Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 36

Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 36
E Ð L I H P AFHJÚPAR INNRA ÞINGMANNA OG SETUR Þ Á í RÉTTA FLO' Jóhanna Sigurðardóttir mun örugglega kenna nýju krötunum almennilega kvennasiði. Menn þurfa ekki ad vera spreng- lœrdir stjórnmálafrœdingar til þess að sjá aö margir af okkar háttvirtu alþingismönnum eru staddir í flokk- um, sem þeir eiga lítið sem ekkert erindi í. Löngum hefur verið gert góðlátlegt grín að þessu manna á meðal, en hingað til hefur enginn tekiö sig til og stokkað spilin upp á nýtt. Helgarpóstinum fannstþvítími til kominn að endurskipuleggja þingflokkana í eitt skipti fyrir öll og taka þannig af allan vafa um það hvaða þingmenn eiga samleið í póli- tík og hverjir ekki. Eins og niðurstöður sérfræðinga HP sýna, er margur sauðurinn á Al- þingi í vitlausum diik þegar vel er að gáð. Sumir þingmenn voru auð- flokkanlegri en aðrir — fóru sjálfvilj- ugir og umyrðalaust á milli girð- inga. Þegar okkur rak hins vegar í fræðilegar vörður var notast við aðra kompása. Nú eru sex formlegir þingflokkar á Alþingi, en bæði Kristín S. Kvaran og Ellert B. Schram standa utan við það kerfi. Það er hins vegar degin- um ljósara, að fjölga verður þing- flokkunum við endurskipulagning- una. Sé fylista réttlætis gætt skiptast þingmennirnir sextíu í nákvæmlega ellefu þingflokka. Geir Gunnarsson er kominn úr felum. NÝIR ÞINGFLOKKAR Enn eru við lýði, samkvæmt hinni nýju skipan, gamlar og góðar flokksmaskínur, sem öllum hefur þó bæst liðsauki úr ýmsum og óvænt- um áttum. Hér er auðvitað átt við Sjálfstœðisflokk, Framsóknarflokk, Alþýðuflokk, Alþýðubandalag, Bandalag jafnaðarmanna og Sam- tök um kvennalista. ,,Nýju“ þingflokkarnir eru hins vegar Bœndaflokkurinn, Aftur- haldsflokkurinn, Flokkur manns- ins, Frjálslyndi flokkurinn, Fram- boðsflokkurinn og Sósíalistaflokk- urinn — Sameiningarflokkur al- þýðu. Eins og sjá má, eru þarna komnir flokkar, sem annað hvort hafa lengi legið í dvala eða hafa ekki enn komið mönnum á þing nema undir fölsku flaggi. Deila má um það hvort Aftur- haldsflokkurinn teljist fremur sjálf- stæður þingflokkur eða deild innan Sjálfstæðisflokksins. Það sama má segja um Bændaflokkinn, sem gæti allt eins verið undirfiokkur bæði í Framsóknarflokki og Sjálfstæðis- flokki. Ráðgjöfum HP fannst þessi „útibú" hins vegar svo greinilega af- mörkuð frá föðurflokkunum, að' leftir ritstjórn HP umsjón: Jónína Leósdóttir myndir Jim Smart Helgi Seljan er ungmennafélagskommi í hjarta sínu. Guðrún Agnarsdóttir hefur eflaust slnar efasemdir um Steingrlm og Steina. Stefán Benediktsson og aðrir uppar hafa framtíð þjóðarinnar I höndum sér. ekki kæmi annað til mála en marka þeim sérstaka bása í samfélagi þing- flokka. Eins og sjá má, hefur straumur flóttamanna frá öðrum vígstöðvum borist til „gömlu góðu“ þingflokk- anna sex. Ekki veitir þeim víst af, blessuðum, því heldur hefur hjörð þeirra tvístrast við þessar hreinsan- ir. BREYTINGAR HJÁ SJÁLF- STÆÐISMÖNNUM OG FRAMSÓKN Sjálfstæðisflokkurinn getur nú státað af því að hafa Eið Guönason, Garðar Sigurðsson, Karl Steinar Guðnason og Kristínu Halldórsdótt- ur innan sinnar girðingar. Þau eru sem sagt komin „heim" og fá eflaust góðar móttökur hjá þeim níu sjálf- stæðismönnum, sem enn eru á sín- um stað í kerfinu. „Leyniframmararnir" Eggert Haukdal, Björn Dagbjartsson, Pálmi Jónsson, Karvel Pálmason, Skúli Alexandersson og Kolbrún Jónsdóttir spila nú loks í réttum búningum, ásamt Helga Seljan, sem almennt er þó talinn ungmennafé- lagskommi í hjarta sínu. Þessir ný- skírðu framsóknarmenn stuðla að því að Framsóknarflokkurinn stend- ur nú jafnfætis Sjálfstæðisflokknum í þingstyrk, en báðir hafa þeir þrett- án þingmönnum á að skipa. JÓHANNA OG GUÐRÚN AGNARS GLÍMA VIÐ KARLANA Heldur fátæklegt er um að litast í Alþýðuflokknum eftir uppstokkun- ina, því í ljós kom að þar var enginn ósvikinn krati fyrir utan Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún hefur hins veg- ar fengið til liðs við sig þá Geir Gunnarsson, Guðmund Bjarnason, Guðmund J. Guðmundsson, Pétur Sigurðsson og Ragnar Arnalds, sem koma nú úr felum sem kratar. Þarf ekki að efa að Jóhönnu muni farast það vel úr hendi að halda þessum rómuðu sjentilmönnum á mottunni. Guðrún Agnarsdóttir er einnig ein eftir í Samtökum um kvenna- lista, en við nákvæma rannsókn kom í ljós að bæði Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Hermannsson voru kvennalistamenn inn við beinið. Guðrún hefur því nóg að fást við að sinni og óljóst um afdrif getnaðar- varnafrumvarpsins úr þessu. Eina sanna BJ-aranum, Guð- mundi Einarssyni, bætist heldur betur liðsauki í baráttuna, en þar er mættur Sverrir Hermannsson. Með stuðningi þessa yfir-kerfisbana er Bandalagið líka komið í ríkisstjórn, eins og Kvennalistinn, svo þjóðin fær þá kannski bráðlega að kjósa Davíð Oddsson forsætisráðherra í þráðbeinni kosningu. Nei, ann- ars .. . Vöru þeir Sverrir ekki að kýt- ast á um eitthvað í blöðunum um daginn? Þá verður Bandalagið greinilega að gefa beint kjör forsæt- isráðherra upp á bátinn, því „maður fær ekki öllum sinum stefnumálum framgengt í samsteypustjórn" eins og alþjóð veit af biturri reynslu. Alþýðubandalagið býr við heldur rýran kost, eftir að svörtu sauðirnir hafa verið aðskildir frá hinum rauðu. Við nána eftirgrennslan kom nefnilega í ljós að einungis Guðrún Helgadóttir reyndist „alvöru- kommi“. Hún er þó ekki algjörlega ein á báti, því Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir ætlar að létta undir með kynsystur sinni við alþingis- húsverkin. AFTURHALD OG KJÖR- DÆMAPOTARAR Mikið einvalalið er í hinum smáa en knáa Afturhaldsflokki, því þar 36 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.