Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 27
T ■ alsverður ótti mun ríkjandi meðal starfsmanna sjónvarpsins um þessar mundir. Þannig er, að kostn- aðurinn við rekstur fréttastofunnar og Lista- og skemmtideildarinnar (LSD) hefur mjög aukist í tíð Ingva Hrafns og Hrafns Gunnlaugsson- ar og eru útgjöldin þegar orðin svo mikil að búast má við því að allar fjárhagsáætlanir fari úr böndum — svo gjörsamlega að allt rekstrarfé verði uppurið löngu áður en fjár- hagsárið er liðið og geti þetta valdið miklum erfiðleikum síðari hluta árs. . . T^^maritið Þjóðlif hóf göngu sína fyrir nokkru. Nú er von á öðru tölu- blaði þessa tímarits sem kennir sig við almenna vinstrihreyfingu í land- inu. Af efni næsta blaðs mun vera mjög forvitnileg grein eftir dr. Svan Kristjánsson um völd Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Svanur rekur í grein sinni sögu Sjálfstæðisflokks- ins í höfuðborginni og lýsir því hvernig hann hefur varið völd sín og byggt upp valdavél sína. M.a. kemst Svanur að þeirri athyglisverðu stað- reynd að Gúttóslagurinn 1932 hafi kennt sjálfstæðismönnum þá lexíu hvernig stjórna beri Reykjavík. Enn- fremur staðhæfir Svanur í greininni að valdakerfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sé byggt eftir sovéskri fyr- irmynd. M.a. sýnir hann fram á hvaða hlutverki hverfafélög Sjálf- stæðisflokksins gegna og eins hvernig hin almenna forsjárhyggja flokksins í Reykjavík er keimlík sov- éskri stjórnun. Grein þessi mun vera upp á 15 blaðsíður í blaðinu og á ó- efað eftir að vekja mikla athygli, því ekki talar dr. Svanur af algjöru reynsluleysi, er bæði mikill fræði- maður og var sjálfstæðismaður áð- ur en hann snerist til vinstri. Af öðru efni blaðsins má nefna viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarfulltrúa Kvennaframboðsins. í viðtali þessu gefur hún samstarfs- mönnum sínum í borgarstjórn ein- kunnir og er sagt að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Sjálfstæðisflokki og Sigurður Harðarson, Alþýðu- bandalagi fari einna verst út úr þeirri greiningu . .. ©HUSQVARNA ÖRBVLCJUOFHINH Micronett örbylgjuofninn er þrisvar sinnum betri: • Helmingi rýmra ofnhólf (40 lítra) • Brúnar matinn • Sjálfvirk hitamæling Sjón er sögu Ath. Góð greiðslukjör sÍmitBOÐm Gegn framvisun þessa_tt of e-9- - MUronett örbylgiuofn. (A © HUSQVARNA Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Simi 91 35200 Kr. 1000, Aðeins einn Fermingargjafir: Skíðqfatnqður____________ Golden Cup OV5152-Kvengalli Litur: Ljósblár. Stærðir: 38-44 Verðáður 5.556,- nú 3.890.- OV 5454 - Herragalli Litur: Dökkbiár. Stærðir: 46-54 Verðáður 6.326.- nú 4.428.- Skíðaskér Trappeur Turbo. Stærðir: 3-121/2 Verð áður 4.456.- nú 3.119.- ElitePro. Stærðir: 3-12 Verðáður 7.964.- nú 5.575.- Bqrnqskíðaskér Trappeur Killy Explorer. Stærðir: 25-34 Verðáður 3.085.- nú 2.160.- Gðnquskíðaskér Artex. Stærðir: 28-47 Verð áður frá 1.663.- nú 1.164.- >I4IKLIG4RDUR MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ Barna- og unglingaskíði Dynastar Racing Gönguskíði Plis Wasa Stærð 180-215 cm Verð áður 3.483.- HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.