Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 38

Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 38
HELGARDAGSKRÁVEIFAN Föstudagurinn 28. febrúar 17.55 Há-emm í handbolta. Vlð og Rúmanir. Felixson lýsir beint frá Sviss, sæll og súkkulaðibrúnn í framan. 19.15 Á döfinni inni á döf! 19.25 Finnskt barnaefni, finnst ykkur ekki. ..! 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Hazarágrip í bundnu máli. 20.30 Auglýsingar = eitthvað fyrir börnin. 20.40 Únglíngarnir í frumskóginum. Ný þáttaröð um únglínga og intressu þeirra. Umsjónarmaður Jón Gústafs- son. Stjórn upptöku Halldór Laxness. 21.10 Palli Magg hristir upp í þinginu og öfugt. 21.25 Einar örn hristir upp í mjólkinni og fær sér sjeik. 22.00 Sambýlismaður minn og dópisti Sjer- lokk Hólmsá nálum yfir niðurstöð- unni. 22.50 (Alltof) seinar fréttir. (Seinni en síðast.) 22.55 Minnie og Maskowitz ★★★. Banda- rísk bíómynd frá '72 eftir John Cassa- vetes. Aðalleikarar Gena Rowlands, Seymour Cassel og Val Avery. Falleg og áhrifarík ástarsaga með glimrandi leik og Ijúfri leikstjórn Cassavetes (Kona undir áhrifum, Gloria, Ástar- straumar). Þetta verk sýnir hvernig leiðir ólíklegasta fólks geta legið sam- an og að ástin fer ekki í manngreinar- álit. 00.55 Ekki ein einasta frótt í dagskrár- lok. Laugardagurinn 1. mars 16.00 Bjarna Felspyrnan. 17.35 íþróttaleysi og ýmis eymsli í mjöðm- inni. Bjarni lýsir beint af skurðarborð- inu! (Sjúklegur þessi. . .) 19.25 Búrabyggðin mín há og fögur. 19.50 Tákn. 20.00 Mál. 20.35 Málanna; þ.e.a.s. glettur Magga Ólafs. Þessi feiti maður lætur hér með allt flakka, flikk-flakk. . . 20.55 Skál, fyrir því. Guðni Kolbeinsson þýðir ,,Cheers" sem ,,vöruflutn- ingabíl" enda á tuttugasta glasi! 21.20 Galdrakarlinn (The Wiz) ★★. Banda- rísk söngvamynd frá '78 undir stjórn Sidney Lumet. Aðalleikarar Diana Ross, Michael Jackson, Nipsey Russell, Richard Pryor og Lena Horne. Sæmilega heppnuð nútímauppfærsla á söngleiknum Galdrakarlinn í Oz. Ærslin klén á köflum ásamt ofleik inn á milli. Gaman samt að sjá þetta fræga fokkerlið fíflast um stund. . . 22.30 Liöhlaupinn (II disertore). Ný ítölsk sjónvarpsmynd gerð eftir samnefndri skáldsögu Giuseppe Dessi. Leikstjóri Giuliana Berlinger. Aðalleikarar Irene Papas, Omero Antonutti og Mattia Sbragia. Sigfinni er ekki kunnugt um gæði þessarar myndar, en sagan ger- ist í þorpi á Sardiníu árið 1922. Þar er efnt til samskota til að reisa minnis- merki um fallna hermenn fyrri heims- styrjaldarinnar. Einræn kona, sem misst hefur báða syni sína, gefur al- eigu sína. Að baki gjöfinni liggur leyndarmál sem varðar afdrif annars sonarins. 01.05 Itölsk dagskrárlok með hveiti- lengjum . . . Sunnudagurinn 2. mars 13.40 Há-emm í handbolta, þó aðeins að okkar menn komist í úrslitakeppnina. Við höfum að sjálfsögðu öngva int- ressu fyrir afdrifum annarra í keppn- inni, höh. . . 17.00 Sunnudagshugvekja: Hraðaupp- hlaup inn kirkjugólfið. . . 17.05 22. þáttur Feim. 18.00 2222. þáttur Stundarinnar okkar. 