Helgarpósturinn - 06.03.1986, Síða 19

Helgarpósturinn - 06.03.1986, Síða 19
HELGI SKÚLASON LEIKARI I HP-VIÐTALI stundina vinnur þau. Þetta er nú kannski full digurbarkalega sagt,“ bætir hann viö eftir smá umhugsun. „Eg kann að sjóða fisk, steikja pylsur og sjóða bjúgu þannig að þær máltíðir sem ég sé um eru einfaldar. En Helga bætir það upp þegar hún sér um matseldina. Það er vissara fyrir leik- húsfólk að koma sér ekki upp of föstu formi á þessum hlutum því vinnutíminn er svo breyti- legur.“ Síðan víkjum við að rómantíkinni sem Helgi telur að þeim hjónum hafi tekist að viðhalda í löngum hjúskap og ég bið hann um að segja frá fyrstu fundum þeirra Helgu. ,,Þá vorum við að fara í inntökupróf hjá Þjóðleikhússkólanum og látin bíða frammi í stórum búningsklefa. Ég kom frá Keflavík og þannig stóð á rútuferðum að ég var mættur í bæinn eldsnemma og stend ein- hvers staðar úti í horni þegar Helga kemur inn. Ég man alltaf eftir „kikkinu" sem ég fékk. Vá!“ segir Helgi og ber sér á brjóst. „Helga hugsaði aftur á móti með sér: Sjá hvernig þessi helvítis frekjuhundur horfir á mann! Aldrei skal ég tala við hann! Hún komst svo ekki inn í skólann og fór í skóla sem var rekinn í tengslum við Iðnó. En síðan hittumst við fyrir mjög skemmtilega tilviljun. Þannig var að þegar sinfóníuhljómsveitin var að hefja starfsemi sína hafði hún aðsetur í Þjóðleik- húsinu. Við í skólanum gátum farið upp á efri svalir og hlustað á þegar okkur langaði til. Og einhverjum vikum eða mánuðum eftir að við Helga höfðum hist fyrst lauma ég mér þarna upp. Þaö er verið að spila Ungverska rapsódíu. Fyrir tilviljun lendi ég á aftasta bekk við hlið Helgu. Ailt í einu finn ég að það er eitthvað að koma yfir hana, henni líður illa og hún æðir út. Ég fer á eftir henni og spyr hvað sé að. í sterk- ustu köflum rapsódíunnar hafði húsið nötrað og Helgu fannst efri svalirnar vera að hrynja. Hún er nefnilega mjög lofthrædd. Ég reyndi að róa hana, við gengum saman niður í bæ og settumst inn á Hressingarskálann. Það voru okkar fyrstu samræður." — Voruð þið kannski óadskiljanleg upp frá því? „Ekki alveg. Skömmu síðar hittumst við á leikskólaballi niðri í VR og eftir það urðum við óaðskiljanleg." Frægur í Svíþjóð — Nú hafid þid verið í sviðsljósinu alla ykkar hjúskapartíð. Hefur það aldrei verið óþœgilegt? „Ég held við höfum a.m.k. ekki orðið fyrir barðinu á kjaftasögum, þótt maður geti kannski aldrei sagt um slíkt með vissu." — En hvað rneð þá stöðugii athygli sem fólk hlýtur að hafa veittykkur t.d. á skemmtistöðum? „Jú, það hefur stundum verið óþægilegt, en það hefur heldur dregið úr því að ókunnugt fólk setjist upp hjá manni á skemmtistöðum. En við förum lítið á dansleiki, Þjóðleikhúskjallarann og þess háttar. Maður gafst fljótt upp á því. Það er of erfitt. En allir þessir litlu staðir eru svo miklu skemmtilegri, guði sé lof, og gott að fara hér út að borða. En það sem ég hef orðið hissastur á var þegar við komumst lpks í „sumarfrí" til Stokkhólms rétt fyrir jólin. Ég hafði ekki áttað mig á að hálf