Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 9
\BÚI ÁSMUNDARSTAÐABRÆÐRA:
búa, þar eru risabændur ef þeir
bræður eru ekki iðnjöfrar eins og
komið var að áður. Risabændur í
landinu — sem eru fáir en stórir —
hafa stolið burt því viðurværi sem
annars hefði getað orðið mörgum
væntanlegum og nýorðnum eyði-
býlum til bjargar. Það er löngu við-
urkennd staðreynd að íslenskir
bændur brugðust seint við þegar
sýnt var að vaxtarbroddar hefð-
bundinnar landbúnaðarframleiðslu
væru úr sögunni og voru tregir til að
fara út í nýjar atvinnugreinar.
Stjórnvöld stuðluðu að þessu sinnu-
leysi og ungii) framtakssamir menn
eins og Asmundarstaðabræður
gripu gæsina — eða öllu heldur
hænsnin og gengu að þeim kjörum
sem ætluð voru bændum.
Önnur ástæða, sem menn til-
greina fyrir óvild margra í garð
Asmundarstaðabúsins, er að það
var Ingólfur Jónsson á Hellu sem
studdi þá við uppbyggingu Ásmund-
arstaða. Ingólfur var virtur foringi
meðal sjálfstæðismanna á Suður-
landi en jafn umdeildur þar sem
saman komu menn úr fleiri flokk-
um. Líklega hefur andstaða fram-
sóknarmanna við Ingólf þó hvergi
verið eins hatröm og mikil og í
heimasveitum hans; Holtum, Ása-
hreppi og nærsveitum þeirra. Kaup-
félagið Þór á Hellu var stofnað fyrir
atbeina Ingólfs og lengi vel versluðu
framsóknarmenn alls ekki í
,,íhalds“kaupfélaginu en beindu
viðskiptum sínum að Rauðalæk, þar
sem starfandi var framsóknarkaup-
félag. Pólitíkin var hatrammari í
þessum sveitum og enginn efaðist
um það hvoru megin Ásmundar-
staðamenn skipuðu sér í þeim efn-
um. Margháttað samstarf þeirra við
Kaupfélagið Þór hefur enn ítrekað
þetta. Ekki er hægt að leiða
fram hversu almennt það er í
nágrannabyggðum Ásmundarstaða
að menn hafi óvildar- og öfundar-
horn í síðu þessara nágranna sinna.
Sumir sem HP ræddi við vildu gera
lítið úr þessu, bentu á að flestir sem
þekktu þá Ásmundarstaðabræður
vel kynnu ágætlega við þá. Þá er
komið að enn einni ástæðu þessa —
mjög margir íbúar í heimasveit
þeirra bræðra þekkja alls ekki þessa
granna sína. Eftir því sem árin líða
virðist heldur draga úr tortryggni i
þeirra garð og gömlu verslunardeil-
urnar vegna kaupfélags Ingólfs á
Hellu heyra brátt sögunni til.
Sá yngsti er fyrir-
liðinn
Nokkra athygli vekur að Gunnar,
sem er yngstur þeirra bræðra, er
fyrir þeim út á við og sér um sölu-
mál og fjármál. Engir af heimilda-
mönnum HP kunnu ákveðna skýr-
ingu á þessu en töldu þó að jafnræði
væri með þeim. ,,Þeir eru allir mjög
frekir eða ákveðnir, hvort sem þú
vilt kalla það,“ sagði einn heimilda-
manna blaðsins.
Af bílaeign og sumarbústað
Gunnars ráða menn líka að hann lifi
íburðarmeira lífi. Hér verður ekkert
mat lagt á þetta en á móti sumar
bústað og jarðareign Gunnars að
Árbæ í Holtum kemur að hinir
bræðurnir eiga sitt einbýlishúsið
hvor að Hellu. Aðrar eignir þeirra
bræðra austanfjalls eru skráðar á
hlutafélög þeirra; Holtabúið og slát-
urhúsið Dímon.