18.30 Glefsur: Gamalt sjónvarpsgaman sýnt aftur og aftur. 19.00 Hlé að hætti hússins, medium rare. 19.50 Táknmálið. . . 20.00 Hitt málið. . . 20.50 Heilsað uppá. . . Elínu (vinkonu mína) Stefánsdóttur Ijósmóður (sem tók nú á móti Hólmsteini syni mínum) á Miöfelli í Hrunamanna- hfeppi. Magdalena Scram sá um þetta efni. 21.30 Kjarnakona (A Woman of Substance). Nýr flokkur frá Bretlandi í sex þáttum. Emma vinnukona er grátt leikin af húsbændum sínum og heitir því að komast til auðs og valda og ná síðan hefndum. Aðalleikarar: Jenny Sea- grove, Deborah Kerr, John Mills og Barry Bostwick. 22.20 Herbie Hancock fitlar við nótnaborðið læf. . . ku vera fjandi flott pródúser- að efni... 23.30 Þjóðsöngurinn, allir að standa upp, grípa fast um brjóstið, hlusta, komast við, sofna með ekkasogum. 0 Fimmtudagskvöldið 27. febrúar 19.00 Frétt. 19.50 Sigurður Gé lýsir frati á daglegt mál manns. . . 20.00 Leikritið „Iðrun og yfirbót" eftir Elisa- beth Cross. 20.55 Gestur í útvarpssal, Filli Jenkins í fíl- dúr. 21.15 Smásagan „Úr Lómastræti" eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. 22.20 Lestur Passíusálma. 22.30 Fimmtudagspróblemið. 23.00 Rögnvaldur Sigurjónsson. 24.00 Rögnvaldarlok. Föstudagurinn 28. febrúar 07.00 Gú-da. . . 07.15 Gú-da,gú-da. . . þ.e.a.s. morgun- vaktin! 09.05 Barnatími krakkanna sem heyra hann ekki af því að þau eru í skólanum á þessum tíma, þessar elskur. . . 09.45 Þingfréttir. 10.40 Ljáðu mér eyra... 11.10 . . . háls. . . 11.30 . . . og nebba! A Eg mœli med Rás 1, föstudagskvöldið 28. febrú- ar, klukkan 19.45; Þingmál: Atli Rúnakonungur málar nokkra skratta á vegginn. (Sjá nánar á út- felldu myndinni hér að ofan.) 12.20 Hádegisfréttir af þingi háls-, nef- og eyrnalækna. 14.00 Miðdegissagan. 14.30 Upptaktur. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Helgarútvarp barnanna. 17.40 Úr atvinnulífinu. 19.00 Kvöldfréttirnar mínar. 19.45 Þingmál. Atli Rúnakonungur mál- ar nokkra skratta á vegginn. 20.00 Lög þunga fólksins. 20.40 Kvöldvaka — svefntafla gamla fólksins. 21.30 Frá tónskáldum til hlustenda, býst ég við, án þess þó að vera búinn að gera mér fullmótaðar hugmyndir um það. 22.20 LPHP = Lestur Passíusálma Hall- gríms Péturssonar. 22.30 Kvöldtónleikar (og þó fyrr hefði verið). 23.00 Heyrðu mig — eitt orð. 00.05 Djassþáttur sem kafnar að lokum í öskri popparanna af rás tvö, sími 687-123, ég endurtek 687-123. . . Laugardagurinn 1. mars 07.00 Fastir liðir. . . 07.15. . . svipað og oftast nær. . . 07.30 nema hvað nú hefja íslenskir ein- söngvarar og kórar upp rosalegustu raustir austan ammeríku. . . 09.30 Sjúklegustu óskalögin (ekki við hæfi þungaðra kvenna). 11.00 Heimshorn. 12.20 Hádegisfréttir af sólskininu í Bláfjöll- um. 13.30 Hér og nú í Bláfjöllum. Fréttamaður fótbrýtur tæknimann á báðum. Vont mál, bein útsending. 15.00 Miðdegistónleikar. (Teknir upp fyrir- fram!) 15.50 íslenskt mál fyrir Gunnar Pál (Jóa- kimsson). 16.20 Listagrip. (Nýtt og endurbætt jötun- grip, skilst mér.) 17.00 „Áddni í Hraunkoti'' leikinn fyrir böddnin. 