Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 4
INNLEND YFIRSYN eftir G. Pétur Matthíasson í byrjun vikunnar tók stjórn verkamanna- félagsins Dagsbrúnar sig til og fordæmdi Þjóðviljann vegna skrifa blaðsins um samn- ingamálin. Formaður Dagsbrúnar, Guð- mundur 1 Gudmundsson, lét hafa það eftir sér á þriðjudegi að „fréttaskrif Þjóðviljans væru algjört siðleysi". Það er einstakt í sögu Þjóðviljans og Dagsbrúnar að stjórn verka- lýðsfélagsins fordæmi blaðið. Mjög algengt hefur verið að einstakir menn, og er Guð- mundur J. þar ofarlega á blaði, hafi gagnrýnt harkalega ritstjóra og blaðamenn Þjóðvilj- ans í gegnum tíðina. Guðmundur J. mun t.d. reglulega hafa skammast útí Svauar Gests- son, Kjartan Olafsson og EinarKarl Haralds- son fyrrverandi ritstjóra. Guðmundur J. hefur hingað til látið nægja að skammast útí einstaka menn í gegnum þriðja aðila en ekki notfært sér Dagsbrún. Mun fordæming stjórnarinnar vera að undir- lagi Þrastar Ólafssonar framkvæmdastjóra Dagsbrúnar. Blaðamenn Þjóðviljans eru æfir útaf þessu máli enda hefur að mestu leyti verið ráðist að blaðamanninum sem fjallaði um samningamálin en ritstjórnarstefna blaðsins ekki gagnrýnd að sama skapi og hefur þetta þjappað saman ritstjórn blaðsins að baki ritstjóranum Össuri Skarphéðins- syni. Þótt eflaust megi deila á faglegan frétta- flutning Þjóðviljans af samningaviðræðun- um, þá eru það ekki blaðamennskuviðhorf sem hafa æst Dagsbrúnarforystuna upp. Hún er einmitt vön því að Þjóðviljinn sé málgagn pólitískrar baráttu en ekki óhlutlægur frétta- miðill. Dagsbrúnarforystan er vön því að Þjóðviljinn túlki skoðanir hennar á málun- um. Þess vegna er það ekki fréttaflutningur- inn sem fer fyrir brjóstið á Dagsbrúnarfor- kólfunum heldur ritstjórnarleg túlkun Öss- urs Skarphéðinssonar á niðurstöðum samn- inganna. Og Össur dansar ekki eftir pípu Guðmundar J., Þrastar Ólafssonar, Ásmund- ar Stefánssonar og Svavars Gestssonar sem er alvarlegt mál í þeirra augum. Þjóðviljinn Forkólfar Alþýöubanda- lagsins vilja Ossur feigan sem ritstjóra. Fjórða sætið í forvalinu er hins vegar pólitísk líftrygging hans. Sjálfstæði Þjóðviljans ógnar verkalýðsforingjunum er að verða siðlaust blað að þeirra mati vegna þess að blaðið er að verða sjálfstætt blað með frjálsa pólitíska túlkun ritstjóra. Það er ekki rétt sem komið hefur fram í blöðum að Guðmundur J. og Dagsbrún hafi sagt upp áskrift að Þjóðviljanum eftir kjara-" samningana. Það gerðist miklu fyrr. 29. janú- ar birtist eftirfarandi klausa í Þjóðviljanum vegna þáttarins A lídandi stundu: ,,. . .byrj- uðu á kosningasjónvarpi fyrir Davíð Odds- son við misjafnar undirtektir, og fyrir réttri viku síðan beindu þau kastljósinu að Guð- mundi J. Guðmundssyni og Dagsbrún. Sá síðarnefndi lukkaðist heldur betur en sá fyrri, og munaði þar að sögn margra mikið um innlegg Bubba Morthens í umræðuna. Hann kom skemmtilega á óvart og lífgaði upp á annars dauft yfirbragð þáttarins." Þessi annars sakleysislega klausa kom svo illa við Guðmund J. og Þröst í Dagsbrún að Guð- mundur J. sagði upp sínu blaði og Þröstur sagði upp blaðinu fyrir Dagsbrún. Þetta er 36 dögum áður en stjórnin fordæmir blaðið; í fimm vikur höfðu hvorki Guðmundur J. né