Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 15.03.1984, Qupperneq 20

Helgarpósturinn - 15.03.1984, Qupperneq 20
JAZZ Meistari Miles og ungstimið Marshalis eftir Vernharö Linnet Um jólaJeytið fagnaði ég hingaðkomu nýrrítr Davisskífu: Heard Round The World og vænti þess að þar tryllti John Scofield á gítarinn. Skífan kom uppúr áramótunum og tvöföld en hún var ekki ný og enginn Scofield, heldur var hér endurútgáfa á tveimur Davis-skífum frá 1964 sem erfitt hefur verið að ná í: Miles in Berlin og Miles in Tokyo. Önnur var upphaflega gefin út af CBS í Þýskalandi, hin af CBS/Sony í Japan. Það er ekki seinna vænna að geta þessa dýrgrips hér í djasspistli. Á árunum 1963-65 hljóðritaði Miles Davis kvintettinn mikið á tónieikum. CBS hefur gefið út glæsilegt úrval þessara verka: Mfe.s Davis in Europe frá tónleikum í Antibes 1963, My Funny Valentine og Four (2 More frá tónleikum í Fílharmoníuhöllinni í Lincolnmiðstöðinni í New York 1964, Tókíó- og Berlínartónleikana frá sama ári svoog Live at The Plugged Nickel frá 1965. Auk nýju skífunnar má fá fyrstu og síðar- nefndu skífuna hérlendis. Rýþmasveitin er sú hin sama á öllum þessum skífum: Herbie Hancock á píanó, Ron Carter á bassa og Tony Williams á trommur. Tenoristi víir í upphafi George Coleman (Antibes og New York), þá Scim Rivers í Tókíó, en Wayne Shorter eftir það. Þessir tónleikar voru endapunktur eins frjócista tímabils í sköp- unarsögu Miles Davis og þama tók hann uppáhaldsballöður sínar og frumsamin verk og iék þau sundur og saimcin í eitt skipti fyrir öll - iögum einsog My Funny Valentine eða Autum Leaves hafa aldrei verið gerð betri skil. í ársbyrjun 1965 hóf hann nýsköp- un í hljóðveri: ESP nefndist skífan og tíma- bilið íramað rafvæðingu Davis jafncin kennt við hana. Á Heard Round The World er ein melódía sem ekki er að finna á hinum tón- leikaskífunum: IF1 Where a Bell, tekið upp í Tókíó. Önnur lög frá Tókíó eru: My Funny Valentine (einnig á New York-upptökum), All of You (Antibes og New York);.S'o What og Walkin eru bæði á Tókíó- og Berlínar- skífunum og einnig má finna þau á annarri New York skífunni og Walkin í Antibes. Önnur Berlínarlög eru Milestones og Autum Leaves sem bæði má finna á Antibes-skífunni. Hin ljóðræna æð Miles Davis var opnari en nokkru sinni fyrr á þessum árum. Hinar hægu ballöður voru einsog fljót tilfinninga þarsem þó cildrei flóði yfir bcikkana. Hraðari ópusar voru leiknir af þeim krafti og eldi er hvorki var hjá honum að finna fyrr né síðar. Ég held að sem einleikari hafi Davis náð hæst á þessum skífum. Sem tónhugsuður og tónskáld vann hann afrekin annarsstað- ar en sem sólisti var hcinn á toppnum þarna. Það þcirf ekki að fara mörgum orðum um rýþmann - hann var í einu orði sagt stór- kostlegur. Tókíóskífan er eina skífan þcir sem Sam Rivers lék með Davis og Berlínar- skífcin er sú fyrsta með Wayne Shorter, sem átti eftir að verða sá saxisti sem best lék við hlið meistcirans að Coltrcine gengnum. Löngum er verið að bollaleggja um arf- taka Davis, þótt garnli maðurinn sé enn í fullu fjöri og ekkert að hugsa um að snúa tánum uppí loft. Sá trompetleikari er nú vekur mesta athygli er tvímælalaust ung- stimið frá New Orleans: Wynton Marshalis. Ætli Marshalis sé ekki grimmasti trompet- blásari sem komið hefur fram í djassheim- inum síðan Lee Morgcm. Morgan var ekki nema 34 ára þegar vinkona hcins skaut hann til bana á Slugs í New York þar sem hann lék 1972. Aðrir stórtrompetar boppsins urðu skammlífari. Fats Navarro var aðeins 27 ára þegíLr hið hvíta eitur og hinn hvíti dauði drógu hann til dauða og Clifford Brown fóst í bílsiysi 26 ára gcimcill. Vonandi fetar Mcirs- halis í fótspor Dizzy og Miles og lifir að ná hinum hæsta þroska. Nýlega bárust hingað til lands tvær skífur með kvartett píanistans Herbie Hancock: Quartet nefnist albúmið. Þarna er gamla rýþmasveitin hans Miles Daivs saman komin. Sú sem seinna hefur keyrt VJS.O.P. kvintettinn áfram: Hancock, Carter