Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 13.06.1985, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 13.06.1985, Qupperneq 24
NÆRMYND Tony Knapp fæddist 13. októ- ber árið 1938 í bænum New- stead Colliery í Nothing- hamshire, skammt frá Mansfield. Hann er tvíburi, sonur hjónanna Rolands Knapp námaverkamanns og Marian Knapp húsmóður. Þau eiga annan son, John, sem alla tíð hefur starfað í námum, svo og tví- burasystur Tonys, Margareth, sem er húsmóðir. Tony segist sjálfur hafa nefið frá mömmu sinni, en kjaftinn aftur á móti frá pabba karlinum. Það kom snemma í ljós að patt- inn var enginn námsmaður og fannst litlu skipta hve margar kon- ur giftust Hinriki VIII. eða hve áin Thames væri löng. Hann mætti illa eða ekki í skólann sinn og fékk oftsinnis bágt fyrir hjá föður sín- um sem átti það til að lumbra á stráksa ef hann rataði í vandræði. Og það gerðist oft, að því er Tony segir sjálfur: „Blessaður vertu, ég var alltaf að gera einhvern fjand- ann af mér á bernsku- og unglings- árunum. En það var þó sérstak- lega þetta með skólann: Eg þoldi ekki námið, hundleiddist það, enda hef ég aldrei getað ímyndað mér sjálfan mig sem einhvern sprenglærðan spekúlant." En prakkarastrikin? „Ég var ansi ódæll, það máttu bóka", segir hann núna þegar hann rifjar upp æskuna í hverfinu heima; skítuga stráka í rifnum hnébuxum þrusa næsta vindlausri tuðru á milli sín. . . Og markið vitaskuld: „Bara krotað á vegg með kolamola." Fót- boltinn varð honum allt; fiðringur- inn í tánum snemma krónískur. I rauninni var ekki nema um tvennt að velja fyrir strák eins og Tony á þessum árum í þessu umhverfi: Annaðhvort að skríða ofan í nám- una með pabba og stóra bróður og vera þar alla ævi bikaður í fési, eða æfa svo oft og mikið með tuðruna að eygja mætti von hjá einhverju liði seinna meir. Tony afréð að leggja inn á erf- iðari brautina. Uppáhalds- liðið hafði náttúrlega alltaf verið það nærtækasta, „Reds" ali- as Nottingham Forest. Að lokinni skólaskyldu trítlaði hann inn á City Ground, aðeins fimmtán ára að aldri og með engu reynslu af agaðri knattspyrnuþjálfun, hafði rétt aðeins spilað með tveimur lið- um til þessa sem bæði voru heldur lítilfjörleg, það er að segja liði sóknarkirkjunnar heima og liði námaverkamannanna í Newstead. Og kannski mestmegnis af þess- um sökum fór það svo að dvölin inni á City Ground varð ekki iöng, aðeins átta mánuðir. Honum var einfaldlega sagt að hann væri ekki nógu góður. Leiðin lá ofaní nám- urnar. Þar hjó Tony í tvö ár. . . En stráksi ætlaði ofar og innan skamms var hann kominn á at- vinnumannasamning hjá Leicest- er City. Þar með fór sólin hækk- andi. Hann varð fastamaður í lið- inu eftir tvö ár hjá því, og staðan sem hann spilaði þar og æ síðan á ferlinum var miðvörður. Tony var átta ár hjá Leicester, síðustu árin sem fyrirliði þess. En hann fór fúll frá liðinu. Þannig var að Leicester komst í bikarúrslitin á móti Totten- ham árið 1961. Áhangendur Lei- cester bjuggust náttúrlega við því að Tony myndi stýra liði sínu í þessum þýðingarmikla leik, en svo fór þó ekki. Daginn sem hann átti að fara fram, lýsti stjórn liðsins því yfir að Tony hefði verið settur út úr liðinu, og gaf engar frekari útskýringar á þeirri ákvörðun. Nú, Spurs unnu leikinn (unnu reyndar tvöfalt þetta ár). Ástæðuna fyrir þessari umdeildu ákvörðun stjórn- ar Leicester telja menn núna vera þessa, og hún er grátbrosleg: Knapp er málhaltur, stamar á stundum, og það hefði kannski verið hlegið að honum við liðs- kynninguna þegar fyrirliðar lóðsa einhvern drottningarmanninn meðfram uppstilltu „tíminu" á Wembley! eftir Sigmund Erni Rúnarsson teikning Elín Edda Jæja. Það fór þá þannig að Spánverjarnir fóru brosandi út af vellinum í gærkvöld, en okkar menn með skeifu. Við hin; þetta svekkt og upp í bölvandi. Tony Knapp með kreppta hnefa í vös- um, eilítið hokinn í herðum, gráhærður. Hann er í Nærmynd núna. Þessi enski fyrrum fótboltastrákur hefur lengst allra gegnt stöðu landsliðseinvalds íslendinga, fyrst á