verkamannafélagið verið áskrifandi að Þjóð- viljanum. Þetta sýnir að fordæming stjórnar Dags- brúnar á Þjóðviljanum er ekki einungis vegna samningamálanna heldur persónu- legrar óvildar og sérstakrar óánægju með Össur sem ritstjóra. Það mál nær enn lengra aftur, allt til þess er Össur var ráðinn sem rit- stjóri. En Össur hefur staðið allt af sér. Þegar gera átti Helga Gudmundsson að ritstjóra við hlið hans og til að hafa stjórn á honum, hót- aði öll ritstjórnin að ganga út og þar hafði Össur sinn fyrsta sigur gagnvart flokkseig- endafélaginu í Alþýðubandalaginu sem alltaf hefur viljað koma Össuri út. Enda hafa skrif hans ekki komið beint af skrifstofu AI- þýðubandalagsins þó að margir vilji það, sbr. það sem Ásmundur Stefánsson lét hafa eftir sér í einu dagblaðanna á miðvikudag: ,,í aug- um flestra er Þjóðviljinn málgagn Alþýðu- bandalagsins og túlkar fólk þetta því sem viðhorf Alþýðubandalagsins." Ásmundur tel- ur það bæði rangt og óheppilegt. Þjóðviljinn má sem sagt ekki hafa sjálfstæða ritstjórnar- stefnu heldur á ritstjórinn að skrifa einsog flokkseigendur bjóða honum. En Össur hef- ur neitað og neitar enn að taka þátt í húrra- hrópunum vegna samninganna. En Össur Skarphéðinsson ritstjóri Þjóðvilj- ans veit hvað hann er að gera. Strax daginn eftir fordæminguna hefur hann náð sér í traustsyfirlýsingar. Stjórn BSRB segist ekkert hafa við skrif Þjóðviljans að athuga, stuðn- ing fær ritstjórinn frá almennum fundi Al- þýðubandalagsins í Garðabæ og trúnaðar- maður hjá Dagsbrún, Páll Valdimarsson, 14. maður á lista Alþb. í Reykjavík, ásakar verka- lýðsforystuna um siðleysi í heilli grein. Össur hefur því fengið grasrótina í Alþýðubanda- laginu eða það af henni sem fyrirfinnst til þess að svara árásum verkalýðsforystunnar og flokkseigendafélagsins á sig. Hér er brugðist gífurlega snarlega við, halda mætti að Þjóðviljamenn hefðu beðið eftir þessu. En Össur var farinn að tryggja sig miklu fyrr. Ástæða þess að hann fór í prófkjörs- slaginn einmitt um það leyti sem Guðmund- ur J. og Þröstur voru að segja upp blaðinu var sú að hann varð að fá stuðning hins óbreytta alþýðubandalagsmanns, hann varð að fá ótvíræðan stuðning lýðræðishópsins í Al- þýöubandalaginu og þar með staðfestingu á styrkleika sínum innan flokksins. Þetta tókst vonum framar. Það er ekki hægt að hrófla við ritstjóranum í fjórða sætinu, baráttusæti, og vegna þessa telur Össur sig öruggan í stóli ritstjóra Þjóðviljans þegar hann segir í viðtali við DV: „Ef menn vilja byrja kosningabarátt- una á því að reka úr ritstjórastóli mann sem mögulega verður í baráttusæti flokksins í Reykjavík, þá eru þeir pólitískir nefapar.“ Hugsanlegir nefapar er flokksforystan. Þetta mál er alls ekki til lykta leitt og það er eftir að sjá hvort flokksforystan ætlar með stuðningi Dagsbrúnar og ASI að halda áfram að ráðast gegn Þjóðviljanum með Össur í broddi fylkingar og gerast nefapar eða hvort hún ætlar einu sinni enn að lúffa fyrir Össuri Skarphéðinssyni og tangarsókn hans og „ný- tilkominnar“ grasrótar í Alþýðubandalag- inu. Það ræðst á næstu dögum. Olof Palme var vel kunnug áhættan sem fylgdi stöðu hans og starfi. Samsæri liggur fyrir, en hver sendi flugumanninn? ERLEND YFIRSÝN Um langan