Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 5
mjög hrifnir af grein sem Páll Berg- þórsson skrifaði í Moggann á mið- vikudaginn, svo hrifnir að þeir gátu ekki setið á sér að klippa hana út og hengja upp í lyftunni svo að sem flestir gætu notið hennar. 1 greininni segir Páll að útvarpsráð hafi hengt bakara fyrir smið er það fordæmdi fréttaflutning sjónvarps og útvarps af heilsustyrk Gvendar Jaka. Páll hélt því fram að þessi fréttaflutning- ur væri afsprengi nýrrar stefnu er Markús Orn Antonsson útvarps- stjóri hefði sjálfur fengið í gegn og því væri það hann sem bæri ábyrgð á því sem hneykslaði útvarpsráð. Síðan ber Páll Markús saman við fyrrverandi útvarpsstjóra og kemur hann illa út úr þeim samanburði. En það voru ekki allir jafnhrifnir af greininni og þeir sem hengdu hana upp í lyftunni. Eftir skamma stund hafði Markús, eða einhver fylgi- sveina hans, rifið hana niður og nú er fátt að lesa fyrir þá sem ferðast með lyftunni. .. V Vv ið skýrðum fra þvi um dag- inn að Páll Magnússon, fréttastjóri sjónvarpsins, hefði vísað á bug beiðni Sigrúnar Valbergsdóttur, framkvæmdastjóra Norrænu leik- listarhátíðarinnar, um að þessi sterki miðill segði eitthvað frá hátíð- inni í fréttum. En þar við sat ekki, því málið fór fyrir Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra, sem tal- aði við Pál vegna þessa máls. Páll brást víst hinn versti við og sakaði Sigrúnu um að hafa klagað sig, sem Sigrún vildi nú ekki fallast á; hennar starf væri að vinna að því að þessi hátíð yrði velheppnuð í hvívetna og menn hefðu fullan rétt á að koma skoðunum sínum á framfæri í landi þar sem skoðanafrelsi ætti að vera við lýði. En viðtal var svo loks tekið við Sigrúnu, sem eitthvað gekk þó illa, því spólan neitaði að fara í gang. Leið nú og beið og var annað viðtal tekið við Sigrúnu viku síðar. En ekki átti viðtalið greiðan aðgang að fréttatíma sjónvarps því enn liðu 5 dagar þar til það birtist á skjánum eða 10 dögum frá því að útvarps- stjóri ræddi málið við Pál. . . Fyrsti ratmvertilegi luxttssmábíHínn! Það er bjart framundan hjá kaupendum smábíla, því nú er kominn á markaðinn byltingarkenndur lítill bíll, sem á ekkert sameíginlegt með öðrum smábílum, nema stærðina! LANCIA „SKUTLAN" er framleídd af rótgrónum bílaverksmíðjum, sem híngað til hafa eingöngu einbeitt sér að framleíðslu stórra, vandaðra luxusbíla og sport- bíla. Hún er „lítíl að utan — en stór að ínnan“ og býður upp á áöur óþekkt þægindi og íburð í bílum af þessarí stærð: Luxusínnrétttíngu með sérbólstruðum sætum, fullkomið mælaborð, rafknúnar rúður, rafknúnar hurðalæsingar og margt fleira. Með öllu þessu kostar Skutlan aðeins 278.000 krónur!! Lancia „SKUTLAN" er fyrir þá, sem kjósa Iítinn, lipran 5 manna bíl, sem býður samt upp á íburð og þægindi eins og í bestu Iuxusbílum. Komdu því og skoðaðu og reynsluaktu Skutlunní frá LANCIA — þú verður ekki fyrír vonbrigðum!! Smiðshöföa 23sími 6812 99 GOTT KAST GEFUR FISK 51LS17XR HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.