Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 24
Bogi byrjaði að sniffa 13 ára og var orðinn rígfastur í neti fíkniefna þegar hann tók líf sitt í eigin hendur fyrir tveimur árum og sneri dæminu við: ef maður er reiðubúinn að berjast fyrir því Kannist þid viö litla, vinalega Hans og Grétu vagninn á Lœkjar- torgi sem selur kínverskar pönnu- kökur?Þar rœdur Bogi Jónsson ríkj- um, 26 ára gamall Kópavogsbúi sem hefur lagt hjarta Reykjavíkur aö fótum sér með heimasmíðaða vagninum sínum. Bogi er lœrður blikksmiður en þótt hann sé ekki lœrður í að halda á nál og enda, saumaði hann gluggatjöld vagnsins sjálfur og afgreiðslufötin. „Maður getur nefnilega allt ef maður bara vill það,“ segir þessi hressi ungi mað- ur. En einu sinni var sú tíðin að Bogi hvorki gat né vildi ráða lífi sínu. Hann ánetjaðist fíkniefnum 13 ára gamall, aðallega hœttulegum loft- tegundum eins og lím- og bensínguf- um sem hann sniffaði. Líf hans var orðið ein rjúkandi rúst þegar hann loks horfðist í augu við staðreyndir og leitaði sér hjálpar. I eftirfarandi viðtali rekur Bogi sögu sína. Hann segir sjálfur að í allri umrœðu um fíkniefni og ekki sístsniffið sem herj- að hefur meðal barna og unglinga, skilji menn lítið hve hœttuleg þessi efni eru. „Ætli þetta hafi ekki verið ein- hvers konar ævintýraþrá," segir Bogi um upphaf fíkniefnaferils síns. „Félagi minn benti mér á að prófa að sniffa. Við notuðum krómvara í úðunarbrúsa sem við höfðum keypt á bensínstöð." VÍMAN EINS OG GUÐ „Nokkru síðar reyndi ég límið, — lím sem hellt er í plastpoka og þefað af. Sú víma lýsir sér þannig að nokkrum andartökum eftir að mað- ur dregur að sér límgufurnar verður allt kolsvart og maður missir með- vitund sem snöggvast. Þegar maður kemst til meðvitundar á nýjan leik er maður staddur í gjörsamlega öðru umhverfi, öðru rúmi og jafnvel öðrum tíma. Ég gerðist fljótlega mjög háður þessari vímu. Mér fannst svo gaman að komast yfir í annan heim og það væri öllu fórn- andi fyrir þessa upplifun. Ennfrem- ur fannst mér víman vera eins kon- ar æðri máttur — einhver guð sem lyfti mér upp af hversdagsplaninu og í nýjar víddir.“ Á þessum tíma var Bogi í slagtogi við klíku sem hélt til kringum sjopp- una í Auðbrekkunni í Kópavogin- um. „Við vorum óttarlegur krakka- skríll, kveiktum í bílum, mölvuðum rúður og fórum með ólátum í flokk- um,“ segir Bogi. Eiturgufuöndun Boga ágerðist hratt. Eftir þriggja mánaða límsniff kynntist hann nýju efni, bensíni. Samtímis fór hann að draga sig út úr hópnum og sniffa einn. „Mér fannst ég vera farinn að nota efnið meira en hinir og vildi ekki að krakkarnir tækju eftir aukinni neyslu minni." HEIM í FRÍMÍNÚTUM TIL AÐ SNIFFA Foreldra Boga grunaði ekkert. Hann kemur frá góðu heimili og út- skýrir ekki fíkn sína sem afleiðingu af slæmri félagslegri stöðu eða vandræðum á foreldraheimili. „Það er algeng skoðun að unglingar þeir sem neyta fíkniefna og ánetjast eit- urlyfjum séu af heimilum þar sem ríkir drykkjuskapur eða önnur upp- lausn. Margir krakkar sem verða eit- urlyfjum að bráð koma frá góðum og traustum heimilum," segir Bogi. Tveimur árum eftir að Bogi byrjaði að sniffa komust foreldrarnir að raun um vandamál hans. Hann var þá löngu orðinn háður sniffinu. „Ég var vanur að hanga tímunum saman við húsvegginn áður en ég áræddi að fara inn, svo foreldrar mínir kæmust ekki að vímuefna- neyslu minni. Það kom einnig oft fyr- ir að ég fór í langa ökutúra