Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 9
í þessu húsi að Hverfisgötu
82 ráku þeir bræður
fasteignasölu, verðbréfasölu
og húsaleigumiðlun.
Ásgeir Þormóðsson
sölumaður. Segir RLR-menn
hafa verið afskaplega
nærgætna og kurteisa.
Arnór Vikar jótar misferli
Samkvæmt heimildum Helgar-
póstsins mun Arnór Vikar þegar
hafa játað að minnsta kosti eitt tilvik
um misferli. Það snýst um íbúð við
Klapparstíg sem þeir voru með í
sölu. Munu þeir hafa fengið starfs-
mann fasteignasölunnar til að ger-
ast kaupanda að íbúðinni, en hafa í
raun keypt hana sjálfir og selt með
góðum hagnaði. Þetta gerðist í
fyrravor og er Arnór Vikar í því
sambandi sakaður um að hafa not-
fært sér starfsmanninn til að kaupa
íbúðina á fölskum forsendum. A
hinn bóginn eru uppi áhöld um það,
hversu alvarlegt misferli hér sé á
ferðinni og taldi þannig einn lög-
fræðingur sem þekkti málið að hér
væri ekki um sakamál að ræða, í
mesta lagi einkamál.
Fyrir öðru munu ekki liggja fyrir
játningar, þó sakarefni séu mörg og
rannsóknin umfangsmikil.
9 milljónir í vanskilum
Þannig er til rannsóknar að því er
Helgarpósturinn hefur aflað sér
upplýsinga um sala bræðranna á
húseign við Barónsstíg. Kaupandi
húseignarinnar hugðist setja þar á
fót gistiheimili fyrir útigangsfólk og
aðra heimilislausa. Segir einn við-
mælenda blaðsins að hann hafi haft
í vegarnesti loforð frá Félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar og
Gæsluvistarsjóði um aðstoð við fjár-
mögnun hússins gegn því að skjól-
stæðingar þessara aðila fengju þar
inni. Segir viðmælandinn að þessi
loforð hafi ekki verið efnd og því
hafi farið sem fór. Útgefin skulda-
bréf fyrir kaupverðinu — um 9 millj-
ónir króna — hafi lent í vanskilum,
en á þeim er tilgreint að Sumarliði
Óskar sé kröfuhafi. ,,En allir vissu
að Sumarliði Óskar var í rauninni
ekki kröfuhafi, þetta var bara sett
upp svona," segir viðmælandinn.
Samkvæmt þessu má að minnsta
kosti fullyrða að ekki hafi verið
staðið að útgáfu þessara skuldabréfa
á tilætlaðan máta.
Rannsókn í Keflavík og
ó Akranesi
Þá telur Helgarpósturinn ástæðu
til að ætla að til rannsóknar sé sala
þeirra bræðra á íbúð í Keflavik. Eig-
andi fasteignasölu einnar í borginni
keypti íbúðina, en á henni hvíldu
lán sem voru í vanskilum og fer
tvennum sögum af hvort kaupanda
hafi verið kunnugt um þetta. En að
því kom að kaupandinn missti þessa
íbúð.
Þá hefur Helgarpósturinn fregnað
að til rannsóknar sé sala bræðranna
á húseign á Akranesi og meint mis-
ferli í því sambandi.
Rannsókn RLR beinist að fleiri til-
vikum úr sögu bræðranna í við-
skiptum þeirra á sviði fasteigna- og
verðbréfasölu. Hafa á milli 30 og 40
manns verið yfirheyrðir og margar
eyður í málinu. „Strákarnir voru
ekki alltaf jafn duglegir við að gefa
út kvittanir í sínum viðskiptum. Oft
þegar þeir voru að gera kunningjum
greiða þá slepptu þeir því,“ sagði
einn viðmælenda blaðsins.
Sem áður segir hættu þeir bræður
sínum fasteigna- og verðbréfavið-
skiptum þegar þeir þóttu ekki leng-
ur trausts verðir hjá mörgum.
