Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 39
FRÉTTAPÓSTUR Skyr selt til Danmerkur Hafinn er útflutningur á hraðfrystu skyri til Danmerkur. Tilraunasending er þegar farin úr landi og mun framhaldið ráðast af því hverjar viðtökurnar verða. Danir borga fullt verð fyrir skyrið og fær Mjólkursamlag Borgfirðinga, sem að þessari tilraunastarfsemi stendur, því engar útflutnings- bætur fyrir vöruna. Þar af leiðir, að skyrsalan er mjög svo af hinu góða. Hlutafjáraukning í Arnarflugi Hluthafar í Arnarflugi hafa ákveðið að auka hlutafé allt að þrefalt, þannig að hlutafé félagsins yrði samanlagt allt að 145 milljónum króna. Núverandi hluthafar hafa samþykkt að falla frá forkaupsrétti sínum á hinum nýju hlutabréfum, en stærsti einstaki hluthafinn er nú Flugleiðir með um 40% hlutafjárins. Fyrirsjáanlegt er því að eignarhluti Flugleiða í Arnarflugi muni minnka verulega eftir að hlutafjáraukn- ingin hefur átt sér stað, en henni á að vera lokið þann 14. mars næstkomandi. Mikifl atvinnuleysi í Vík í Mýrdal Næststærsti vinnuveitandi í Vik í Mýrdal, Prjónastofan Katla, hætti allri starfsemi í síðastliðinni viku eftir 15 ára rekstur. Prjónastofan er gjaldþrota og skuldar um 23 millj- ónir króna, en það eru 6 milljónir umfram eignir fyrir- tækisins. Yfir 30 manns misstu við þetta atvinnuna í Vik og lætur þá nærri að sjöundi hver maður á staðnum sé á at- vinnuleysisskrá. Prjónastofan Katla var að mestu í eigu kaupfélagsins, hreppsins og sýslunnar, sem veldur því að skuldin lendir að langmestu leyti á heimamönnum sjálfum. Sveitarstjórinn, Hafsteinn Jóhannsson, sagði hlutfall at- vinnulausra í Vík vera svipað og ef allir Kópavogsbúar væru atvinnulausir, ef miðað væri við allt Stór-Reykjavíkursvæð- ið. Sagði Hafsteinn sveitarsjóð hafa ábyrgst lán til fyrir- tækisins upp á fimm milljónir króna. Þingmennirnir Árni Johnsen og Garðar Sigurðsson hafa látið hafa það eftir sér að nauðsynlegt sé að koma byggðar- laginu til aðstoðar á einhvern hátt, en ágreiningur mun vera um það með hvaða móti sé best að standa að því máli. Vaxtalækkanir í undirbúningi Ef kjarasamningar takast á þeim nótum, sem um er rætt, og verðbólga fer því ekki yfir 7% á árinu 1986, munu banka- vextir lækka verulega. Seðlabankinn mun að öllum líkind- um leggja línurnar hvað varðar vexti útlána, en gefa við- skiptabönkunum frjálsar hendur varðandi innlánsvexti. Samkvæmt hugmyndum Seðlabankans munu vextir af af- urðalánum lækka úr 28.5% í 19.5%, en vextir almennra skuldabréfa lækka úr 32% í 20%. Talið er að vextir af al- mennum sparisjóðsbókum verði í kringum 12% eftir breyt- inguna, en vextir hinna ýmsu sérkjarareikninga um 15%. Takist samningar samkvæmt niðurfærsluleiðinni, er reikn- að með að lánskjaravísitalan standi í stað þann 1. apríl, eða jafnvel lækki. Samningaviðræflur ASÍ og VSÍ Látlaus fundahöld hafa verið hjá samninganef ndarmönn- um ASÍ og VSÍ undanfarna sólarhringa og þegar Fréttapóst- ur fór í prentun var ljóst að ekki væri langt í að til tíðinda færi að draga í samningamálum. Eftir því sem næst verður komist, er