Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 31
LISTAP Nýstofnad leikhús á Galdraloftinu: STOP! LEIKHÚS! Þrátt fyrir endalausa húsnœöis- hrakninga svokallaðra frjálsra leik- hópa á Reykjavíkursvœðinu sprett- ur stöðugt fram á leikvöllinn fólk með bjartsýnina og eldmóðinn sem eina vegarnestið. Nú í janúar var stofnað í Reykjavík nýtt leikhús, STOP! LEIKHUS! Að leikhúsinu standa leikararnir Ása Svavarsdótt- ir, Helgi Björnsson og Margrét Aka- dóttir ásamt Huldu Olafsdóttur leik- húsfrœðingi sem er framkvœmda- stjóri leikhússins. Markmið leik- hússins er að auka möguleika leik- ara og annars leikhúsmenntaðs fólks til að þróa list sína og bjóða leikhúsunnendum aukna fjölbreytni í leikritavali. Fyrsta verkefni leikhússins er Uppstillingin (Still Life) eftir Emily Mann. Það var frumsýnt í Chicago 1980 og hefur síðan verið sýnt víða á Vesturlöndum við frábærar undir- tektir. STOP! LEIKHÚS! er fyrsta leikhúsið á Norðurlöndum sem tek- ur þetta verk til sýningar. Hulda Ólafsdóttir framkvæmda- stjóri leikhússins leikstýrir sýning- unni og þýddi jafnframt verkið, en Guðný Björk Richards sér um leik- myndina. „Við erum þegar byrjuð að æfa á Galdraloftinu, Hafnarstræti 9, þar sem við höfum aðstöðu ásamt ungl- ingaleikflokknum Veit mamma hvað ég vilý segir Hulda í spjalli við HP. „Það húsnæði verður að duga, þótt það taki ekki marga í sæti. Enda hefur komið á daginn að frjálsu leikhóparnir hafa komist af með lítið húsnæði. Við stefnum að því að færa verkið upp fyrir páska, þótt óvíst sé um hvort það takist. Þetta er afskaplega kynngimagnað verk. Segja má að kjarni þess sé heiftin sem býr innra með okkur öllum. Það er byggt upp sem þrír mónólógar. Leikararnir þrír, sem fara með hlutverk manns, eiginkonu hans og ástkonu, eru á sviðinu allan tímann. Þau tala beint til áhorfandans, það eru sáralítil inn- byrðis samskipti þeirra á milli. Þetta eru semsé þrjú eintöl, með ákveðnum kontrapunktum, sem sýna hvers mannlegt eðli er megn- ugt þegar aðstæður breytast. Leik- ritið „gerist" á síðustu árum, en per- sónurnar eru einkum að rifja upp minningar sínar. 7. áratugurinn ligg- ur þyngst á þeim. Maðurinn hefur t.d. barist í Vietnam og það hefur markað hann rnjög." — Hvernig er nafngiftin, STOP! LEIKHÚS! til komin? „Við höfðum lengi velt fyrir okkur nafni og sýndist sitt hverjum. Svo datt þetta upp úr einu okkar. Þetta „Þetta verður auðvitað enginn dans á rósum. En ég treysti þvi að séum við með góð verk í höndum eigi fólk eftir að ramba á okkur fyrr eða síðar," segir Hulda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri STOP! LEIKHÚS! sem jafnframt leikstýrir fyrsta verkinu sem það setur upp, Upp- stillingu. er erfitt nafn, óbeygjanlegt, og von- andi grípandi eins og STOP! umferð- armerkin sem ranglega eru skrifuð með einu p-i eins og ýmsir hafa bent á. Vonandi getum við notfært okkur stöðvunarskylduna svona óbeint í undirvitund manna.“ Hulda hlaut leikhúsmenntun sína í Lundi en þar fyrir utan hefur hún talsvert kynnt sér leikhúslíf í París, einkum síðasta námsárið. „Það er gott að hafa skandínav- ískan grunn og koma til Frakklands þar sem leikhúslífið er svo allt öðru vísi,“ segir Hulda. „Frakkar eru svo miklir fagurkerar en burtséð frá því hafa þeir eytt miklum peningum í leikhús undanfarin ár. Allir helstu leikstjórar Frakka eru með sín eigin leikhús, þeir setja miklu meira mark sitt á franskt leik- húslíf í dag heldur en einstakir höf- undar. Frakkar eru ekki eins bundn- ir af áhorfendafjölda og flestir aðrir, þeir geta leyft sér meiri fjölbreytni í verkefnavali. Ársprógram leikhús- anna, sem lagt er fram snemma á haustin, stenst í öllum greinum. Þeir hafa semsé búið mjög vel að leik- húsum sínum undanfarið, veitt í þau miklu fé, ekki síst fyrir atbeina menntamálaráðherra sósíalista, Jacques Lang. Ef til vill líður þessi leikhúsgróska undir lok ef vinstri stjórnin fellur í næsta mánuði." Hulda Ólafsdóttir framkvæmda- stjóri STOP! LEIKHÚS! er sama Huldan og stjórnaði samlestri á Litla sviði Þjóðleikhússins í haust á leik- riti sem hún skrifaði sjálf, Valkyrj- urnar. „Það gerist á heimili ungra hjóna, kvöld eitt þegar frúin er með saumaklúbb" segir Hulda. „Síðan gerist það að móðir konunnar kem- ur óvænt í heimsókn með nýjan mann upp á arminn. Konurnar í saumaklúbbnum eru frjálslyndar í orði en ekki að sama skapi á borði og þarna reynir mjög á umburðar- lyndið. Vonandi gefst mér einhver tími til að fínpússa Valkyrjurnar á næst- unni og jafnvel að setja þær upp á viðeigandi hátt. En um það er erfitt að spá. Það verður erfitt