Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 40

Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 40
s„_ 4 _ eða Sjallinn svonefndi hefur mjög verið undir smásjá rannsóknarlög- reglunnar að undanförnu og margir verið kallaðir til yfirheyrslu vegna gruns um að veitingastaðurinn hafi haft á boðstólum smyglað vín og kjöt, fjármunum væri stungið und- an í bókhaldi og talning gesta röng, svo eitthvað sé nefnt. Miklar skuldir hvíla nú á Sjallanum eða um 90 milljónir króna og skemmtistaður- inn H-100 mun kaupa húsið í vik- unni fyrir milligöngu Iðnaðarbank- ans sem er sameiginlegur viðskipta- banki skemmtistaðanna. Flestir spyrja sig hvernig hægt var að stinga peningum undan. HP hefur fengið svar við því. Ákveðnir pen- ingakassar við bari hússins voru svonefndir „svartir kassar". Pening- um sem í þá komu var stungið und- an og komu hvergi fram í bókhaldi. Þessum peningum mun síðan hafa verið varið í að greiða smyglað kjöt og vín, borga hlutafé aðaleigenda og standa straum af öðrum „svört- um“ greiðslum. Þessi aðferð með „svarta kassá' mun ekki vera eins- dæmi í veitingahúsarekstri hérlend- is. Talsvert mun vera um það t.d. á höfuðborgarsvæðinu að tekjum veitingahúsa sé stungið undan á þennan hátt. .. Ílhj^íeira um Sjallann: Það þótti nokkuð fréttnæmt að eigendur H-100, sem fyrir norðan ganga und- ir nafninu hundraðkallarnir, skuli kaupa Sjallann fyrir 100 milljónir. Sú greiðslubyrði þykir fullþung fyrir eigendurna og því sá orðrómur kominn á kreik að aðrir og fjársterk- ari aðilar^ standi að baki þessum kaupum. Áreiðanlegar heimildir HP herma að stórlaxinn bak við kaupin sé enginn annar en Ólafur Lauf- dal, veitinga- og skemmtihúsakóng- ur í Reykjavík. Sannleikurinn um þessi kaup ætti-að koma fram á næstu dögum og vikum.. . A síðasta miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins sem haldinn var um síðustu helgi gerðist sá óvænti atburður að Bjarnfríður Leósdóttir, formaður verkalýðs- ráðs flokksins og aðalsprauta alla- balla á Akranesi, sagði sig úr flokkn- um. Bjarnfríður hélt þrumuræðu á fundinum, og sagðist langþreytt á flokksforystunni sem hún sagði að vildi ekkert með sig hafa. Bjarnfríð- ur lýsti því yfir að hún myndi þó ekki hlaupa frá formannsstöðunni, en uppsögn sín tæki gildi um leið og nýtt verkaiýðsráð hefði verið kos- ið... Þ að hefur komið fram í fjöl- miðlum að hugsanlegur oddviti al- þýðubandalagsmanna í Kópavogi verði Heimir Pálsson kennari og fyrrverandi gagnrýnandi HP. Bjðrn 40 HELGARPÓSTURINN Ólafsson verkfræðingur sem verið hefur fyrsti maður á lista flokksins hefur nú dregið sig í hlé, en gamla kommaklíkan í Kópavogi er ekki alls kostar ánægð með Heimi sem hún telur vera fulltrúa mennta- manna en oddviti þurfi að vera úr verkalýðsarmi. Hefur verið haft samband við Snorra Konrádsson, fyrrum bæjarstjórnarfulltrúa Al- þýðubandalagsins í Kópavogi og núverandi starfsmann MFA, en hann afþakkaði boðið. Gamla klík- an leitar nú logandi ljósi að mót- framboði... l Noregi eru til trúleysingjasam- tök sem berjast ákaft gegn Jesútrú og kirkjunni sem slíkri. Heita sam- tökin Heiðingjabandalagið (Hedn- ingeforbundet) og eru mjög um- deild. Nú stendur til að stofna sam- bærileg samtök hérlendis og höfum við heyrt að forsprakkinn sé Ari Trausti Guðmundsson jarðfræð- ingur. ..

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.