og Tony Williams. Blásarinn er svo nýstirnið Wynton Marshalis. Upptakan er gerð í Sonystúdíói CBS í Tókíó árið 1982 og boppið er kraftmikið og heitt. í upphafi eru leiknir tveir Monk ópusar: Well you Needn’t og Round Midnight þcirsem Mæshalis fer á kostum eins og annarsstaðar á skífunum og mætti halda að hann væri hljómsveitar- stjórinn. Hancock á þama ópus: The Eye of the Hurriccuie og Tony Williams líka: Clear Ways; hvorutveggja hresscindi nýbopp- smíði. Afturá móti eru verk Ron Carters af öðru sauðahúsi: A Quick Sketch, einföld og ljúffönkuð melódía og rómanskt Parade. Svo eru þrír ópusar þekktir. The Scorcerer eftir Herbie og Pee Wee eftir Tony eru einkavinir allra Milesgeggjara frá ESP-tím- anum. Hér er öll dulúð Miles á burtu og hressileiki hinncir ótömdu æsku ríkir öllu ofar. Svo er einnig í lokaballöðunni: I Fall in Love Too Eeisily. Það er tvítugur unglingur sem þar blæs. Marshalis er mikið undur. Tækni öll eins- og best verður á kosið, tónninn mjúkur, fagur og tær og hugmyndaflugið fjörugt og krafturinn óbeislaður - en hann á eftir að nema hin dýpri svið tilfinninganna, þar sem lærimeistarar hans sigldu og sigla enn. Það þarf engum getum að því að leiða að það tekst og vonandi sleppir hann þá ekki síður frcimcif sér beislinu - það er æskukrcifturinn sem gerir þessa kvartettskífu Hancocks heillandi. POPP Nýtt frá Dury og Johnson lan cS The Music Students - 4000 Week’sHoliday Ian Dury sló í gegn þegar hann sendi frá sér plötuna New Boots & Panties í septem- ber árið 1977. Naut plata þessi óhemju vin- sælda í Bretlandi og var hún t.d. ofarlega á vinsældalista allt árið 1978. Þá naut Dury á þessum tíma mikilla vinsælda fyrir lögin Sex & Drugs & Rock & Roll, What A Waste og ekki síst fyrir Hit Me With Your Rythm- stick, sem seldist í nærri miljón eintökum. Það má einnig nefna sem dæmi um vel- gengni hans og hljómsveitarinnar Block- heads á þessum tíma að önnur LP platan þeirra, Do It Yourself, fór beint í annað sæti breska listans. En skömmu eftir útkomu plötu þessarar yfirgaf Chas Jankel Block- heads en hann hafði átt mestan heiður af útsetningum, auk þess sem hann samdi all- stóran hluta laganna. í stað Jankel kom gítarleikarinn Wilko Johnson, sem áður lék með Dr. Feelgood og Solid Senders. Með hcuin innanborðs gerðu lan Dury & The Blockheads eina stóra plötu sem heitir Laughter. Einnig gáfu þeir út tvær litlar plötur en engin þess;ua platna seldist neitt í líkingu við það sem áður hafði verið. Þrátt fyrir það er ég þeirrar skoðunar að Laughter sé ein albesta plata sem Dury hefur látið frá sér fara. í byrjun árs 1981 skildi leiðir Ian Dury og Blockheads, auk þess sem hann hætti að gefa út plötur hjá Stiff og gerði þess í stað samning við Polydor. Þá um sumarið hóf hann á ný samstarf við Chas Jankel og sam- an flugu þeir til Compass Pass á Bahama- eyjum, þar sem platan Lord Upminister varð til með hjálp ryþmaparsins fræga Sly Dunbar og Roddie Shakespeare. Heldur þótti plata þessi dauf í samanburði við ann- að sem frá Dury hafði komið frcun að þessu og raunar fór svo að plata þessi seldist illa. Síðan þetta var hefur lítið frést af Dury, þar til nú fyrir skömmu að platan 4000 Week’s Holiday kom út. Nú er hann sem sé kominn á fullt aftur með nýrri hljómsveit og kalla þeir sig lan & The Music Students. Þrjú ár er langur tími í poppheiminum og það Vcir þvi ljóst að til þess að Dury næði að klóra sig aftur upp á þann stall, sem hann áður stóð á, þyrfti hann nú að koma með góða plötu, ekki síst vegna þess að Lord Upminister var ekki nógu góð. Því miður get ég þó varla sagt annað en að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum með 4000 Week’s Holiday. Það er samt erfitt að segja hvað það raun- verulega er sem veldur þessum vonbrigð- um. Ég held að það séu þó fyrst og fremst útsetningar laganna sem ekki hrífa, frekar en að Dury hafi sjálfum farið aftur. Lögin eru svipuð og áður, kannski um of, textamir forvitnilegir og Dury