Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 18
fimtudagur sextándi alveg er hugsun mannsins einsog mýri mófuglabústaðir innanum ófærar keldur augu viðsjál válegar tjarnir voðaleg fen fúin og svört með grænum þúfum á milli en mannsins snilli minnir á framræst vallgróin vandlega slegin tún með tunglsigð haustsins hangandi uppyfir sér heiðlóa sönglaus safnast á velli þessa þangaðtil hún fer ÞORGEIR ÞORGEIRSSON RITHÖFUNDUR: Lukkulega hefur það talsvert fœrst í vöxt að bœkur komi út á öðr- um árstíma en síðustu vikurnar fyrir jól. Þetta á ekki síst við Ijóðabœkur enda afskaplega ósennilegt að Ijóð- unnendur dansi eftir sjónvarpsaug- lýsingum fyrir jólin. Mál og menn- ing hefur t.d. gefið út tvœr til þrjár frumsamdar Ijóðabœkur síðastliðin vor. Og nú er að koma út hjá For- laginu ný Ijóðabók eftir Þorgeir Þorgeirsson sem nefnist Kvunndags- Ijóð og kyndugar vísur. Þorgeir hef- ursamið jöfnum höndum skáldsög- ur, Ijóð og leikrit en auk þess hefur hann unnið ómetanlegt starf sem þýðandi erlendra skáldbókmennta. Hann hefur t.d. unnið það þrekvirki að snara flestum verkum Williams Heinesens yfir á íslensku. Síðasta verkið sem birtist í þýðingu Þorgeirs var Af jarðarför landsmóðurinnar gömlu eftir Gabríel Garcia Marqu- ez. HPhitti Þorgeir að máli í vikunni sem leið. „Mér er reyndar lítið um blaða- viðtöl gefið," sagði Þorgeir, „einkum í tengslum við skáldskap. Þeir sem hafa raunverulegan áhuga á ijóðum hafa skömm á auglýsingabraskinu og smeðjuskapnum í sambandi við þetta. Þetta fólk á að fá að vera í friði.“ Þingmenn brjóta órlega lög ó rithöfundum „Nú — bókaútgáfa er eins og við vitum fjárplógsstarfsemi," segir Þor- geir kimileitur. „Það er til dæmis hugsanlegt að ég fái 15 þúsund krónur í ritlaun fyrir þessa ljóðabók sem er að koma út núna. En fyrir hverja krónu sem rithöfundurinn þénar fær ríkissjóður 10 krónur. Því ætti hann að hala inn 150 þúsund krónur af ljóðabókinni. Hlutföllin eru nokkurn veginn einn á móti tíu. Af heildarverði hverrar bókar fær höfundurinn 5,7% og ríkið u.þ.b. 50%. Ríkissjóður er því inni á manni eins og hver önnur ómegð. Þar fyrir utan brjóta þingmenn lög á hverju ári þegar þeir skammta fé í Launasjóð rithöfunda. Lögin segja svo fyrir að í sjóðinn eigi að renna þvi sem nemur söluskatti af bókum árið á undan. Því fer fjarri að svo sé. En ekki yrkir maður ljóð pening- anna vegna. Megnið af þessum ljóð- um er ort í janúarmánuði og það var afskaplega skemmtilegt. Eg hef aldrei áður tekið í það heilan mánuð að yrkja ljóð. Ljóðagos er svipað Kröflugosi, það safnast í gosþróna og svo verður gos um tíma þegar jörðin rifnar ofan af þessu. En þá þarf maður að hafa næði til að sinna því. Ef maður hefur það ekki þá sér enginn neinar afleiðingar gossins. Og nú var ég semsé svo heppinn að hafa heilan mánuð." — Þú talar um heppni. Var þetta nœði ófyrirséð? „Sumpart. Þannig var að Mál og menning hafði gefist upp á því að gefa út Heinesen sem ég hef yfirleitt setið við að þýða á útmánuðum. Ég ákvað að hvíla mig á þýðingum, kannski alveg það sem eftir er, þó að mig langi til að þýða það litla sem er eftir af Heinesen. En kannski fæ ég mér annan útgefanda eða gef þetta út sjálfur. Fyrst var ég dálítið sár út í Mál og menningu fyrir úthaldsleys- ið því úthaldsleysið er nú einu sinni einkenni á allri íslenskri menning- arstarfsemi. En ég held ég hafi kom- ist yfir það núna. Annað sem gerðist var að sak- sóknari sem er búinn að vera að at- ast í mér í hálft ár — það hefur varla verið nokkur vinnufriður fyrir hon- um — gerði hlé á ofsóknum sínum eftir að Malagafanginn var kjálka- brotinn. Þess vegna hafði ég frið fyr- ir Heinesen og Þórði frænda allan janúarmánuð. Samt koma þeir nú fyrir í bókinni. Þá ákvað ég að gera nokkuð sem ég hef aldrei gert áður: að yrkja í heilan mánuð. Allt var fullt af gos- kviku og þetta var afskaplega skemmtilegt viðfangsefni. Ég