Helgarpósturinn - 26.06.1986, Page 3

Helgarpósturinn - 26.06.1986, Page 3
FYRST OG FREMST MEINT VINÁTTA Gvendar Jaka og Alberts Guðmundssonar hefur löngum þótt tilefni til djúpra siðfræðiþanka en þó aldrei dýpri en eftir að upp komst um hress- ingarstyrkinn. Margir hafa talið þessa vináttu til örgustu stétta- samvinnu og að Gvendur Jaki stefndi hagsmunum verkalýðsins í hina mestu vá með samskiptum sínum við íhaldsmanninn Albert. Þessi skoðun kom fram í mynd er Haraldur Guðbergsson teiknaði og birtist í DV þann 22. nóvember 1984, en þá hafði Haraldur teikn- að fyrir blaðið í hartnær eitt ár. Myndin sýnir hina meintu vini þar sem Albert er með vindilinn sinn og fjárlögin, en Gvendur með glas í hendi og með Félaga Napólepn eftir Orwell upp úr vasanum. Árið 1984 var Orwell ofarlega í hugum manna sem skiljanlegt er og Haraldur beitti djúpri táknspeki til að líkja þeim félögum við persónur Orwells. Gamli sorrý Gráni táknar hjá honum hina buguðu Dagsbrúnarverkamenn og önnur höndin á Guðmundi líkist svínsklaufum en eins og menn muna var erfitt að greina hver var maður og hver var svín í bók Orwells. Þótt þessi vinátta sé nú mikið fréttaefni og menn taki sér jafnvel orðið mútur í munn, þá voru ritstjórar DV ekki par ánægðir með hugleiðingu Haraldar síðla árs 1984. Þeir afþökkuðu frekari teikningar eftir Harald og síðan hefur engin teikning eftir hann birst í blaðinu. Hann varð að vonum sár en finnst nú sem ritstjórar DV hafi vanmetið spádómshæfileika sína all gróflega. . . YFIRLÆTISLAUS smáaug- lýsing hefur birst annað veifið í Dagblaðinu nú síðustu vikurnar og vakið athygli þeirra sem hafa mætur á þvílíku lesefni. Yfirskrift dálksins er „Málverk", og auðvitað ekkert um það að segja, nema hvað þar eru Kjarvalsmálverk ekki föluð til kaups eða boðin til sölu, heldur er auglýsandinn þekktur miðill hér í bæ, feikiskyggn kona að sögn. Auglýsingin er svohljóð- andi: „Dulrœn málverk. Mála dulrænar myndir fyrir fólk, meðal annars með litum árunnar. Uppl. dagl. kl. 18-19. s. 32175. Jóna Rúna Kvaran." Og nú mætti segja manni að dulræn árumálverk færu brátt að prýða stásstofur íslenskra góðborgara... ENN Á NÝ hefur Njáluleikhópi Helga Skúlasonar og Helgu Bachmann verið stuggað á burt og tæplega hlæjandi að landlægri meinbægni og rugli. En við hér getum þó ekki stillt okkur um að benda á að líklega er einn staður þar sem Njála fengist færð í leik- búning óáreitt. Vestur í Múla- hreppi er gott landrými og í ofan- álag getur Njáll sjálfur hreppt þar oddvitastöðu sem heimamenn nenna ekki lengur að kjósa til, — og þá getur enginn sagt neitt. ÞAÐ hefur tæpast farið framhjá neinum að klámbylgja mikil hefur hellst yfir höfuðborgarsvæðið frá áramótum. Mönnum finnst það hins vegar torskilið hvers vegna þessi ósköp dynja nú yfir okkur, þegar aðrar þjóðir hafa fyrir löngu fengið leið á fyrirbærinu. í hinu fyrrum alræmda Sóhó-hverfi í London eru t.d. aðeins eftir tíu löglegar klámbúllur og örfáar, sem starfræktar eru i trássi við lög og reglur, en þeim verður lokað á næstu vikum. Þetta er einungis tíundi hluti þeirrar starfsemi, sem þarna var í gangi á meðan Sóhó átti sitt blómaskeið. En nú ætlum við Islendingar sem sagt að taka við. . . ÞAÐ GETUR verið fjör að fletta Lögbirtingi, því glögga mál- gagni þjóðfélagsins á Islandi. Nýj- ar nafngiftir fyrirtækja koma þar á prent til dæmis, margar óvenju- legar, eins og Leöurrottan sem er heiti á einkafyrirtæki hennar Njálu Laufdal sem ætlar í framtíð- inni að reka smásöluverslun með leðurfatnað. Það tísti líka í okkur hérna á HP á dögunum þegar við rákumst á enn eitt svona frumiegt fyrirtækisheiti, Rómeó og Júlía í þetta skipíið. Heldur jókst hlátur- inn þegar tíundaður var tilgangur firma með svona stórbrotnu nafni sem rekur ættir sínar til mesta skáldjöfurs eyjunnar utan Frakk- landsstranda. Smásala... HELGARPUSTURINN Jakahlaup Hvernig fá menn sótt til saka svona voða stóran jaka? Aðeins stendur upp úr hafi einn á móti níu í kafi IMiðri UMMÆLI VIKUNNAR „Mér finnst það nú óttalegt bull sem veltur upp úr Ólafi Ragnari um þessa mórölsku, dýnamísku, þjóðfélagslegu þýðingu." — Guðmundur J. Guðmundsson við Þjóðviljann 20. júní, daginn óður en rit- stjóri sama blaðs krafðist þess að hann segði af sér þingmennsku. SMARTSKOT Keyptir þú þér eitthvað á útsölu ÁTVR á iéttvínum? Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR „Nei, ekki gerði ég það í þetta skiptið." — Stendur til að hafa svona útsölu aftur? „Nei, ekki svona útsölu. En ég geri ráð fyrir að jafnan verði einhverjartegundir fáanlegar íversluninni á sérkjörum. Útsalan núna stafar af uppsöfnun á birgðum um nokkum tíma, en ég geri ráð fyrir því að við munum reyna að losna við af okkar lager vín sem að við teljum að ekki eigi þar lengur heima. Allt eftir því sem hentar hverju sinni." — Hvenær er mesta sala í verslunum ÁTVR? „I desember, salan er langmest í desember. Það eru líka gjarnan sölutoppar í kringum stórhátíðir, t.d. fyrir páska þegar lokað er marga daga, eins fyrir helgar einsog Verslunarmanna- helgina og stundum reynir á um Hvítasunnuna. Helstu topp- arnir í sölunni eru um þær helgar þegar langur lokunartími fylg- ir." — Eru fleiri breytingar í aðsigi en þær að byrja með útsölur? ,úá, fyrir utan þær breytingar sem þegar eru kunnar, þ.e. að hér á landi verði teknar upp sjálfsafgreiðsluverslanir á áfengi, þá verður breyting á innkaupastefnu Áfengis- og tóbaksversl- unarinnar. Hér eru tegundir eða sölueiningar um 700 talsins. Það eru miklu fleiri tegundir heldur en ég tel að réttlætanlegt sé að hafa, miðað við þann markað sem fyrir hendi er, þ.a 240.000 manns. Hér fækkum við sennilega sölutegundum verulega. Hinsvegar viljum við koma til móts við þá sem hafa sérþarfir eða séróskir með því að reyna að efla pöntunarþjón- ustu fyrir þá." — Þú býst þá við því að menn muni kvarta verði teg- undum fækkað? „Vafalaust verða alltaf einhverjir sem telja að einmitt sú teg- und sem þeir njóta best hafi verið tekin í burtu." — Verður aðallega fækkað léttvínstegundum? „Nei, nei. Sterkum drykkjum verður einnig fækkað." — Snúum okkur að öðru, ert þú hlynntur þvf að hlut- verki ÁTVR verði komið til einkaaðila? „Ég held nú að það sé töluvert í land með að slíkt geti gerst. Ftersónulega hef ég ekki skoðun á því hvort rlkið eða einkaaðilar eigi að gegna þessu hlutverki. Ég tel ekki að það sé nokkuð sem sanni það að ríkið hafi staðið sig áþreifanlega illa í sinni starfsemi. Hitt er annað mál að ef verða á við öllum þeim ósk- um sem fram hafa komið um að opna útsölur hingað og þang- að um landið þá yrði það erfiður rekstur að hafa vínbúð með opinberum starfsmönnum á stöðum eins og — ég nefni til dæmis Ólafsvík, Norðfjörð og jafnvel stað eins og Siglufjörð, þar sem er reyndar verslun. Spurningin er sú hvort ríkið eigi að hafa verslun og starfsmenn fyrir markað sem ef til vill telur ekki nema 1000 manns." — Sérðu þá fram á að erfiðleikum verði bundið að opna útsölur á þeim stöðum sem nú þegar hafa sam- þykkt verslanir? ,úá. Ef við gerum ráð fyrir því að rfkið eitt eigi að eiga hlut að máli á öllum þessum stöðum, þá verður erfitt að eiga við það. En ef þetta væri samtengt einhverju öðru t.d. bygginga- vöruverslun eða veiðarfæraverslun eða annarri starfsemi sem fyrir er á staðnum þá liti málið öðruvísi út. En þá myndi hinn hefðbundni svipur ríkisverslunarinnar minnka." — Forstjórastarf ÁTVR, finnst þér það vera hættulegt starf? „Nei, ég hef ekki orðið var við neinn lífsháska ennþá. Hins- vegar ef menn ættu í erfiðleikum með að umgangast alkóhól gæti starfið reynst erfitt. En það sama á við um mig og alla starfsmenn fyrirtækisins." — En fá starfsmennirnir afslátt á vörum verslunar- innar? „Nei, það fá þeir ekki, en þeir gætu hafa kíkt inn á útsöl- una. .." — Hvað með t.d. jólagjafir frá umboðsaðilum? „Nú hef ég ekki reynslu af því hvernig þær eru úr garði gerð- ar þannig að ég get ekki tjáð mig um jólagjafir." — Að lokum, hvaða vín þykir þér best? „Ja, það fer eftir tækifærum býst ég við. Ég er svona fastur í því formi að ég drekk rauðvín með kjöti og hvítvín með fiski og einstaka sinnum finnst mér gott að fá mér púrtvíns- eða sérríglas. Þau skipti eru annars ekki mörg. Ég er í eðli mínu frek- ar umtalsverður bindindismaður." Það er ekki langt síðan að við forstjórastarfi ÁTVR tók Höskuldur Jónsson, áður ráðuneytisstjóri. Á þeim stutta tíma hefur margt gerst [ áfengismálum þjóðarinnar, hæst ber að mjög margir þéttbýlisstaðir úti á landi hafa samþykkt að opna megi áfengisútsölur. En það nýjasta f áfengismálum þjóðarinnar átti sér stað i gær, það var útsala á léttvínum í Ríkinu. 1. aprfi s.l. þótti slíkt svo fáránlegt að gert var grfn að slíkum atburði. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.