Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 13.06.1985, Qupperneq 4

Helgarpósturinn - 13.06.1985, Qupperneq 4
INNLEND YFIRSÝN eftir Halldór Halldórsson # Tapa öll skipafélög á Atlantshafsleiðinni nema Hafskip hf.? HAFSKIP HF. Innilegur fögnuöur, hefói tapiö veriö meira? „Þessi fundur var eins og kosningafundur," sagði einn af þeim sem sóttu aðalfund Haf- skips um daginn, eftir að Helgarpósturinn hafði í ítarlegu máli rakið stöðu fyrirtækisins í grein daginn áður. Annar sagði að engu lík- ara hefði veriö en að menn hefðu verið að búast til orrustu. „Fundurinn var brandari og á honum var bannað að spyrja hlutlægra spurninga. Og hvar í heiminum kæmi það fyrir, að fjármálaráðherra lands væri fundar- stjóri á aðalfundi í fyrirtæki, sem væri á hausnum og væri að auki búið að ganga svo rækilega í ríkishítina, að það eitt dygði sem ástæða fyrir alvarlegri yfirferð og úttekt á rekstri fyrirtækisins," sagði annar hluthafi um fundinn. Þessir menn voru allir sammála um að hlutverk fjármálaráðherra sem fund- arstjóra hefði verið siðlaust og þeir bættu við, að varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefði átt að halda sig niðri á Alþingi. Fundur þessi verður lengi í minnum hafð- ur fyrir framangreindar ástæður og jafn- framt vegna þess gagnrýnisleysis, sem virtist vera einkunnarorð hans. Einn fundarmanna hvíslaði því að öðrum, að ef Hafskip hefði tapað 500 milljónum en ekki „aðeins" 95 milljónum samkvæmt ársreikningi, hefði þakið sennilega fokið af húsinu vegna fögn- uðar fundarmanna. Annar gekk svo langt að segja, að hefði Albert dansað á öðrum fæti í kringum borð, væru yfirgnæfandi líkur á því að vel heimingur fundarmanna hefði gert slíkt hið sama. Allt frá stofnun Hafskips hf. árið 1958, þegar ýmsir útgerðarmenn og kaupmenn í Reykjavík tóku sig saman um að bæta skipa- þjónustuna við landsbyggðina og til að vega upp á móti veldi Eimskips og SÍS í siglingum, hefur reksturinn gengið brösulega, upp og ofan. Útvegsbankinn lánar 160 milljónir umfram veö Árið 1970 var fyrirtækið komið í verulega erfiðleika í rekstri og stöðvaðist reksturinn með „arresteringu" skipa þess vegna skulda i erlendum höfnum árið 1973. Þá keypti Magnús Magnússon það og bjargaði þar með Útvegsbankanum frá stórtapi. En strax 1975 fer aftur að halla undan fæti. 1977 var Björg- ólfur Guðmundsson, núverandi forstjóri, ráð- inn og hófst ferill hans hjá fyrirtækinu með fremur óheppilegum hætti. Síðan gerðist það að Björgvin losaði sig við Magnús og svo var skipuð ný stjórn, helmingi stærri en áður og var formaður hennar Albert Guðmunds- son borgarfulltrúi, núverandi fjármálaráð- herra. Albert varð stuttu síðar formaður bankaráðs Útvegsbankans. Þá var um þetta leyti ráðinn annar framkvæmdastjóri við hlið Björgólfs forstjóra, Ragnar Kjartansson, þá hjá Skeljungi, mikiil vinur Björgólfs. Hér er rétt að minna á, að það þótti sumum óvar- lega að því staðið að gera Albert að formanni bankaráðs, þar sem hann væri jafnframt stjórnarformaður eins stærsta skuldunautar bankans. Og skyldi raunar engan undra. í tíð Björgólfs Guðmundssonar hefur Haf- skip vaxið og umsvifin aukizt. Hins vegar hefur reksturinn gengið illa, misilla þó, en nú er svo komið að fyrirtækið er komið á haus- inn. Það á ekki fyrir skuldum og eingöngu erlend lán með ábyrgð Útvegsbankans hljóða upp á 550 milljónir króna. Þar af vant- ar ved fyrir 160 milljónum og þannig er Út- vegsbankinn kominn í vond mál og voru þau þó slæm fyrir, eingöngú vegna Hafskips. Um þetta fjallaði greinin í Helgarpóstin- um, sem stjórnendúr og stjórn Hafskips telja atvinnuróg! Sannleikur um stöðu fyrir- tækisins er m.