aldur hafa Svíar talið sér og öðrum best borgið með því að forðast að dragast inn í átök á vígvöllum, en samt lifa hermannlegar dyggðir góðu lífi í Svíþjóð. Fá- ar þjóðir geta bent á fleiri úr forustusveit sinni, sem lagt hafa lífið í hættu í návígi við ófyrirleitin ofbeldisöfl og þolað hetjudauða fyrir. Raoul Wallenberg í dýflissum Stalíns, Folke Bernadotte í Palestínu, Dag Hammar- skjöld í Kongó. Nú hefur nafn Olofs Palme bæst í þessa röð. Eitt af fáu sem ljóst þykir liggja fyrir um víg Palme, er að atvinnumorðingi var að verki og banaði forsætisráðherra Svíþjóðar á Stokkhólmsgötu á föstudagskvöldið. Þótt enn sé óvíst hver gerði byssumanninn út, ber verknaðurinn öll auðkenni pólitísks morðs. Allt er þaulskipulagt, ekki síst undankoma ódæðismannsins, og þar með að hann komi ekki upp um þá sem að baki standa. Fyrir frumkvöðlum samsærisins hefur vakað að ryðja úr vegi áhrifamanninum Olof Palme, stjórnmálaforingja með langa reynslu og mörg járn í eldinum á alþjóðavett- vangi. Vegna forustuhlutverks í Alþjóða- sambandi jafnaðarmanna og víðtækra sam- banda og samstarfs við forustumenn ann- arra ríkja, einkum þá sem ekki vilja una að- gerðalaust að forustumenn risaveldanna ráðskist einir með mál sem varðað geta framtíð mannkyns, kom sænski forsætisráð- herrann víða við atburðarás. Palme hafði í höndum þræði til átaka- svæða sem nú eru virk í Austur-Asiu, löndun- um fyrir Miðjarðarhafsbotni, sunnanverðri Afríku og Rómönsku Ameríku. Margar eru þær leyniþjónusturnar, sem gætu talið yfir- boðurum sínum akk í að ryðja honum úr vegi. Við núverandi aðstæður er slíkt einatt gert í blóra við einhver hryðjuverkasamtök- in. Ruglukollarnir sem þau skipa reynast auðsveip verkfæri í höndum vanra leyni- þjónustumanna, sem sjá þeim fyrir vopnum og fé. Reynslan sýnir að þetta á jafnt við hvort sem í hlut eiga Gráu úlfarnir, Prima linea eða Rote Armee Fraktion. Því er ekkert leggjandi upp úr orðunum einum, þegar tvenn ef ekki þrenn þýsk hryðjuverkasamtök eru borin fyrir ábyrgð á morði Palme í hringingum til fréttastofanna út um Evrópu. Þar þarf ekki annað að búa undir en almenn vitneskja um þátt fórnar- lambsins í viðureign við þýska hryðjuverka- sveit fyrir meira en áratug. Palme stjórnaði aðgerðum, þegar byssumenn tóku á sitt vald vesturþýska sendiráðið í Stokkhólmi og voru þreyttir þangað til þeir gáfust upp án meiri vígaferla en urðu í upphafi. Fullyrðingar um að alþjóðleg hryðjuverka- starfsemi berist fyrst til Norðurlanda með morði Olofs Palme stafa því af rangminni. Viðbúnaður til að mæta hryðjuverkastarf- semi var mikill þegar á síðasta áratug, sér í lagi í Svíþjóð, og kom að góðu haldi þegar á reyndi við töku þýska sendiráðsins. Launmorðingjar hafa líka látið fyrr til sín taka á Norðurlöndum í blóðhefndastríði al- þjóðlegra hryðjuverkahópa. ísraelska leyni- þjónustan Mossad gerði á sínum tíma morð- ingja út til Noregs. Þar var ráðinn af dögum sárasaklaus þjónn, ættaður frá Marokkó, af því nafnaruglingur kom upp í spjaldskrá Mossad. Israelsmenn héldu sig vera að drepa félaga í Svarta september. Á daginn kom að ísraelska leyniþjónustan hafði fengið sér til aðstoðar við undirbúning morðsins ung- menni, bæði frá Svíþjóð og Danmörku, sem