virðist sjálfur í ágætu formi. Það er heldur ekki hægt að segja að spilararnir kunni ekki sitt fag, því hljóð- færaleikurinn er tæknilega góður. Það Vcint- ar hins vegar einhvern kraft og jafnvel meiri grófleika. Ég hefði t.d. ekkert haft á móti einu eða tveimur beygluðum saxófónsóló- um frá David Payne (hann lék með Block- heads) í stað þessara pottþéttu blásturs- sóióa sem er að finna á 4000 Week’s Holi- day. Það hefði heldur ekki verið verra þótt meira hefði heyrst af gítarleik í líkingu við það sem gefur að heyra í laginu Percy The Pocket. Það má ef til vill segja, eftir allt saman, að plata þessi sé alls ekki svo galin, og víst er að hún venst þolanlega. Málið er þó, að eftir þriggja ára hvíld hafði ég búist við einhverju bitastæðara frá lan Dury, því hann hefur áður sýnt að hann er fær um að gera virkilega góða hluti. Linton Kwesi Johnson - Making History Það eru fleiri en Dury sem ekki hafa sent frá sér plötur í langan tíma, því frá Linton Kwesi Johnson hefur ekkert komið síðan árið 1980. Making History er því fyrsta plat- an sem hann sendir frá sér í nærri fjögur ár. Þessum árum hefur hann þó ekki varið í neitt iðjuleysi, því Linton Kwesi hefur viða komið við á þessum tíma. Hann hefur til að mynda mikið komið fram opinberlega, auk þess sem hann mun á tímabili hafa stjómað þáttaröð í BBC Radio One um sögu og þró- un tónlistar á Jamaica. Ég held það fari vart á milli mála að Mak- ing History er einhver besta plata sem Linton Kwesi Johnson hefur sent frá sér fram til þessa. Það segir auðvitað mikið um gæði plötunnar, því þær plötur sem áður hafa komið frá honum eru allar sérlega góð- ar. Það sem að mínu mati gerir þessa plötu betri, er að tónlistin er fjölbreytilegri og hljóðfæraleikur viða meistaralega góður. Utsetningar undirstrika nú betur en áður innihald ljóðanna og má í því sambandi nefna Reggae Fi Radini, þar sem fjallað er um sagnfræðinginn Walter Rodney frá Guyana, en hann var myrtur þar í október 1980. Lagið er sambland af reggae-tónlist og suður-amerískri tónlist. I Reggae Fi Dada, sem Johnson saindi í minningu látins föður síns, má heyra blús- áhrif, svona rétt til að undirstrika tregann. What About Di Working Class er reggae/ jazz-ljóð og er þar fjallað um þá erfiðleika sem steðja að ýmsum félagslegum samtök- um víða um Evrópu, en helst er fjallað um England og Póllcuid. Di Eagle An’Di Bear fjallar um þá kald- hæðni, að á meðan eitt aðaláhyggjuefni hinna þróuðu þjóða er yfirvofandi hætta á kjcimorkustríði, þá virðist það ekki snerta mikið íbúa þriðja heimsins. Reynt er að skýra af hverju þetta er svo. Di Great Insohrekshan og Mciking History fjalla um uppþot sem urðu í hverfum litaðra á Eng- landi en einkum þó í Brixton, árin 1979, 1980 og 1981. 011 eru framangreind ljóð mjög áhrifa- mikil, en þó siær New Craas Massahkah þeim öllum við. Þcir er fjallað um bruna sem varð í New Cross í Suður-London og leiddi þrettán svört ungmenni til dauða. í húsi því sem brann var í gangi afmælisveisla sextán ára gamallar svartrar stúlku. Sá grunur vaknaði fljótlega að um íkveikju hefði verið að ræða, en yfirvöldum virðist ekki hafa verið mjög umhugað um að rannsaka málið til hlítar. Framsetning Lintons Kwesi á þess- um atburði og eftirmálum hans er frábær. Hann lýsir því hvemig glaðvær veisla breyt- ist í harmleik, og á meðan leikur hljómsveit- in undir með léttum reggae-ryþma. En inn á milli skýtur hcuin eigin hugleiðingum varð- andi mál þetta og er þá tónlistin stöðvuð á meðan. Ekki verður því á móti mælt að þetta er áhrifamikill framsetningarmáti. Það er enginn efi að í Linton Kwesi John- son á hömndsdökkt fólk, og þá einkum svertingjar, í Bretlandi sterkan málsvara, sem setur sitt mál fram á skýran og skiljan- legan hátt (það er að segja ef þú skilur framburðinn). Dennis Bowell Dub Band sem leikur með honum er einhver besta reggae-hljómsveit heims og Making History er frábær plata. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.