Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 22
„Loks brunnu Barða- staðir" sagði DV ( fyrirsögn um helgina. Ellert Gudmundsson ábúandi að Barðastöðum: • • „Ég tel fullvíst að bæði Guðmund- ur og jafnvel landbúnaðarráðuneyt- ið séu komin í dálítið gruggug mál,“ sagði Ellert í samtali sínu við HP. „Nú á síðustu dögum barst mér stór- furðulegt bréf frá lögmanni Guð- mundar. Þar er ég í fyrsta lagi kraf- inn um leigu fyrir Barðastaði og það sannar ótvírætt að þeir líta á mig sem leigutaka. Þar með eru þeir komnir í mótsögn við það sem þeir áður sögðu: að ég hefði engan rétt til að leigja. I öðru lagi geta þeir um í bréfinu að þeir séu í útburðarmáli við mig. Það er ekki farið að taka það mál fyrir en samt rukka þeir mig um 50—60 þúsund krónur í málskostn- að. Hver maður sér hversu fráleitt það er! Varðandi ábúðarréttinn á jörðinni þá áfrýjaði ég því máli á sínum tíma til landbúnaðarráðuneytisins. Lög- um samkvæmt áttu þeir að svara mér innan fjögurra vikna. Svarið fékk ég ekki fyrr en í fimmtu vik- unni og þá var mér synjað um ábúð. En spurningin er hvort þeir hafi ekki samþykkt hana með þögninni, fyrst þeir svöruðu eftir að fresturinn var útrunninn." SLOKKVILIÐIQ BRENNDI INNI EIGUR MINAR Sá fáheyröi atburdur gerðist mið- uikudagirm 19. febrúar að slökkui- liðið sunnan fjalla á Snœfellsnesi brenndi hús og innbú að Barðastöð- um í Staðarsueit aö beiðni eiganda húss og jarðar, Guðmundar Jó- hannessonar. Innbúið uar aftur á móti í eigu Ellerts Guðmundssonar sem hefur uerið leigjandi Guðmund- ar. Tueimur dögum síðar kœrði Ell- ert brunann til Rannsóknarlögregl- unnar íKeflauík þar sem Guðmund- ur er til lögheimilis í Njarðuíkum. Skaðabótakröfur upp ó aðra milljón Eilert sagði í samtali við HP að eft- ir því sem hann best veit hafi eftir- talið verið brennt af innbúi hans: 3 svefnsófar, borðstofuborð, stórt eld- húsborð, hjónarúm, tveir barna- vagnar, hrærivél, þrír ísskápar, upp- þvottavél, 3 þvottavélar, 5 eldavélar, rafdrifinn slípirokkur, útungunar- vél, laus hitakútur, plastbakkar úr stórri útungunarvél, stór gömul, tvöföld frystikista, töluvert af strengjahljóðfærasmíðaverkfærum, fullkomið hobby sett, Black og Decker, vélsög 110 volt, mikið magn af 25 lítra plastbrúsum, innrammað meistarabréf í rennismiði, þó nokk- ur málverk, 3 gömul mandólín, 1 gítar, fiðla frá árinu 1930, stór eikar- kommóða, stórt hnotuskrifborð, púsluborð, ritvél, hakkavél, tvö tjöld, 6 svefnpokar, 6 svefndýnur, hansahillur, stofuskápur, klæða- skápur, gamall servantur með marmaraplötu, hansahornskápur fullur af fötum, 3 saumavélar, 2 hægindastólar, töluvert magn af handverkfærum, 5 rafmagnsmótor- ar, vörulager að núvirði kr. 600.000,00 (berjatínur) og tækja- búnaður til að framleiða berjatín- urnar að verðmæti 3—400.000 kr. Ellert Guðmundsson hyggst leggja fram skaðabótakröfur á hendur Guðmundi Jóhannessyni á síðara stigi málsins. Forsaga málsins er sú að sögn Ell- erts að hann hefur jörðina að Barða- stöðum, ásamt húsum, á leigu frá Guðrúnu Jónu Halldórsdóttur, sem átti jörðina. Kveðst Ellert hafa tekið jörðina á leigu 1. júlí 1984 og þá til 25 ára. Síðan gerist það að Guðrún missti jörðina á nauðungaruppboði og Kaupfélagið í Borgarnesi keypti hana þá um haustið. Ellert segir að leigusamningur hans og Guðrúnar hafi verið kynntur þegar uppboðið fór fram, og þá hafi engin athuga- semd verið gerð við þennan samn- ing og honum hafi aldrei verið sagt upp. Ellert kveðst hafa búið á jörðinni fram í desember 1984. Þá hafi hann flutt innbú Guðrúnar af jörðinni í janúar 1985 en skilið sitt innbú eftir. Síðastliðið haust flutti Ellert svo lög- heimili sitt af jörðinni til Selfoss en kveðst