17.30 Konsert í stúdíói, eða eins og þessi dagskrárliður er kallaður eftir krotið hans Árna Böðvars: Tónleikar í út- varpssal. 19.00 Fréttir af sjúkraleiðöngrum í Blú Mánten. . . 19.35 „Sama og þegið", eöa svo gott sem.. . 20.00 Nikkan þanin í botn og yfirum. 20.30 Fimmtudagsleikritið endurflutt vegna engrar hlustunar þá. 21.25 Blásarasveit Philips Jones reynir á lungun. . . 22.20 LPHP. 22.30 Bréf frá Danmörku, gaman, frímerki og allt. 23.00 Danslög fyrir okkur sem heima höng- um. 00.05 Jón örn fitlar við eyrnasnepla manns. . . 01.00 . .. gæsahúð og góða nótt. Sunnudagurinn 2. mars 08.00 Morgunandakt (að vísu enginn vakn- aður, en hva. . .). 08.35 Létt morgunlög (tveir vaknaðir). 09.05 Morguntónleikar (þeir báðir uppí aft- ur). . . 10.25 Passíusálmarnir og þjóðin (allir upp við dogg). .. 11.00 Mezza hjá Seljasókn... 12.20 Mezzan búin og fréttir af því. . . 13.15 Oddrúnarmál. Spenna. 14.15 HM í handbolta. Samúel örn lýsir því sem allir sjá í sömu andrá í sjónvarp- inu. Trist. 15.00 John Lewis og vinir leika. 15.10 Spurningakeppni framhaldsskólanna. Jón Gú spyr kvikindislega, já. . . næstum eins og naðra. 16.20 Vísindi og fræði í næði, frítt fæði, æði. 17.00 Mikill rosalegur rímnakall er hann Sig- finnur annars, en afsakið, þarna voru síðdegistónleikar að hefjast. 19.00 Fréttir. 19.35 Milli rétta. Gunna Gunn niðri fyrir. . . 20.00 Stefnumót. Ég þangað! 21.00 Ljóð og lag. Hermann Ragnar Stebba- son steppar. 21.30 Útvarpssagan. 22.20 íþróttir. 22.40 Afríkusaga. 23.15 Kvöldtónleikar. 00.05 Milli svefns og vöku. 00.55 Draumur okkar beggja. . . 04.10 . . .hrotur og 06.25 . . .snörl. m Fimmtudagskvöldið 27. febrúar 20.00 Hlustendarásir vinsælda lista tvö (fyr- ir miðju). 21.00 Fiskigöngur. Ragnheiður Davíðs spyr sjávarútvegsráöherra í hvaða flokki hann sé og svoleiðis... 22.00 Svavar Gezz spilar á Halldór Ásgríms sem er ennþá í stúdíói, af því að hann veit ekki að hinn þátturinn er úti. . . 23.00 Tangó. Veðra-Trausti og Megas fram á gólfið.. . Föstudagurinn 28. febrúar 10.00 Morgunþáttur Thomas 8- Thorsteins- son Ltd. 12.20 Smá-breik. 14.00 Pósthólfið. Valdís bögglar í boxi tvö. 16.00 Jón Ólafsson með íþróttaívafi. Weird. 18.00 Við í Rúmenum í Sviss. Samúel örn lýsir sigrinum. 20.00 Hljóðdós, kringla, nýrækt, nótt að venju. 03.00 Suðið. Laugardagurinn 1. mars 10.00 Timburmenn: Sigurður Blöndal sagar f eyrum hlustenda með gjörsamlega bitlausri sög (af næsta bæ). 14.00 Laugardagur til lukku. Svavar í stuði og það í honum. 16.00 Listapopp. Eða popplist, skiptir ekki máli. 17.00 Hringborðið. Pælt í poppi í hring. 18.00 Suð, suð. 20.00 Bylgjur. Gramm-Ási og Adjúl hlusta amk. 21.00 Djass og blús. Venni Linnet beggja blands. 22.00 Bárujárn. Siggi Sverris forskalar mestu skellurnar. 23.00 Svifflugur. Hákon þýði stjórnar ofan- frá. .. 24.00 Á næturvakt. Pétur Steinn einn. . . 03.00 . . . og yfirgefinn. Sunnudagurinn 2. mars 13.30 Salt (samtíðina. 15.00 Jón Krossgátufari. 