Helgarpósturinn - 06.03.1986, Qupperneq 27

Helgarpósturinn - 06.03.1986, Qupperneq 27
LISTAP LR frumsýnir Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur: Hvenær drepur maður mann? Gísli Rúnar Jónsson og Steindór Hjörleifs- son í.hlutverkum Schevings sýslumanns og Einars í Kollsvík í uppfærslu LR á Svartfugli. ,,Hvenœr drepur madur mann og hvenœr drepur maður ekki mann?“ spurði Jón Hreggviðsson í íslands- klukku Halldórs Ijixness. Svipuð spurning liggur til grundvallar skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, Svartfugli. Nú hefur Bríet Héðins- dóttir smíðað leikverk eftir sögunni sem verður frumsýnt í Iðnó 11. mars undir hennar leikstjórn. Sagan byggir á frœgu morðmáli frá því í upphafi síðustu aldar; greinir frá Bjarna og Steinunni sem voru ákærð, dœmd til dauða fyrir að hafa reynt að ryðja mökum sínum úr vegi til þess að þau gœtu fengið að njótast. Petta var misheppnuð til- raun fátœks barnafólks í afskekktri sveit til að „hertaka hamingjuna", eins og Steinunn segir á einum stað í verkinu. En Svartfugl er ekki bara sakamálasaga um þessi meintu morð og afleiðingar þeirra fyrir „morðingjana", heldur jafnframt uppgjör sóknarprestsins séra Eyjólfs við eigin samvisku. Hann blandast mjög inn í atburðarásina og með vissum rétti má segja að hann beri nokkra ábyrgð á að minnsta kosti sjö dauðsföllum og hafi því œrna ástœðu til að finna til sektarkenndar. Umgerð verksins er með þeim hætti að séra Eyjólfur rifjar upp með sér þessa atburði fimmtán árum síð- ar. Þá hafa orðið sviptingar í lífi hans sem hann lítur á sem refsingu guðs í sinn garð. i uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur fer Jakob Þór Einars- son með hlutverk Eyjólfs yngri — á þeim tíma þegar hinir voveiflegu atburðir gerast — en Þorsteinn Gunnarsson fer með hlutverk Eyjólfs eldri sem stendur í sam- viskuuppgjörinu fimmtán árum síð- ar. Sigurður Karlsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir leika þau „seku“, Bjarna og Steinunni. HP náði tali af Margréti Helgu og spurði hana fyrst hvernig hefði verið að vinna að þessari uppfærslu. „Æfingatíminn hefur verið geysi- lega spennandi en jafnframt mjög krefjandi," sagði Margrét Helga. „Gunnar Gunnarsson er náttúru- lega heimsbókmenntir, og það hef- ur því verið mikið vandaverk fyrir Bríeti að búa til leikgerð að þessu verki. Mér finnst útkoman frábær. Hún hefur verið höfundinum mjög trú í leikgerðinni og hreint út sagt lagt líf sitt og sál í þessa uppfærslu. Verkið hefur haft æ meiri áhrif á okkur eftir því sem liðið hefur á æf- ingatímann. í því er svo mikil dýpt — eins og fleiri verk Gunnars er Svartfugl undir niðri uppgjör höf- undarins við sannleikann. Á þessum tíma barðist fátækt fólk á borð við þau Bjarna og Steinunni við miskunnarlaust réttarfar og iil- kvittinn orðróm. Staða fátæklinga á þessum tíma var nánast hrikaleg. Bjarni og Steinunn voru dæmd til dauða, en samt var ekkert hægt að sanna svo óyggjandi væri. í lokin stöndum við frammi fyrir þeirri spurningu hvort þau hafi verið morðingjar eða ekki. Pau höfðu vissulega gert tilraun til að drepa Guðrúnu, konu Bjarna, en síðan deyr hún heima í rúmi og á líki hennar finnast engir áverkar. Og hvað ef Jón, maður Steinunnar, var drepinn í sjálfsvörn eins og margt bendir til? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Hvaða rétt hefur maður til að dæma aðra? Þetta eru þær tvær spurningar sem mér virðast brenna mest á Gunnari Gunnarssyni í þessu verki. Hvað hefðu Bjarni og Steinunn gert í dag? Ef gift, fimm barna móðir hefði orðið ástfangin af öðrum manni hefði hún væntanlega skilið eins og allir hinir. En í upphafi síðustu aldar var slíkt ógerlegt. Þetta fólk gat ekkert gert. Og makar þeirra, Guðrún og Jón, voru búin að þjarma lengi að þeim, miskunnar- laust. Það er hægt að brýna deigt járn svo lengi að það bíti.