árunum frá 1974 til 78 og svo frá því í fyrra, samtals í bráðum sjö ár. Hann er núna hálffimmtugur og vel það og menn eru hreint ekki sammála um hvernig gæi hann sé. Ágreiningurinn er enn meiri þegar farið er að ræða hæfileika hans sem þjálfara og stjórnanda á velli. í því efni rífast menn. En Tony Knapp er sama, stendur svo sannarlega á sama. Honum finnst einu gilda hvaða skoðanir menn hafa á sér. Og þær eru eftirfarandi. .. Tony Knapp Leiðin lá suður á bóginn til Southampton. Þar gegndi Tony fyrirliðastöðunni næstu sjö árin eða til ársins 1969. Um þetta leyti reis sól hans einna hæst sem knattspyrnumanns. Að vísu er það samdóma álit sérfræð- inga að Tony hafi aldrei náð að verða yfirmáta góður leikmaður, en víst er að hann þótti þéttur fyrir í vörninni og alltaf mikill baráttu- jaxl. Hann komst aldrei í A-lands- lið Englands, en náði hinsvegar að spila einn leik með B-landsliðinu. Á tímabili spilaði George Kirby með Tony í liði Dýrlinganna, en hann þekkja íslendingar meðal annars sem þjálfara Skagamanna fyrir fáum árum. Nema hvað, þeim varð ekki vel til vina. Kirby stakk undan Knapp og gekk að eiga æskuástina hans nokkrum mán- uðum seinna. Hvort það er vegna þess eða einhvers annars, þá hefur Tony aldrei kvænst; „because I’m so clever", eins og hann orðar það reyndar sjálfur. Og hann er barn- laus; „eða, ég veit ekki betur!“ Þrjátíu og eins árs gamall var Tony enginn Dýrlingur lengur. Eft- ir dvölina hjá Southampton má segja að leið hans sem knatt- spyrnumanns hafi legið niður á við. Hann var með Coventry City í eitt ár, en fór síðan vestur um haf og lék með Los Angeles Wolves um tveggja ára skeið, þá Bristol City í eitt ár og loks Tranmere Rov- ers sem þá voru í þriðju deild. Eftir dvölina hjá því lítt þekkta Marsey- liði lagði Knapp skóna á hilluna. Erfiðleikatímabil tók við í lífi Tonys; næsta mislukkaðar tilraun- ir til þess að ná árangri sem þjálf- ari og/eða framkvæmdastjóri enskra fótboltaliða. Poole-Town var fyrst á dagskrá, en það er utan- deildarlið skammt frá Bourn- mouth á suðurströndinni. Hann hvarf þaðan að ári liðnu til Nor- wich City sem einn af mörgum að- stoðarþjálfurum Ron Saunders (sem seinna fór til Aston Villa og er nú hjá Birmingham). Hann náði ekki hærra þar, og hætti 1973. Menn segja að draumurinn sem aldrei hafi ræst í lífi Tony Knapp hafi verið að gerast framkvæmda- stjóri hjá ensku fyrstudeildarliði. Og Tony býr enn að þeim draumi, að eigin sögn. En svo barst kall frá íslandi, nánar tiltekið úr Vestur- bænum í Reykjavík, úr barka Sveins Jónssonar sem þá var formaður knattspyrnudeildar K.R. og síðar formaður alls félags- ins. Hann ber Knapp góða sögu: „Tony reyndist mér og mínu félagi hinn besti. Hann stóð við alla samninga alveg hundrað prósent, hvort heldur þeir voru munnlegir eða skriflegir. Hann er svo áreið- anlegur að allt sem hann segist ætla að gera stendur eins og stafur á bók“, segir Sveinn. En árangur- inn úti á velli var hinsvegar ekki neitt sem kallaði fram bros á varir aðdáenda Vesturbæjarliðsins. Þau tvö ár sem Tony þjálfaði liðið var það í fallhættu, stundum bull- andi. . . Menn spyrja; hvað olli? Eina skýringuna telja menn vera þá að Tony hafi einfaldlega haft úr of lé- legu efni að moða á þessum árum, en aðrir segja að þegar allt komi til alls sé Tony barasta enginn þjálf- ari! „Tony myndi aldrei nota þau meðmæli sem hann hefur héðan fyrir þjálfun sem slíka. Reynslan sem við höfum af honum í því af- markaða hlutverki er einfaldlega of slæm til þess. Og þá skírskota ég einmitt til K.R.-tímabilsins hjá honum", segir Ingi Björn Alberts-. son fyrrum landsliðsmaður og nú þjálfari FH. „En það segir mér heldur enginn að hann sé vitavon- laus þjálfari. Hann kom til dæmis norsku Víkingunum langt", bætir hann við. Sigmundur Ó. Steinars- son, íþróttafréttamaður DV, er líka einn þeirra sem efast um þjálfara- hæfileika Knapp: „Mér finnst hann enginn langtímaþjálfari. Honum lætur best að byggja upp 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.