Helgarpósturinn - 06.03.1986, Page 18
íeftir Jóhönnu Sveinsdóttur
mynd Jim Smart
Fram á svid Þjóöleikhússins haltrar krypplingur meö klumbufót og vis-
inn handlegg, augun logandi af heift og mœlir milli samanbitinna tanna
út í sal til áhorfenda:
„En ég sem var ekki’ œtlaöur til ásta,
né til aö hampa hylli spegilsins,
ég, klúr í sniöum, sneyddur þokkans valdi.. .“
Síöan fá áhorfendur aö vita hvernig þetta fatlafól ætlar sér aö snúa vörn
ísókn, komast til valda og ásta jafnvel, meö hinum svíviröilegustu klœkja-
brögöum. Þaö er Helgi Skúlason sem hér fer meö hlutverk Ríkarös III, ein-
hvers mesta fóls ísamanlögöum heimsbókmenntunum, ísamnefndu verki
Shakespeares sem veröur frumsýnt nú um helgina.
Helga Skúlason þarf ekki aö kynna eftir þrjátíu ára leikferil á fjölum
Þjóöleikhúss og Iönós, í sjónvarpi, kvikmyndum og víöar. Vonandi móöga
ég engan íþessari viökvæmu stéttmeö því aö kalla hann einhvern fjölhœf-
asta leikara þjóöarinnar. Þó kœmi mér ekki á óvart aö einhverjum sem
ekki þekkja hann persónulega standi stuggur af hans haukfránu augum,
hvassa nefi ogsamanbitna munnsvip. Á þessari opnu kemur vonandi í Ijós
hvort hann er tannhvass og bítur frá sér eins og útlitiö gefur eftil vill tilefni
til aö ætla.
Helgi hefur verið afar önnum kafinn undan-
farnar vikur og mánuði, hvergi laus viðtalsstund
á milli Jóns Hreggviðssonar, Ríkarðs III og per-
sónugallerísins í Reykjavíkursögum Ástu.
„Enda er ég alveg tómur þegar svona stendur á.
Heldurðu að ég segi ekki bara tómt rugl?“
spurði Helgi mig eitt sinn þegar ég beitti hann
umtalsverðum þrýstingi símleiðis. En þegar ís-
landsklukkan hafði loks glumið honum í síðasta
sinn og Shakespeare var orðinn honum tungu-
tamur, negldum við niður viðtal að aflokinni æf-
ingu eitt síðdegi í síðustu viku.
Fyrst fylgdist ég með æfingunni af mikilli
nautn. Shakespeare-þýðingar Helga Hálfdanar-
sonar eru eitthvert mesta eyrnakonfekt sem um
getur; sé textinn vel fluttur fer um mann sér-
kennilegur sæluhrollur sem á stundum verður
að stöðugum rafstraumi. John Burgess leikstjóri
virðist hafa ótrúlegt næmi fyrir íslenskri hrynj-
andi þótt hann skilji ekki málið. Er á stöðugum
hlaupum utan úr sal og upp á svið, útskýrandi
hljómfallið fyrir leikurunum með hjóllaga
handahreyfingum.
Vinnumaður í garði
drottins
Að aflokinni æfingu og myndatöku klukkan
langt gengin í fimm, röltum við Helgi niður á
Torfu þar sem ætla má að sé gott næði til viðtals.
Ég spyr eina þjónustustúlkuna hvort við megum
ekki vera uppi. ,,Jú, jú,“ segir hún hálfvandræða-
leg. Svo getur hún ekki leynt undrun sinni og
spyr; „Bara tvö?“ Hefur þá reiknað með að öll-
um öðrum gestum yrði meinaður aðgangur að
loftinu meðan við sætum þar. Andartak líður
mér eins og við Helgi séum stödd í hótelmóttöku
í vafasömum erindagjörðum. Ég útskýri rriálið
fyrir vesalings stúlkunni og við Helgi örkum ó-
áreitt upp á loft og byrjum á því að ræða erilinn
í starfi hans undanfarið.