á skelli- nöðrunni og hafði að yfirskini að ég væri úti að keyra. Oft þeyttist ég eins og brjálæðingur um á nöðrunni í allt öðrum heimi með hausinn full- an af ofskynjunum. Að ég skuli hafa sloppið lifandi út úr þessum öku- ferðum er mér enn hulin ráðgáta." Aðeins fjórtán ára gamall var Bogi farinn að sniffa daglega. Það nægði honum ekki að anda að sér eiturguf- um bensíns og líms á kvöldin eða um helgar, heldur var hann farinn- að hlaupa heim í löngufrímínútum skólans til að sniffa. „Ég var í Víg- hólaskóla og þeyttist heim í frímín- útunum og saug að mér bensínguf- ur í plastpoka. Mætti síðan í fyrsta tíma eftir löngufrímínútur alveg kol- ruglaður og í allt annarri veröld." Skólanámið slompaðist einhvern veginn hjá Boga. „Þetta gekk," segir hann, „það eina sem ég hugsaði um var að ná milli bekkja. Eftir gagn- fræðapróf fór ég meira að segja í Iðnskólann og skrönglaðist ein- hvern veginn í gegnum hann einnig og lauk prófi í blikksmíði. En það furðulega var að enginn kennara Bogi f Þórsmörk sumarið 1983: Með dökkt litað hár, útúrdópaöur og drukkinn. „Það eina sem skipti máli var víman." Bogi Jónsson í dag: Eigandi og framkvæmdastjóri kínverska ppnnukökuvagnsins á Lækjartorgi. minna á þessum árum virtist hafa tekið eftir því að ég var forfallinn eiturlyfjaneytandi." KLÆR DJÖFULSINS UPP ÚR GÓLFINU Bogi var nú farinn að fá óþægi- legar ofskynjanir í vímunni. „Stund- um fannst mér ég vera staddur í hel- víti eða að klær djöfulsins kæmu upp úr gólfinu og eldrauður haus hans með logandi augum fylgdi á eftir. Ég sá ennfremur alls kyns furðusýnir, vinir mínir í kringum mig fengu fuglafætur eins og risa- spörfuglar og voru skyndilega klæddir furðuklæðnaði eða af- skræmdust allir í framan. Einu sinni sá ég bláa dverga hlaupa eftir hillum dúfnakofans míns en þar sniffaði ég oft. Þeir settu blátt duft í bensín- flöskuna mína og í hvert skipti sem ég sniffaði fannst mér ég verða hel- blár." Ofskynjanirnar komu í hvert skipti sem Bogi sniffaði. „En stund- um kom þægileg víma. Sérstaklega leið mér vel ef ég komst aftur í aldir í vímunni eins og á sjóræningjaslóð- ir og gat drukkið með Svartskeggja sjóræningja á gömlum hafnarkrám. Þegar veruleikinn fór að þrengja inn í slíkar ofskynjanir, t.d. að raun- verulegur hlutur eins og málningar- dós eða bíll var kominn inn í of- skynjanirnar, greip ég iðulega bens- íntvistinn eða límpokann og sogaði að mér. Þá hurfu allir raunverulegir hlutir og ég var aftur staddur meðal sjóræningja eða annarra framlið- inna ævintýrapersóna." Bogi gerði sér grein fyrir því að hann lék sér að dauðanum. „Ég hafði frétt um unglinga sem höfðu lamast af sniffi eða misst gjörsam- lega veruleikatengslin og skaddast á heila. Ég lét það þó ekki stöðva mína neyslu. En oft áður en ég bar tvistinn eða pokann að vitum mér, þá hugsaði ég með sjálfum mér: Skyldi ég vakna lifandi upp úr þess- ari vímu, verð ég heilaskaddaður eða dauður?" Bogi var 15 ára þegar hann reyndi að hætta sniffi í fyrsta skipti. Það var erfitt, taugarnar voru í rúst, hann var skapillur og uppstökkur, stam- aði og var búinn að missa alla ein- beitingu. Hann einangraði sig með það í huga að þannig væri auðveld- ara að halda sér frá vímunni. En ekkert dugði. Tæpu ári síðar var hann farinn að nota vímugjafa aftur og í þetta skipti áfengi. Honum fannst þó drykkjan ómerkileg og gefa ónóga vímu. „Mér fannst ég ekki verða nógu ruglaður." Hann byrjaði því