Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 29
u I emendur í Kvennaskól- anum í Reykjavík gerðu í vetur könnun á tengslum persónuleika og starfsvals og „notuðu" til þess nokkra af alþingismönnum vorum. Heyrst hefur að m.a. hafi Jón Baldvin Hannibalsson og Albert Guð- mundsson lent í þessu úrtaki nem- endanna og þar með gengist undir einhvers konar persónuleikapróf í því skyni að fá úr því skorið hvort þeir væru á réttri hillu í lífinu. Ekki vitum við hvernig útkoman varð hjá Albert, en Jón Baldvin mun hafa verið talsvert sterkari á fagurkera- og listasviðinu en í því sem að stjórnmálum sneri í skapgerðinni. Það þyrfti kannski að taka slík per- sónuleikapróf upp hjá stjórnmála- flokkunum í stað hinna úreltu próf- kjöra? Að öðrum kosti gæti þjóðin átt það á hættu að þingsalir fylltust af einhverjum rómantískum húm- anistum, sem ekkert vit hefðu á lög- um og reglugerðum. „Det var nu det“... |U| B W Wargt er skrýtið í kýrhaus réttargæslunnar og dómsmálanna. í aprílmánuði 1984 var lögreglu- þjónn nr. 19 hjá lögreglufógetaemb- ættinu í Árnessýslu staddur í bíl yfir- lögregluþjóns sem ók bifreiðinni X-50. Óku þeir vestur Suðurlands- veg í Ölfusi og skammt vestan við Kögurhól mættu þeir bifreiðinni R-41507 sem ekið var með miklum hraða. Sneru þeir við og veittu bif- reiðinni eftirför og mældu hraða hennar með jöfnu bili milli bifreið- anna frá Þórustöðum og austur að Árbæjarvegi. Var hraðinn mestur 120 km/klst. en að jafnaði 100 km/klst. Var haft talstöðvarsam- band við lögreglustöðina og stöðv- aði lögregluþjónn nr. 6 bifreiðina. Reyndist ökumaður hafa verið sviptur ökuleyfi. Gengur nú málið sinn gang í kerfinu. En tveimur mánuðum síðar kærir ökumaður- inn ólöglegi yfirlögregluþjóninn sem mældi hraða hans. Kæran byggðist á því að yfirlögregluþjónninn var á einkabifreið sinni, X-50, þegar hann veitti ökumanninum eftirför og mældi hraða hans með því að aka jafnhratt og sá brotlegi. Yfirlög- regluþjónninn á því að sæta sömu viðurlögum og hinn brotlegi öku- maður nema að því undanskildu að hann hefur ekki verið sviptur öku- leyfi. Þetta var sem sagt í júní 1984. Líður nú og bíður til dagsins í dag. Enn hefur þetta kærumál ekki verið tekið upp af viðkomandi yfirvöldum og mun málið fyrnast á næstu vik- um. Ökumaðurinn réttindalausi fékk hins vegar sinn dóm mjög fljót- lega og var látinn greiða 16 þúsund krónur í sekt fyrir athæfi sitt. En yf- irlögregluþjónninn hefur enn ekki verið dæmdur fyrir of hraðan akst- ur. . . ^\^^ikil reiði ríkir nú meðal þorra Akureyringa í garð hitaveit- unnar. Undanfarin ár hefur hitaveit- an nefnilega selt svikna vöru, þ.e.a.s. heita vatnið hefur ekki verið nógu heitt. I sumum hverfum Akur- eyrar hefur heitt vatn farið niður í 50 stig á Celsíus og enn neðar á sum- um. Er nú svo komið að margir Ak- ureyringar vilja ekki greiða reikn- inga sína fyrr en hitastig vatnsins hefur hækkað. Um daginn gerði ungur Akureyringur eitthvað í mál- inu. Sá heitir Gunnar Guðbrands- son og kærði hann hitaveituna á Akureyri til rannsóknarlögregl- unnar fyrir að selja svikna vöru. Að baki Gunnari stóð hins vegar þorri Akureyringa. Rannsóknarlögreglan sendi málið sýslumannsfulltrúa staðarins, Sigurdi Eiríkssyni og hafði hann síðar samband við Gunnar og sagði honum að málið væri þess eðlis að viðkomandi yfir- völd gætu ekki sinnt þessari kæru. Mun almenningur á Ákureyri vera mjög illur yfir þessum málalokum og telur lýðræðislegan rétt fótum troðinn ef opinbert fyrirtæki getur komist upp með að selja gallaða vöru og taka fullt gjald fyrir. Mikill þrýstingur er nú á hitaveitustjóra Akureyrar, Vilhelm Steindórsson, að hitastig vatnsins hækki svo að hitastig bæjarbúa lækki. .. Rocky, lRMÚLA 23, • Ódýrastur í rekstri • Rómuð þjónusta. • Öruggasta endursalan. Þetta eru kostir verðlaunabíls og Charade er margfaldur verðlaunabíll HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.