Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 37

Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 37
< K A Ólafur Þ. Þórðarson. Kjördaema-hvað? Þorvaldur Garðar Kristjánsson stfgur nú fram til fortíðar. eru saman komnir tveir þingforset- ar, Þorvaldur Garöar Kristjánsson og Salome Þorkelsdóttir. Aftur- haldssinnar njóta einnig dyggilegs stuðnings úr röðum ráðherra, en þar er komin frú Ragnhildur Helga- dóttir. Ómögulegt reyndist hins veg- ar að úthýsa Halldóri Blöndal, sem teljast verður eiga mikla samleið með afturhaldsmönnum, þó ekki væri nema vegna Engeyjarættar- tengsla sinna. Bændaflokkurinn er samkunda merkra kjördæmapotara, þó Páll Pétursson eigi þá nafnbót ekki skilið að mati sérfróðra í þeim efnum. Hagsmunavarsla Egils Jónssonar, Jóns Helgasonar, Olafs Þ. Þóröar- sonar og Stefáns Valgeirssonar fyrir „sín“ kjördæmi og „sitt“ fólk, hefur hins vegar ekki farið framhjá nein- um. Kjördæmapotarar finnast þó ekki einvörðungu í Bændaflokknum. Þjóðkunnir potarar eins og Friöjón Þóröarson, Karl Steinar Guönason og Matthías Bjarnason eru innan Sjálfstæðisflokksins og eitthvað hefðu náttúrulögmálin riðlast, ef menn innan Framsóknarfiokksins kynnu ekki að ota sínum tota. Fremstir meðal jafningja eru auðvit- að þeir Davíö Aöalsteinsson, Eggert Haukdal, Halldór Ásgrímsson, Stef- án Guömundsson og Þórarinn Sig- urjónsson. UPPARNIR TAKA HÖNDUM SAMAN Skærasta stjarnan í hópi hinna nýju þingflokka, er án nokkurs efa Frjálslyndi flokkurinn. Þar er sam- an kominn blóminn af alþingisupp- unum, sem allir eiga það sameigin- legt að vera bæði vel klæddir og vel meinandi. Þessir hressilegu frjáls- hyggjumenn eru vaxtarbroddur hins uppstokkaða þings og ráðleggj- um við stjórnmálaáhugamönnum að fylgjast grannt með þessum flokki í framtíðinni. Ef kölluð er fram mynd af þeim Friörik Sophus- syni, Gunnari G. Schram, Haraldi Olafssyni, Jóni Baldvin Hannibals- syni, Kjartani Jóhannssyni og Stefáni Benediktssyni í huganum, fer lík- lega ekki á milli mála hvað þessir menn eiga nána samleið. Þetta eru hreinræktaðir uppar, yst sem innst. Stuðningsmenn Flokks mannsins geta nú loksins flykkst út á göturnar til þess að hylla fulltrúa sína á þingi, sem hingað til hafa ekki gengist við því undan hvaða rifjum þeir væru runnir. Steingrímur kvennalistavin- Ingvar Gíslason. Er Framboðsflokkurinn hans rétti farvegur? Þorsteinn Pálsson er kvennalistamaður inn við beinið. Sverrir Hermannsson, yfir-kerfisbani. ur Sigfússon og Kristín S. Kvaran eru greinilega flokkssystkin undir yfirborðinu og því þýðir það ekkert lengur fyrir Kristínu að reyna að vera með sjálfri sér á þingflokks- fundum. SOSSAR OG VANDRÆÐA- BÖRN Svavar Gestsson hefur lengi verið grunaður um að vera ekki hrein- ræktaður allaballi og því tími til kominn að hann gangist við því að hafa alltaf verið veikur fyrir Sósíal- istaflokknum — Sameiningarflokki alþýðu. Það þýðir heldur ekkert fyr- ir Hjörleif Guttormsson að veifa framsóknarskírteininu sínu frá ár- inu 1947, sbr. HP-viðtal í fyrri viku. Hans rétti samastaður er við hlið Svavars og er flokkaflakki Hjölla þar með lokið. Vandræðabörn er að finna á öll- um heimilum og er þingheimilið þar engin undantekning. Þegar sér- fræðingar HP voru að ljúka störfum, voru þeir Ingvar Gíslason og Arni Johnsen enn lausbeislaðir og utan flokka, enda heimsþekktir kverúl- antar á íslandi. Það var því ekki um annað að ræða en blása lífi í Fram- boðsflokkinn sálaða, sem er eins og sniðinn fyrir þessa heiðursmenn. Hjörleifur Guttormsson lýkur flokkaflakki sfnu. Guðrún Helgadóttir, alvörukommi. Friðrik Sophusson mun halda áfram að tala undir rós f hnappagatinu. Ellert B. Schram fer aftur f hnapphelduna f X-D. Sjálfstæðis- flokkurinn: 13 Albert Guðmundsson Birgir ísleifur Gunnarsson Eiður Guðnason Ellert B. Schram Eyjólfur Konráð Jónsson Friðjón Þórðarson Garðar Sigurðsson Karl Steinar Guðnason Kristín Halldórsdóttir Matthías Bjarnason Matthías Á. Mathiesen Ólafur G. Einarsson Valdimar Indriðason Framsóknar- flokkurinn: 13 Alexander Stefánsson Davíð Aðalsteinsson Eggert Haukdal Halldór Ásgrfmsson Jón Kristjánsson Karvel Pálmason Kolbrún Jónsdóttir Pálmi Jónsson Skúli Alexandersson Stefán Guðmundsson Þórarinn Sigurjónsson Helgi Seljan Björn Dagbjartsson Afturhaldsflokkurinn: 4 Þorvaldur Garðar Kristjánsson Ragnhildur Helgadóttir Salome Þorkelsdóttir Halldór Blöndal Bændaflokkurinn: 5 Egill Jónsson Jón Helgason Ólafur Þ. Þórðarson Páll Rátursson Stefán Valgeirsson Frjálslyndi flokkurinn: 6 Friðrik Sophusson Gunnar G. Schram Haraldur Ólafsson Jón Baldvin Hannibalsson Kjartan Jóhannsson Stefán Benediktsson Alþýðuflokkurinn: 6 Jóhanna Sigurðardóttir Geir Gunnarsson Guðmundur Bjarnason Guðmundur J. Guðmundsson Pétur Sigurðsson Ragnar Arnalds Samtök um kvenna- lista: 3 Guðrún Agnarsdóttir Steingrfmur Hermannsson Þorsteinn Pálsson Bandalag jafnaðarmanna: 2 Guðmundur Einarsson Sverrir Hermannsson Flokkur mannsins 2 Steingrímur J. Sigfússon Kristín S. Kvaran Alþýðubandalagið: 2 Guðrún Helgadóttir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Sósíalistaflokkurinn — Sameiningarflokkur alþýðu: 2 Svavar Gestsson Hjörleifur Guttormsson Framboðsflokkurinn: 2 Ingvar Gfslason Árni Johnsen HELGARPÓSTURINN 37

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.