„Já, síðasta árið hefur verið óvenju hlaðið,"
segir Helgi. „Ekki síst vegna skyndiupphlaups-
ins með Kjallaraleikhúsið síðastliðið vor. Helga
fékk þá hugmynd að dramatísera Reykjavíkur-
sögur Ástu.“ Þessi Helga er náttúrulega Bach-
mann, eiginkona Helga. „Svo fann hún kjallar-
ann að Vesturgötu 3 og hann var fullur af drasli
og gjörsamlega óárennilegur og það tók okkur
sumarið að koma upp þessum vísi að leikhúsi
sem orðinn er, jafnhliða því að æfa sýninguna.
Ég er skorpumaður og hafði voðalega gaman
af að gera þetta. En auðvitað vorum við bæði
óvön því að reka leikhús og hlökkuðum óskap-
lega til þess að frumsýningin yrði afstaðin og
héldum að þá gætum við slappað af. En þá kom
að því að reka leikhúsið og það var meiri háttar
djobb þannig að vinnan hefur verið alveg sam-
felld. En þetta hefur verið ógurlega skemmtilegt
ævintýri, og sýningarnar orðnar sjötíu og
fimm.“
— Hefurðu áöur unnið við „frjálst'‘ leikhús,
svokallað?
„Á 7. áratugnum vann ég að einni sýningu
með Grímu sem var fyrsti vísirinn hérlendis að
frjálsu leikhúsi, því að fólk bæði frá stofnana-
leikhúsunum og annað leikhúsfólk sameinaðist
í því að nota frítíma sinn og setja upp sýningar.
Síðan hefur eitt leikhúsið skotið upp kollinum af
öðru. Það er öllum hollt. Ég hef verið dálítið jójó
á milli leikhúsa þótt spottarnir hafi verið langir.
Ég byrjaði í Þjóðleikhúsinu og var þar í átta, níu
ár, fór síðan nður í Iðnó og var þar í u.þ.b. fimm-
tán ár, svo aftur upp í Þjóðleikhús og hef nú ver-
ið þar í tíu ár.
Það er óskaplega mikil hætta á að fólk staðni
ef það fer inn í eina stofnun og hugsar sér ekki
til hreyfings eftir það. Ef það tekur engin hliðar-
stökk er þetta hreinlega deyfandi."
— Er svo ekki alltaf verið að tala um að stofn-
analeikhúsin séu svo miklar Ijónagryfjur?
Helgi brosir í skeggið. „Það er ekkert ofmælt.
Fari fólk inn á stofnanir og lokar á eftir sér
skreppur heimur þess saman. Þá er það illa séð
að nýtt fólk „ryðjist þar inn“ og trufli friðinn.
Heiftin var t.d. það mikil þegar við Helga hófum
störf hjá Þjóðleikhúsinu að núna, eftir tíu ár, eru
sumir ekki farnir að bjóða okkur góðan daginn."
32 þús. í laun eftir 30 ára
starf
— Svo hlýtur það að hafa neikvœð áhrif að
leikarar hjá stofnanaleikhúsunum hafa svo til
engin áhrif á verkefnaval og hlutverkaskipan.
„Já, þeir eru í rauninni vinnumenn í garði
drottins allt sitt líf! Við höfum engin áhrif á hvað
við fáum að gera. Þetta er sambærilegt við það
að væru listmálarar inni á svona stofnun segði
yfirstjórn hennar við þá; Næstu mánuði fáið þið
bara gula túpu og rauða, svo er hugsanlegt að
þið fáið enga túpu næstu sex mánuði. Eða rithöf-
undi væri sagt að skrifa tiltekna gerð af bók í
þrjá mánuði en síðan mætti hann ekkert skrifa
í eitt! Nú skjóta stálgrá augu Helga viðlíka
gneistum og þegar hann var að blóta Oðin í hlut-
verki Þórðar í Hrafninn flýgur.
