Helgarpósturinn - 06.03.1986, Page 7
Höll frímúrara á Akur-
eyri. Þar stýra málum
þeir Þórður Gunnars-
son, stjórnarformaður
Sjallans og Ragnar
Steinbergsson
lögfraeðingur.
Sjallinn er gjqldþrota og undir smásjá rannsóknarlögreglunnar
Eigendurnir eru sjáifstæðismenn og frimúrarar, Bæjarfóget-
inn er sjálfstæðismaður. Rannsóknarstjórinn og aðstoðaryfir-
lögregluþjónninn eru frímúrarar. Þrír af fjórum bæjarfulltrú-
um Sjalfstæðisflokksins eru frímúrarar. Lykilmenn hjá
stærsta lánardrottninum eru frimurarar.
Hinn gamalkunni og rótgróni skemmtistaöur á Akur-
eyri, Sjallinn, rambar nú á barmi gjaldþrots. Á morgun,
föstudag, veröur fyrra naudungaruppboðid haldið.
Skuldir fyrirtækisins eru taldar vera um 120 milljónir
króna, sem er heldur meira en brunabótamat húseignar-
innar. Eigendur Sjallans hafa reynt að selja sig út úr
vandanum, en enginn vill kaupa.
Um leið er reksturinn undir smásjá rannsóknarlögregl-
unnar, sem nú kannar meint misferli með aðgöngumiða,
„svarta kassa“, smyglað áfengi og kjöt. Þegar rannsókn-
araðilar höfðu yfirheyrt nokkra starfsmenn Sjallans
sendu þeir málið til ríkissaksóknarans í Reykjavík. Þá
höfðu þeir ekki einu sinni yfirheyrt stjórnarmenn og eig-
endur Sjallans! Ríkissaksóknari endursendi málið og
vildi frekari rannsókn. Enn hafa ekki verið yfirheyrðir
stjórnarmenn og eigendur.
Sjallamálið má rekja inn í innstu raðir Sjálfstœðis-
flokksins og Frímúrarareglunnar. Allir helstu stjórnar-
menn og eigendur Sjallans eru þannig hvorutveggja
sjálfstœðismenn og frímúrarar. Þá eru einnig frímúrarar
stjórnendur rannsóknarinnar og margir af lykilmönnum
Iðnaðarbankans, sem er stærsti lánardrottinn fyrirtækis-
ins, með helming skulda þess. Auk þess eru þrír affjórum
bœjarfulltrúum Sjálfstœðisflokksins á Akureyri í Frí-
múrarareglunni.
A Akureyri bíða menn með öndina í hálsinum á meðan
Sjallinn riðar til falls. Og það lítur út fyrir stórt fall!
eftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir Kristján Arngrímsson og fleiri■■■■■■■■■
HELGARPÓSTURINN 7