að kljúfa fyrstu uppfærsluna okkar fjárhags- lega, gefið mál að þetta verður auð- vitað enginn dans á rósum, en gam- an þó. En ég treysti því að séum við með góð verk í höndunum eigi fólk eftir að ramba á okkur fyrr eða síð- ar,“ segir Hulda bjartsýn. JS MYNDUST / þátídarframtíd Hrings Ef listamaður er gæddur verulega sterkum og því sem kallað er „sérkennilegum" per- sónuleika (það er: hann sker sig frá öðrum, einkum fjöldanum) þá kemur það einkenni hans fram í öllu sem hann gerir, jafnvel því smæsta, þótt hann reyni að dylja sig um leið og hann leggur sig fram í verkum sínum. Mér dettur ekki í hug að halda að einkenni manns eða persónuleiki komi fram í nafninu sem hann ber, en einhver tegund af hring er í öllu því sem Hringur Jóhannesson gerir: hring eða speglun. Og það kemur greinilega fram í verkum hans á sýningunni í Gallerí Borg, þótt þau séu ekki höf uðverk hans held- ur samtíningur eða smáverk. Þátíðin er afar rík í því sem við gefum venjulega nafnið „framtíð". Og það á jafnt við um listina og lífið. í öngum okkar yfir því að geta aldrei verið algerlega ný og fersk en alltaf full af öfum og ömmum, þá hristum við heiminn, hegðun okkar og listastefnur fram úr erminni og köllum þetta, dálítið skömm- ustuleg: nýbylgju, nýsköpun eða eitthvað í þeim dúr. Ef við erum í hjarta okkar, innst inni, efins í að hið nýja sé nýtt, þá bætum við okkur upp bragðið af efanum með því að grípa til tais- verðs ofstækis, með því að standa „skilyrðis- laust" með hinu nýja. Að sjálfsögðu fylgir þeim trúarham talsverður hávaði, sem eðli- legt er. Hvað sem því líður þá er löngun okkar til „að breyta til“ ekki ailtaf frelsisþrá, ekki leit eða ævintýri, heldur linnulaus flótti, vegna þess að við finnum takmörk okkar á okkur, og við bregðumst þannig við þeim að við hreyfum okkur örlítið úr stað, kippumst til. En þótt ekkert sé nýtt undir sólinni erum við sífeilt að endurskapa og skipuleggja á ný: og það er framtíðin, splunkuný að glotta að rótum sínum: hinu gamla. List Hrings Jóhannessonar iðar af átökum og klofningi sem hann sameinar eða breiðir yfir með mildum lit, mjúkum. Hún er þess vegna á ögurstund sífellds flóðs og fjöru, milli borgar og sveitar, milli nýrrar tækni og gamallar. Samt lýsir hún fráleitt „flóttanum" úr sveitinni og landnámi sveitamannsins á mölinni. Vegna ljóðrænnar skynjunar Hrings er landslagið eða sveitin ekki breið heild: út- sýni til fjalla og sveitaheims, eins konar sögu- svið. Landslag hans er örlítið brot af hinni stóru heild og þetta litla brot er oft svo lítið að landslagið verður óhlutbundið. Það verð- ur að þríhyrningi — eða hring. Ljóð hans er þannig, eins og öll ljóð eru nema söguljóðin: aðeins brot af alheiminum. Hringur er í ætt við Ásmund, Jón Stefáns- „List Hrings Jóhannessonar iðar af átökum og klofningi sem hann sameinar eða breiðir yfir með mildum lit, mjúkum," segir Guðbergur Bergsson mj. í um- fjöllun sinni um sýn- ingu ofangreinds list- málara á Gallerí Borg. eftir Guðberg Bergsson son og fleiri „gamla meistara" en hann er málari annarra tíma en þeirra sem mótuðu þá. Hið víða landslag þeirra er sögulandslag bændastéttarinnar sem ræktar landið og er í landslaginu, en landslag Hrings er miklu fremur „minning eða íhugun um landslag" en landslagið sjálft. Sú ákvörðun Hrings eða eðli, að standa fyrir utan málverkið verður til þess að það birtist okkur í verkum hans sem ýmiss konar speglun. Tíðum er málverkið speglunin sjálf eða ljósbrotið einbert. Dæmi um þetta er mynd hans af Keili. Fjallið speglast ekki í neinum vatnsfleti (sem Hringur lætur landslagið stundum gera), heldur er þrihyrnt form fjallsins látið endur- taka sig í öðru formi, við rætur fjallsins, sem er ekki skuggi fjallsins heldur „hliðstæða" þess: nauðsynlegt form í stílnum. Annað einkenni Hrings er að láta landslag- ið beinlínis „speglast" í raunverulegum spegli. Og þá spegli á bíl. Þetta er ekki firring landslagsins eða flótti frá því, heldur þörf listamannsins fyrir að koma tvíeðli sínu á framfæri á fleti málverksins, um leið og hann byrgir sig. Þannig felur hann til að mynda fyrirsæt- una, í verki númer 7, sem hann kallar Model. Konan er umbreytt í einslags „galdraform". Þetta er gert með þeirri einföldu aðferð að má út allar línur aðrar en útlínur líkamans: líkaminn verður þá óhlutbundinn, um leið og sérkenni hans og kannski persónuleiki breytist í „listræn áhrif". Umsköpun og endurskipulagning er leit manns að fegurð: framtíðarlandinu. Sérhver tími er þátiðarframtíð hringsins. HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.