Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 12
HP heimsækir Dalatanga og spjallar við hjónin Marsibil og Heiðar. „Hér er alltaf nóg að gera," segir húsfreyja á Dalatangavita, Marsibil Erlendsdóttir. Hún og maður hennar Heiðar Jones una sér vel I starfi sem leik ( afskekktri sveitinni ásamt tveggja ára syni sínum. „GET EKKI HUGSAÐ MÉR AÐ FLYTJA TIL REYKJAVÍKUR" „Nei, viö förum ekki neittyfir vet- urinn. Þaö kemur fyrir aö pabbi fari á Noröfjörö fyrir jólin en er alls ekki árvisst. Hér er líka alltaf nóg aö gera." Það er heimakœr húsfreyja sem Helgarpóstsmenn hitta fyrir á austasta hlaövarpa í landinu, Marsibil Erlendsdóttir á Dalatanga. Eftir óhægan akstur eftir hálfgild- ings jeppavegi út allan Mjóafjörð, íramhjá eyðibýlum sem heita Eld- leysa, Hagi, Steinnes og Stórudalir, fyrir dalsmynni Daladals yfir Dalaá, undir Dalafjalli og enn framhjá eyði- býlum, nú Stórudölum og Borg, þá loks komum við að Dalatanga. Bæjarnafn sem allir kannast við af lesningu veðurskeyta í útvarpinu og sjómenn þekkja vitann sem stendur frammi á nefi fyrir opnu hafi. Dýrindis skrúðgarður með suð- rænum blómum er það síðasta sem ferðalangur léti sér detta í hug á þessum kaldranalega stað sem stendur óvarinn fyrir opnu hafi. En er nú samt. Hvergi sér til bæja og þó skikkanlega hafi gengið fyrir okkur að komast frá ysta bæ í Mjóafirði þá 16 kílómetra sem eru að Dalatanga þá er þetta aðeins sumarvegur. Mestan hluta ársins er fólkið hér ein- angrað frá restinni af umheiminum. Póstbátur kemur samt reglulega; tvisvar í viku vikulega yfir sumar- mánuðina og aðra hvora viku um vetrartímann. Ekki ólíkt því að vera ó sjó Á Dalatanga eru Erlendur Magn- ússon og kona hans Elfríð Pálsdóttir Vitaverðir en auk þess býr þar Marsi- bil dóttir Erlendar og hennar maður Heiðar Jones. Ungu hjónin byrjuðu búskap aðeins fyrir fáum árum en fram að því var aðeins búið í öðru af þeim tveimur íbúðarhúsum sem Vitamálastofnun hefur iátið reisa á jörðinni. Meðfram vitavörslunni hefur Erlendur alla tíð haft sauðfjár- búskap og búskapurinn er lifibrauð ungu hjónanna, Marsibil og Heiðars. Tvær kýr eru á bænum og heimilis- fólkið sjálfu sér nóg um mjólk og mjólkurmat. Smjörið sem við feng- um í kaffitímanum var því ósvikið! Þegar okkur bar að garði hittist svo á að vitavarðarhjónin, Erlendur og Elfríð voru ekki heima en Marsi- bil tók á móti okkur og Heiðar lét sjá sig í kaffitímanum, en var annars í heyi þennan haustdag. Af takmark- aðri smekkvísi lagði undirritaður þá spurningu fyrir húsfreyjuna hvort ekki væri leiðinlegt á þessum stað yfir vetrarmánuðina. „Nei, nei, — það er alltaf nóg að gera,“ svaraði Marsibil og spurning- in kom henni alls ekki á óvart. En samt svo fjarlægt í svari hennár að Dalatangi gæti verið leiðinlegur staður. Fásinni var líka það sem síst kom upp í hugann þegar við geng- um um híbýli á þessum bæ. Hann átti engan skyldleika með þeim af- dalakotum til sveita þar sem gamalt fólk dagar uppi í sinnuleysi fyrir því að fara án þess þó að njóta þess að vera. „Ég hefði sko ekki getað hugsað mér að flytja til Reykjavíkur," heldur Marsibil áfram. „Maðurinn minn er þaðan og ég bara dró hann hingað. Ég held að honum líki bara vel, — enda vanur því að vera á sjó, alveg frá 14 ára aldri og segir að þetta sé ekki ólíkt." Þegar við berum þetta undir Heiðar kinkar hann kolli og kveðst bjartsýnn á að hér eigi hann eftir að una sér. „Maður finnur minna fyrir því að flytja hingað af því að maður hefur verið meira og minna á sjó. En ég vildi ekki eiga heima á svona stað inni í dölum. Hér er nálægð við sjóinn og talsverð