Eignir og skuldir
austanfjalls
Ásmundarstaðabræður buðu
Holtabúið falt fyrir 200 milljónir
króna síðastliðið haust. Helmingur
átti að borgast í reiðufé á næstu 10
árum en 100 milljónir voru áhvíl-
andi skuldir Holtabúsins. „En þetta
var alltof hátt verð,“ sagði einn
heimildamanna HP. Annar heim-
ildamanna HP benti á að svona batt-
erí væri ekki hægt að selja. Það væri
mjög dýrt og auk þess væri við of-
framleiðslu að stríða í kjúklinga- og
eggjaframleiðslu. Á það hefur verið
bent að kjúklinga- og eggjabú í land-
inu séu illseljanlegar eignir eftir
verðhrun á liðnum vetri.
Ef litið er á veðbókarvottorð allra
eigna Ásmundarstaðabræðra aust-
anfjalls, með hliðsjón af eignaupp-
talningunni hér á síðunni, má ætla
að samanlagðar skuldir Holtabúsins
séu milli 100 og 150 milljónir króna.
Árið 1984 greiddu þeir bræður að-
eins um 75 þúsund í eignaskatt sem
gefur þá eina vísbendingu að þeim
hefur, eins og vel flestum sem
byggðu upp á verðbólguárunum,
tekist að afskrifa eignir sínar hraðar
en raunverulegt ástand þeirra segir
til um. 200 milljóna króna kaupverð
þótti væntanlegum kaupendum síð-
asta haust vera of hátt — sumpart
vegna þess að þeir gátu ekki tekið
veð í því sem keypt var fyrir þeim
100 milljónum sem þurfti að greiða
á 10 árum. Til þess hvíldi of mikið á
búinu. Það er á hinn bóginn ljóst að
skuldir Ásmundarstaða eru tæpast
umfram raunverulegt kaupverð —
sé á annað borð mögulegt að selja
risabú sem þetta.
„Þeir skulda ekki neitt hérna,
hafa allt sitt á hreinu og okkur hafa
ekki borist neinar fjárnáms- eða
gjaldþrotakröfur," sagði Friðjón
Guðröðarson, sýslumaður á Hvols-
velli, þegar blaðamaður sótti hjá
honum veðbókarvottorð vegna
eigna þeirra bræðra. HP hefur eng-
ar heimildir fyrir vanskilum þeirra
bræðra, engar fjárnámskröfur eru á
Ibúðarhús þeirra bræðra: Ekki (burðarmeiri en algengt er til sveita. Gunnar hefur nú flutt
úr slnu húsi en hefur sitt heimili í Reykjavlk og athvarf austanfjalls [„sumarbústað" skot-
spöl frá Ásmundarstöðum.
EIGNIR - FRAMLEIÐSLA - UMSVIF
Holtabúið er til húsa á Ásmundarstöðum í Ásahreppi. Ef ekið er hringveg-
inn sem leið liggur austur yfir Þjórsárbrú þá blasa byggingar þeirra bræðra
við í nokkrum fjarska ofan af hæðardragi rétt austan við Þjórsá. Ásmundar-
staðir standa þar á kambi sunnan þjóðvegar og sér glitta í þök alifuglahús-
anna. Aðkoman að þessu stórbúi er likust því að ekið sé inn í lítið sveitaþorp
eða samyrkjubú suður í ísrael. Þeir bræður búa á Ásmundarstöðum II og III
en að Ásmundarstöðum 1 er rekinn hefðbundinn búskapur og standa hús
Jörgens bónda þar yst á torfunni.