ekki hafa tekið innbú sitt þar sem hann hafi ekki haft heilsu til þess. Síðan hafi það gerst 7. júní sl. að Guðmundur Jóhannesson kaupir jörðina Barðastaði af Kaupfélaginu í Borgarnesi. Nokkrum dögum síðar kveðst Ellert hafa hitt Guðmund, ásamt lögmanni hans. Þeir hafi gef- ið honum kost á því að taka innbú sitt innan 12 daga. Ellert mótmælti þessu þar sem honum hefði ekki verið sagt upp leigunni á húsnæð- inu. Hann segist hafa tjáð Guð- mundi jafnframt að hann væri heilsulaus og því gæti hann ekki rýmt húsnæðið innan 12 daga, en hann skyldi gera það svo fljótt sem hann gæti. Bannað að hirða af innbúinu Síðan kveðst Ellert hafa fengið bréf frá lögmanni Guðmundar þar sem honum var gefinn um 12 daga frestur til að rýma húsnæðið og kveðst Ellert hafa fengið bréfið ein- um degi eftir að fresturinn rann út. Aftur segist Ellert hafa fengið bréf og frest, en hann hafi verið runninn út þegar hann fékk bréfið. Eilert seg- ist ekki muna betur en að í öðru bréfinu hafi sér verið tjáð að húsið, ásamt þvi sem í því væri, yrði brennt. I samtali sínu við blaðið vildi Ell- ert sérstaklega taka fram að hann hafi tvívegis sent kunningja sinn vestur til að sækja eitthvað af inn- búinu, en í bæði skiptin hafi manni þessum verið neitað að taka af inn- búinu á þeim forsendum að Guð- mundur ætlaði að halda þessu eftir sem bótum frá Ellert. Hann hafi því ýmist verið beðinn um að fjarlægja innbúið eða halda því eftir sem horfi óneitanlega dálítið undarlega við. Síðan gerist það um þarsíðustu helgi að þessi kunningi Ellerts, Kristján Jónasson, hittir Guðmund Jóhannesson fyrir vestan og segir honum að húsið og innbúið verði brennt helgina þar á eftir. Síðan fregnar Ellert að miðvikudagsmorg- uninn 19. febrúar hafi húsið á Barðastöðum verið brennt, ásamt öllu sem í því var. Telur Ellert trúlegt að til að brenna húsið hafi verið not- aðir 1000 lítrar af steinolíu sem> hann átti sjálfur í tunnum við húsið. Jóhannes Arnason sýslumaður í Stykkishólmi: „HEFÐI ÁTT AÐ VERA BÚINN AÐ FJARLÆGJA DÓTIÐ FYRIR LÖNGU“ „Ég lít suo á að Ellert hefði átt að uera búinn að fjarlœgja dót sitt fyrir löngu. Það sem hann segir um ábúðarrétt sinn á jörðinni fcer ekki staðist, það er algjör markleysa. Hann getur ekki byggt á honum enda fór hann í gegnum kerfið, uar lagður fram í uppboðsréttinum þegar jörðin uar seld Kaupfélagi Borgfirðinga á nauðungaruppboði í septemþer 1984. Þá uar þessum leigusamningi mótmœlt af ueðhöf- um og uppboðsbeiðendum. Það er allt bókað. Ellert uar sjálfur mœttur fyrir réttinum suo að honum œtti að uera þetta fullkunnugt. Þetta snerti breytingar á uppboðsskilmálum sem hefði átt að gera löngu fyrr. Þessi leigusamningur var gerður á milli Ellerts og Guðrúnar Halldórs- dóttur, ráðskonu hans, dagsettur aft- ur í tímann, 1. júlí ’84 og lagður fram á nauðungaruppboðinu í sentemb- er. Eftir þetta uppboð hefur sýslu- mannsembættið ekki haft bein af- skipti af þessu máli. Aftur á móti lét Ellert leigusamninginn fara fyrir jarðanefnd og áfrýjaði honum síðan upp í ráðuneyti en fékk alls staðar neikvæða umfjöllun og málið virtist því úr sögunni. í fyrrasumar kom svo hingað beiðni um útburð á dóti Ellerts, um það sem við köllum beina fógeta- gerð. Þá kom í ljós að Ellert var flutt- Að sögn Ellerts stóð slökkviliðið sunnan fjalla á Snæfellsnesi að brunanum, að beiðni Guðmundar Jóhannessonar. Aftur á móti hafi verið búið að ákveða strax síðastlið- ið haust að brenna húsið ásamt inn- búi, en þá hafi það gerst að slökkvi- bifreið hafi verið ekið á brúarhand- rið þannig að ekkert varð úr brunan- um þá. Mólskostnaður rukkaður rirfram fy Þá hafði Ellert m.a. samband við Jóhannes Árnason, sýslumann í Stykkishólmi, og