Helgarpósturinn - 15.03.1984, Page 12

Helgarpósturinn - 15.03.1984, Page 12
SEÐIVIDEO HEYRT í STEREO Samruni myndbctnds- og hljómtækja er staðreynd. Nú vill video-neytandinn fá sömu mynd- og hljómgæði heima hjá sér og í bíó. eftir Hallgrím Thorsteinsson - Hvað gerðir þú við pening- ana sem frúin í Hamborg gaf þér í gœr? - Eg keypti mér videotœki. - Myndbandstœki, já. Erþað gott? -Eh . . . það hugsa ég. - VHS eða Beta? -VHS. - Er það með kjurrmynd og hraðmynd afturábak og áfram? -J... öllu þessu, held ég. - Slómósjón? - Mn . . . ég man það ekki. - Fjórtán daga minni? -Ah. . . - Ertu ánœgður með það? - Eh . . . ég held að þetta sé ágætis tœki. - Hafðirðu efni á því? -Já. . . Æ! Það er ekki vandalaust að velja sér myndbandstæki í miðri video- byltingu. Svörin við spurningum eins og „hvaða tæki er best?” geta verið á ýmsa vegu og þau fara oft- ast eítir því hver svarar og eftir hverju er leitað. Minna er um al- gild, skýr svör: já og nei, svart og hvítt. Hver og einn verður að velja og hafna í samræmi við fjárhag og þarfir. Þróunin í -myndbandatækninni hefur verið geysiör á síðustu árum og þarfirnar hafa verið að breytast. Japanski sjónvarpsframleiðandinn Sony fór að selja fyrstu Betamax myndbanöstækin á almennum markaði 1975, og þá með það fyrir augum að fólk gæti tekið upp þætti úr sjónvarpsdagskrá til að eiga og horfa á síðar. Eftir því sem fleiri eignuðust myndbandstæki jókst eftirspurnin eftir alls konar mynd- efni á spólum í Betamax-tækin og síðar VHS-tækin einnig. Nú er svo komið að velja má úr fjölbreytilegu framboði myndbanda af ýmsu tagi, einkum kvikmynda, en einnig tón- listarefnis í ætt við ,Skonrokk” ís- lenska sjónvarpsins. Videobyltingin hélt innreið sína á íslandi svo um munaði árið 1981, þegar hér var komið á fót hverju myndbandakerfinu á fætur öðru í borg og bæ. Myndbandakerfin lognuðust fljótlega mörg hver út af, þar á meðal það stærsta, Video- són í Reykjavík, en vegur mynd- bandaleiganna jókst að sama skapi. Þær eru nú 43 talsins á höf- uðborgarsvæðinu, og bjóða upp á næstum 5000 myndbandatitla. Af hverjum titli eru svo til 10-15 ein- tök. Myndbandaleigumar leigja út myndbandstæki en það verður sí- fellt algengara að fólk fjárfesti í eig- in búnaði. Og það erþásemfóikfer að klóra sér í hausnum. Hvað er það, sem fólk vill fá út úr myndbandstækinu sínu? Vill það samskonar mynd- og tóngæði og það hefur notið í gamla sjónvarp- inu sínu hingað til, eða er það á höttunum eftir einhverju öðm og betra? Videótækjaframleiðendur hafa lagt síaukna áherslu á tón- gæði tækjanna síðustu misseri. 12 HELGARPÓSTURINN Auknar kröfur um tóngæði em meðal annars tilkomnar vegna þess að síðustu árin hefur komið fram á sjónarsviðið fjöldi kvik- myndá þar sem mikið er lagt upp úr hljóðvinnslunni. Nægir að nefna Star Wars myndirnar og söngva- og dansmyndir sem náð hafa al- mennri hylli, svo sem Flashdance. Nú er líka svo komið að flestar kvikmyndir em teknar upp með Dolby-tækninni til að minnka suð- ið og stereo-hljómur þykir nú sjálf- sagður hlutur til að gæða hljóðrás- ir kvikmyndanna aukinni dýpt. Þannig leitast kvikmyndaframleíð- endur við að hafa hámarksáhrif á áhorfandann j)ar sem hann situr með pioppkornsjxtkann sinn í myrkvuðum bíósalnum, límdur við myndina. Mynd og hljóð vinna saman til að ná tökum á áhorfand- anum. Framan af vom tóngæði mynd- bandstækjémna ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þar við bættist að hljóðið með myndunum sem spil- aðar vom í tækinu kom út um há- talara sjónvarpstækisins, sem í flestum tilvikum er ólíklegur til stórræðanna á hljómsviðinu. Fólk sem hefur átt hljómtæki, stereo- græjur, um árabil, sættir sig ekki við að hljóðið með mynde.fninu sé miklu lakara en það á að venjast úr hljómtækjunum. En nú er sem sagt að koma annað og betra hljóð í strokkinn. Myndbandstækjafram- leiðendur hafa áttað sig á gildi hljómsins og fundið lausn fyrir vandláta. Hún felst í þvi að nota stereogræjurnar fyrir videohljóð- ið. „Myndbandstækið er komið inn' í hljómtækjasamstæðuna,” segir Örn Petersen, verslunarstjóri Hljómbæjcn í Reykjavík. „Tal og tónar myndbandanna, .xudioið”, er tengt úr videotækinu yfir í magnara eða útvarpsmagn- ara hljómtækjasamstæðunnar og styrknum stjórnað þaðan. Hljóðið kemur þá út um hátalarana á græj- unum þínum í staðinn