Eignir Holtabúsins á Ásmundarstöðum eru sem hér segir: Fimm íbúðar-
hús. Þrjú sem þeir bræður bjuggu í, í einu þeirra hýsa þeir vinnufólk og það
fimmta tilheyrði gjaldþrota svínabúi á nýbýlinu Ásheimum sem þeir bræður
hafa nýlega keypt. Nokkrar gamlar byggingar eru á jörðinni sem tilheyrðu
fyrri búskap. Þá eru á Ásmundarstöðum 19 alifuglahús, 1 geymsluhús og
eggjapökkunarstöð. Á búinu eru um 100 þúsund hænsnfuglar, þar af um 30
þúsund varphænur. Þaðan koma um 6 til 7 milljónir eggja á ári og vikulega
eru 6 til 7000 fuglar sendir til slátrunar.
Eignir Holtabúsins á Hellu eru tvö einbýlishús (þess utan eiga Jón og Garð-
ar sitt hvor þar) en hús þeesi eru að nokkru leyti notuð við útungun. A Hellu
er einnig alifuglasláturhús þeirra bræðra en um það er hlutafélagið Dímon.
Húseignin er um 2000 femetrar að gólffleti og að 38% í eigu Rangárvalla-
hrepps en hlutafélagið, sem á hin 62%, er að langmestu leyti í eigu þeirra
bræðra. Þegar rætt var um sölu Holtabúsins síðastliðið haust fyrir 200 millj-
ónir króna var sláturhúsið á Hellu og allar eignir á Ásmundarstöðum með
í dæminum. Áhvílandi skuldir á öllum eignum Ásmundarstaðabræðra aust-
anfjalls nema um 100 til 150 milljónum króna.
Við Holtabúið, sláturhúsið á Hellu og útungunarhúsið þar vinná að jafnaði
40 til 50 manns. Heima á búinu eru um 15 til 20 fastir starfsmenn. Fyrirtæki
þeirra bræðra er talið það stærsta, ef ekki langstærst af öllum fyrirtækjum
í Rangárþingi.
Þá á Holtabúið meirihluta í hlutafélaginu Fóðurblöndunni, sem aftur er
meirihlutaeigandi að Ewos hf. og væntanlegur eigandi að hveitimyllu sem
byggð verður seinna á þessu ári. Allar þessar fjárfestingar í Reykjavík telja
heimildamenn HP að séu ekki mikið undir 150 milljónum og hvergi nærri
lokið. Áhvílandi skuldir á Fóðurblöndunni, og þar með Ewos hf„ nema um
80 milljónum króna. Stærstur hluti þessa er í erlendu láni sem Búnaðar-
banki ábyrgist og nemur 2,7 milljónum svissneskum franka.
Þá eru ótaldar aðrar eignir þeirra bræðra í Reykjavík. Alkunna er að við
umtalað útboð á Stigahlíðarlóðunum í Reykjavík keyptu þeir bræður þrjár
lóðir og nýlega keypti Holtabúið hús fyrir Gunnar Jóhannsson fyrir 11 millj-
ónir króna.
Heildareignir Ásmundarstaðabræðra gætu numið um 300 milljónum
króna en skuldir þeirra eru tæplega mikið yfir 200 milljónum.
veðbókarvottorðum, ekkert þar
sem styður sögusagnir um erfið-
leika eða gjaldþrot.
Helmingur af skuldum ahvílandi á
Holtabúinu er vegna kaupa á Fóð-
urblöndunni hf. Áður en þeir bræð-
ur réðust i þau kaup á miðju ári '84
hafa skuldir á Holtabúinu ekki verið
mjög miklar. Síðan þá hafa þeir stað-
ið í mjög viðmiklum fjárfestingum í
Reykjavík sem nú mun verða vikið
að.
Verksmiðjur fyrir
hundruð milljóna
Ásmundarstaðabræður keyptu
meirihluta í Fóðurblöndunni hf. af
Lýsi h.f. fyrir 50 milljónir króna árið
1984. Sjálf verksmiðja fyrirtækisins
var þá mjög úr sér gengin og réðust
þeir í smíði nýrrar sem getur fram-
leitt allt að 60 þúsund tonn af fóðri
á ári. Heildarnotkun landsmanna
nemur um 70 þúsund tonnum en
markaðshlutdeild Fóðurblöndunn-
ar telja heimildamenn blaðsins að
sé um eða rétt yfir 10 þúsund tonn-
um. Talið er að þessi nýja verk-
smiðja hafi kostað um 100 milljónir
króna. Heimildamenn blaðsins
töldu margir að erfiðleikar Ásmund-
arstaðabræðra stöfuðu fyrst og
fremst af þessum miklu fjárfesting-
um, frekar en að rekstur búsins
hefði ekki gengið mjög vel.