möguleiki á því að kauphækkanir á árinu verði fjórar, samtals eða yfir 13%. Einnig er til umræðu að greiða fólki í lægstu launaflokkunum fasta upphæð tvisvar eða þrisvar á árinu, allt að 3000 krónur í hvert skipti. Lýsissmygl Landamæraverðir í Vestur-Þýskalandi lögðu um daginn hald á flösku með grunsamlegum vökva, sem íslendingur nokkur ætlaði að „smygla" inn í landið. Vopnaðir verðir gættu mannsins í þrjár klukkustundir á meðan gengið var úr skugga um að ekki væri um ópiumolíu að ræða, heldur lýsi. * Reykjavíkurskákmótið Júgóslavinn Nikolic sigraði í Reykjavíkurskákmótinu, sem lauk síðastliðinn sunnudag, og vann þar með rúmlega hálfa milljón króna. Fékk Nikolic 8 vinninga, en sjö skák- menn fylgdu fast á hæla honum með 7V& vinning og var því baráttan bæði hörð og jöfn. Fréttapunktar: • Steinsteypubrestir í hjónaböndum, eða aukin tiðni hjóna- skilnaða sökum fjárhagserfiðleika við húsnæðiskaup, er umræðuefni sem að öllum líkindum verður tekið til aukinn- ar umfjöllunar af prestastéttinni á næstunni. Prestar hafa að undanförnu lýst í fjölmiðlum áhyggjum sínum af áhrif- um efnahagsmála á hjónabandssælu þjóðarinnar. • í skoðanakönnun, sem fram fór í Hafnarfirði um síðustu helgi, kom fram ótvíræður vilji íbúanna fyrir því að fá áfengisútsölu til bæjarins. • Hannes Hlífar Stefánsson, sem þátt tók í Reykjavikur- skákmótinu á dögunum, er að öllum likindum stigahæsti 13 ára piltur í allri skáksögunni. Hefur hann tæp 2.400 Elo- stig og hefur þar með fleiri stig en bráðþroska skákmenn á borð við Fiseher og Kasparov höfðu á þessum aldri. • Efnt hefur verið til samkeppni um nýbyggingu Alþingis, sem reist verður í tveimur áföngum. I þvi húsi sem fyrst verður reist, munu verða skrifstofur, bókasafn, mötuneyti, skjalasafn og aðstaða fyrir þingflokka. • Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigðisráðherra, hefur sent hjúkrunarfræðingum í Svíþjóð bréf, þar sem hún hvetur þá til að koma heim til starfa og segir ráðuneyti sitt tilbúið til viðraeðna um þátttöku i hluta ferðakostnaðarins heim á Frón. Séra Jón Thorarensen látinn Látinn er í Reykjavik, séra Jón Thorarensen, sem lengst af var sóknarprestur í Nesprestakalli í höfuðborginni. Jón fæddist á Stórholti i Saurbæ árið 1902 og var þvi á 84. ald- ursári. „REYFARAKAUP" Við fengum takmarkað magn af Toshiba örbylgjuofn- um með verulegum afslætti. ER 5400 Mál: br. 50 x d. 33 x h. 32. Nú getum við boðið þér 2 gerðir Toshiba örbylgjuofna á hreint ótrúlegu verði! Gerð ER 5300 Ofn fyrir lítil heimili og kaffistofur. Ekki snúningsdiskur, tímasti11ing, þíðing. Verð áður kr.'t^rTOOr^- Tilboðsverð til þín kr. 12.900,- Gerð ER 5400 Heimilisofn með snúningsdiski og 9 hitstill- ingum. Verð áður kr.T1fc2ð&^ Tilboðsverð til þín kr. 15.500,- EF Láttu ekki þetta tilboð renna þér úr greipum. EINAR FARESTVEIT &, CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995 Greiðslukjör: útborgun 5.000,- eftirstöðvar á 6 mánuðum. Sérverslun með húsbúnað Frábær hönnun Hringið eða skrifið eftir bæklingum HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.