milljón Svía hafði séð Hrafninn flýgur. Hún hef- ur gengið í þrettán, fjórtán mánuði í sama bíóinu í Stokkhólmi. Svo gerðist það að í búðum, veit- ingastöðum og neðanjarðarlestum var fólk stöð- ugt að víkja sér að mér og segja: Heyrðu, þú ert í Hrafninn flýgur! Þá varð maður dálítið vankað- ur í útlandinu þar sem maður hafði getað gengið gjörsamlega ótruflaður í gegnum tíðina. Svíar hafa tekið þessa mynd alveg inn að hjartanu. Sumir sem ég talaði við höfðu jafnvel séð hana fimm sinnum." Við veltum fyrir okkur hvers vegna Hrafninn flýgur sé svona miklu vinsælli í Svíþjóð en hér. Kannski stafar það af því að Svíar eru svo „gasa- lega penir" en íslendingar enn svo „rosalega brútal" og kalla nú ekki allt ömmu sína í siðferði- legu tilliti. Síðan spyr ég Helga hvort hann telji að Ríkarður III sé nógu samviskulaus til að vekja áhuga íslendinga. Hreinleiki í þessu blóðbaði öllu „Vonandi," svarar hann. „Annars hafa íslend- ingar verið dálítið hræddir við Shakespeare, því miður. En ég held að þetta leikrit eigi að höfða til þeirra. Það er einhver hreinleiki í þessu blóð- baði öllu. Þarna er verið að segja hraða sögu sem fólk á að eiga auðvelt með að skilja, atriði fyrir atriði. Um daginn lékum við fyrir nemendur MH at- riðið þegar Ríkarður snýr ekkjunni á sitt band. Það var ógurlega gaman að finna viðbrögð krakkanna. Þau hlógu á réttum stöðum og skepnuskapurinn fór þannig í þau að þau sprungu. Ég er því bjartsýnn á að þetta leikrit eigi upp á pallborðið hjá íslendingum." Og þar sem Helgi hefur ævinlega mikið að gera og starf hans tekur oft á taugarnar, spyr ég hvort hann hafi komið sér upp einhverjum sér- stökum slökunaraðferðum. „Við Helga vorum svo lánsöm að okkur tókst að koma okkur upp heitum potti á veröndinni fyrir nokkrum árum,“ svarar hann. „Við leggj- umst í hann svo til á hverju kvöldi. Það er of- boðslega gott. Þreytan bókstaflega líður úr manni. Svo erum við með nokkur heilsuræktar- tól í kjallaranum, en ég hef ekki verið nógu dug- legur við þau.“ Að lokum spyr ég Helga hvort hann eigi sér einhver uppáhaldshlutverk. „Þau eru svo mörg. Það er t.d. gríðarlega gam- an að takast á við Ríkarð III. Þessi texti er alls- endis makalaus! Óperusöngvarar njóta sín greinilega best þegar þeir syngja heilu aríurnar. Ég held að leikarinn komist næst þeirri nautn þegar hann fer með texta eftir Shakespeare. Maður tekst einhvern veginn á loft.“ — Fœrðu frumsýningarskrekk? „Yfirleitt ekki fyrir „venjuleg" leikrit. En ég er alltaf smeykur við Shakespeare. Þar má ekkert út af bregða. Ef maður gleymir einu orði kemur bragarhátturinn í veg fyrir að maður geti sett í í staðinn annað orð, jafnvel þótt það merki það sama. Ég lenti í því að gleyma fyrstu setn- ingunni minni þegar ég var að leika í Júlíusi Caesari fyrir þrjátíu árum. Ég gat ekki munað hana þótt það hefði átt að drepa mig. Síðan hef- ur þetta verið martröð,“ segir Helgi Skúlason og hryllir sig og mál til komið að hann komist heim í heita pottinn til Helgu.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.