í Morgunblaðinu síðasta laugar-
dag birtist frétt þess efnis að Fóður-
blandan h.f. hefði gengið til sam-
starfs við sænskt fyrirtæki um fram-
leiðslu á fiskeldisfóðri og stofnað í
þeim efnum hlutafélagið Ewos hf.
sem Fóðurblandan á 51% í en hinir
49%. Fóðurblandan leggur þessu
nýja hlutafélagi til nýbyggða verk-
smiðju sína en sænska móðurfyrir-
tækið, sem líka heitir Ewos, mun
væntanlega leggja fram um 50 mill-
jónir króna í sjóði félagsins. Að sögn
Gunnars á Ásmundarstöðum er
kostnaður við að gera verksmiðjuna
hæfa til þess að framleiða fiskeldis-
fóður óverulegur. Því er ljóst að hafi
erfiðleikar Fóðurblöndunnar verið
verulegir þá eru þeir það áreiðan-
lega ekki lengur. Það eru á hinn
bóginn ekki neinar traustar heimild-
ir fyrir erfiðleikum þeim megin,
frekar en á vígstöðvum þeirra
bræðra austanfjalls.
Auk þessa er ætlun Fóðurblönd-
unnar — sem áfram er til — að
ganga til samstarfs við danskt fyrir-
tæki (í sænskri eigu) um byggingu
hveitimyllu sem mun þá væntan-
lega geta framleitt allt það hveiti til
manneldis sem landsmenn þurfa!
Með framleiðslu á hveitinu myndast
hrat sem nýtanlegt er í skepnufóður.
Vegna flókinna skattalaga á fóðri til
búpenings verður fóður unnið úr
hráefni sem flutt er inn til manneldis
margfalt ódýrara en fóður sem unn-
ið er úr efnum sem flutt eru inn und-
ir réttum formerkjum. Með þessu
segja heimildamenn HP að Fóður-
blandan geti boðið lægra verð á
fóðri en áður hafi þekkst.
En til þess að koma þessu öllu af
stað, segja heimildamenn HP að
þeim sé nauðsynlegt að selja Holta-
búið. „Það fer enginn að kaupa fóð-
ur af sínum keppinautum. Meðan
þeir eiga Holtabúið geta þeir engan
veginn fengið bændur til að kaupa
af sér fóður, allra síst þá sem eru
með kjúklinga- og eggjabú,“ sagði
einn heimildarmaður HP.
„Klókir menn, Ásmundarstaða-
bræður," sagði einn heimildamanna
HP. „Fyrir helgi vissi enginn, sem
mér er kunnugt um, að þeir ætluðu
að selja Ewos helminginn í Fóður-
blöndunni. Það fréttist ekkert hjá
svona mönnum fyrr en þeir láta
blöðin vita.“
Útsjónarsemi,
haröýögi og heppni
ráðið velgengninni.
Líka frekir, ákveðnir
,,og vaða yfir hvern
sem er...!“
Gunnar er áreiðan-
lega eini bóndinn
sem ekur um á Benz
500!
Líkist mest iðnfyrir-
tœki, en skilgreint
sem landbánaður.
Tilheyra annarri
veröld i augum
nágranna sinna...
Einn á þrjá einbýlis-
hás ásamt leiguhúsi í
Sviss með hinum.
Framleiða 350
þásund kjáklinga og
7 milljónir eggja á
ári.
Ekki stórbœndur,
heldur risabœndur
— eða bara iðn-
jöfrar.
HELGARPÓSTURINN 9