bað hann um að koma í veg fyrir að húsið ásamt inn- búinu yrði brennt. Hefði Jóhannes neitað að skipta sér af málinu og jafnframt sagt að hann hefði ekki gefið neinn úrskurð um að brenna ætti húsið. Jóhannes hefði aftur á móti sent yfirlögregluþjón sinn að Barðastöðum með tilmæli til Guð- mundar Jóhannessonar um að hann brenndi ekkert af eigum Ell- erts. Ellerti er ekki kunnugt um að neinu hafi verið bjargað úr húsinu áður en það var brennt. Segist hann hafa spurt varaslökkviliðsstjórann um þetta. Sorpblaðamennska DV Ellert segist hafa leitað á náðir Helgarpóstsins vegna þess að DV birti frétt af brunanum sl. föstudag sem að hans mati var öll i skötulíki: „Sú frétt sem Dagblaðið birti var alveg í stíl við þá sorpblaða- mennsku sem þeir sýndu fyrir tveimur árum þegar Barðastaðir komust í fréttirnar út af öðru máli. I fréttinni er ekkert sannleikanum samkvæmt nema það að það var brennt. Þeir hlakka yfir brunanum í fyrirsögn: „Loksins brunnu Barða- staðir." Þeir áttu aðgang að öllum upplýsingum um málið en þeim þótti ekki einu sinni fréttnæmt að eigur mínar skyldu hafa verið brenndar" HP leitaði umsagnar Jóhannesar Árnasonar, sýslumanns í Stykkis- hólmi, um málið og er hún hér á síð- unni. Ellert Sigurðsson vildi síðan mótmæla þvi sem kemur fram í um- mælum sýslumanns að leigusamn- ingur þeirra Ellerts og Guðrúnar hafi ekki verið gerður á uppgefnum tíma. Hann hafi verið gerður eins og vottfest er þann 1. júlí ’84. Ellert vill í þessu sambandi jafnframt ítreka að seinni eigendur jarðarinnar hafi ekki gert athugasemdir við samn- inginn enda komi fram í bréfi frá lögmanni Guðmundar Jóhannes- sonar, dagsettu 15. janúar sl., að þeir viðurkenni hann sem leigu- taka. En ekki eru öll kurl komin til graf- ar í Barðastaðamálinu og nú er að bíða úrskurðar Rannsóknarlögregl- unnar í Keflavík. ur með lögheimili sitt til Selfoss og því vísuðum við beiðninni frá því slíka gerð þarf að byrja á lögheimili gerðarþola. En þar sem Ellert hafði samband við mig út af dótinu sendi ég lögreglumann að Barðastöðum þegar stóð til að kveikja í húsinu í fyrra haust. Sá maður hafði tal af Guðmundi og færði honum skila- boð og leiðbeiningar þess eðlis að væri eitthvað fémætt í húsinu ætti að taka það út áður en kveikt yrði í því. En þau skilaboð voru ekki bein afskipti embættisins af þessum mál- um, samt sem áður, enda beiðni um útburð (beina fógetagerð) til um- fjöllunar hjá öðru embætti.” M OR/hi-6 AFir/T LOGMANNSSTOFA ÓLAFS RAGNARSSONAR HRL. LAUGAVEGI 18 • POSTHOlf II m. Hr. Ellert Guömundsson, •Reynivöllum 6 800 Selfoss Dags. Efni: Baröastaðir, Snaefellsnesi - Askorun. Visa til fundar okkar 20.11.85 á skrifstofu minni: Hér með skora ég á yóur aó hiróa allt þaó lausafé sem þú átt bæði i utihusunum og á jörðinni Baröastaóir eigi siðar en 01.02.86. Það lausafé sem þá er ósótt veróur fjarlagt á yóar kostnað án frekari fyrirvara. Tjon umbjóðanda mins vegna hins ósótta lausafés i yðar eigu sundurlióast þannig: Leigugjald frá 07.06.85 .............. Áfallinn lögfræðikostnaöur v/útb.máls ofl. Kr. 35.000,- " 50.400,- Ofangreint tjón óskast jafnframt bætt meó peningagreiöslu fyrir 01.02.86 ella áskilur umbjóóandi minn sér rétt til aö halda verömætum til tryggingar tjóninu. Ofangreint tilkynnist yður hér meó. Bréf þetta er birt yóur af stefnuvottum Selfoss. Afrit sent: Guómundi Jóhannessyni Njaróvikurbraut 26, 260 Njarðvik „Stefnuvottarnir afhentu mér ekki þetta bréf, það var sett inn um lúguna," segir Ellert Sigurðsson. „En þarna sést að þeir viðurkenna mig sem leigutaka." 22 HELGARPÖSTURINN leftir Jóhönnu Sveinsdóftur myndir Jim Smart o.fl.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.