ö.o. talinn meiðyrði og at- vinnurógur. HP fékk vitneskju um það í fjöl- rituðu plaggi, sem dreift var á aðalfundinum, að Hafskip „mun stefná' HP fyrir þetta. Hér hefur verið lýst lítillega aðdragand- anum að þeim látum, sem síðan hafa orðið, og því er við að bæta, að sennilega hefur Helgarpósturinn orðið þess valdandi með skrifum sínum, að hluthafar þögðu um rekstrarmál fyrirtækisins. Þess í stað voru menn yfirlýsinganna og vanir fundarmenn settir í sérstaka röð á mælendaskrá til þess að kæfa allan andbyr. Björgólfur búinn aö reka einn starfsmann Fréttamenn sem hafa fylgzt með gangi mála halda því fram, að forstjóranum og stjórnarformanninum hafi tekizt að nota ergelsi og reiði hluthafa og þannig í raun breitt dulu yfir mjög alvarleg og raunveruleg vandamál félagsins. Aðalfundurinn var sviðsetning manna sem kunna að sviðsetja. Þeir virðast hins vegar eiga erfiðara með að reka fyrirtæki, nú um stundir. En með aðalfundinum var ekki öll sagan sögð. I fyrsta lagi rak Björgólfur Guðmundsson einn af starfsmönnum Hafskips (USA) sama dag og HP kom út (6. júní) með greininni frægu. Þá var strax byrjað að efna til starfs- mannafunda og reynt að hrekja staðreyndir Hafskipsmálsins. Til þess var tekið, „að Björgólfur sjálfur mætti“, eins og það var orðað. Meðal annars hélt forstjórinn tölu yfir starfsmönnum einnar deildar fyrirtækisins, lýsti frásögn HP lygi og lagði alla áherzlu á rógskrif, og það hversu ómerkilegt blað HP væri. í kaffistofunni sat gamall starfsmaður fyrirtækisins og sagði eins og upp úr eins manns hljóði: „Ætli það sé nú ekki mikið til í þessu, sem þeir eru að segja í Helgarpóstin- um?“ Við þessi orð varð Björgólfur forstjóri ævareiður og missti stjórn á skapi sínu: „Haf- skip hefur ekkert með svona starfsfólk að gera,“ sagði hann. Maðurinn mun víst halda starfi sínu enn. Þá hefur HP heimildir fyrir því, að Haf- skipsmenn rækti nú fjölmiðlatengslin. Þann- ig kom til hafnar í Reykjavík í þessari viku skipið Sandá, sem Hafskip hefur á kaupleigu- samningi. Um borð var boðið nokkrum lykil- mönnum, meðal þeirra ritstjórum og frétta- stjórum af stærstu blöðunum. í þessari grein verður ekki farið aftur yfir efni greinarinnar í HP í síðustu viku. Þó verð- ur ekki hjá því komizt að benda á samning- inn góða við flutningafyrirtækið National Piggyback, sem tekur að sér að sækja og fara með gáma um þver og endilöng Bandaríkin. Þetta kynntu stjórar Hafskips sem björgun- arleiðina fyrir Átlantshafssiglingarnar. Haf- skip gerði samning við fyrirtækið um að kynna sérstaklega og selja þjónustu Hafskips í austurátt, þ.e. til Evrópu. Fyrirtækið banda- ríska gat að skaðlausu skrifað undir, en að öðru leyti gat Hafskip ekki ætlazt til neins af þessum mönnum. National Piggyback er mjög mikilvægt atriði í allri umræðunni um „trans-atlantic“ siglingar Hafskips og því skiptir ekki litlu, að enn hefur ekki borizt einn einasti gámur frá Piggyback til Haf- skips. Ástæðan er sú, að National Piggyback þjónar mörgum skipafélögum og tekur fyrir hönd umbjóðenda sinna beztu kjörin. Mál þetta virðist því vanhugsað eins og svo margt annað í þessu Hafskipsmáli. Enda gerði Hafskip ekki athugasemd við þetta atriði í HP greininni. Bjartsýni - uppgjöf Áður en við víkjum aftur að Atlantshafs- siglingunum er ekki úr vegi að fara nokkrum orðum um gífurlega bjartsýni framámanna Hafskips. Raunar er það spurning hvort nota eigi orðið bjartsýni. Þannig sagði t.d. Ragn- ar Kjartansson stjórnarformaður á aðalfund- inum, og var þá að vitna til skýrslu sinnar vegna aukahluthafafundarins 9. febrúar, þegar ákveðið var að auka hlutaféð um 80 milljónir króna. „Uppgjöf er ekki valkostur hjá Hafskip hf.