16.00 Hlustendarásirnar. 18.00 Tfmi til að flysja karpöddlurnar. Svæðisútvarp virka daga 17.03-18.00 Reykjavík og videre — FM 90,1 MHz. 17.03-18.30 Akureyri og videre — FM 96,5 MHz. e^*r Sigmund Erni Rúnarsson Þjódlegur fróðleikur SJÖNVARP eftir Friðrik Þór Guðmundsson Síldina í varnarliðið! Fyrri hluti „Oddrúnarmála", þáttar sem fluttur var á rás 1 á síðasta sunnudegi, vakti sérstaka athygli þess sem þetta skrifar. Ekki einasta fyrir forvitnilegt efni, heldur og ekki síður fyrir góða framsetningu. Hún var á þann veg sem best gerist í hljóðvarpi. Klemenz Jónsson stjórnaði flutningi þessa þáttar, auk þess sem hann samdi útvarps- handritið, að mestu eftir söguþætti Jóns Helgasonar ritstjóra, en þar segir af sér- stæðu sakamáli á Austfjörðum í aldarbyrj- un þegar kona ákærði embættismenn fyrir vanrækslu í starfi, sem þeir reyndust svo saklausir af. Klemenz hefur fengið til liðs við sig jafn áheyrilegan sögumann og Hjört Pálsson, fyrir utan úrvals útvarpsleikara á borð við Róbert Arnfinnssón, Þorstein Gunnarsson, Þóru Friðriksdóttur, Erling Gíslason, Sig- urð Skúlason og Helgu Stephensen. Texta- meðferð þessa fólks er með svo margvís- legum hætti að efnið verkar spennandi og lifandi á hlustandann. Það hreyfir við hon- um. Textinn er brotinn upp með fárra mín- útna millibili, ýmist lesinn, sagður eða leik- inn, allt eftir því hvað við á hverju sinni. Þessi vandaði þáttur leiðir hugann að öðrum þjóðlegum fróðleik og sagnaþátt- um sem útvarpið hefur boðið okkur á síð- ustu árum og reyndar áratugum. í fljótu bragði verður ekki annað munað en þar hafi farið mjög misgott efni. Og oftar en ekki hafi athyglisverðasta efni farið illa sakir óskipulegrar og þá einkum einhæfrar framsetningar. Þessi þáttur dagskrárgerð- arinnar hefur að mínu viti gleymst á síð- ustu árum. Það hefur ekki verið lögð eins mikil rækt við þennan fróðleik og var fyrir einum og tveimur áratugum, segir mér fólk sem sérstaklega hefur borið sig eftir þessu efni í útvarpinu. Það er þó kannski mest um vert varðandi þetta vinsæla útvarpsefni, að mönnúm hef- ur láðst að færa það til þarfa okkar daga hvað umgjörðina snertir. Þetta efni sem tekur á gömlum málum, hefur gjarnan gert það með gömlum aðferðum. Þurrlegur bunuupplestur án nokkurra hléa er ennþá of algengur. Það hefur ekki verið lögð nógu mikil rækt við að vinna efnið, setja það upp þannig að komist skilmerki- lega til skila. Lifandi og spennandi útvarp fæst ekki með löngum upplestri eins manns, en þetta eru því miður vinnubrögð sem heyrist til vikulega. Seinni þáttur „Oddrúnarmála" verður á j dagskrá útvarpsins á næsta sunnudag og er sérstök ástæða til að hvetja unnendur vandaðs útvarpsefnis á þessum nótum að bera sig eftir þessum þætti, en hann hefst þá rúmlega eitt eftir hádegi. Þessi þáttur sannar, eins og reyndar aðrir góðir þættir um svipað efni á síðustu árum, en þeir eru allnokkrir, að útvarpið á og getur auðveld- lega komið þjóðlegum fróðleik frá sér á lif- andi og spennandi hátt. Það krefst að