að sniffa á nýjan leik, hægt í fyrstu en síðan smájókst neyslan. Hann bætti einnig nýjum efnum við, hassi, kókaíni og spítti eða amfetamíni. Og aldrei voru nein vandkvæði að ná sér í vímuefni. „Borgin var og er fljótandi í eitur- lyfjum." Samtímis því sem Bogi sökk dýpra í fen fíkniefna, reyndi hann að byggja upp glæsilega ímynd af sjálf- um sér til að hylja sannleikann. Hann keypti bíla og gerði þá upp og átti um tíma tvo fornbila sem hann gerði að hinum mestu glæsikerrum. Hann reyndi einnig að forðast að láta sjá sig á vafasömum stöðum sem gætu komið á hann óorði. „Ég drakk t.d. ekki á hádegisbörunum heldur í bílum fyrir utan," segir Bogi og hlær að sjálfum sér. Það fór mikill kraftur í vímuefnaneyslu og mikil orka í að búa til falska sjálfsvirð- ingu. Síðustu tvö til þrjú árin áður en Bogi gafst upp, var hann búinn að missa þrjóskuna og orðinn kraft- laus. FYRIRHUGAR AÐSTOÐ VIÐ UNGLINGA Þann 25. júní 1984 gafst Bogi upp og leitaði meðferðar hjá SAÁ að Vogi. Líf hans var þá gjörsamlega hrunið saman og allar leiðir lokað- ar. Eftir meðferðina og eftirmeðferð að Staðarfelli tók Bogi hins vegar að eygja nýja von. Hann vann í hálft ár áfram á sínum gamla vinnustað, Blikksmiðjunni og reyndi að finna sjálfan sig á nýjan leik. „Ég þurfti að komast á snoðir um hvort ég væri þessi hressi glaumgosi sem framdi hægfara sjálfsmorð eða einhver allt annar maður. Ég reyndist vera allt annar maður." Eftir sex mánaða edrúmennsku fór Bogi að vinna hjá vini sínum sem er innflytjandi og gerðist sölumað- ur. Sá flutti m.a. inn kínverskar pönnukökur og þá fæddist hug- myndin að pönnukökuvagninum. Bogi notaði iðn sína og byggði vagninn sjálfur og innréttaði. Hann saumaði gluggatjöld og afgreiðslu- klæðnað, málaði vagninn og hóf sölu á pönnukökunum í janúarmán- uði í fyrra eftir að hafa fengið tilskil- in leyfi. Áður stóð vagninn á Lækjar- götunni andspænis Iðnaðarbankan- um en nú hefur Bogi flutt vagninn á sjálft Lækjartorg við klukkuna. Sal- an hefur gengið mjög vel allt frá byrjun enda kunna borgarbúar vel að meta þessa tilbreytingu i borgar- lífinu. Og öllum finnst vagninn óvenjulegur og fallegur. Nú er leyfið hans Boga að renna út en hann er bjartsýnn á að það verði endurnýjað af borgaryfirvöld- um svo hann geti haldið starfsem- inni áfram. Bogi er jákvæður og hress með tilveruna í dag eftir myrk- ur unglingsáranna og reyndar ótrú- legt hvaða breytingum hann hefur tekið á síðustu tveimur árum. Sjálf- ur segir hann: „Ég missti sjónar á sjálfum mér þegar ég var 13 ára gamall. Nú er ég að finna sjálfan mig á hverjum degi og mér finnst dá- samlega gaman að lifa. Ég hef loks- ins uppgötvað að maður getur gert allt sem maður vill ef maður er reiðubúinn að berjast fyrir því.“ Og Bogi lýsir mörgum áformum sem hann hefur á prjónunum. Með- al annars segist hann ætla að leitast við að hjálpa unglingum sem hafa farið gegnum hremmingar fíkni- efnaheimsins og nýkomnir eru úr meðferð. „Ég veit af eigin reynslu að þá er maður hvað viðkvæmastur. Þegar ég er sjálfur búinn að koma betur undir mig fótunum vil ég veita þess- um unglingum skjól og aðhald til að geta byrjað nýtt líf,“ segir Bogi Jóns- son. Bogi í malmánuði 1984, nokkrum dögum fyrir meðferð: Rænulltill og með glóðarauga fyrir framan sendibifreið sína sem mest var notuð undir sukkveislur. leftir Ingólf Margeirsson myndir Jim Smart og fl.i 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.