“ Sami maður skilaði greinargerð árið 1978, í desember, um stöðu félagsins, helztu verk- efni og viðhorf í náinni framtíð og var þessi greinargerð einnig tekin saman í tilefni hlutafjáraukningar. „Af hverju er rétt að gerast hluthafi í Hafskip hf.?“ spurði Ragnar, sem þá var framkvæmdastjóri fjármála- og skipulagssviðs: „Það er markmið félagsins, að fjárfesting í hlutabréfum Hafskips hf. geti skilað í gegn- um arð og útgáfu jöfnunarbréfa, eigi lakari útkomu en spariskírteini ríkissjóðs." Það er nú það. Eitthvað hafa áætlanirnar raskazt frá þessum tíma og fram á þennan dag. En samt eru þeir enn bjartsýnir og von- andi standast áætlanir þeirra um „jákvæða niðurstöðu" á þessu ári. Björgólfur Guðmundsson vék að áætlana- gerð í ræðu sinni á föstudaginn síðasta og af orðum hans og niðurstöðu reynslunnar sést hve oft getur skakkað miklu: „í upphafi árs 1984 gerðu áætlanir ráð fyr- ir að afkoma ársins yrði jákvæð um ca. 20 milljónir. (Þarna skeikar um 115 milljónir, innsk. HP). Einhver kann að hugsa, að hér séu meira en lítil frávik á ferðinni, þegar borið er sam- an við endanlega niðurstöðu ársins. Það er rétt. Hins vegar má ekki gleyma grundvallar- kosti áætlanagerðarinnar, sem er saman- burður áætlunar og raunveruleika eftir því sem hann birtist og endurmat á horfum í ljósi niðurstaðna úr fortíð og vísbendinga um framtíð. Með þessu móti styrkir félagið stöðugt ákvarðanagrundvöll sinn við mat á orsökum og afleiðingum.“ (leturbr. HP). Þar höfum við það. Maður lærir ekki af reynslunni, heldur af því að bera saman áætlanir byggðar á fortíð um framtíð við samtíð! í viðtali við Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, 30. janúar s.l., kvaðst Ragn- ar Kjartansson mjög bjartsýnn á Atlantshafs- siglingarnar og sagði að raunar væru þær byrjaðar að skila arði, þ.e. á árinu 1984, þeg- ar tapið varð 95 milljónir samkvæmt opin- berum tölum. Þá minntist Rangar á það, að greiðsluhættir erlendis væru öðru vísi og peningar kæmu fljótar inn. Þó vantaði heila milljón dollara í upplýsingar um stöðu fyrir- tækisins, þegar hún var kynnt í lok janúar áður en til hlutabréfaaukningarinnar kom. Skýringin sem Björgólfur Guðmundsson gaf á aðalfundinum var einmitt að upplýsingar um stöðuna erlendis hefðu borizt seint! Litlu félögin tapa líka Um Atlantshafssiglingarnar eru menn á mjög mismunandi máli. Sumir segja að óhugsandi sé að græða á þeim, en Hafskips- menn segjast græða á þeim. Samkvæmt grein í Journal of Commerce 20. maí á þessu ári er fjallað um síaukinn fjölda smárra skipafélaga eins og Hafskips, sem reyni að komast inn á Atlantshafssiglingaleiðina, aðallega til þess að fá hluta af þeim gífurlegu flutningum, sem stefna til Bandaríkjanna. Þessi féiög veiti lágmarksþjónustu. Þá séu þau skeinuhætt jafnvel stærstu skipafélögun- um af þeirri einföldu ástæðu, að frá Banda- ríkjunum sé nánast ekkert að flytja núna. Haft er eftir einum forstjóra skipafélags, að þessi litlu félög geti hugsanlega gert það gott í mjög skamman tíma, en smám saman komi farmskorturinn jafnharkalega niður á þeim og öðrum og harðar, ef þau hafa lækkað farmgjöldin mjög mikið, eins og reyndin hefur orðið, t.d. hjá Hafskip. A skömmum tíma sigli þau svo í gjaldþrot. Þess má geta að Hafskip siglir á New York og höfnin sem fyrirtækið valdi er Jersey City, sem er dýrasta höfnin sem heyrir undir flug- og hafnarstjórn New York, sem tekur einnig til New Jersey. Nú stendur málið þannig, að enginn græð- ir á þessari siglingaleið — nema þá Hafskip. Hér hefur verið stiklað á stóru, en það verður forvitnilegt að fylgjast með fram- vindu mála Hafskips hf. (Á bls. 10 birtum við athugasemd frá Haf- skipi hf. vegna HP-greinarinnar). 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.