Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 15
Erla Þorsteinsdóttir. Krafa upp á milljón krónur Mánuði síðar ritar Páll Arnór skiptaráðanda bréf fyrir hönd Erlu og lýsir kröfum í bú sameignarfé- lagsins. Þar er gerð krafa til van- goldinna launa frá maí 1980 til og með apríl 1985 upp á samtals rúm- lega 546 þúsund krónur, til vaxta af gjaldföllnum mánaðarlaunum upp á samtals rúmlega 347 þúsund krónur og bætist við þetta innheimtukostn- aður. Krafan hljóðaði samtals upp á tæplega 950 þúsund krónur. Enn mánuði síðar kærir Páll þing- lýsingu fjögurra bréfa til bæjarfóg- etans í Garðakaupstað. Kærður er flutningur Elliða á veði af Lyngásn- um yfir á Lindarflötina vegna þriggja lána Elliða og tryggingar- bréf sem Elliði hafði gefið út til tryggingar skuldum með veðrétti í húsinu að Lindarflöt. Þetta hafði Elliði gert þegar húseignin að Lyng- ási var seld á nauðungaruppboði, en kaupandinn á uppboðinu var engin önnur en síðari kona Elliða! Var bent á að Elliði sjálfur hefði beð- ið um uppboð á Lindarflötinni, en þrátt fyrir það flutt veð yfir á húsið, án þess að leita samþykkis Erlu. Var bent á að ekki dugði að veðsetja „eignarhluta" Elliða, þar sem eign- arhluturinn væri ekki tilgreindur. Benti Páll á það öngþveiti sem skap- ast gæti réttarfarslega ef viðurkennt yrði af dómstólum að sameigendur hefðu heimild til að þinglýsa veðum á eignarhluta sameigenda óskiptrar sameignar með þessum hætti. Einar Ingimúndarson, bæjarfóg- eti, meðtók kæru þessa samdæg- urs. Úrskurður féll nýlega, þar sem kærunni var hrundið. Erla Þorsteinsdóttir er að vonum bitur eftir þessa hraklegu meðferð fyrrverandi eiginmanns síns og hlutar dómsvaldsins. Þessum aðil- um hefur tekist beint og óbeint að taka milljónir króna í verðmætum undan eignarhaldi hennar. Hún hef- ur glatað hálfu verkstæðishúsi, hálfu fyrirtæki, bílum og á nú á hættu að missa íbúðarhús sitt að Lindarflöt vegna skulda fyrrverandi eiginmanns síns. Eins og málum er háttað getur hún ekki fengið leið- réttingu sinna mála nema með ára- löngum málaferlum — sem óvíst er með öllu hvernig úrskurðast. „Þetta hefur verið hrakfallasaga frá upphafi og búið að búa til enda- lausa flækju," segir lögfræðingur Erlu. „Hún er geðveiky/ Flækja þessi snýst um það, að með öllum tiltækum leiðum hefur eign- um Erlu verið komið undan eignar- haldi hennar. Fyrirtækið var metið 1984 upp á rúmar 9 milljónir króna, sem í dag má framreikna upp á 14—15 milljónir og þar af átti hún helminginn. Fyrirtækið er nú í „eigu" annars manns, en undir stjórn fyrrum eiginmannsins. Hús- næðið að Lyngási er nú í „eigu" nú- verandi eiginkonu sama manns. Og íbúðarhúsnæðið á leið á uppboð vegna skulda mannsins. Viðbrögð fyrrverandi eigin- manns? „Ég ætla að biðja þig um að vera ekki að blása svona nokkru út frá geðveikum konum." OKKUR VANTAR HÚSNÆÐI UNDIR HLJÓÐUPPTÖKUR EKKI SEINNA EN STRAX UPPLYSINGAR í SÍMA 30636 EFTIR KLUKKAN 5 FUNDARSALIR Höfum fundarsali fyrir hverskonar minni og stœrri fundi. Öll þjónusta og veitingar. Gerum föst verdtilboð. Hafið samband tímanlega. Pétur Sturluson RISID Veislu- og fundarsalir Hverfisgötu 105 Símar 29670 - 22781 o & o O GÓÐ HUGMYND í HELGARMATINN! ísfugl Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit Sími: 666103 HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.