— Og ofan á allt bœtast slæm launakjör, ekki
rétt?
„Jú, mikil ósköp. Við vorum einmitt að þinga
um þetta um daginn. Þegar Þjóðleikhúsið var
stofnað 1955 þá gengu mennta- og fjármála-
ráðuneyti út frá því að hæstu laun leikara mið-
uðust við prófessoralaun. Síðan hefur sigið svo
á ógæfuhliðina að þeir leikarar sem eru í hæsta
flokki, sem einu sinni hét heiðurslaunaflokkur,
eru ekki hálfdrættingar á við prófessorana sem
er þó ómögulega hægt að segja að séu hálauna-
menn í dag með 45 þúsund krónur í meðallaun.
Því hafa leikarar í dag smánarlaun. Leiklist er
orðin einhver dýrasti lúxus sem fólk getur leyft
sér.“
— Hvað fœrð þú í mánaðarlaun?
„Ég er með 32 þúsund brúttó eftir þrjátíu ára
starf. En hver einasta króna er gefin upp þannig
að ég fæ útborgað 6.500 krónur á mánuði. Þess
vegna lendir maður í þeim vítahring að þurfa að
vinna eitt eða tvö aukastörf til að geta lifað. Auð-
vitað langar til dæmis engan leikara til að vera
sígjammandi í auglýsingum. En þegar maður
stendur frammi fyrir því að fá 6.500 krónur út-
borgað á mánuði og fær jafnmikið fyrir að lesa
inn á eina auglýsingu, þá þarf helvíti sterk bein
til að segja nei takk.“
Að þessari launaúttekt lokinni víkjum við að
glímu Helga við Ríkarð III og líðan hans undan-
farnar vikur. „Ég viðurkenni að þegar ég stóð
frammi fyrir þessu magni af texta varð ég alveg
skelfingu lostinn," segir Helgi. „Þar fyrir utan
var aðdragandinn sérkennilegur. Uppfærslunni
hafði verið frestað æ ofan í æ, í fyrstu vegna
verkfalls BSRB haustið '84, og því var ég farinn
að trúa að aldrei yrði af þessu. Svo þurfti ég end-
anlega að horfast í augu við þetta erfiða hlut-
verk og áður en ég hafði lært textann var hann
eins og ókleifur hamar. Við æfum í leikhúsinu
frá tíu til fjögur og síðan tek ég tvo til fjóra tíma
á dag til að læra textann blaðsíðu fyrir bfaðsíðu."
Sprautaður niður með
morfíni
— Ber hegðun þín og orðrœða utan leikhúss-
ins aldrei keim af þeim hlutverkum sem þú ert
að glíma við?
„Það kemur fyrir. Upp á síðkastið hef ég haft
tilhneigingu til að setja stuðla og höfuðstafi inn
í þetta venjulega slangurmál sem ég tala. Ég er
svo fastur í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. En
það er svo sem ekkert verra . . .
En ég þarf ekki bara að glíma við textann,
heldur er það aukið puð að ná öllum líkamslýt-
um Ríkarðs. Eftir sex tíma æfingar er maður
sjálfkrafa orðinn dálítið bæklaður. Ég hef farið
varlega í að fullkomna þennan fatlaða fóla
vegna þess að fyrir tíu árum eða svo var ég skor-
inn upp við brjósklosi í baki og hef þurft að forð-
ast ákveðnar hreyfingar'síðan. Þannig var að
eitt sinn lenti ég í því að hjálpa pabba við
að koma tonni af kartöflum undan rigningu,
hljóp með alla kartöflupokana yfir marga garða.
Þá fékk ég svona rosalega í bakið að ég bara
steinlá emjandi af kvölum.