létu leiðast til verknaðarins af hugsjóna- ástæðum. Eftirmál eftir morðið í Lille- hammer urðu minni en efni stóðu til, af því Kristilegi flokkurinn í Noregi trúir því að ill- virki unnin á vegum ísraelskra stjórnarstofn- ana séu í þágu guðs Abrahams, ísaks og Jakobs. Hryðjuverk og vígaferli atvinnumorðingja hafa því ekki látið Norðurlönd ósnortin fram til þessa. Það nýja er að nú bitnar athæfið fyrst svo um munar á norrænum mönnum sjálfum, kunnasti stjórnmálamaður Norður- landa er skotinn í miðri höfuðborg Svíþjóðar, og morðinginn kemst undan án þess að lög- reglan finni nokkra slóð sem rakin verður í snatri. Olof Palme var myrtur daginn sem hann gaf lífvörðum sínum frí. Það gefur undir fót- inn hugmyndum um að aukin og óslitin gæsla hefði getað komið að haldi í þetta skipti og fái afstýrt slíkum atburðum. Reynsl- an sýnir annað. Annar þjóðarleiðtogi, sam- herji Palme í baráttunni fyrir að hemja víg- búnaðarkapphlaupið, var myrtur ekki alls fyrir löngu. Það var Indira Gandhi, forsætis- ráðherra Indlands. Þar voru lífverðir hennar sjálfrar að verki. Ekki var það vegna skorts á lífvörðum sem Kennedy forseti Bandaríkjanna lét lífið í eftir Magnús Torfa Ólafsson) :Dallas. Og núverandi Bandaríkjaforseti, Ronald Reagan, á ekki líf sitt að þakka ár- vekni lífvarða, heldur að það var léleg skytta sem veittist að honum í Washington. Frelsi fylgir áhætta. Það vissi Olof Palme manna best, og hann taldi að stjórnmála- menn í lýðræðisrikjum yrðu að taka hana vitandi vits. Byssumenn og hryðjuverka- sveitir vinna einmitt að því að skapa það ástand, að traustið sem heldur frjálsum þjóð- félögum saman rofni, að sambandið milli forustumanna og fjöldans, sem þeir sækja til umboð sitt, verði aðeins formlegt en ekki persónulegt. Óaldarflokkarnir hafa unnið hálfan sigur, megni þeir að koma því til leiðar að skjald- borg vopnaðra varða og skothelt gler sé það eina sem við blasir, þegar leiðtogar lýð- frjálsra ríkja eru á ferð. Reynslan sýnir, að öryggið getur aldrei orðið algert. í því efni verður að finna meðalhófið. Eftirmaður Palme, Ingvar Carlsson, gerir sér þetta ljóst. Hann kvaðst ætla að draga úr öryggisráðstöfunum þegar frá líður, og kom- ið er á daginn hvort um er að ræða samsæri um enn víðtækari aðgerðir í Svíþjóð en morðið á forsætisráðherranum. Varanlegt öryggisleysi og beygur hlýst ekki af því einu að leigumorðingi komst að Olof Palme. Verst verða eftirköstin eftir morðið, beri rannsókn engan árangur og alger óvissa ríki um hverjir að verki voru og hvað þeim gekk til. Þess vegna er vonandi, að gagnrýni sænskra fjölmiðla á sein og ómarkviss við- brögð lögreglu við ódæðisverkinu eigi við sem minnst rök að styðjast, enda óþolin- mæði fréttamanna alþekkt í málum sem þessum. Olof Palme sýndi í lífi og starfi að hann var hugrakkur og tók með jafnaðargeði áhættu sem hann vissi að fylgir verkahringnum sem hann tókst á hendur og starfsstílnum sem hann tamdi sér. Sú tilhugsun er illbærileg, að fyrir handvömm eða fyrirhyggjuleysi farist fyrir að skýra til hlítar hvatir og aðstæður, sem lágu að því að hann féll fyrir morðingja- hendi á heimleið af kvikmyndasýningu við hlið konu sinnar. 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.