Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 10
HP
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar:
Ingólfur Margeirsson og
Halldór Halldórsson
Blaðamenn: Friðrik Þór
Guðmundsson, Jóhanna
Sveinsdóttir, Jónína Leósdóttir
og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson
Ljósmyndir: Jim Smart
Handrit og prófarkir:
Magnea J. Matthlasdóttir
Útgefandi: Goðgá h/f
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson
Auglýsingar:
Steinþór Ólafsson
Dreifing:
Garðar Jensson
(heimaslmi: 74471)
Afgreiðsla:
Berglind Björk Jónasdóttir
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Ármúla 36, Reykjavlk, sími
8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa
eru að Ármúla 36.
Slmi 8-15-11
Setning og umbrot:
'Leturval s/f
Prentun: Blaðaprent h/f
Hvað er að
gerast?
Enn einu sinni er fjársvikamál
i brennidepli frétta. Helgarpóst-
urinn birtir í dag ítarlega um-
fjöllun um mál þetta og rekur
einstaka þætti þessa viðamikla
máls. Það er með ólíkindum
hve mörg fjárglæframál og
prettir í smáu og stóru hafa
dunið yfir íslensku þjóðina á
undanförnum misserum. Okur-
málin, Hafskipshneykslið, sala
stolinnar mjólkur, kaffibauna-
málið, fasteignabraskið, ávís-
anafalsanir, verðbréfasukkið og
siðleysi ráðherra og efstu
embættismanna. Þannig mætti
lengi áfram halda. Listinn virð-
ist endalaua Menn spyrja sig:
Hvað er að gerast? Eru íslend-
ingar gjörsamlega búnir að
tapa áttum hvað siðgæði og
heiðarleik varðar? Er mönnum
gjörsamlega sama um virðingu
sína og nafn? Er öllu fórnandi
fyrir hvaða svindl sem er, svo
framarlega sem hagnaðurinn
verði einhver? Hér er ekki um
að ræða einhverja ótínda
glæpamenn eða hvítflibba-
svindlara I braskarastétt, heldur
nær ósóminn til æðstu ráða-
manna landsins og dýrkuðustu
viðskiptajöfra og embættis-
manna. Það er sama hvert horft
er, alls staðar virðist spilling,
fjárdráttur og alls konar brask
og svindl viðgangast.
Það er ekki nema von að
menn spyrji: Hvað er að gerast?
Og hvað er að gerast? Er ís-
lenska þjóðin loksins að vakna
upp af efnahagsfyllirfi eftir-
stríðsáranna? Er hún loksins að
horfast 1 augu við taumlausa
eyðslu umfram efni, markvissa
sem ómarkvissa uppbyggingu
valdakerfis fjórflokkanna þar
sem frændsemi og pólitisk
hrossakaup hafa alltaf skipt
miklu meira máli en afkoma
þjóðarinnar I heild? Er það loks-
ins að verða Ijóst að hin hraða
þjóðfélagsbreyting síðustu
fjörutíu ára hefur kostað sitt?
Að frumstæðu bænda- og
veiðimannaþjóðfélagi kreppu-
áranna varð ekki breytt I nú-
tímaríki á einni nóttu með
stríðspeningum Bandamanna
án þess að bíða tjón á sálu
sinni?
Efnahagsfyllirfið er búið. Eftir
situr ráðvillt og timbruð þjóð.
Það er þjarkað um verðbólgu
og launamönnum ávallt sýnd
svipa kjaraskerðinga. En á
sama tlma leitast peningastétt-
in við að viðhalda fyrri eyðslu-
venjum. Nú er ekki lengur
hægt að sánka að sér fé með
hefðbundnum leiðum og setja
upp leiktjöld. Aðferðirnar verða
því óprúttnari. Og almenningur
breytir eins. Blankur almenn-
ingur sem er að missa allt sitt út
úr höndunum leiðist út I alls
kyns sukk og svínarí. Þjóðin er
búin að missa tökin á eigin
efnahag og fjárhagskerfi. Og
glata þar með siðgæðinu. Það
er að gerast.
BRÉF TIL RITSTJÖRNAR
Heimiliö og
ábyrgdarleysi
karla
Ágæti Helgarpóstur.
Um síðustu helgi voru viðtöl í
blaðinu við nokkrar konur um tog-
streituna milli heimilis og barna
annars vegar og launaðrar vinnu
hins vegar. Þessi viðtöl voru nokkuð
athyglisverð og vöktu til umhugsun-
ar. Tvennt virtist öllum þessum kon-
um sameiginlegt. Þær þjáðust allar
af samviskubiti gagnvart heimilinu,
en töldu að karlar væru alveg lausir
við slíkt. Ein kvaðst ekki líta á heim-
ilisstörf sem vinnu, en samt hafði
hún þetta samviskubit. Já, það er
margt furðulegt í veröldinni. Ég
hefði nú haldið að því sem ekki er
vinna, væri enginn skyldugur að
sinna og því engin ástæða til að
íþyngja samviskunni með slíku.
f rauninni þykist ég skilja hvað
konan á við, en þetta er nú einmitt
skilningur þjóðfélagsins á heimilis-
störfum. Samkvæmt skilningi „kerf-
isins" eru þau ekki vinna. Ég hef oft
furðað mig á því hversu miklar kröf-
ur eru gerðar til húsmæðra, sem
ekki einungis vinna kauplaust, held-
ur eru einnig í ýmsu látnar búa við
skert mannréttindi.
Sjálfri finnst mér heimilisstörfin
vera miklu meiri „vinna“ en ýmis
störf sem ég hef unnið „úti“ og krefj-
ast mun minni átaka og umhugsun-
ar en verkin heima.
En hversu lengi geta karlmenn
leyft sér að vera ábyrgðarlausir ,á
sínum eigin heimilum?