Svo var farið með mig á ónefndan spítala hér
í borg og mér sagt að þetta væri bara slæmt
þursabit sem myndi læknast með æfingum. Ég
var settur í meðferð hjá einhverri þýskri kerl-
ingu með þeim hroðalegu afleiðingum að eftir
hverja törn sáu læknarnir þann kost vænstan að
sprauta migniður með morfíni. Þegar þetta hafði
gengið í nokkra daga var Helgu alveg hætt að
lítast á blikuna, hún sá að ég var orðinn mjög úr
heimi hallur. Hún spurði lækni sem hún þekkti
hversu langan tíma tæki að gera mann að morf-
ínista og hann sagði að það færi eftir mótstöðu-
aflinu, það tæki svona frá fimm dögum upp í
fimm vikur. Helga hafði þá samband við skurð-
lækni sem var nýkominn til landsins og hann fór
með henni að kíkja á mig í heimsóknartíman-
um, sá eins og skot að þetta var alvarlegt brjósk-
los. Síðan stal hann mér eiginlega yfir á sinn spít-
ala og skar mig upp. Því er skiljanlegt að ég fari
mér varlega og ég hef blessunarlega sloppið
fram að þessu.“
— Finnst þér Ríkarður, þessi fúla, kýtta
könguló sem hann er nefndur, vera þannig skrif-
aður að fólk fái samúð með honum?
„Kannski ekki samúð, en ég held að fólk hafi
gaman af að sjá svona fullkomna skepnu sem
einskis svífst. Hann brýtur einhvern móralskan
hljóðmúr svo að það verður áhugavert að fylgj-
ast með hvort maðurinn ætli virkilega ekki að
stoppa við neitt. Er honum ekkert heilagt? Er
ekki til samviskutaug í hans skrokki?"
Nú er Helgi virkilega kominn í ham, heldur
viðmælanda sínum föngnum með augnaráðinu
og vingsar kaffibollanum svo úr skvettist: „Það
sem er svo snjallt hjá Shakespeare er að hann
lætur Ríkarð segja strax í upphafi við áhorfend-
ur: Ég er skepna og ætla mér að klífa á kjöl með
hrottaskap! Ég er búinn að leggja út ákveðið net
og ætla mér engu að tapa. Hann lætur áhorfend-
ur ævinlega vita fyrirfram hvað hann ætlar að
gera næst og svo fylgjast þeir með hvernig hann
leysir málin. Það er t.d. alveg makalaust þegar
hann talar við ekkjuna sem hann hefur drepið
fyrir bæði eiginmann og tengdaföður og hatar
hann eins og pestina, að honum skuli takast að
snúa taflinu þannig við með orðaskylmingum
að eftir tíu mínútur hefur hún ákveðið að ganga
í eina sæng með honum! Ríkarður er bæklaður
fóli, en manískur. Hann ætlar sér að eignast
þessa ekkju fyrir konu, hann skal, og gegnum
það lamast mótstöðuafl konunnar.
Ríkarður III og kona
Paul McCartney
„John Burgess leikstjóri sagði okkur eitt lítið
dæmi af svipuðum karakter. Þegar hinn heims-
frægi Bítill, Paul McCartney, var hamingjusam-
lega giftur fyrri konu sinni, ákveður lítill, óásjá-
legur Skoti, algjör padda, að ná þessari konu frá
Paul. Hann tekur upp á því að hringja í hana,
sendir henni rósavönd á hverjum einasta
morgni ásamt yndislegum orðsendingum. Á
þessu gengur þangað til konan fer frá Paul. En
þegar áætlun Skotans hafði heppnast hefur
hann engan áhuga á konunni lengur og fer út að
djamma með strákunum, en hún húkir ein eins
og dáleidd hæna í íbúð þessa manns og veslast
upp. Eitthvað svipað á við um Ríkarð: hann hef-
ur til að bera einhvern æðislega manískan styrk
sem gerir ekkjuna vankaða."
— Hefur þú eitthvað af þessum eiginleika í
sjálfum þér?