Kaupþing lokaði ó
viðskiptin
Þannig mun Kaupþing hafa stund-
um átt í viðskiptum við þá, en þegar
tók að bera á því að eigendur
skuldabréfa fengju ekki peninga
sína tók Kaupþing algjörlega fyrir
viðskipti við þá. Á endanum var
þeim beinlínis vísað út, að sögn inn-
anhússmanns þar.
Þó Rannsóknarlögregla ríkisins
beini augum sínum einkum að fast-
eigna- og verðbréfaviðskiptunum
eru sumir viðmælenda blaðsins
ekki í vafa um að þeir hafi haldið
áfram uppteknum hætti í mynd-
bandaviðskiptunum — þó með öðr-
um hætti væri.
„Vídeóbransinn er furðulegur
frumskógur," sagði einn viðmæl-
enda blaðsins, kunnugur þessum
frumskógi. „Þessir bræður hafa eitt-
hvað verið orðaðir við grugguga
viðskiptahætti á því sviði, en það
gildir líka um fleiri. Þannig er að
ákveðinn hringur vídeómanna
stundar það, að skrifa undir víxla og
skuldabréf á fullu og nota þeir þetta
í viðskiptum sin á milli meðal ann-
ars í spóluskiptum. Þessir víxlar og
bréf fara sjaldnast út fyrir þennan
hring og í raun má segja að þessir
menn hafi sitt eigið hagkerfi og
gjaldmiðil. Fyrir þetta og þetta mik-
ið af víxlum og bréfum færðu þetta
og þetta mikið af spólum."
Það síðasta sem gerst hefur í máli
þessu er að bræðurnir hafa kært
gæsluvarðhaldsúrskurðinn. Lög-
fræðingur Arnórs Vikars er Örrt
Clausen og hugðist hann leggja
fram stutta greinargerð þegar úr-
skurðurinn var kærður. Arnór mun
ekki hafa verið sáttur við greinar-
gerðina og samdi eina slíka sjálfur
— upp á 11 vélritaðar síður. Lög-
fræðingur Sumarliða Óskars er hins
vegar Haraldur Blöndal og hefur
Helgarpósturinn fregnað að hann
hafi fyrst á þriðjudag sett sig inn í
málið. Varð víst fyrir töfum vegna
skákmótsins á Loftleiðum!
Ásgeir Þormóðsson
sölumaður:
HEF
STUNDUM
LÁNAÐ
ÞEIM
PENINGA
Medal hinna fjölmörgu sem yfir-
heyrdir hafa verid I máli brœdr-
anna er Asgeir Þormóðsson sölu-
maður.
„Einu samskipti mín við þá
bræður eru að þeir hafa komið
einstaka sinnum til mín með víxla
og verðbréf, sem ég hef keypt af
þeim ef mér hefur litist svo á. Ánn-
ars ekki. Sumarliði og ég þekkj-
umst í gegnum AA-samtökin og ég
hef vissulega lánað honum stund-
um peninga í nokkra daga ef hann
hefur þurft að brúa eitthvert bil.
Hann hefur ávallt staðið í skilum
við mig. Þar með eru okkar við-
skipti upp talin".
— Þú varst kalladur inn til yfir-
heyrslu hjá Rannsóknarlögreglu
ríkisins. Hvers vegna?
„Það má segja að það hafi verið
vegna þessara viðskipta. Þeir voru
með kvittanir sem þeir vildu fá
skýringar við og fengu. Eg er ekki
sakaður um neitt svo ég viti til.“
— Þeir hafa ekki verid aö spyrja
þig út t sölustarf þitt í tengslum viö
þá?
„Nei, ég veit ékki til þess að
nokkuð sé saknæmt við sölustarf
mitt. Eg hef ekki verið kærður fyr-
ir neitt. Þeir hjá RLR voru afskap-
lega nærgætnir og kurteisir og ég
þakka þeim fyrir það. Fleira hef ég
ekki um þetta mál að segja," sagði
Ásgeir að lokum.
Húsið við Bræðraborgarstig sem lesa má um í frásögn Helgarpóstsins. Á annarri hæð til hægri býr öldruð kona sem kært
hefur þá bræður — hún á nú á hættu að missa íbúð sina vegna þess að hún lánaði að eigin sögn Sumarliða veð í íbúð
sinni...
HELGARPÓSTURINN 9