vona að sú stemmning skili sér í einhvers konar notalegheitum." Þórður frændi þrengir að öllu tjöningarfrelsi — Nú hefur Stefán Benediktsson lagt fram á þingi fyrirspurn frá þér varðandi þetta sakamál. En hver voru tildrögin? „Upphaf þessa máls var kærubréf frú Svölu Thorlacíusar á hendur mér vegna greinar sem ég hafði skrifað í Morgunblaðið um lögregl- una og almenningsálitið. Kæruna sendi frúin til ríkissaksóknara fyrir hönd Lögreglufélagsins sem raunar hefur ekki fengist til að staðfesta að- ild sína að málinu á síðari stigum þess. Kæran er vitaskuld byggð á misskilningi og takmarkaðri lestrar- getu kæruaðilanna. í grein minni óbrenglaðri er hvergi neinn flugu- fótur undir slíka kæru. Það skildi saksóknari undir eins, en vildi þó einhverra hluta vegna reyna sig við málið og ráðlagði frú Svölu að brjóta höfundalögin og slíta ein- staka setningarhluta út úr ritverk- inu og skeyta þá saman upp á nýtt til að fá þannig sakarefni. Það er göm- ul og löngu úrelt aðferð ritskoðara. Á þetta ráð brá frú Svala og byggði Þórður síðan ákæruna á því broti. Það er ástæðulaust að rekja allan gang málsins hér en í hnotskurn hefur þetta lítilsiglda mál á hendur mér orðið til aö leiða í ljós bresti í réttarkerfinu, bresti sem minna óhugnanlega mikið á lögregluríkið. Ég lenti reyndar í miklum vanda þegar ákæra saksóknara barst mér í ágúst síðastliðnum því mig heíur lengi langað til að kíkja inn fyrir fangelsismúra hér og hefði því raun- verulega átt að gera sem mest úr sekt minni til að fá þar góðan tíma. Á hinn bóginn rifjaðist það upp fyrir mér að dómurinn í Spegilsmálinu hafði í raun verið punkturinn aftan við allt ritfrelsi í þessu landi. Og Þórður frændi okkar var einmitt í forystu fyrir því sem upp á síðkastið hefur verið að þrengja að öllu tján- ingarfrelsi í landinu. Nú vil ég ekki tala illa um Þórð eftir að hafa kynnst honum í þessum málaferlum. Þórð- ur er áreiðanlega greindur maður en gjörspilltur. Svona eins og dekur- börn eru spillt af langri setu í dóms- kerfi þar sem áreiðanlega hefur ekki lengi verið gætt nauðsynlegs þrifnaðar. Og manni sýnast þeir eins og síamstvíburar, dómarinn og saksóknari. Það er hráslagalegt að sjá. Eftir því sem liðið hefur á þessi réttarhöld hefur prinsíphlið mál- anna orðið þyngri í huga mér. Við- brögð kolleganna skelfdu mig líka um tíma, minntu dálítið á hegðunar- mynstur listamanna austantjalds, en smám saman hefur mér skilist að það er bara meiri eftirspurn eftir öðru en tjáningarfrelsi í samtökum rithöfunda. Skýringin trúlega pen- ingaleysi eins og jafnan í íslenskri menningarumræðu." — Hefurðu verið með þetta mál á heilanum? „Já, um tíma var ég gjörsamlega með það á heilanum, paranóískur og hálfsturlaður. Öðruvísi er ekki hægt að verja sig. Það er ekki hægt að teikna hús án þess að fá hús á heilann, ekki hægt að yrkja ljóð án þess að fá ljóð á heilann, ekki hægt að verjast Þórði Björnssyni án þess að fá Þórð á heilann. En nú er þetta mestmegnis að baki og ég er bara sáttur við að vera einfari í þessu máli og kannski líka sáttari við að vera einfari yfirleitt eins og mér finnst að rithöfundur eigi að vera. En það er síður en svo að ég hafi einhverja þörf fyrir að gera mig að píslarvotti. í þessu máli hef ég ekk- ert aðhafst annað en það sem sam- viska mín segir mér að ég geti ekki látið ógert. Það verður að berjast með einhverjum hætti gegn þessari ritskoðunarviðleitni sem nú er í vexti. Þögn listamanna gagnvart Spegilsmálinu var háskaleg, valda- hrottar magnast ef þannig er kysst á vöndinn. Nú eru líka draugar á kreiki í útvarpsráði og leiklistar- stjóri víst orðinn mjög draughrædd- ur. En hvaða kröfur getum við svo- sem gert til embættismanna þegar rithöfundar sjálfir mynda varð- hundasveitir tií að gjamma á félaga sína? Annars voru Birtingsmenn 18 HELGARPÖSTURINN eftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.