skipaumferð." Við sitjum yfir kaffibolla og undir- ritaður reynir árangurslaust að sjá út einhver þau sérkenni þessarar jafnöldru sinnar á Dalatanga sem rekja mætti til einangrunarinnar í uppvexti. Marsibil segir okkur að hún hafi verið 8 ára þegar foreldrar hennar fluttu á Dalatanga en áður bjó fjölskyldan á Siglunesi norðan og austan við Siglufjörð og er ein- angrun þar litlu minni en á Dala- tanga. Barnaskóla sóttu þau systkini sem eru 7 talsins að Brekku í Mjóa- firði og voru þá í heimavist. Og frá 14 ára aldri voru þau í Alþýðuskól- anum á Eiðum. Krossnefur og perutré Fyrir utan stofugluggann hjá Er- lendi og Elfríði er skrúðgarður eins og þeir gerast bestir hér á landi og í litlu glerhúsi er að finna mikið blómahaf, — litadýrð sem enginn reiknar með á þessum stað. Og í öðru gróðurhúsi ræktar Elfríð perur, epli, tómata, plómur og margt fleira góðgæti. Það er okkar ólán að hitta ekki á þessa þýskættuðu konu heima. Viðbrigðin eru kannski hvað mest fyrir hana að koma úr mannmergð þýskrar stórborgar og setjast að á afskekktustu bæjum þessa afskekkta lands. En það er fleira en gróður í gróð- urhúsinu. í fuglabúri skríkir útlend- ur fugl sem flækst hefur í reiðuleysi upp til íslands og fannst máttlítill í hlaðinu á Dalatanga. Þetta er kross- nefur, en bræður hans gerðu mikinn usla í Hallormsstaðaskógi. Þar var búið var að leggja of fjár í sáningu trjáfræja en þessi flækingsfugl tíndi þau öll upp og át. Hann ber nafn með rentu þessi óboðni gestur. Neðra lok goggsins vísar upp á við og gengur í kross við það efra þann- ig að á svipinn er fugl þessi hinn ankannalegasti. Og úr því að það gleymdist að koma honum út til Englands með Herði bróður Marsi- bilar sem hélt utan með togara frá Neskaupstað í haust þá er eins víst að hann hafi vetursetu á Dalatanga. Heiðar gengur svo með okkur í vitann og segir okkur frá þýðingu allra þeirra tækja og mæla sem fyrir augu ber. Þegar þoka er þá er hljóðmerki gefið frá vitanum, — hátt og dimmt baul sem tveggja ára sonur Heiðars og Marsibil trúir að komi frá stórum ljótum bola úti í þokunni. Og þok- urnar eru leiðinlegar fyrir alla á bænum út af linnulausu bauli vitans, — en verstar fyrir þann litla sem ekki þorir út fyrir dyr meðan bolinn heldur sig þar. Vegurinn endar á Dalatanga og þó ekki sé nema stutt leið yfir fjöll tii Seyðisf jarðar þá er akfær leið marg- falt lengri. „Það þarf að vera aðeins meira en lítill áhugi á að koma hér til þess að menn láti verða af því,“ segir Heiðar og er hálfundrandi á öllum þeim ferðamönnum sem leggja leið sína á þennan stað. Bætir svo við. „En það er líka með hlægi- legri tilvikum þegar menn fara keyr- andi út fyrir vitann og ætla að halda áfram til Seyðisfjarðar." Meðan mamma og pabbi flatmaga í sólinni tekur pjakkaklúbburinn á Mallorca til starfa. Barnafarar- stjórinn leiðir pjakkana á krabbaveiðar, í dýragarðinn og reistir verða glæsilegustu sandkastalar strandarinnar. Það er margt brallað í pjakkaklúbbnum enda eru hótel- garðarnir á Mallorca hrein paradís fyrir börn sem full- orðna. Hótelaðstaðan á Mallorca er einhver sú besta sem hægt er að hugsa sér á sólarlöndum og kjörin fyrir barnafjölskyldur. Heiðurspjakkaferðirnar eru þrjár og brottfaradagarnir eru 21/6, 8/7 og 9/9. 25 fyrstu fjölskyldurnar, 4ra manna eða stærri fá frítt fyrir einn pjakk á aldrinum 2—11 ára, í tveim fyrri ferðunum. Í pjakkaferðinni 9. sept. fá 25 fyrstu fjölskyldurnar, 3ja manna eða stærri, frítt fyrir einn pjakk á aldrinum 2—7 ára. Pjakkaferð er sumargjöf fjölskyldunnar FERÐASKRIFSTOFAN 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.