fyrir hátal- arann í sjónvcirpinu. Myndin teng- ist á sama hátt og áður í loftnets- inntak sjónvarpstækisins. En það er líka hægt að tengja myndina beint, framhjá móttakara, eða við- tæki sjónvarpstækisins. Þannig fæst enn skýrari mynd. Mikill hluti sjónvarpstækja hefur nú þessa tengimöguleika.” Fyrir fólk sem ekki á myndbandstæki hafa sjón- varpsframleiðendur skapað sam- bærilega möguleika með því að gera kleift að tengja hljóðrás sjón- varpsútsendinga beint úr bciki sjónvarpsins yfir í hljómtækja- samstæðu. Og fyrir þá sem eiga engin hljómtæki eru nú til sjón- varpstæki með stereo-hátölurum, sterkum innbyggðum hljóðmögn- urum og úrtaki fyrir fleiri hátalara. En hversu mikil eru hljómgæði videotækjanna núna? Þau eru sæmileg og fara batnandi. Stereo- hljómur kom fyrst á markað í VHS- tækjunum, og nú er hægt að fá þau einnig með Dolby-kerfi. Fyrir tæpu ári komu svo fram á sjónarsviðið Betamax-tæki með enn betri hljómi, Betamíix HI-FI. Þessi tæki voru ætluð fyrir ameríska og jap- anska markaðinn og hafa ekki komið hingað. Þau eru sögð sam- bærileg að hljómgæðum við bestu segulbandstæki. Nýlega kynntu svo framleiðendur VHS-tækja sambærilega tækni hjá sér, VHS HI-FI. Hljómgæði þessara tækja eru svo góð að í Japan, þar sem þau hafa verið til sölu í nokkurn tíma, hafa um 30% kaupenda keypt þau í þeim tilgangi að taka upp hljóð. „Þessi tæki eru aðallega fyrir fanatíkercma, framanaf að minnsta kosti,” segir Örn Petersen hjá Hljómbæ. „Hljómgæði þessara tækja nýtast ekki í afspilun á venju- legum videospólum, eins og mað- ur fær á videoieigunum núna, heldur aðallega í upptöku á efni.” Gunnar Gunnarsson, verslunar- stjóri Japis í Reykjavík, sem byrjcir að flytja þessi tæki inn í apríl-maí, segir að myndir á kassettum verði framvegis framleiddfir með tón- gæðum sem hæfa tækjunum. Hann segir einnig að sífellt verði fýsi- legra að kaupa nýjar myndir og að þær kosti nú allt niður í 19 sterl- ingspund í Bretlandi, eða tæpar 800 krónur. Ódýrasta videotækið á mark- aðnum hér á landi, Orion hjá Nesco, kostar tæpar 34.000 krónur. Til að fá VHS-tæki með Dolby- stereo þarf maður að punga út 45-50.000 krónum. VHS HI-FItækin koma til með að kosta aðeins meira, 55-60.000 krónur. Allt útlit er nú fyrir að framleiðendur Beta- max-tækja fari út í VHS. VHS virðist hafa sigrað markaðinn. En ekki eru allir á einu máli um þessa þróun. Hermann Auðunsson, verslun- arstjóri hjá Nesco, segir að lítið sé spurt um hljómgæði videotækja. .pæstir telja sig hafa nokkuð við þessa möguleika að gera; 80-90% kaupenda gera ekki þessar kröfur. Við teljum því enga ástæðu fyrir fólk að vera að borga 10-25.000 krónum meira fyrir hluti sem það kemur aldrei til með að nota. Það er eins og að kaupa spariföt, sem maður ætlar að nota eftir fimm ár. Þróunin í þessu er svo hröð, að eftir nokkur ár gæti eitthvað allt annað orðið upp á teningnum.” Nú þegar verður varla lengra komist í mynd- og tóngæðum videotækjanna. Sony selur nú myndskerm, svokallaðan Profile Monitor, sem gefur mun dýpri og skarpari mynd en hefðbundin sjónvarpstæki. Slíkir monitorcir hafa verið að ryðja sér til rúms að undanförnu. í þeim er enginn mót- takari - videotækið sér um mót- tökuna (sá sem á sjónvarps- og videotæki er í raun með tvo mót- takara). Með samruna hljómtækja og myndbandstækja í eina tækjamið- stöð á heimilinu er jainvel hætt við að fólk dragi úr bíóferðum. .Jægar myndin verður skarpari og stærri og hljómurinn fullkominn, þá nennir maður ekkert í bíó,” segir Þorsteinn Daníelsson, eigandi hljómtækjaverslunarinnar Steini í Revkjavík: „Bíóið á ekki séns, og næsta skrefið er að videotækin kála kasettutækinu,” segir hann. „Hinn almenni neytcindi gerir ekki þessar hljómgæðakröfur ennþá en hann er hættur að vilja bara sjá eða bara heyra. Hann vill sjá og heyra, t.d. tónlist.” ,£g sé fram á það,” segir Örn Petersen, „að eftir tvö til þrjú ár verði maður kominn með alla þessa miðla sína inn í sömu samstæðuna. Þú kemur til með að horfa jafnvel á slides- myndirnar þínar á skerminum og tölvan tengist inní sömu sam- stæðu líka.” Stefnan virðist þannig sú að öll- um skemmti- og samskiptaþörfum heimilisins á þessari rafeindaöld verði fullnægt á einum stað, með einni samstæðu. Þetta verður þá allt á einu bretti.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.