„Nei. En sem leikari verður maður að geta
allt. Annars hef ég oft verið talinn dálítill maní-
ak, en ég held það sé fyrst og fremst vegna útlits-
ins.“
— Þú ert þá enginn maníak?
„Ekki að öðru leyti en því að ég er ógurlegt
fagidjót. Ég hef lifað og hrærst í þessu í þrjátíu
ár og aldrei getað hugsað mér að gera neitt ann-
að. Svo hef ég prófað ýmsar hliðar leiklistarstarf-
seminnar fram undir það síðasta: leikið og leik-
stýrt til skiptis, unnið við sjónvarp og kvikmynd-
ir. Ég er óskaplega manískur að því leyti að mér
finnst að leikarar eigi að geta allt. Það er svo
hrífandi að sjá leikara sem virkilega ráða við sitt
fag, eins og mér finnst skelfilegt, bæði sem ieik-
stjóri og áhorfandi, að sjá hversu algeng meðal-
mennskan er. Ég segi ekki að ég geti allt, en ég
reyni allt hvað af tekur."
— Og engar maníur í einkalífinu?
„Nei. Það er hreinlega ekki pláss fyrir þær, og
áhugamálin ráðast svo til alveg af leikhúsmaní-
unni. Ég hef aldrei haft þörf fyrir hestamennsku,
laxveiði og annað slíkt.“
— Lestu mikið?
„Ekki nærri nógu mikið. En fyrir nokkrum ár-
um eignuðumst við Helga dálítinn húskofa fjarri
heimsins glaumi og þar höfðum við kvöldvökur,
og reyndar hér í bænum líka. Ef við eignuðumst
nýja bók þá ákváðum við að lesa hana í samein-
ingu, upphátt hvortfyrir annað. Ég las í hálftíma
meðan hún bróderaði eða prjónaði, og svo tók
hún við. Þannig fórum við í gegnum ansi stóran
bunka af litteratúr."
— Nú eruð þið í sama starfi og hafið unnið
mikið saman. Hvernig hefur það reynst?
„Mjög vel. Ég hef oft vorkennt mökum leik-
ara. Fólk verður óhjákvæmilega manískt á ein-
hvern hátt fljótlega eftir að það byrjar í Leiklist-
arskólanum. Kunningjahópurinn breytist þang-
að til hann samanstendur af hörðum kjarna sern
hugsar ekki um neitt annað en leikhúsið. Ég
held að hin ideala samsetning sé eins og hjá okk-
ur Helgu, að hjónin séu bæði í þessu."
— En getur það samt ekki boðið heim ein-
hvers konar samkeppnishœttu?
„Hugsanlega. En við höfum alveg losnað við
það, guði sé lof. Sem betur fer hefur alltaf verið
einhver öldugangur í þessu, maður ber ekki
stöðugt stórvirki á herðum sér. Við höfum axlað
þetta nokkurn veginn til skiptis, þannig að af-
brýðisemi hefur aldrei komið til.“
— En ef þið standið samtímis í stórrœðum?
„Þá höfum við yfirleitt verið svo heppin að
vera að vinna saman. Og þá reynum við að bera
kápuna á fjórum öxlum."
— Hvernig hefur ykkur gengið að skipta með
ykkur heimilisstörfum og barnauppeldi?
„Vel, held ég. Við höfum aldrei litið á fjölskyld-
una sem hátíðlega stofnun. Börnin okkar þrjú
hafa alltaf tekið gott og gilt að annað okkar eða
bæði þyrfti að vinna. Eg veit ekki hvort barna-
lán okkar stafar af þessu heppilega uppeldi eða
hvort þau eru svona að upplagi, en þau hafa
aldrei gert þá kröfu að við skyldum absólútt
vera heima."
„Kikkið" sem frekju-
hundurinn fékk
— Hvað með heimilisverkin?
„Ekkert system, ekkert system," segir Helgi
og hristir hausinn ákaft. „Það sem er laust þá