vísu mikils undirbúnings og yfirlegu, en hvort- tveggja skilar sér líka. Meðal allra sterkustu einkenna þeirra sem telja sig sanna talsmenn Sjálfstæðis- flokksins er trúin á markaðinn og frjálsa samkeppni og framtak og síðan óbilandi ímugustur á öllur því sem tengist Sovét- ríkjunum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur eignað sér hugtakið frelsi og telur sig einan berjast gegn kommunum í Rússíá. Það hef- ur hins vegar legið á jafnaðarmönnum og kommúnistum að þeir vilji ríkiseinokun, takmörkun frelsis og ekki síst að þeir vilji vingast um of við Kremlverja. Á dögunum snerist þessi ímynd gjörsam- lega í andhverfu sína í sjónvarpinu. Þá mættu í Þingsjá viðskiptaráðherrann ný- bakaði úr Sjálfstæðisflokknum, Matthías Bjarnason og fyrrverandi formaður Al- þýðuflokksins, Kjartan Jóhannsson. Kjart- an talaði máli þeirra sem vilja gefa inn- flutning á olíuvörum frjálsan og kanna fleiri möguleika en verslun við Sovétríkin í því sambandi. Matthías talaði á hinn bóg- inn máli þeirra sem vildu óbreytta við- skiptahætti og áframhaldandi olíuverslun við Kremlverja. Það var verulega gaman að þessu. Matti viðurkenndi vanmátt sinn gagnvart kommunum; við verðum að kaupa af þeim olíu og bensín, annars kaupa þeir ekki af okkur síld og annað slíkt góðmeti. Og Matti segir frjálsan markað vissulega fyrir hendi, hann er bara óvart staddur í Rotterdam. Um leið var Matthías að tala máli hins þríhöfða þurs olíuverslunarinnar; SHELL, ESSO og OLIS. Þessi risaveldi þykjast vera í samkeppni, en staðreyndin er þó sú, að um mesta bræðralag er að ræða á flestöll- um sviðum. Þessir risar eru að selja sömu vöruna, flytja hana inn á sameiginlegum skipum, eiga meira að segja sumar bensín- stöðvarnar saman. f mesta lagi snýst sam- keppnin um dæmigerðar sjoppuvörur (mér hefur verið sagt milljón sinnum að ýkja ekki). Stundum er sett upp sjónarspil til að fólk telji sér trú um að ekki sé um ná- kvæmlega sama fyrirbærið að ræða. Þannig sá ég forstjóra olíufélagannafyrir mér þegar ég hlýddi á Matta Bjarna. Ég sá þá fyrir mér í kjóli og hvítu drekka kaffi og koníak í höll Frímúrarareglunnar við Skúlagötu. Vilhjálmur Jónsson forstjóri ESSO, Indriði Pálsson, forstjóri SHELL og Önundur Ásgeirsson (fyrrverandi) forstjóri OLÍS eru nefnilega allir í hópi þeirra um tuttugu manna sem sitja á toppi Frímúrara- reglunnar. Ef ekki nú þá að minnsta kosti til mjögskamms tíma. Sem segir kannski ekki mikið, en þó það að fyrir utan viðskipta- lega samleið, þá eru þessir menn mjög samstiga í félagslífinu að auki. Samstiga um gjörsamlega úrelt einokunarfyrir- komulag í olíuinnflutningsmálum. Þetta var Matti Bjarna að verja í raun. Það dugar ekki að hafa frelsið úti í Rotter- dam og segjast berjast fyrir frelsi hér heima. Og það dugar ekki að úthúða bölv- uðum kommunum í Kreml, en síðan að sleikja þá upp í nafni síldarsölunnar. Það bara dugar ekki. Er ekki hægt að neyða síld ofan í varnarliðið?? 38 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.