“ — Og framangreindar spurningar eru vœntanlega jafn gildar enn þann dag í dag þótt réttarfarið hafi breyst? „Já. Við hálshöggvum fólk ekki lengur í bókstaflegri merkingu, en við getum eyðilagt líf þess með öðr- um hætti, eins og t.d. með illkvittn- um orðrómi. í Svartfugli á orðróm- urinn sinn þátt í því að þau Bjarni og Steinunn eru dæmd. En ég fæ ekki betur séð en að íslenska kjaftasagan sé enn feit og sælleg í okkar þjóðfé- lagi. Verk á borð við Svartfugl fá mann svo sannarlega til að hugsa sig um, vara sig á því að slá fram sögum og eigin áliti á mönnum og málefnum sem maður ber ekki skynbragð á. Það getur orðið af- drifaríkt." — Finnst þér þá hœgt að segja að Svartfugl sé siðbœtandi verk í við- um skilningi? „Já, vissulega. Ég held að þetta verk geti fengið fólk til að hugsa áður en það talar. Allavega hefur það haft þau áhrif á mig. Ég er eins og flestir, mér veitir ekki af slíkri áminningu. Samkvæmt sálarfræðinni er sá sem talar illa um aðra uppfullur af sjálfsvorkunn og minnimáttar- kennd, reynir að ná athygli annarra með því að upphefja sig á annarra kostnað. En ég er nú svo bjartsýn að ég trúi því ekki að fólk geti komist upp með slíkt til lengdar. Rógberar hljóta á endanum að súpa seyðið af orðum sínum og gerðum eins og séra Eyjólfur í Svartfugli. í upphafi skyldi endinn skoða,“ sagði Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona. Eins og fram hefur komið er Svartfugl Gunnars Gunnarssonar margslungið verk: það snýst um sakamál, afstæði sannleikans og réttvísinnar, uppsprettu ills orðspors og afleiðingar þess. En það minnir okkur líka á hina þrautpíndu alþýðu sem hér bjó og var haldið niðri með siðferðilegri kúgun og harðri kenn- ingu af stólnum. Siðferðilegar afstæður þessa tíma koma mjög skýrt fram í Svartfugli. Hinar siðferðilegu kröfur um kristi- legt hugarfar og líferni eru meiri en svo að fólk standi undir þeim. Segja má að allar aðalpersónurnar, af há- stétt jafnt sem lágstétt, brjóti þær á sinn hátt. En aðeins tvær þeirra eru dæmdar til dauða fyrir brot sin, yfir- stéttin kemst upp með sín brot, og með nokkrum rétti má halda því fram að þeim Bjarna og Steinunni hafi verið „blótað yfirstéttinni". Enda segir hinn hreinskilni Schev- ing sýslumaður sem stjórnar yfir- heyrslunum yfir Bjarna og Stein- unni og fellir yfir þeim dóminn: „Mannblót haldast nú víst lengst af. . . í einhverri mynd.“ Af öðrum leikendum í þessari uppfærslu LR má nefna Gísla Rúnar Jónsson sem fer með hlutverk sýslu- mannsins, Valgerði Dan sem fer með hlutverk Guðrúnar, konu Jóns, og Karl Guðmundsson sem leikur Jón, mann Steinunnar. Alls koma sextán leikarar fram í sýningunni. Jón Þórarinsson hefur samið tónlist- ina við verkið, David Walters sér um lýsingu, en leikmynd og búninga annast Steinþór Sigurðsson. Frum- sýning verður sem fyrr segir þriðju- daginn 11. mars, en önnur sýning fimmtudaginn 13. JS MYNDLIST Gísli Sigurðsson: milli forms og frásagnar Eitt höfuðeinkenni á list Gísla Sigurðs- sonar er þörf hennar fyrir að segja frá ein- hverju, helst einhverju gleðilegu eða dyonís- osku, sem merkir ölvun. Og að ýmsu leyti er hún sundraður sagnastíll. Þar vottar fyrir andblæ altaristöflunnar, en yfir höfuð er list- in laus við trú, áhyggjur eða innri kvöl. I litn- um bregður ekki einu sinni fyrir kvöl. Að þessu leyti eru verk Gísla andstæð stefnu nýja expressionismans, hinnar ýktu tjáning- ar, þótt í þeim sjáist stundum glæður úr gamla expressionismanum, eins og til dæm- is í málverkinu af Ólafi Kárasyni. Og jafnvel aðferðastefnan sem El Greco beitti kemst að líkama Ólafs, með því að teygja hann dálítið fram úr hófi, því að Ólafur er nakinn, sam- kvæmt eðli og þörfum listarinnar en ekki „sannleikanum samkvæmt". Stílsmátinn er gott dæmi um þann „sögulega anda“ eða bókmenntalega sem læðist inn í málverk Gísla á sýningu hans að Kjarvalsstöðum. Sýningin er yfirfull af frásögum. í dæminu um Ólaf segir málverkið að sagan um hann hafi verið skrifuð í anda og í lok expression- ismans. Þar af leiðandi málar málarinn myndina að miklu leyti í anda bókar og stefnu. Svona eru myndirnar rökréttar innan samhengis síns, í samræmi við það sem þær tengjast. Þetta eru myndir ætlaðar, að miklu leyti, til lestrar: bóklestrar og myndlestrar — í minna mæli. Strangt tekið er aldrei frásaga í litum held- ur í línunum. Línan segir frá en liturinn skír- skotar til hughrifanna. I málverkum fer hvort tveggja saman, en jafnan í misjafnlega mikl- um mæli. Með því að Gísli er meira fyrir frásögur en hughrifin einber, í hreinum litum, er teikn- ingin í myndunum afskaplega áberandi. Við kynnumst á sýningunni dæmigerðum vanda sem málari lendir í sem ætlar að segja frá, segja sögur af atburðum, einkum stuttum, því að myndir Gísla eru ekki söguleg mál- verk byggð á breiðri frásagnarlist. Til forna, eða á tímum endurreisnarinnar á Ítalíu, gripu málarar til þess ráðs að hafa meginfrásöguna á málverkinu miðju, en síð- an var fyllt upp í frásöguna eða sýnd blæ- brigði hennar með litlum myndum sem voru einkum fyrir neðan aðalmyndina ellegar allt í kringum hana. Slíka aðferð notar nú á tím- um málarinn Pierre Alexinsky. Algengara er nú að sömu aðferð sé beitt og Gísli notar, það er aðferðinni sem uppgötvaðist með ljós- myndavélinni: tekið er ofan í myndina, með léttum og gagnsæjum dráttum. Margar sög- ur eru þannig sagðar samtímis en í ýmsum blæbrigðum. í Ijósmyndagerðinni er þetta víst kallað á ensku: overlapped eða ofaní- tekt. Og aðferðin gerir ljósmyndir drauga- „Himinsýnin er þarna mikil, og þekkt andlit gægjast fram og næstum heilir líkamar, afar jarðneskir en með andleg tákn fyrir fram- an sig, eins og mynd- in af Helga Sæm sem liggur á legubekk næstum eins og madame Juliette Recamier eftir David, með ótal fleygar Ijóða- bækur fyrir framan sig," segir Guðbergur Bergsson m.a. í um- fjöllun sinni. eftir Guðberg Bergsson legar, eins og andi framliðinna hafi kontið inn í veruleikann, en í málaralistinni þéttist söguefnið og verður „magnaðrá', um leið og listamanninum gefst tækifæri til að þétta eða þynna út litinn, eftir því sem hugur hans seg- ir til um og listviljinn. Gísli beitir blæbrigðunum óspart, í bland við línurnar eða teikninguna. Ekkert er hulið harmsögulegum lit. Málverk í anda vínguðs- ins eru að sjálfsögöu oft af því sem vínandinn blæs mönnum í brjóst. Þarna er söngur og dans og drykkjuveislur, þar sem fólk líður út af fremur í sælu en harmi. List Gísla er að þessu leyti afar heilleg og samkvæm eðli sínu. Annað sem einkennir vínandann eru nakt- ar goðaverur sögunnar sem svífa í loftinu. Himinsýnin er þarna mikil, og þekkt andlit gægjast fram og næstum heilir líkamar, afar jarðneskir en með andleg tákn fyrir framan sig, eins og myndin af Helga Sæm sem liggur á legubekk, næstum eins og madame Juli- ette Recamier eftir David, með ótal fleygar Ijóðabækur fyrir framan sig. En þótt Gísli Sigurðsson sé eðli sínu sam- kvæmur í list sinni, þá mætir hann þeim mikla vanda að samræma frásögu og inni- hald, ekki aðeins með stílvilja heldur líka með persónulegum undirtóni sem bregður ljóma, eða „ómmyn" eins og það er kallað núorðið með hinni nýju tækni, á inntak verk- anna og yfir allan litinn. Enginn veit hvernig slíkt er gert, en líklega nægir ekki tilhlaupið eða ígripavinnan eða einsemdin og harm- leikurinn. Guð má vita hvað það er sem gerir málara- listina ekki aðeins að veggjalist heldur líka að litaspjaldi heilans og hjartans. Allir litir Gísla eru gagnsæir eins og gleðin en ekki ógagnsæir eins og harmurinn. HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.