn á þessu eru húsnæðismáíin," bætir Kol- brún við, pínulítið skuggaleg í röddinni. „Það er auðvitaó ófært að skólinn eða þá borgin skuii ekki eiga þokkalegt sam- komuhús sem hægt er að nota undir starfsemi af þessu tagi. Tónabær er góðra gjalda verður, en leikhús er hann alls ekki!“ Ætli Guðni rektorgæti ekki tekið undir þessi ummæli Kolbrúnar? Sýningum á Oklahólma verður fram haldið í Tónabæ um næstu helgi, flestir nemendur skólans eru nú búnir að sjá þetta framtak skólasystkinanna, en nú er vonast til þess að aðrir söng- og leikelskir láti sjá sig...* HÖGGDEYFAR í MIKLU ÚRVALI Við opnum kl. 8.30 og höfum opið í hádeginu Næg bílastæði AUK ÞESS MIKIÐ ÚRVALAF PRJÓNUM, SMÁVÖRUM TILBÚNUM DÚKUM 0G SMYRNA. TÍSKUGARN, VENJULEGT GARN HVERGI MEIRA ÚRVAL. SJÓN ER SÖGU fíÍKAfí/ PÓSTSENDUM DA GLEGA HOF - iNGÓLFSSTRÆT11 símí 16764 E V7S4 EUROCARO Mikið úrval af bóni- ulíargarni og alullar- garni Opið laugard. frá 10-12 Njálsbrenna enn á ný Enn hitnarað Bergþórshváli hjá Haukdal og séra Páli. Þar lítum við skelfd þann logandi eld sem lagður var fyrrum að Njáli. Niðri. 2 HELGAnPÖCTURMN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.