Með bestu kveðjum,
Helga Guðmundsdóttir.
HP-greinar
þjóðin þarf
Kæru ritstjórar!
Þessar vísur urðu til eftir lestur á
málaskrá Helgarpóstsins sem birtist
í blaði ykkar þ. 23. janúar sl.
Málaskrá Helgarpóstsins
Hafskip illa á hausinn fór
hrikti í Útvegsbanka
ísbjarnar svo útgerð stór
Olís gerði blanka
Nútíminn er niðurlagður
„Nýgamall" í kröggum sagður
Ellihöllin er í smíðum
Okrari varð fórnarlamb
Bjórlíki á flöskum fríðum
fellir ísl. þjóðardramb
Beljukjöti er breytt í naut
Bankastjóra aura þraut
Lögmenn geta líka okrað
lítilmagnans krónum ná
Fasteignasölur hafa hokrað
hæpnum grunni byggðar á
Mæðraskýrslan margt svo skýrir
mest þó gengi AB rýrir
LAUSNÁ
SKÁKÞRAUT
51. Lykilleikurinn er engan veginn
auðfundinn. Hverjum dettur í hug
að byrja á því að taka g5-reitinn frá
svarta kónginum?
1. h4 Ke42. Bc2 Kf5 3. Re5 mát
2. - Kf3 3. Re5 mát
2. - Kd5 3. Rb4 mát
%
52. Ekki veit ég hvort á að telja
þessa þraut erfiða eða einfalda,
lausnarleiðin er í sjálfu sér einföld,
en hún er ærið óvænt:
1. Hfl Kg4 2. Hgl Kh5 (eda
Kxf5) 3. g4 mát.
Kaffibauna mikið mál
margur næstum gleymdi
Hrellir stóra Sambandssál
sem um hagnað dreymdi
Erlendur sem er að hætta
æruna fær kannski bætta
Þýsk-íslenska þrautarganga
í Þjóðviljanum umfjölluð
Skattaframtalsskýrslan langa
skal nú vera mein-gölluð
Guðmundar er glötuð æra
gagnslaust fyrir hann að kæra
Herra Ómar hjálp mun fá
hana vilja margir bjóða
Stóran hlut í Útsýn á
og einka-villu mikið góða
Allt í gleymsku fljótt svo fellur
og fleiri reyna skattabrellur
Helgarpóstur hefur best
í heild um málin fjallað
I öðrum blöðum aðeins sést
oftast mikið gallað
HP-greinar þjóðin þarf
þakka vil ég ykkar starf
Gautaborg í febr. 1986,
Jóhann Björgvinsson
*
Arétting
Við höfum orðið varir við það, að
sumir lesenda Helgarpóstsins hafa
túlkað frásögn okkar um viðskipti
Samvinnutrygginga og ráðherr-
anna Steingríms Hermannssonar
og Jóns Helgasonar sem beina ásök-
un um svindl þessara embættis-
manna og alþingismanna.
Hér skal það tekið skýrt fram, að
greinin fjallaði um athyglisverða
greiðasemi Samvinnutrygginga við
ráðherrana tvo og meint svik í því
sambandi. 1 öllum fyrirsögnum var
skýrt tekið fram, að um meintar sak-
ir vœri að rœða. Hvað varðar sjálfa
ráðherrana var aldrei sagt, að þeir
hefðu sjálfir svindlað eða svikið.
Þessi misskilningur mun hafa orð-
ið til vegna forsíðutilvísunar, sem
LEIÐRETTING
í síðasta blaði sögðum við, að rit-
ari félagsskaparins Lögverndar
væri viðriðinn meinta fölsun á
erfðaskrá. Hið rétta er, að viðkom-
andi er ekki í stjórn Lögverndar,
heldur starfaði hann um tíma fyrir
hljóðaði svo:
„Tryggingasvindl ráðherra —
Meint svik kærð til RLR“.
Þessi fyrirsögn hefði e.t.v. orðið
skýrari með því að skotið hefði ver-
ið inn í hana orðunum „/ þágu".
Þannig hefði fyrirsögnin hljóðað
svo: „Tryggingasvindl í þágu ráð-
herra — Meint svik kærð til RLR“.
Það skal tekið skýrt fram, að blað-
ið stendur við hvert orð í grein sinni
um þetta mál.
Halldór Halldórsson
Ingólfur Margeirsson
ritstjórar Helgarpóstsins
samtökin. Þá var lögmaður, sem
talinn er vera viðriðinn málið, oftitl-
aður. Hann mun vera héraðsdóms-
lögmaður en ekki hæstaréttarlög-
maður. Er beðist velvirðingar á
þessum mistökum.
jqhusi
viðinn-og útflyyendur
erokkarsérgfein.
Austurlönd fjær eru okkur nær
Japan t Singapore •
Hong Kong • Taiwan • Kórea •
Flugsendingar — Sjósendingar.
Frá upphafsstað Hagstætt verð og ferðatíðni.
Þjónusta og umsjón alla leið.
til endastöðvar
Samstarfsaöilar m.a. í:
Mílanó • Rotterdam •
Hamborg • Luxemburg •
Frankfurt • Amsterdam •
París • Basel • London •
Barcelona • Lissabon •
Kaupmannahöfn • Vín •
og hundruðum annarra borga.
Nefndu bara staðinn. Okkar menn eru ávallt á næstu grösum
og sjá um að koma vörunum á ákvörðunarstað fljótt og örugg-
lega.
FUJTNINGSMIÐLUNIN
OKKAR ÞJÖNUSTA - ÞINN HAGUR.
Tryggvagotu 26 (gegnt Tollsloóinm) Simar 91-29671 og 91-29073
10 HELGARPÖSTURINN